Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Qupperneq 12
26 myndbönd Independence Day: Allt sprengt í tætlur itlDfFfidlCF RAV * v Risastór geimskip koma til jarðarinnar og taka sér stöðu yfir helstu stórborgum meðan aðalhetjumar þrjár eru kynntar til sögunnar. Fyrstan ber að nefna Jeff Goldblum i hlutverki tölvusénis sem uppgötvar ill áform geimver- anna. Þá er Wili Smith í hlutverki fífldjarfs orrustuflugmanns og loks Bill Pullnam í hlutverki forseta Bandaríkjanna (sem er ekki lítil hetja í þess- ari mynd). Þegar áhorfendurnir eru búnir að fá smátíma til að átta sig á sögupersónunum heíjast geimvenmnar handa, sprengja allt í klessu og út- rýma nánast öllum herjum jarðarbúa þangað til í restina að góðu gæjam- ir detta niður á snilldarlausn og útrýma geimverunum algjörlega. Þetta er með heimskustu myndum sem ég hef séð, sem væri allt i lagi ef hún væri svolítið skemmtilegri. Brandaramir eru svona upp og ofan, en skást er myndin þegar ekki er meiningin að koma áhorfandanum til að hlæja, þ.e. þegar heimskan og þjóðemisrembingurinn yfirkeyra allt. Þá fyrst verður hún virkilega fyndin. Sprengingamar eru flottar í svona hálfa mínútu en verða þá leiðigjamar og myndin er einfaldlega alltof löng. Hefði mátt skera hana niður um svona klukkutíma. Leikaramir fara með línurnar sínar og sjálfsagt hefur Jeff Goldblum hlegið dátt þegar hann opnaði larmaumslag- ið. Tæknibrellur eru vel úr garði geröar, en ofnotaðar. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Roland Emmerich. Aðalhlutverk: Will Smith, Bill Pullnam og Jeff Goldblum. Bandarísk, 1996. Lengd: 145 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Mr.Wrong: Glataður gæi Ellen DeGeneres leikur unga konu á uppleið sem ekki hefur verið mjög heppin í ástum hingað til. Hún tekur þó gleði sína þegar hún hittir draumaprinsinn Bill Pullnam og allt leikur í lyndi þar til hún segir hon- um að hann geti verið hann sjálfur og látið sinn innri mann koma fram. í Ijós kemur að hans innri maður er snarklikkaður og hún sér sitt óvænna og segir honum upp. Því miður er hann þrjóskari en andskotinn og neitar að gefast upp. Hann platar hana og foreldra hennar til Mexíkó og dregur hana upp að altarinu í óbyggðum Mexíkó. Til að bæta gráu ofan á svart er næstum því jafn geggjuð og brjálæðislega afbrýðisöm fyrrum kærasta hans á hælunum á þeim. Hér er ágætis hugmynd á ferðinni og miðað við farsa- kenndan söguþráðinn hefði átt að vera hægt að búa til góða dellugrín- mynd. Þetta klikkar hins vegar allt saman algjörlega, því að handritið er ekkert fyndið. Bill Pullnam nær fram brosviprum af og til, en að hafa Ellen DeGeneres þama er út í hött og sá sem hélt að hún væri skemmtileg ætti að finna sér nýtt starf. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: IMick Castle. Aðalhlutverk: Ellen DeGeneres og Bill Pullnam. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. PJ Nothing Personal: Hatur á Norður-írlandi Nothing Personal gerist í Belfast árið 1975. Forvíg- ismenn andstæðra fylkinga kaþólskra og mótmælenda era að reyna að semja um vopnahlé, en fylgismenn þeirra eru tregir til. Eftir götubardaga er kaþólskur maður að skjögra heim í gegnum hverfi mótmælenda þegar hann er hirtur af uppreisnargjömu gengi úr röðum mótmælenda. Einn af liðsmönnum þess er stór- hættulegur ofstopamaður sem er kominn í ónáð hjá yf- irboðurum sínum, en foringi gengisins er hugsjóna- maður sem þekkti fanga sinn í bamæsku. Meðan hann er í haldi leita ung böm hans að honum í báð- um hverfunum, meðal mótmælenda og kaþólskra. Þetta er mjög hrá og raunsæ lýsing á fáránlegum en mjög raunverulegmn aðstæðum í Belfast og grimm ádeila á hatrið og ósamlyndið sem þar ríkir. Beiskt háðið kem- ur vel fram í lok myndarinnar þegar hljóma fer lag um stríð og heiður, eftir tilgangslaus drápin sem á undan era gengin. Úrvalsleikarar eru í öll- um aðalhlutverkum, James Frain og Ian Hart fara á kostum í hlutverk- um félaganna í mótmælendaklíkunni og John Lynch, sem lítið hefur sést síðan hann lék í Cal, er öraggur í sínu hlutverki. Þá er athyglisvert að sjá Ruaidhri Conwoy (Clockwork Mice) í hlutverki ungs og upprennandi of- beldismanns sem lærir sína harkalegu lexíu. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Thaddeus OlSullivan. Aðalhlutverk: James Frain, lan Hart og John Lynch. Bresk/írsk, 1995. Lengd: 90 min. Bönnuð innan 16 ára. PJ Omega Doom: Vélmennabardagar ★ Þessi mynd gerist einhvem tíma í framtiðinni þegar mannkynið er hér um bil búið að útrýma sjálfu sér og ekkert eftir nema vélmennin, sem skipa sér í klíkur eftir framleiðslugerð og lúskra hvert á öðru. Rutger Hauer leikur flökkuvélmenni sem kemur í bæ, þar sem tvær slíkar klíkur berjast um yfirráðin. Báðar klíkurn- ar era að leita að vopnabúri sem talið er vera falið ein- hvers staðar í bænum, en þær telja sig þurfa á vopnum að halda til að drepa hin vélmennin og þar að auki mennina sem samkvæmt síðustu orðrómum era við það að láta til sín taka aftur. Rutger Hauer di-epur öll vélmennin (nema tvö, sem era góð) og fer. Þessi mynd er nokkuð undar- leg. Hún virðist leggja af stað með nokkuð metnaðarfullan söguþráð í stíl Yojimbo og eyðir oft miklum tíma og fyrirhöfn í útlit og sjónræn bardaga- atriði. Fagmennskuna vantar hins vegar. Söguþráðurinn er götóttari en 15 ára gamlar nærbuxur og heimspekin, sem nóg er af, er grunn og heimsk. Omega Doom er því fremur leiðinleg mynd, en fær punkt fyrir að reyna. Rutger Hauer er fremur sorglegur eins og vanalega. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Albert Pyun. Aðalhlutverk: Rutger Hauer. Bandarisk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. PJ FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1997 SÆTI FYRRI VIKA VIKUR A lista: TITILL .« ÚTGEF. TEG. ij NÝ i ! Independence Day Skífan Spenna 2 ; « 1 3 Mission Impossible ClC-myndbönd Spenna 3 : 3 4 ; Fargo Háskólabíó Spenna M NÝ 1 Eye for an Eye ClC-myndbönd Spenna 5 2 4 ; Spy Hard Sam-myndbönd Gaman « 6 ; 5 4 ; Truih about Cats and Dogs Skrfan Gaman 7 1 NÝ i : Mr. Wrong Sam-myndbönd Gaman f « ; mmm 4 .; Rock Sam-myndbönd Spenna 9 NÝ i ; Happy Gilmore ClC-myndbönd Gaman 10 9 2 ; Bio-Dome Sam-myndbönd hbsj Gaman 11 11 2 Last Dance Sam-myndbönd Drama 12 6 5 ■ i Cable Guy Skífan Gaman 13 8 3 The Quest Myndform Spenna 14 16 r 2 i X-Files: Tunguska Skrfan Spenna 15 12 9 , 2 Kingpin Sam-myndbönd Gaman 16 ; 17 Final Cut Háskólabíó Spenna 11 i»J 10 5 Mullholland Falls Myndform Spenna NÝ i : Kazaam Háskólabíó st- -.5- --- t Gaman 19 15 11 Sgt. Bilco ClC-myndbönd Gaman 20 Al u ; i Down Periscope Skífan Gaman lO.feb. til lO.feb. Nokkrar hræringar eru á myndbandalistanum þessa vikuna og þrjár nýjar kvikmyndir fara hátt á listann. Fyrsta ber að telja vinsælustu kvikmynd ársins í fyrra, Independence Day, sem þegar er komin í hóp vinsælustu kvikmynda sem gerðar hafa verið. Hún fer að sjálfsögðu beint í efsta sætið og verður þar örugglega um tíma. I fjórða sæti kemur svo tryllirinn Eye for an Eye þar sem Sally Field leitar hefnda þegar dótturmorðingi hennar er látinn laus vegna mnistaka við handtöku hans. í sjö- unda sæti er svo Mr. Wrong, sem er gamanmynd með Ellen DeGeneres, en hana þekkja flestir sjónvarpsáhorfendur ein- göngu sem Ellen. Þess má geta að hinn viðkunnanlegi leikari Bill Pullman leikur eitt af aðalhlutverkunum, bæði í Inde- pendence Day og Mr. Wrong. Ein ný mynd gægist inn á listann en það er Kazaam með körfuboltastjörnunni Shaquille O’Neal í aðalhlutverki. Independ- ence Day Jeff Goldblum og Bill Pullman. Vísindamenn NASA verða varir við að einhverjir risastórir hlutir era á sveimi í geimnum og áður en langt um líður kemur i ljós að þetta eru geimfór frá óþekktri plánetu. Á skömmum tíma sigla þessi risastóra skip inn í gufuhvolfið og taka sér stöðu fyrir ofan allar helstu höf- uðborgir heimsins. Brátt skýrist að ekki er um neina vináttu- heimsókn að ræða heldur stefna geim- verurnar á að út- rýma jarðarbúum. Mission: Im- possible Tom Cruise og Jon Voight. Um skeið hefur CLA haft grun um að einhver innan leyni- þjónustunnar sé að selja hátæknileynd- armál. Njósnarinn Ethan Hunt og hans fólk er að undirbúa að afhjúpa bæði svik- arann og kaupand- ann. Allt gengur samkvæmt áætlun þar til aðgerðinni er að ljúka, þá fer allt úrskeiðis og allir era drepnir nema Hunt. Fljótlega áttar Hunt sig á aö hann er sjálf- ur orðinn hinn grun- aði í málinu, enda sá eini sem eftir er sem vissi um áðgerðina. ssaicss raatií sístí 5» iwtCT 30SC2«I E5SS6 il Fargo Frances McDormand og Steve Buscemi. Uppburðarlítill bílasali hefur komið sér í skuldasúpu. Til að bjarga málum fær hann tvo krimma til að ræna eiginkonu sinni og eiga þeir að krefja forríkan tengdafóöur hans um lausnarfé. Þegar krimmarnir drepa lögreglumann og tvo saklausa- vegfarend- ur fer málið langt út fyrir það sem bílasal- inn ætlaði. Það kem- ur í hlut lögreglu- stjórans í Fargo, hinnar kasóléttu Marge, að rannsaka málið. Brátt tekst henni að tengja á milli morðanna. Eye for an Eye Sally Field, Kiefer Sutherland og Ed Harris. Líf McCann fjöl- skyldunnar breytist í martröð þegar dóttir þeirra er myrt á hrottalegan hátt. Skömmu síðar hand- tekur lögreglan mann sem er sterk- lega grunaður um morðið. það verður mikið áfall fyrir móðurina þegar manninum er slepþt því hún er sannfærð um að þessi maður sé morðinginn og ákveður nú að fylgj- ast með ferðum hans. B •*VmM,snr Spy Hard Leslie Nielsen og Nicolette Sheridan. Njósnaranum WD- 40 er falið að stöðva grimmileg áform handalausa hryðju- verkamannsins Rancors sem í enda- lausri brjálsemi sinni ætlar sér ekk- ert minna en heims- yfirráð. í myndinni er einnig komið inn á persónuleg tengsl WD-40 við hinar og þessar persónur inn- an og utan leyniþjón- ustunnar, til að mynda er hulunni svipt af, leyndar- dómnum um dular- gervi yfimjósnarans í CIA og yfirmanns WD-40.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.