Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Side 4
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 DV BOTITLEBJÁ Þaö leikur enginn vafi á því hverjir voru sigurvegarar á afhend- ingarhátíö íslensku tónlistarverð- launanna 1997. Bjartasta vonin frá því í fyrra, Botnleðja, var kjörin hljómsveit ársins, á lag ársins (Hausverkun) og telst eiga geisla- plötu ársins (Fólk er flfl). Hljöm- sveitin Botnleðja er skipuð þeim Ragnari Páli Steinarssyni, Heiðari Kristjánssyni og Haraldi Frey Gísla- syni. Hjólin byrjuðu að snúast hjá þessu kraftmikla og rokkglaða tríói þegar það vann Músíktilraunir árið 1995. í kjölfarið gaf sveitin út fyrri plötu sína fyrir jólin 1995 en hún var kölluð Drullumall. Platan hlaut nokkuð góðar viðtökur og með út- gáfunni og mikilli spilamennsku öðlaðist sveitin traustan aðdáenda- hóp. Það er hins vegar óhætt að segja að platan Fólk er fifl, sem kom út fyrir síðustu jól, og góð frammi- staða á tónleikum hafi sett Botn- leðju á stall með vinsælustu hljóm- sveitum landsins. Frægð Botnleðju hefur borist út fyrir landsteinanna og hefur hún notið kunningsskapar við Damon Albarn og félaga hans í bresku rokksveitinni Blur. Botnleðja hitaði upp fyrir Blur á stórum (og vel heppnuðum) tónleikum í Laugar- dalshöll síðastliðið haust og nýlega fór Botnleðja utan til þess að hita upp fyrir Damon og félaga í Englandi. Óhætt er að fullyrða að ferðin hafi komið Botnleðjumönn- um vel enda var Blur að kynna nýja plötu og þar af leiðandi talsverður spenningur fyrir tónleikunum í Englandi. Damon Albam hefur marglýst hrifningu sinni á því kraftmikla rokki sem Botnleðja spil- ar og jafrivel er hægt að merkja áhrif frá þessari tónlistarstefnu Botnleðju á nýrri geislaplötu Blur (sjá plötudóm um nýju plötu Blur á bls. 17). Óhætt er að fullyröa að Botnleðja Botnleðja: Komin formlega í úrvalsdeildina. Sveitina skipa þeir Ragnar Páll Steinsson, Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason. hafi skotið mörgum af kunnustu tónlistarmönnum landsins aftur fyr- ir sig með velgengni sinni á ís- lensku tónlistarverðlaununum 1997. Sem dæmi má nefna gamalgrónar sveitir eins og Mezzoforte og Tod- mobile sem voru einnig tilnefndar sem hljómsveit ársins og Emilíana Torrini og Kolrassa krókríðandi. Þeir sem hlutu tilnefningar fyrir lag Gróskan kom vel í Ijós ársins voru Stefán Hilmarsson (Eins og er), Emilíana Torrini (The Boy Who Giggled so Sweet), Tod- mobile og Anna Halldórsdóttir (Villtir morgnar). Sjö geislaplötur voru tilnefndar sem geislaplata árs- ins 1997. Fyrir utan Fólk er fifl með Botnleðju voru þaö plötumar Mer- mann með Emilíönu Torrini, Ómissandi fólk með KK og Magnúsi Eiríkssyni, Köld eru kvennaráð með Kolrössu krókríðandi, Seif með Páli Óskari, I Believe in You með Páli Rósinkranz og Eins og er með Stefáni Hilmarssyni. Af þessu má ráða að Botnleðja er komin í úrvalsdeildina í íslensku tónlistarlífi. -JHÞ Á fjórðu afhendingu íslensku tón- listarverðlaunanna sem fór fram í gærkvöldi kom það berlega í ljós að íslenskt tónlistarlíf hefur verið í mikilli sókn að undanfömu. Til dæmis segir það meira en mörg orð að sjö geislaplötur voru tilnefndar sem geislaplata ársins 1997. Upphaf- lega áttu þær að vera fimm en þær sem voru i sjö efstu sætun um vom svo hnífjafnar að ekki þótti réttlætanlegt að gera uppi á milli þeirra. Einnig má geta þess að í Hljómfanga- blaði DV, sem gefið var út fyrir síðustu jól, var fjall- að stuttlega um 150 íslenskar geisla- plötur. Fyrir jólin 1995 var fjallað um 100 plötur í sam- hærilegu blaði á veg- um DV. Það vekur líka at hygli að fjöl- breytnin sem kem- ur fram í útgáfu á íslenskri tónlist er mikil og virðast menn óhræddir við að prófa sig áfram með nýja hluti. Það er líka ekki dýrt að gefa út geislaplötu, því hefur verið fleygt að það kosti álíka mikið að gefa út geisla- plötu og það kostar að kaupa sæmilegan gamlan bíl. Það er Félag íslenskra hijómlist- armanna, Samband hljómplötu- framleiðenda, Samtök um byggingu tónlistarhúss og íþrótta- og tóm- stundaráð sem eiga fulltrúa í sex manna framkvæmdanefnd sem stýr- ir framkvæmdinni á íslensku tón- listarverðlaununum auk tveggja fulltrúa úr röðum fjölmiðlafólks. Iðnaöarráðuneytið styður nú ís- lensku tónlistarverðlaunin og eru fjármunirnir sem þaðan eru komnir notaðir til þess að kosta heiðursverðlaun þau sem veitt eru ein- staklingi sem telst hafa ver- ið öðrum til fyrirmynd- ar með áralöngu starfi í þágu ís- lenskrar tónlistar. Emilfana Torrini samfagnar Páli Óskari er íslensku tónlisfarverðlaunin voru afhent í fyrra. Páll var þá valinn söngv- ari ársins en Emillana Torrini var valin söngvari ársins 1993. DV-mynd ÞÖK Rytjandi/Hljómsveit ársins 1993 Todmobile 1994 Jet Black Joe 1995 Björk Guömundsdóttir Blásturshljóðfæraleikari ársfns 1995 Óskar Guðjónsson ana ársins 1993 Björk Guömundsdóttir 1994 Emiliana Torrini 1995 Björk Guömundsdóttir sins 1993 Stúlkan - Todmobile 1994 Higher and Higher - Jet Black Joe 1995 Army of Me - Björk Guðmundsd. Bassaleikari ársins 1993 Eiöur Arnarsson 1994 Eiöur Arnarsson 1995 Jóhann Ásmundsson Hljómborðsleikari ársins 1993 Eyþór Gunnarsson 1994 Jón Ólafsson 1995 Eyþór Gunnarsson Trommuleikari ársins 1993 Gunniaugur Briem 1994 Gunnlaugur Briem 1995 Gunnlaugur Briem Söngvari ársins 1993 Daníel Ágúst Haraldsson 1994 Páll Rósinkranz 1995 Páll Óskar öfundur ársins 1993 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson 1994 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson 1995 Björk Guömundsdóttir Textahöfundur ársins 1993 Andrea Gylfadóttir 1994 Andrea Gylfadóttir 1995 Kristján Kristjánsson Geislaplata ársins 1993 Spillt - Todmobile 1994 Æ - Unun 1995 Post - Björk Guömundsdóttir Gftarleikari ársins 1993 Guömundur Pétursson 1994 Guömundur Pétursson 1995 Guömundur Pétursson Klassísk geislapiata ársins 1995 Schwanengesang Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson i Djassleikari ársins Í994 Eyþór Gunnarsson 1995 Eyþór Gunnarsson Bjartasta von ársins 1994 Spoon 1995 Botnleöja Hel&ursverðlaun 1993 Björgvin Halldórsson 1994 Ragnar Bjarnason 1995 Guömundur Steingrímsson * Nú eru íslensku tónllstarverölaunin miöuö viö áriö í ár en ekki áriö á undan eins og áöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.