Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Utandagskrárumræða um Æsumálið á Alþingi i gær:
Bjartsýn eftir að hafa
hlýtt á þingmenn
- segir Kolbrún Sverrisdóttir - ráðherra of mikið í vörn, segir Kristinn H.
n w m 1 j
11 ;
! 11 I WJ
Fjöldi vina og ættingja Kolbrúnar Sverrisdóttur fylgdist meö umræöunum í þinginu í gær. DV-mynd ÞÖK
„Það athyglisverðasta sem ég
heyrði hér í þinginu í dag var að í
dag eru hundrað skip á sjó sem
ekki ættu að vera það. Það bendir
ekki til þess að við sköpum sjó-
mönnunum okkar öryggi. Barátta
okkar fyrir því að skipinu verði
náð upp hefur helgast af þvi að
þetta er framkvæmanlegt og það
kom berlega í Ijós hér í dag. Það
sem nú vantar er vilji,“ segir Kol-
brún Sverrisdóttir, konan sem
missti eiginmann og föður með
skelfiskbátnum Æsu IS sl. sumar,
að loknum utandagskrárumræðum
um fjárframlög til rannsókna sjó-
slysa á Alþingi í gær.
Fjölmargir þingmenn stigu í
pontu og létu allir sem einn í ljós
vilja sinn til þess að auknum fjár-
munum yrði varið til rannsókna
sjóslysa. Kolbrún segist bjartsýn
eftir að hafa hlýtt á þingmennina
en segist hefði viljað fá skýrari
svör frá samgönguráðherra, Hall-
dóri Blöndal, um málið.
Kem aftur ef þarf
„Lög kveða á um að sjóslys skuli
upplýst og þetta tiltekna slys verð-
ur aldrei upplýst nema með getgát-
um ef skipið verður ekki híft upp.
Ég mun fylgja málinu eftir og ef til
þarf kem ég aftur,“ segir Kolbrún
en fjöldi vina og ættingja fylgdi
henni á þingpalla í gær.
„Allir ræðumenn aðrir en ráð-
herra voru mjög fýsandi þess að
við tækjum okkur tak, þing og rík-
isstjóm, og settum aukið ijármagn
í rannsóknir og legðum aukna
áherslu á að upplýsa mál af þessu
tagi,“ sagði Kristinn H. Gunnars-
son, þingmaður Alþýðubandalags-
ins á Vestfjörðum, málshefjandi ut-
andagskrárumræðunnar í gær.
Kristinn segir sér hafa fundist
ráðherra hafa verið fullmikið í
vöm, rétt eins og hann hefði verið
gerður ábyrgur í málinu. Ekki hafi
verið meiningin að veitast að hon-
um sérstaklega, málið hafl verið
lagt fram og skorað á menn að gera
betur en hingað til.
Valdiö í höndum ráöherra
„Eins og málið stendur er valdið
í höndum ráðherra og ég vonast til
þess að látið verði til skarar
skríða. Ég spái því að þingmenn
muni vinna að málinu í framhald-
inu og þess muni sjá stað við gerð
næstu fjárlaga að hugarfarsbreyt-
ing hefur orðið,“ segir Kristinn H.
Gunnarsson.
Ámi Johnsen var meðal þeirra
sem tóku til máls í þinginu í gær
og hann sagði sögu af 59 brúttó-
lesta bát úr Vestmannaeyjum. Þeir
sem keyptu skipið sáu mjög fljótt
að eitthvað var að því og treystu
sér ekki til þess að gera það út.
Þeir báðu því um úttekt frá Sigl-
ingamálastofnun.
„í ljós kom við þá skoðun að
skipið var alls ekki hæft til þess að
vera á sjó og var undarlegt að það
skyldi ekki sokkið fyrir löngu. Það
er með ólíkindum að þessi niður-
staða skyldi ekki liggja fyrir því
þegar það var keypt hafði það haf-
færisskírteini frá Siglingamála-
stofnun og engar athugasemdir
gerðar. Tíu tonn vom fjarlægð af
þilfari þessa litla skips til þess að
ráða bót á vandanum," sagði Árni.
Hann hvatti samgönguráðherra til
þess að láta framkvæma hallamæl-
ingar á öllum íslenskum skipum,
lengri en 15 metrar.
Skylt aö upplýsa
Kristján Pálsson, þingmaður
Reyknesinga, sagði í umræðunum
í gær að lög nr. 21 1986 skylduðu
Rannsóknamefnd sjóslysa til þess
að upplýsa mögulegar ástæður fyr-
ir sjóslysum. Hann sagði að þær 7
milljónir sem veittar væm til þess
verkefnis árlega dygðu ekki einu
sinni til þess að gefa árlega út bók
um sjóslys.
„Lög í Noregi kveða á um að
skylt sé að ná upp skipum sem
sökkva. Þjóð sem byggir afkomu
sína á fiskveiðum á að sýna að-
standendum og minningu drukkn-
aðra sjómanna þá sæmd að allt sé
gert sem hægt er til að upplýsa slík
mál. Á liðnum sjö árum liggja fjög-
m- mál óupplýst þar sem fómst tiu
sjómenn. í dag er viðurkennt að
yfir hundrað skip séu á floti sem
ekki ættu að vera það,“ segir Krist-
ján Pálsson.
Áhersla á leit
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði að fram til þessa hefði
höfuðáhersla verið lögð á leit og
björgun en menn ekki treyst sér til
þess að ná upp skipsflökum. Hann
sagði að ef menn vildu að gengið
yrði lengra í rannsóknum sjóslysa
en gert hefði verið til þessa þá kost-
aði það tugi, jafnvel hundmð millj-
óna. Svara þyrfti því hvemig ætti
að afla fjár til slíkra rannsókna.
Halldór sagði að eitt tilboð sem
samgönguráðuneytinu hefði borist
í verkið hljóðaði upp á 32-33 millj-
ónir og að enginn hefði haft sam-
band við ráðuneytið til þess að
taka þátt í þeim kostnaði.
„Það hefur mikið áunnist í slysa-
vömum sjómanna og það er gagn-
legt fyrir okkur þingmenn að
íhuga með hvaða hætti við viljum
standa að rannsóknum á sjóslys-
um. Til þess höfum við haft góðan
tíma frá því að Æsan sökk og ég
held að öllum hér hafi átt að vera
það ljóst að óskir væm uppi um að
skipinu yrði náð upp. Ef áhugi
þingmanna hefði verið fyrir hendi
sæi þess stað í fjárlögum þessa
árs,“ sagði Halldór.
í þinginu í gær var upplýst að
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
hefði ekki þann búnað sem til
þyrfti og að það væri ekki tilbúið
til þess að leggja í þann kostnað
sem nauðsynlegur væri til þess að
fá hingað til lands búnað og mann-
skap til þess að vinna verkið.
-sv
Dagfari
Hinir vanhelgu og vanhæfu
Eitt helsta og mesta fréttaefni
fjölmiðla dag hvem em frásagnir
úr réttarsölum, þar sem verið er að
dæma skúrka og skálka fyrir mis-
gerðir, fjárdrætti og ofbeldi. Er þar
ekkert lát á og nóg fram undan ef
marka má þær niðurstöður kann-
ana að heimilisofbeldi fari vax-
andi. Ekki veitir því af lögfræðing-
um og dómurum í framtíðinni.
Þess vegna er það miður að nú
er fariö að tíðkast að höfða mál
gegn vanhelgum lögfræðingum og
vanhæfum dómurum, þannig að
það fer að verða spuming um söku-
dólga utan eða innan dómsala.
Tvö mál hafa vakið sérstaka at-
hygli Dagfara að undanförnu af
þessu tagi.
Annað er mál Vífilfells sem ný-
lega var dæmt til að greiða á þriðja
hundrað milljónir króna í tekju-
skatt, vegna þess að tap sem fyrir-
tækið keypti var ekki frádráttar-
bært til skatts.
Vífilfell borgeir ekki rúmar tvö
hundruð milljónir þegjandi og
hljóðalaust og hefur nú höföað mál
til ógildingar á dómi Hæstaréttar
vegna þess að Pétur Hafstein
hæstaréttardómari hafi verið van-
hæfur til aö dæma í málinu. Pétur
mun víst hafa fariö fram á styrk í
kosningasjóð sinn í forsetakosning-
unum í sumar en ekki fengið. Víf-
ilfell telur að dómarinn sé að ná
sér niðri á fyrirtækinu fyrir að
tíma ekki að borga styrkinn.
Hitt málið snýst um lögfræðing
hjá Húsnæðisstofnun, sem er sak-
aður um að hafa dregið sér fé. Lög-
fræðingurinn mótmælir þessum
ásökunum og segir að hér sé um
launagreiðslu að ræða, sem for-
stjóri Húsnæðisstofnunar hafi
heimilað.
Þannig háttar til að stofnunin
hefur haft lögfræðing á sínum
snærum og á föstum launum, en
lögfræðingurinn hefur verið í
góðri trú um að þau störf sem eru
lögfræðilegs eðlis hjá stofnuninni
skuli greidd sérstaklega sam-
kvæmt taxta Lögmannafélagsins.
Honum kemur því á óvart að vera
rukkaður um fé sem hann telur sig
eiga vegna starfa sem hann innti af
hendi í vinnutíma sínum á fullum
launum. Forstjórinn kannast ekki
við samþykki sitt og vísar að öðru
leyti til undirmanna sinna, sem
hafa með mál lögfræðingsins að
gera, enda annast forstjórinn ekki
daglega umsjón með störfum
starfsfólks stofnunarinnar að eigin
sögn.
í báðum þessum málum er úr
vöndu að ráða. Pétur Hafstein,
dómari í Hæstarétti, verður nú að
sanna fyrir réttinum að hann hafi
ekki verið fúll út í Vífilfell þótt fyr-
irtækið hafi ekki borgað í kosn-
ingasjóð og lögfræðingurinn hjá
Húsnæðisstofnun verður að sanna
að Sigurður hafí sagt það sem Sig-
urður segist ekki hafa sagt.
Eðlilegast væri að sönnunar-
byrðinni væri snúið við, þannig að
Vífílfell sanni að Pétur hafi verið
fúll og forstjóri Húsnæðisstofnunar
sanni að hann hafi ekki sagt það
sem lögfræðingurinn segir að hann
hafi sagt en Sigurður segist ekki
hafa sagt.
Að öðrum kosti er hætta á að
hæstaréttardómarinn verði talinn
vanhæfur og dómurinn um Vífilfell
ógiltur og eins hitt að lögfræðing-
urinn verði að greiða til baka það
fé sem hann hélt að forsfjóri Hús-
næðisstofnunar hefði leyft sér að
greiða í eigin vasa.
Ef svo fer, fækkar þeim löglærðu
mönnum sem geta kveðið upp
dóma um þá skúrka og skálka sem
stöðugt eru dregnir fyrir rétt og þá
getur þjóðfélagið ekki komið lögum
og refsingu yfir þá einstaklinga
sem sífellt eru að brjóta af sér og
eru miklu hættulegri samfélaginu
en löglærðir menn sem eru ýmist
fúlir eða í góðri trú um að þeir séu
að gera rétt. Dagfari