Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 DV Fréttir SR-mjöl, Seyðisfirði: Loðnan að nálgast 50.000 tonn DV, Seyðisfirði: Loðnan hefur verið að veiðast undan öllu Suðurlandi, frá Stokks- nesi að Reykjanesi, undanfarna daga. Gunnar Sverrisson, verk- smiðjustjóri hjá SR-mjöli, sagði að þrjú skip hefðu komið á mánudag til löndunar hjá verksmiðjunni. Það vekur nokkra athygli að ekkert þeirra kom af sömu veiðislóðinni. Björg Jónsdóttir fékk sinn afla á miðunum út af Ingólfshöfða en þar hefur fengist nokkru vænni loðna en annars staðar og því vænlegri til frystingar. Gullherg VE kom af miðunum vestan Vestmannaeyja og Bjsumi Ólafsson AK af miðunum út af Stokksnesinu. Loðnu var landað í flestum Austfjarðahöfnum í gær. SR-mjöl hefúr nú tekið á móti 44 þúsund tonnum til bræðslu og þar að auki hafa verið flokkuð 5 þús- und tonn fyrir frystistöðvamar hér. Það eru því miklar líkur á því að á þessum eða næsta sólarhring hafi verksmiðjan tekið á móti 50 þúsund tonnum frá síðustu áramótum. -JJ Loðnuvertíöin í hámarki: Alveg mögu- leiki á að taka allan kvótann - segir Lárus Grímsson Dy Akuieyri: „Það er talsvert mikið um loðnu hér á þessum slóðum, sérstaklega miðað við árstíma," sagði Lárus Grímsson, skipstjóri á nótaskipinu Júpíter ÞH, þegar DV ræddi við hann í gær. Júpiter var þá á miðun- um milli Stokksness og Eystrahoms en þar fannst umtalsvert magn af loðnu um helgina. „Eigum við ekki að segja að þetta sé fjórða gangan, það er best að segja það því slíkt er ekki þekkt í Is- landssögunni. Það veit svo sem eng- inn hvað er að gerast, en það er óvenjulega mikið af loðnu hér, tölu- vert mikið af torfum en nokkuð flókið að veiða loðnuna." Láms segir að þessi loðna sé svip- uð þeirri sem veiðst hefur í allan vetur, mjög blönduð og fremur smá. „Þetta er bæði stór og smá loðna en léleg til flokkunar og þetta gefur enga Japansloðnu, sýnist mér.“ Láms er þrautreyndur loðnuskip- stjóri en hann segir mjög erfitt að segja fyrir um hvemig lokasprettur vertíðarinnar muni þróast. „Það er hefðbundið að við veiðum til um 20. mars, en síðan hafa menn veitt hrygnt síli og einnig náð óhryngdri loðnu í einhverjum túrum austur um í einhvem tíma. Ef allt er eðlilegt eigum við eftir 3-4 vikur, og það em mjög margir bátar sem eiga lítið eftir af kvótan- um og geta bætt við sig umfram- loðnu. Sennilega em 4-5 skip að komast í vandræði vegna kvótaleys- is en ef það væri hægt að deila kvót- anum niður á skipin gætum við hugsanlega tekið allan kvótann. Flotinn er orðinn mun öflugri en í fyrra og ætli burðargetan sé ekki orðin um 40 þúsund tonn. Við búum hins vegar ekki við það kerfi að menn geti fengið meiri kvóta án þess þá að kaupa hann af öðrum. Það em að meðaltali um 10 þúsund tonn eftir á bát og það er ekkert óraunhæft að við náum því. í fyrra veiddum við rétt um 700 þús- und tonn í febrúar og mars og við ættum að geta það núna ef vel geng- ur. Það hefur líka sitt að segja að af- kastagetan í landi hefur stóraukist, bræðslum hefur fjölgað og aðrar hafa aukið afkastagetu sína mjög, sem þýðir að oft þurfa menn ekki að sigla jafn langt og löndunarbið er ekki eins algeng," segir Lárus Grímsson. -gk smáskór I Barnaskóútsölunni lýkur á fimmtudaginn. Ný sending af stígvélum. /V* Skórfra 500 kr. Etum í bláu húsi við Fákafen. með Do-Re-Mi. smáskór Vtkingur AK að leggjast við bryggju SR-Mjöls drekkhlaðinn. SV-mynd Jóhann Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á eftirtöldum gjöldum: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 12. tímabili með eindaga 15. janúar 1997 og virðisaukaskatti til og með 48. tímabili með eindaga 5. febrúar 1997 og öðrum gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. febrúar sl. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðis- aukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eft- irlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, sldpagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignar- skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjámáms verður krafíst án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxt- um og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimp- ilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. febrúar 1997. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurjnn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn á ísafirði í Bolungarvík á Patreksfirði á Hólmavík á Blönduósi á Sauðárkróki á Siglufirði á Ólafsfirði á Akureyri á Húsavík á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyj um Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta VestQarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.