Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON ABstoBarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiflsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aflrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: HeimasíBa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaflam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerB: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. ÁskriftarverB á mánufli 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverfl 150 kr. m. vsk., HelgarblaB 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til afl birta aBsent efni blaBsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Fákeppni í sjónvarpi Stöö 2 keypti Stöö 3 beinlínis til þess aö leggja hana niður og minnka þannig samkeppnina. Með kaupunum dregur íslenzka útvarpsfélagið kjark úr nýjum aðilum og úr líkum á verðstríði á markaði sjónvarpsrása. Þann- ig eykur það langtímalíkur á rekstrarhagnaði sínum. Kaupin voru annars eðlis en kaup Frjálsrar íjölmiðl- unar á Degi-Tímanum og Alþýðublaðinu. í því tilviki var markmiðið ekki að leggja litlu blöðin niður eða sameina þau DV, heldur að gefa þau áfram út sem sjálfstæð blöð með hefðbundnum fýrri stjórnmálaviðhorfum þeirra. Eigendur Stöðvar 3 voru einnig að gæta sinna hags- muna. Þeir höfðu þegar tapað hundruðum milljóna króna á skipulagsleysi og beinum mistökum. Þeir voru ekki líklegir til stórræða í samkeppni við mun farsælli eigendur Stöðvar 2 og sáu það sjálfir undir lokin. Málsaðilar beggja vegna borðsins voru því að gæta hagsmuna sinna eins og bezt þeir gátu. Þeir gerðu það í samræmi við eðlilegar leikreglur og lögmál markaðshag- kerfisins. Þar verða hinir veiku venjulega að víkja, ann- að hvort með því að gefast upp eða sameinast. Athyglisvert er, að þetta er í fyrsta skipti í manna minnum, að hefðbundin stórfyrirtæki, sem kennd eru við kolkrabba og voru helztu eignaraðilar Stöðvar 3, hafa tapað í harðskeyttu valdatafli við fyrirtæki og ein- staklinga, sem standa utan svonefnds kolkrabba. Engu er enn hægt að spá um, hvort neytendur hagn- ast eða tapa á brottfalli Stöðvar 3, þótt venjulega tapi þeir á fækkun samkeppnisaðila. Enn síður er hægt að spá um, hvort hagsmunum íslenzkrar tungu og íslenzks sjónvarpsefnis verður betur borgið eða lakar. Eitt er þó ljóst, að Stöð 3 hefur með sameiningunni leikið grátt þá starfsmenn, sem hún sótti fyrir skömmu af Stöð 2 við litla hrifningu ráðamanna hennar. Ólíklegt er, að þeir fái störf við hæfi á markaði, sem snögglega hefur dregizt saman við brottfall Stöðvar 3. Athyglisvert er, að í hagkerfi íslands er það yfirleitt óskadraumur samkeppnisfyrirtækja að losna úr sam- keppninni og komast í einokunarstöðu á sinni hillu í líf- inu. Þannig leiðir samkeppnin til fækkunar fyrirtækja og minnkunar á samkeppni, þegar tímar líða fram. Eftir uppgjöf Stöðvar 3 er ekki líklegt, að neinir inn- lendir aðilar séu nógu sterkir til að leggja í samkeppni við Stöð 2 og ríkið sjálft. Fordæmi Stöðvar 3 er víti til vamaðar, sem sýnir, að auðvelt er að tapa miklum pen- ingum á tilraunum til sjónvarpsrekstrar. Nú er svo komið, að ríkið eitt heldur uppi samkeppni við Stöð 2 á ljósvakamarkaði. Búast má við, að andstaða við einkavæðingu Ríkisútvarpsins muni aukast í kjölfar andláts Stöðvar 3. Margir munu telja samkeppni af hálfu ríkisins skárri kost en alls enga samkeppni. Athyglisvert er, að ríkið kemur raunar að málinu beggja vegna borðsins. Sem einkaeigandi ljósvakans hef- ur það úthlutað takmarkaðri auðlind hentugra sjón- varpsrása á þann hátt, að hún er öll komin á tvær hend- ur, ríkisins sjálfs og íslenzka útvarpsfélagsins. Búast má við, að útvarpsréttamefnd ríkisins þurfi að taka afstöðu til hinnar nýju stöðu, sem felst í, að allar rásir, sem úthlutað hefur verið einkaaðilum á þeim tveimur bandvíddum, er hæfa núverandi loftnetum, hafa að lokum runnið í hendur íslenzka útvarpsfélagsins. En fákeppni er síður en svo ný bóla hér á landi. Flest- ir helztu þættir viðskipta og þjónustu á íslandi lúta ein- mitt séríslenzkum lögmálum fákeppninnar. Jónas Kristjánsson „Hætt er viö því aö samræmd Evrópusaga veröi bragölaus og feimin - vegna þess aö hún foröist öli meiri hátt- ar deiluefni," segir Árni m.a. í greininni. Samræmd Evrópusaga Sagt er að sagnfræðingar séu öflugri en guð almáttugur: þeir geti breytt fortíðinni. Oft hafa þeir hlýtt þeirri pöntun samfélagsins að skrifa einmitt þá sögu sem best kemur ráðandi öfl- um í hverju samfélagi. Um leið hafa þeir einatt svalað eðliiegri forvitni hverrar þjóðar sem að öðru jöfnu spyr fremur um eigin sögu en annarra þjóða. En Evrópu- sambandið er ekki £dveg sátt við þaö. Þeir sem herða vilja á Evr- ópusamrunanum ætlast til þess að saga og sögutúlkun einstakra þjóða víki fyrir samræmdri Evr- ópusögu. Þegar er farið að skrifa slíkar sögubækur og það er komið á dag- skrá hjá ESB að búa til kennslu- bækur í sögu sem verði skyldu- námsefni í öllum skólum aðildar- ríkja. Með því móti skal flýtt fyrir nýrri samevrópskri vitund þegn- anna, sem ætlast er til að komi sem mest í staðinn fyrir þá sér- visku að Grikkir halda að þeir séu Grikkir og Frakk- ar, ítalir og Þjóð- verjar eru á svip- uðu róli. Hvaöa Napól- eón? Margir óttast þó að samræmd Evr- ópusaga geri að- eins illt verra. Margt ber til þess. í fyrsta lagi verður hart deilt um pláss. Grikkir hafa þegar kvartað hástöf- um yfir því að í nýlegri Evrópu- sögu (sem ESB lagði blessun sína yfir) fara aöeins tvær blaðsíður í að gera grein fyrir þeirra mikla framlagi til Evrópumenningar. í öðru lagi verða menn seint sáttir um það hvemig túlka skal stórat- burði og meta frægar persónur. Bretar hafa kvartað yfir því að þeirra dýrlega bylting árið 1688 (með merkri mann- réttindaskrá) falli í skuggann af frönsku byltingunni 1789 sem Frökkum hafi tekist að blása út yfir allan þjófabálk. Bresk skólabörn vita vel af Flotanum ósigrandi sem Spán- arkonungur sendi gegn Englandi en spænsk skólaböm heyra fátt af þeim leiðangri, enda end- aði hann hraklega fyrir Spán. Og hvað á að gera við mann eins og Napóleón? Var hann harðstjóri sem vildi kúga undir sig Evrópu eða maður sem festi í sessi nokkra ávinninga frönsku byltingarinnar og einn af þeim sem telst langafi nýskipunar mála og sameiningar Evrópu? Hætt er við því að samræmd Evrópusaga verði bragðlaus og feimin - vegna þess að hún forðist öll meiriháttar deiluefni. Eða þá að hún verði eins konar hagræð- ing í þá veru, að sögu Evrópuþjóða í 2000 ár verði einkum lýst sem að- draganda að óumflýjanlegri sam- einingu Evrópu nú á dögum. Þegar hefur verið rifist í bresk- um blöðum um túristabækling frá Brussel sem lýsir landvinningum Rómverja á Englandi á dögum Júlíusar Sesars sem framfaraspori vegna þess að með þeim hafi Bretar notið góðs af viðskiptum og tækniþekkingu mikils heimsveldis. Sjón- varpsmyndaflokkur hefur verið gerður sem lýsir Karli mikla Frakkakeisara sem eins konar langa- langafa ESB (og slepp- ir um leið flestu sem truflar þá mynd). Virkar til sundr- ungar? Samræmingarstefnan mun væntanlega leiða til þess að þær þjóðir sem á hverj- um tíma risu gegn fjölþjóðlegum stórveldum álfunnar og vildu ráða sér sjálfar verða beint og óbeint fyrir nokkru ámæli fyrir að hafa reynt að stöðva vagn framfaranna. Og þar með er boðið upp á að sam- ræmd Evrópusaga verði í raun til að sundra fremur en að treysta Evrópuvitundina. Svipað gerðist á sínum tíma í annarri heimsálfu, Sovétríkjun- um. Þar var saga allra þjóða ann- arra en Rússa samræmd langt aft- ur i aldir með það fyrir augum að sýna fram á að þær þjóðir sem Rússakeisarar lögðu undir sig mættu prísa sig sæla: þær voru þá þegar komnar á leið inn í það mikla Rússaveldi sem síðar varð vettvangur Byltingarinnar mestu! Þær höfðu eignast hlutabréf í framtíöinni! Fátt þótti smærri þjóðum Sovét- ríkjanna hvimleiðara - og þessi samræmda sögutúlkun kynti mjög undir því að hvert sovétlýðveldi færi sína leið og stofnaði nýtt þjóð- ríki um leið og kommúnískt flokksræði hrundi. Ámi Bergmann. „Samræmingarstefnan mun vænt- anlega leiða til þess að þær þjóðir sem á hverjum tíma risu gegn fjöl- þjóðlegum stórveldum álfunnar og vildu ráða sór sjálfar verða beint og óbeint fyrir nokkru ámæli fyrir að hafa reynt að stöðva vagn framfar- anna. “ Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur Skoðanir annarra Leikreglur skattheimtunnar „Fyrir hinn almenna leikmann og skattgreiðanda virðast leikreglur og leikvöllurinn ekki vera sá sami fyrir alla. Hinn hljóði, iðni skattgreiðandi situr uppi með byrðamar. Allt sem umfram er aflað er tekiö til aö jafna út til hinna. Þrýstihópar koma síöan ár sinni fyrir borð og mata krókinn með þvi að hafa áhrif á þá sem setja leikreglumar og ákvarða leikvöllinn. Hvem- ig getum við ætlast til að efnahagur þjóðar okkar dafni við þetta? Við drepum niður dug þjóðarinnar, viijann til að bjarga sér.“ Þorsteinn Njálsson læknir í Mbl. 22. febr. Feluleikur í kerfinu „Slasaðir íþróttamenn em nú næstum helmingur þeirra einstaklinga sem njóta slysatryggingar Trygg- ingastofhunar! Er eitthvert óútskýrt samhengi þama á milli? Spyr sá sem ekki veit. Hitt er ljóst að hér höfum við lítiö dæmi um vitlaus vinnubrögð, enn einn felu- leikinn í kerflnu og möndl með hagsmuni. Styrkir til íþróttamanna eiga að heita því nafhi. Ekki „E og F lið- ur 24. greinar". En athugið þetta með morgunkafiinu, góðir hálsar: úr því að faldir era nokkrir tugir millj- óna í styrkjum elskuvinanna í pólitík og íþróttmn, hvemig haldið þið að málin séu þar sem enn meira er í húfi?“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Timanum 22. febr. Sannleiksgildið „Kjami málsins er sá að í nútímasamfélagi með nýrri myndtækni og tækni í tölvugrafik fer hættan á að meðtaka og trúa blint hratt vaxandi. Þar inn í kem- ur t.d. allt þetta ofbeldi sem sýnist þar býsna mein- laust. Því er orðið nauðsynlegt að kenna myndlestur strax í bamaskóla og gera bömin engu síður en sagn- fræðinemana meðvituð um sannleiksgildið eða tak- markað sannleiksgildi þess sem þau sjá. Við verðum einfaldlega að læra að lifa með nýrri tækni og siðum.“ Elín Pálmadóttir í Mbl. 23. febi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.