Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 13 Forræðisdeilan í Kópavogi _ hvað hefðuð þið gert í okkar sporum? I febrúar 1992 hringdi dóttir min, Kelly, frá Arizona, en hún var að slíta sambúð við þáver- andi kærasta, var þunguð og bauð okk- ur bamið til ættleið- ingar. Allt fram yfrr fæðingu, 20. október, reyndum við að fá Kelly til að taka ábyrgð á baminu. Kelly bað lögíræðing um að ganga frá ætt- leiðingarbeiðni og kom snemma í des- ember fyrir rétt og afsalaði sér barninu. Beiðnin var skráð í heimabyggð okkar, Utah. Bamið skildi Kelly eftir hjá okkar um 20. nóv- ember. Eftir heimsóknir um jólin tók Kelly að efast um ákvörðun sína í feb. 1993. Vandræðin hófust þegar Kelly tók barnið af heimili okkar síðla í apríl. Svo virtist sem Kelly skildi eldri dótturina, 3ja ára, eftir eina heima. Rannsókn og sálfræöimat Að loknum tilraunum til að fá bamið aftur var það afhent okkur með aðstoð lögreglu en við féllum frá ákærum gegn Kelly. Með lög- banni í júlí 1993 andmælti Kelly ættleiðingunni og dró tO baka sam- þykki sitt, sem þó var of seint sam- kvæmt lögmn Utah. Umgengnisrétt nýtti Kelly sér ekki fyrr en 20. okt. Dómarinn Davis benti á að fram ættu að fara fullar vitnaleiðslur í málinu. í maí var mælt fyrir mn rann- sókn á heimilisaðstæðum og sál- fræðimat. Áður en það lá fyrir var þó úrskurðað í okt. 1994 að barnið skyldi fært Kelly í langar heimsóknir án eftir- lits, enda þótt hamið væri þá í nánum tengslum við okkur og tekið að gleyma Kelly. Eftir fyrstu heimsókn var barnið í fyrsta sinn árásargjarnt og ónærgætið við önnur börn og tók að bera á kvíðafullum tengslum. Skýrslan var tilbúin 21. nóv. 1994. Þar vor- um við talin hæf til forræðis og í góðum tengslum við bamið, en niðurstaðan er (óskiljanleg flestum) að forsjá skuli veitt Beiðninni um forræði var hafn- að 24. janúar 1995. Vitnaleiðslur fyrir rétti fóm aldrei fram. Á stop- ulum heimsóknartímum hékk litla stúlkan okkar sífellt utan i mér og hágrét þegar kom að því að fara aftur til Kellyar. Einn af góðvinum Kellyar réðst á mig með barsmíðum í viðurvist bam- anna. Sá er tengdasonur ráðgjafa Kellyar, sem sá um lyfjapróf henn- ar, könnun heimilisaöstæðna og lagði fram tillögur fyrir réttinn. Við misstum trúna á réttarkerfi Utah-fylkis, óttuðumst um framtíð barnsins sakir viðurkenndrar lyfjanotkunar og lauslætis Kellyar og fórum í okt. 1995 til íslands. Draumurinn snerist í mar- Kjallarinn Connie Jean Hanes húsmóöir Kelly. „Hámarki nær svo ómennskan 1. mars þegar við yfirgefum ísland nauðug og skiljum við son okkar vegna kröfu ráðherra um að okk- ur sé skilað undir það rangláta réttarkerfí sem við forðuðum okkurfrá Zenith Elaine, dótturdóttir Connie. - Myndin er tekin á öskudaginn á barnaheimilinu Marbakka í Kópavogi. tröö Á íslandi var draumur okkar um raunsanna fjölskyldu að ræt- ast. Donald í góðri vinnu, sonur okkar 16 ára og litla dóttirin að að- lagast aðstæðum og við öll að eign- ast vini. Bömin í skóla og við ábyrgir, löghlýðnir samfélagsþegn- ar. Draumurinn snerist i martröð 21. jan. þegar yfirvöld tóku barnið okkar i trássi við Haagsáttmálann og úrskurð Hæstaréttar og skiluðu því til Kellyar. Fjögmra ára telpu var rænt úr leikskóla og hún ein- angruð frá fjölskyldu og vinum dögum saman. Síðast sáum við hana í sjónvarpi stjarfa á svip inn- an um gleiðbrosandi andlit full- orðinna. Kelly svaraði aldrei sím- hringingum okkar. Hámarki nær svo ómennskan 1. mars þegar við yfírgefum ísland nauðug og skiljum við son okkar vegna kröfu ráðherra um að okk- ur sé skilað undir það rangláta réttarkerfi sem við forðuðum okk- ur frá. Kröfur USA, jafnvel þótt þær leiði til brota á íslenskum lög- um, veita ráðherra rétt til að fara með alla fjölskylduna eins og dauða hluti. Að verki loknu blasir við að íslenskt réttarfar er ekki hótinu betra en það rangláta kerfi sem við yfirgáfum. Connie Jean Hanes. > Veðsetning réttinda í atvinnurekstri: I þágu hverra eru reglurnar? Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um samningsveð. Miklar deilur hafa orðið um frumvarpið vegna veðsetningar skipa og afla- heimilda. Tengist það deilunni um stjóm fiskveiða sem stöðugt er uppi og veldur vanda. Frumvarpið er hið merkasta og er auðvitað sett fram til þess að auka öryggi í við- skiptum og koma í veg fyrir að lántakendur misnoti það traust sem borið er til þeirra sem fá fjár- muni að láni. Nauösynlegt að skapa tryggar reglur Frumvarpið er nú lagt fram í fimmta sinn. Á síðasta kjörtíma- bili náðist málið ekki fram og nú leggjast kratar enn gegn því. Aðdrag- andi þess að frum- varpið kæmi frarn var nokkur vegna deilna um hvort með því væri verið að heimila veðsetn- ingu á óveiddum fiski í sjónum. Stjómarflokkamir náðu samkomulagi um gerð frum- varpsins svo sem það liggur nú fyrir til meðferðar á Alþingi. Þegar dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi urðu miklar umræður og var deilt harkalega um málið. Deilur standa um það hvort með fmm- varpinu hafi hagsmunir lánveit- enda verið teknir framar hags- munum lántakenda. Að minu mati fara þeir hagsmunir fullkomlega saman þegar allt er með felldu. Ef ekki ríkir öryggi í lánaviðskiptum hækka útlánavextir eða innláns- vextir lækka nema hvoru tveggja sé. Mikilvægt er að skapa tryggar reglur um veðsetningu vegna lána til útgerðar. Fjárfesting íslendinga í fiskiskipastólnum er mikil. Þar er um að ræða gmndvöll okkar aðal atvinnuvegar. Þær lánastofn- anir sem stunda viðskipti við út- gerðarfyrirtækin verða að hafa skýrar reglur um hvað megi veð- setja og hvaða eignir standi á bak við þau veð sem sett era fyrir lán- um sem veitt eru. Að mínu mati er mikilvægur þáttur í því að halda niðri vöxtum og kostnaði við lán að hafa öraggar tryggingar og skapa traust í viðskiptum. Gera verður skýran greinarmun á áhættulánaviðskiptmn vegna ný- breytni og nýsköpunar í atvinnu- lifinu þar sem lánastofnanir taka vissa áhættu, og viðskiptum þar sem sett era „trygg“ veð sem eiga að standa fyrir sínu. Deilur um hvort kvóta megi veðsetja byggjast á miklum misskilningi. Hvers virði er skip án skrúfu og vélar? Er líklegt að lánastofn- anir veiti stór lán út á skip sem ekki get- ur farið á sjó? Með sama hætti má spyija; hvers virði er skip sem ekki hefur aflaheimildir? Er eðlilegt að það sé heimilt að selja afla- heimildir af skipi sem hefur verið veð- sett í trausti þess að það hafi heimild til veiða? Allt tal um að kvótinn sé veðsettur er hyggt á misskilningi og rangtúlkun. Nauösynleg ákvæöi Sumir þingmenn hafa lagst gegn framvarpinu vegna þess að þeir telja það óþarfa og virðast vilja að lánastofnanir taki þá áhættu sem fylgir því að aflaheimildir megi selja af skipunum. Aðrir telja að verið sé að veðsetja kvótann. Stuðningsmenn frumvarpsins vekja athygli á því sem segir í 3. grein fumvarpsins, 4.tölulið: „Eigi er heimilt að veðsetja rétt- indi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð er opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskipa og greiðslumark bú- jarða...“ Mín afstaða til málsins er sú að ég tel ákvæði frumvarpsins nauðsyn- leg, ekki síst þar sem segir í þeirri sömu 3. grein, 4. lið: „Hafi fjár- verðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett, er eig- anda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu sam- þykki þeirra sem veð- réttindi eiga í viðkom- andi fjárverðmæti." Niðurstaða mín um frumvarp til laga um samningsveð er þessi: Með skýr- um ákvæðum um veðsetningu skapast meira öryggi í viðskipt- um. Vextir eiga að geta lækkað í kjölfarið. Það er öllum til hagsbóta sem skulda, ekki síst bændum sem eiga bújarðir og útgerðarmönnum sem vilja traust viðskipti. Þetta ákvæði setur þeim skorður sem hafa yfir að ráða aflaheimildum á veðsettu skipi eða bújörð með greiðslumark til framleiðslu af- urða. Það verður að teljast eðlilegt og nauðsynlegt og er í þágu þeirra sem stunda heiðarleg viðskipti. Sturla Böðvarsson „Er líklegt að lánastofnanir veiti stór ián út á skip sem ekki getur farið á sjó? Með sama hætti má spyrja; hvers virði er skip sem ekki hefur afíaheimildir?“ Kjallarinn Sturla Böðvarsson alþingismaöur Sjálf- stæöisflokksins á Vest- urlandi Með og á móti Niðurskurður Reykjavík- urborgar á framkvæmdum Komum til móts við rík- isvaldið „Ég hefði kosið að þurfa ekki að skera niður þessar framkvæmdir Reykjavík- urborgar vegna þess að við vorum með þær inni á fjárhagsá- ætlun. Og við erum auðvitað ekki í fram- kvæmdum bara til þess að fram- kvæma heldur af því að við telj- um að þær séu nauðsynlegar. Hins vegar var krafan mjög ákveðin af hálfu ríkisvaldsins að það yrði ekki farið í þessar framkvæmdir í Ártúnsbrekku nema að aðrar framkvæmdir yrðu skornar niður á móti. Þannig aö okkur var nauðugur einn kostur í þessum efnum. Ástæðan fyrir því að við komum til móts við þessar kröfur ríkis- valdsins er sú að við teljum að þessi framkvæmd í Ártúns- brekku sé svo mikilvæg út frá umferðaröryggi að hún megi ekki bíða og standa þá hálf- kláruð heilt ár eða meir. Þess vegna gripum við til þess ráðs að skera niður aðrar fram- kvæmdir á okkar fjárhagsáætl- un. Við hefðum kosið að gera það ekki þar sem við erum ekki farin að sjá þessi þenslumerki sem rikisvaldið talar um hér á höfuðborgarsvæðinu, hvorki í útboðunum okkar né heldur í at- vinnuleysistölum. En okkur var nauðugur einn kostur í þessum efnum og gerðum þetta þar af leiðandi." ingibjörg Sólrún Gísladóttir b borgarstjóri.ri Framkvæmd- irnar atvinnu- skapandi „Ég held að allar þessar framkvæmdir, sem búið var að ákveða, hafi verið al- veg nauðsyn- legar og þær era auk þess náttúrulega atvinnuskap- andi í öllu þessu at- vinnuleysi sem er í dag. Og það er ömurlegt að rikið skuli beita svona harðræði til að hægt sé að fá þá til að leggja fé í fram- kvæmdir þar sem er slysagildra aö allra mati. Það er ömurleg staðreynd að standa frammi fyr- ir því að þeir noti svona þving- un á borgina til að falla frá framkvæmdunum vegna þess að borgarstjóri gerði sér grein fyrir því að þarna væri um hættu að ræða ef ekki væri farið í þetta. Mér finnst þetta nú, eins og ann- að sem þessi ríkisstjóm gerir, ekki bera henni fagurt vitni.“ -ggá Halldór Björnsson, formaöur Dagsbrúnar. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á þvi að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.