Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 Páll Óskarsson: „Ég horfði alltaf mikið á Línu langsokk í gamla daga og hún var mín fyrsta fyrirmynd á ævinni. Ég var tveggja ára þegar ég fór að taka hana sem fyrirmynd, neitaði að klippa á mér hárið og vildi safna til að fá Línufléttur. Lína langsokkur er fulltrúi anarkisma og ákveðinnar óskhyggju sem blundar og býr í öll- um. Kannski er í mér ofsalega sætur pönkari sem byrjaði að fíla Línu strax þegar ég var tveggja ára og ég hef einhvern veginn farið að hennar ráðum allar götur síðan. Ég held að þrjár matskeiðar af Linu í hvern kropp sé bara hið besta mál,“ sagði tónlistarmaður- inn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann þakkar Línu- heimspekinni að mörgu leyti sitt jákvæða viðhorf til lífsins. ímynda sér hið versta „Það koma auðvitað upp augna- blik í lífinu sem eru erfið en ég er með eina þumalputtareglu í gangi til þess að halda andlitinu. Ef eitt- hvað hræðilegt kemur fyrir þá mála skrattann á vegg- inn. Ég ímynda mér að aðstaðan sem ég er í sé í raun enn verri en hún er í raun. Þannig næ ég alltaf að sjá ljós- ið í myrkrinu. Ég held að þessi tækni sé notuð á Dale- Carnegie- nám- skeiðum. 1 þeim námskeiðum á að gera sér í hugarflug hvernig hlutirnir geta farið á versta veg og búa sig þannig mjög vel undir það ef eitthvað hræði- legt kem- u r upp á. Það þýðir ekki að labba hér um stræti og torg með silfurskeið í munninum og halda að ailt verði svo æðislega gott. Jú, jú, ég hef fengið minn skammt af tragík í líf- inu en ég held að ég hafi komið bet- ur út úr þeirri tragík heldur en margur annar vegna þess að ég var ágætlega undir það búinn." Hlusta á hjartað „Aðalástæðan fyrir því að ég ber höfuðið hátt og kemst eldhress í gegnum hvaða krísu sem er er sú að ég er búinn að koma svo oft út úr skápnum á ævinni, ekki bara sem samkynhneigður einstakling- ur heldur í mörgu öðru. Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og nýtt við sjáifan mig sem ég geri fólki grein fyrir með einhverjum látalátum. Ég mæli með því við hverja ein- ustu mannveru hér á jarðríki að koma út úr skápnum sem eitthvað. Um leið og maður byrjar að fela sitt eigið sjálf þá kallar það á svo mik- inn andlegan innri þrýsting að það verður að andlegu helvíti þegar upp er staðið. Ef til vill áttu eftir að upp- götva það 45 ára að þú hefur verið að vinna sem gjaldkeri í banka í 20 ár þegar þú kemst að því að innst inni langaði þig til þess að verða götusópari. Þetta er spuming um að hlusta á sinn innri mann og hlusta á þaö hvar maður vill enda i lífinu. Það er alveg sama hve fáránlegt svarið er sem hjartað gefur, það hef- ur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Páll Óskar. -ÍS Páll Oskar Hjálmtýsson segist hafa tileinkað sér lífsspeki Línu sem hafi hjálpaö honum aö líta jákvæöum augum á lífiö og tilveruna. Myndin var tekin í síöustu viku viö afhend- ingu Tónlistarverðlauna ársins. DV-mynd PÖK „Fólki sem hefur þekkt mig frá þvi að ég var krakki ber saman um það að ég hafi alltaf verið mjög lífsglöð. Kennarar mínir frá barnaskólaárum mínum hafa ver- ið að rifja þetta upp fyrir mér,“ sagði Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og fjölmiðlamaður. Frjálsleg og létt framkoma hefúr alla tíð þótt einkenna Valgerði og var mikið rætt um það þegar hún kom fram í sjónvarpi á fyrstu árum Stöðvar 2. „Ég man eftir því að framkoma mín á Stöð 2 var ekki meðtekin einn, tveir og þrír. Til að byrja með var ég stimpluð sem tilgerðarleg sjónvarpskona af því að fólk trúði því ekki að ég gæti haft svona gam- an af starfmu. Ég hló mikið og var Valgerður Matthíasdóttir: meðtekin strax ófeimin við að vera ég sjálf. Hins vegar er fólk farið að sjá það nú þeg- ar ég er að vinna á öðrum starfsvett- vangi að ég hef alltaf verið svona og var ekki með neina tilgerð." Breytt sjónvarpsfram- koma „Ég var með þeim fyrstu sem breyttu sjónvarpsframkomunni og ég og fleiri á Stöð 2 vorum með öðruvísi framkomu í sjónvarpi en hafði tíðkast á gömlu gufunni. En þetta hefur breyst. Ef Dagsljós Rík- issjónvarpsins er tekið sem dæmi, þá er þar allsráðandi ákveðinn léttleiki i dag. Það tók sinn tíma að breyta þessu eins og alltaf jpeg- ar eitthvað nýtt er kynnt til sög- unnar og fólk er ennþá að venjast því. í dag er enginn sem kippir sér upp við það þó að ég hlæi hjart- anlega, hvort sem það er í sjón- varpi eða útvarpi. Ég hef bara tekið þannig á lífinu og það hefur reynst mér best. Auðvitað geng ég í gegnum geðdeyfðartímabil eins og aðrir en ég reyni altaf að sjá björtu hliðamar á öllmn mál- um. Ég hef alltaf verið mjög for- vitin mn hinar mörgu leiðir út úr vandamálunum og reynt að nýta mér þær eins og ég hef mögulega getað. Ég trúi því staðfastlega að við getmn breytt ótrúlega mörgu með réttu hugarástandi. Sumum hlut- um getum við ekki breytt en við getum breytt því hvemig við upp- lifum þá sjálf. Annars er það gamla góða Pollýönnu-viðhorfið sem stendm fýrir sínu hjá mér, að sjá jákvæðu hliðamar á öllmn hlutum. Mér finnst Pollýanna einn mesti töffari sem ég hef kynnst. Pollýönnu-viðhorfið virk- ar stundum sem naív lífssýn en er ótrúlega kröftugt. Það er umhugsunarvert að karlar, sem eru hressir og hafa jákvæða lífssýn, em ekki dæmdir jafhharkalega og konumar. Hins vegar hefúr orðið mikil breyting á afstöðu fólks á síðasta áratug. Fólk er áberandi miklu opnara í dag og þorir mim frekar að vera það sjálft,“ sagði Valgerðm. -ÍS Frjálsleg og létt framkoma hefur alla tíö þótt einkenna Valgeröi Matthíasdóttur og var mikiö rætt um þaö þegar hún kom fram í sjónvarpi á fyrstu árum Stöövar 2. „Þeir þættir sem valda því að já- kvætt lífsviðhorf er svona ofarlega í huga manns em fyrst og fremst þeir að ég hef lært að erfiðleikamir verða auöleystari með því að taka lífinu létt. Ég meina þá ekki af ábyrgðarleysi heldur með því að reyna að sjá ljósu punktana í líf- inu,“ sagði séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestm í Laufási. Pétur er landsþekktm fyrir sitt já- kvæða lífshorf, þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við erfíð veikindi á lífsleiöinni. „Viðhorfið sem slíkt lærist ekki af sjálfu sér, maðm þarf að tileinka sér það og gera í því að leita eftir því jákvæða. Það er enginn vandi, ef manni líður illa, að sökkva sér nið- ur í eymd en það gerir hlutina bara verri og maðm er sjálfum sér verst- ur í þeim efnum. Ég var níu ára þeg- ar ég fékk sýkina og ég man ekki eft- ir öðm en að ég hafi alla tíð verið frekar jákvæður og félagslyndur þrátt fyrir veikindin. Félagslyndi er mjög stórt atriði í þessum efnum. Nú seinni árin, þegar áföllin fóra að taka meira af manni sjálfum, þarf maðm að vanda sig meira að sjá björtu hliðamar. Það sem kannski hjálpar ekki síst til núna er að maðm á heimili sjálfur sem þarf að hugsa um og gefa visst yfirbragð. Ef maður er sjálfur dapm og aumur þá verðm allt heim- ilislífið undirlagt af því.“ Kona og börn „Þaö sem hefúr hjálpað mér mest í þessu efni era konan mín, Ingibjörg Sig- laugsdóttir, og bömin mín. Konan mín er mjög sérstök í því efni að hún hefm alla tíð verið þannig að það er varla til í henni neikvæðni. Við hjálpumst mjög mikiö Pétur Þórarinsson: skerpa lífsgleðina að í því að halda uppi já- kvæðninni en náttúrlega koma þær stundir þegar maðm stingm sér nokkuð djúpt andlega og virðist verða þungm. Það er samt ótrúlega fljótt sem maðm nær sér upp aftm því líðan- in verðm svo slæm í þessu ástandi. Foreldrar mínir hafa alla tíð verið mjög félagslynt fólk og þetta er vafalaust einnig hluti af mínu upp- eldi og þá ekki síst í trúar- legu tilliti. Pabbi og mamma hafa alla tíð starf- að mikið innan kirkjmmar og þau tóku okkm krakk- ana alltaf með sér í kirkju. Þar er ríkjandi jákvæðni og birta. Því verðm ekki neit- að að trúin hefúr spilað mjög stóran þátt í minni lífsbaráttu. Ég hef verið svo gæfusamm að þeir sem hafa verið næst mér í lif- inu, fyrst foreldrar mínir og systk- ini og síðar konan mín og börnin og einnig sóknarbömin, eru allt fólk sem hjálpar mér í því að taka hlutunum með jafnaðargeði. Svo er ég bara innstilltm þannig að vera jákvæðm og finn að ef ég læt und- an með neikvæðninni þá líður mér illa. Ég veit að ég hef áhrif á þá sem era í kringum mig en vil samt ekki segja að ég sé sífellt í því hlutverki að vera jákvæðm. Þessi áföll í lífi mínu hafa hins vegar skerpt lífs- gleðina og jákvæðnina, þveröfugt við það sem oft gerist," sagði Pét- m. -ÍS „Þaö er enginn vandi, ef manni líöur illa, aö sökkva sér niöur í eymd en það gerir hlutina bara verri og maöur er sjálfum sér verstur i þeim efnum," segir séra Pétur Þórarinsson í Laufási.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.