Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Page 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
Akureyringar sækja kaffihús í auknum mæli:
„Riddarar hringborðsins"
eru óumdeilanlega frumkvöðlarnir
DV, Akureyri:__________________________
Þótt það vefjist fyrir mörgum að
skilgreina hvað „kaffihúsamenn-
ing“ sé, er hægt að segja með
nokkurri vissu að Akureyringar
hafl verið að tileinka sér þann sið
undanfarin ár að fara á kaffihús í
þeim tilgangi að drekka kaffi og
spjalla við samferðamenn stna.
Veitingastöðum sem selja kaffi
hefur fjölgað mjög í bænum og
sennilega eru þeir í dag um 15
talsins.
Þótt ekki hafi verið mikið um
kaffihús á Akureyri lengi vel, eru
um 30 ár síðan hópur karlmanna fór
að hittast reglulega á Hótel KEA til
að drekka kaffi og ræða málin, bæði
bæjarmál og landsmálin almennt.
Þeir kalla sig „Ridd-
ara hringborðs-
ins
Nokkrir „riddaranna" við hringborðið. F.v: Hreiðar
Jónsson, Kristinn G. Jóhannsson, Gunnar Jakobs-
son, Sæmundur Pálsson og Níels Halldórsson.
DV-mynd gk
og hittast alla daga vikunnar,
fyrst á tímabilinu
8-10 á morgnana
og síðan aftur
síðdegis.
í þessum óform-
lega og síbreyti-
lega hópi eru
lenn úr flest-
um stéttum
þjóðfélags-
ins, verka-
menn, iðnað-
armenn, forstjórar, listamenn og
verslunarmenn, svo einhverjir séu
nefndir, og þeir sem lengst hafa
mætt hafa komið nær daglega í um
20 ár. „Riddaramir" láta öll mál til
sín taka og eru umræður þeirra
yfir kaffibollunum oft hinar lífleg-
ustu. Brottfluttir Akureyringar
sem sátu við hringborðið áður en
þeir fluttu úr bænum líta inn eigi
þeir leið til bæjarins og er í flestum
tilfellum tekið fagnandi.
(
i
Komum til að ræða málin
DV, Akureyri:___________________________________
Á hverjum laugardags- og sunnudags-
morgni allt árið um kring hittast þeir á Súlna-
bergi á Hótel KEA
á Akureyri og
drekka saman
kaffi, Aðalsteinn
Jóhannsson og
Karl Viðar, og
segjast þeir hafa
haldið þeim sið í
a.m.k. tvö ár.
„Ég drekk kaffi
aðallega heima
hjá mér en fæ mér
yfirleitt eitthvað
annað að drekka
þegar ég kem
hingaö," segir
Karl Viðar. Aðal-
steinn er hins veg-
ar meiri kaffimaður, segist alltaf drekka kaffi
á Súlnabergi og þyki það gott. „Ætli megi ekki
segja að ég sé kaffimaður, ég er búinn að
drekka kaffi í áratugi og geri mikið af því,“
segir Aðalsteinn.
En það er ekki bara drykkjan sem dregur þá
á Súlnaberg á
hverjum morgni
um helgar. „Það
má alveg eins
segja að ástæðan
sé fyrst og fremst
sú að koma hingað
og hittast en við
forum ekki á önn-
ur kaffihús. Það er
gott að koma sam-
an og ræða málin.
Ég held að þetta
sem er kallað
kaffihúsamenning
sé ekki áberandi
héma á Akureyri
og ekki mikið um
að fólk sæki svoleiðis staði sérstaklega," sagði
Aðalsteinn.
Félagarnir Karl Viöar og Aöalsteinn Jóhannesson viö
boröiö sitt á Súlnabergi á Akureyri. DV-mynd gk
Gunnar Jakobsson hefur drukkiö kaffi á Hótel KEA í 25 ár. Hér er hann t.v. á myndinni ásamt
Sæmundi Pálssyni sem finnst víöa þar sem hann kemur lítiö bragö aö kaffinu. DV-mynd gk
í morgunkaffi á
Hótel KEA í 25 ár
Akureyringar fara í
auknum mæli á kaffihás
- segir Vignir Már Þormóðsson
DV, Akureyri:
Vignir Már Þormóðsson ræður ríkjum í
Café Karolínu í Listagilinu á Akureyri sem
margir vilja meina að sé eina „alvöm" kaffi-
húsið í bænum. Víst er a.m.k. að þar er kaffið
í öndvegi og staðurinn ber
þess merki að vera í hring-
iðu listalífsins í bænum,
listamenn em þar áberandi
oft á tíðum þótt fjölmargir
aðrir bæjarbúar leggi leið
sína „á Karólínu".
„Ég hafði verið i veit-
ingarekstri og bauðst að
taka þátt í uppbyggingunni
í Listagilinu. Það var líka
kominn tími til að opna
svona stað á Akureyri,“
segir Vignir, sem opnaði
Café Karolínu í júní 1993,
en hann rekur einnig Kaffi
List sem er kaffistofa með á Café Karolínu.
meiru í versluninni Bókval í Hafnarstræti.
„Það er auðvitað hægt að fá kaffi mjög víða
hér í bænum en það má segja að Café Karolína
sé fyrsta eiginlega kaffihúsið á Akureyri en
fleiri opnuðu líka skömmu síðar. Hingað á
Café Karolinu kemur alls konar fólk, lista-
menn, skólafólk og þverskurður af öðmm bæj-
arbúum. Það er líka mikið um að hingað komi
Vignir Már Þormóösson viö kaffivélina
fólk sem er að kynna sér listalífið í Gilinu og
skreppur inn í kaffi í leiðinni.
Mér finnst Akureyringar hafa verið að til-
einka sér í auknum mæli síðustu árin að fara
á kaffihús. Þeir gefa sér meiri tíma en áður til
að sækja slíka staði. Það er oft talað um kaffi-
húsamenningu og mörgum
finnst vera „kúltúr" í kring-
um það að fara á kaffihús,
til að ræða málin, lesa blöð
og hafa það rólegt. Svo má
auðvitað segja að það sé
viss „kúltúr" í kringum
kaffið sjálft.
Hér á Karólínu erum við
með fjölmargar tegundir af
kaffi, t.d. expressó, Rúbín og
Kenýakaffi svo eitthvað sé
nefnt. Við fáum allt okkar
hráefni frá Kaffibrennslu
Akureyrar og þess er gætt
aö hráefnið sé fyrsta
DV-mynd gk flokks.“
- En vilja Akureyringar bara ekki fá sinn
Braga?
„Það er að breytast, yngra fólkið vill t.d.
öðmvísi kaffi en gula Bragakaffið sem eldra
fólkið er hrifnara af. Annars er smekkur fólks
á kaffi auðvitað misjafn eins og gefur að skilja
og þá er um að gera að reyna að koma til móts
við óskir fólksins.“
DV, Akureyri:___________________________________
„Það er held ég ekki hægt að tala mikið um
kaffihúsamenningu á Akureyri en þó held ég
að þetta sé eitthvað að breytast. Það er t.d.
ekki mikið um að fólk fari út á kvöldin til að
setjast niður á veitingastöðum til að drekka
kaffi,“ segir Gunnar Jakobsson sem segist
vera geysilega mikill kaffimaður og hefur
drukkið morgunkaffi á Hótel KEA i 25 ár.
„Ég kem yfirleitt þrisvar til fjórum sinnum
í viku hingað. Það sem ég er fyrst og fremst
að sækjast eftir er að fá gott kaffi að drekka
og svo auðvitað að hitta félagana við hring-
borðið. Kaffi er gott hér, ég vil hafa það bragð-
mikið og þannig er það hér á Súlnabergi.
Ég kem yfirleitt hingað á KEA upp úr
klukkan átta á morgnana enda vakna ég alltaf
snemma. Yfirleitt er það sama kjaminn sem
mætir hérna og einn úr hópnum skilst mér að
sé búinn að koma hingað í kaffi 1-2 sinnum á
dag í yfir 30 ár.
Ég drekk mikið kaffi en fer sáralítið á önn-
ur kaffihús. Þó ég hafi sagt að kaffihúsamenn-
ing sé ekki mikil hér á Akureyri þá eru hér ,
auðvitað kaffihús eins og t.d. Café Karolína í ’
Listagilinu og svo er auðvitað hægt að fá kaffi
á kránum llka. Mér skilst að það sé að aukast
að fólk fari á kaffihús en þetta er miklu
minna en t.d. i borginni," segir Gunnar.
„Vil fá minn græna Braga"
DV, Akureyri:_________________________________
„Ef ég fæ minn græna Braga er ég sáttur
við lífið og ég tel mér trú um að það sé boðið
upp á grænan Braga hér,“ segir Kristinn G.
Jóhannsson, einn riddaranna við hringborðið
á kaffiteríu Hótels KEA. Kristinn segist lengi
hafa drukkið kaffi á Hótel KEA, fyrst á
menntaskólaárum sín-
um en síðan var langt
hlé á þegar hann flutti
úr bænum. En áriö
1980, þegar hann flutti
aftur til bæjarins, tók
hann aftur upp fyrri
siði og mætir á hring-
borðið alla laugar-
dags- og sunnudags-
morgna.
Níels Halldórsson,
fyrrum verðlagseftir-
litsmaður, gerðist son. DV-mynd gk
„riddari" fyrir nokkrum árum en segist
reyndar vera drekkandi kaffi allan daginn.
„Ég er svo vel liðinn að mér er alls staðar
boðið kaffi þar sem ég kem. Ég drekk t.d. kaffi
í Akureyrarapóteki, KEA-Nettó, Hagkaupi og
Brynju og svo auðvitað í KA-heimilinu og
hinu heimili mínu, heima hjá mér. Hingað á
hringborðið kem ég
aðallega til aö hlusta
enda skemmtileg sam-
setning manna hér við
borðið oftast," segir Ní-
els sem mætir á hring-
borðið daglega.
Og Kristinn botnaði
þetta: „Ég er mjög sátt-
ur við kaffið sem boðið
er upp á hér. Annars
er ég drekkandi kaffi
allan daginn og alltaf
grænan Braga.“
Kristinn G. Jóhanns-