Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
Menntaskólinn í Reykjavík:
Stefnum nú á að vinna spurningakeppnina
- segir Þórarinn Oli Olafsson
í Menntaskólanum í Reykjavík
er starfandi Skólafélagið sem er
félag ailra skráðra nemenda í MR.
Þar ber Þórarinn Óli Ólafsson hið
virðulega heiti inspector scholae
og er formaður Skólafélagsins. Og
hann segir að nóg sé við að vera í
þessum gamla og virðulega skóla.
„Hér starfar þriggja manna
stjóm, auk þess sem níu aðrir
mynda miðstjóm. Þetta er fólkið
sem hittist vikulega á fundum og
skipuleggur félagslifið hvern
mánuð fyrir sig. Það er alltaf eitt-
hvað að gerast hér í skólanum á
hverju kvöldi. Svo erum við með
mörg ráð þar fyrir utan sem sjá
um hitt og þetta, eins og t.d.
Skólablaðið eða Herranótt sem
einmitt er að fara að setja upp
sýningu 6. mars. Annars höldmn
böli og gerum ýmislegt. T.d. er
þessi vika listavika, einhver list-
viðburður á hverju kvöldi. Við
emm að reyna að draga fram þá
listamenn sem skólinn á. Eitt-
hvað kemur
samt til með
að breytast í
skipulaginu
á næsta ári
út af lögun-
um um
frjálsa félags-
aðild.“
Þórarinn
segir þátttök-
una mjög
misjafna.
„Það fer eftir
því hvað
mikið er að
gera í skól-
anum. Sé t.d.
mikið um
próf og verk-
efni í fimmta
bekk má búast við slakri aðsókn
fimmtubekkinga. Annars eru yngri
bekkimir langöflugastir í félagslíf-
inu, mun öflugri en þeir eldri. En í
heildina litið er aðsókn mjög ásætt-
anleg, söngvakeppnin okkar í síð-
ustu viku var t.d. ótrúlega vel
heppnað kvöld.“
Þórarinn segir að m.a. sé verið að
undirbúa „Islenskt dagsverk". „Þá
fá öll nemendasamtök á íslandi leyfi
tii að skrópa i skólanum gegn þvi að
fara út á vinnumarkaðinn og vinna
sér inn pening sem síðan fer í að
byggja upp menntakerfið á Ind-
landi.“
En á hvað annað skyldi vera lögð
mest áhersla þessa dagana?
„Við ætlum auðvitað að vinna
„Gettu betur“, þetta er þjóðarstoltið
hér í skólanum! -ggá
Þórarinn Óli Ólafsson, inspector scholae í MR, segir
nóg við að vera í skólanum enda vinnur heili her
fólks við að halda uppi öflugu félagslífi.
DV-mynd Hilmar Þór
Fjölbrautaskólinn í Ármúla
Frjálsa félagsaðildin
gerir okkur erfitt fyrir
- segir Daníel Scheving
Hjá nemendafélagi Fjölbrauta-
skólans í Ármúla varð Daníel
Scheving fyrir svörum þegar spurt
var hvað væri efst á baugi í félags-
málum nemenda.
„Það er einna helst árshátíðin
sem við erum að undirbúa núna.
Svo erum við líka að gefa út blað.
Það er kannski ekki stórt miðað við
hvað sumir aðrir skólar gera en
þetta er stærsta blað sem við höfum
gefið út.“
Daníel sagði að í ár gæti skólinn
ekki haft stóra árshátíðarsýningu
eins og oft hefði verið.
„Það er út af því að í ár var félags-
aðildin í nemendafélaginu gefin
frjáls og aðeins helmingur af nem-
endum skólans lét skrá sig. Samt fá
þeir sem skrá sig ódýrara inn á
skemmtanir skólans, ódýrari bækur
í bóksölu skólans og fleira. En það
sem gerir okkar skóla sérstakan er
að hér er svo mikið af fólki sem
komið er yfir þennan hefðbundna
framhaldsskólaaldur. Það er héma
lyfjatæknibraut, sjúkraliðabraut og
fleira. Það gengur ekki neitt að
virkja þetta fólk enda er þetta fjöl-
skyldufólk. Sömuleiðis gengur illa
að virkja þann stóra hóp krakka
utan af landi sem er í FÁ.“
En hvað hefur nemendafélagið
fyrir stafhi þegar það er ekki að
undirbúa árshátíðir og gefa út blöð?
„Nemendafélagið hefur verið í
svolitlu uppnámi að undanfornu en
það hafa verið böll, söngvakeppni og
listakvöld. Við fengum krakka úr
Daníel Scheving hjá nemendafélagi Fjölbrautaskólans í Ármúla segir skól-
ann vera sérstakan að mörgu leyti, mikið sé um eldra fólk og krakka utan af
landi sem erfitt sér að virkja í félagsstarf. DV-mynd Hilmar Þór
skólanum, sem eru að gera ýmislegt
sniðugt, til að koma fram, það kom
mjög vel út en það var illa mætt. En
nú fer skólaárið aö verða búið og
brátt fer að líða að kosningum. Bar-
áttan var hörð í fyrra en út af
frjálsu félagsaðildinni er minna
spennandi að taka þetta að sér. Það
er ekki úr eins miklu að moða.“
-ggá
Kvennaskólinn í Reykjavík:
Skemmtilegt og gefandi að
starfa með nemendafélagi
- segir Katrín Kaaber
„Starf nemendafélagsins gengur
út á aö hafa nógu mikið félagslíf fyr-
ir nemendur. Sömuleiðis geta nem-
endur leitað til skólaráðsfulltrúa
hafi þeir kvörtun fram að færa
gagnvart skólanum," sagði Katrín
Kaaber hjá nemendafélagi Kvenna-
skólans í Reykjavík þegar Tilveran
spjallaði við hana. Er það þá bara
fullt starf að vera í forsvari fyrir
nemendafélag?
„Það er það í rauninni en svo
koma tímabil sem eru sérstaklega
erfið. Nú er verið að undirbúa árs-
hátíðina en í sl. viku var t.d. lista-
kvöld og ræðukeppni.“
En eru nemendur duglegir að mæta?
„Já, í flestum tilfellum eru þeir
það. Það koma að vísu einstöku
kvöld sem mistakast en það gerist
bara. Helst eru það vídeókvöldin
sem virðast ekki ganga upp. En yfir-
leitt gengur þetta vel.“
Nú er Katrín gjaldkeri nemenda-
félagsins, hvað kom henni til að gefa
köst á sér?
„Þetta er bara rosalega skemmti-
legt og gefandi starf og eykur fjöl-
breytnina í skólastarfínu. Við erum
nýbúin að hafa leiksýningu, það
verður sýning á árshátíðardaginn
og svo eru það Tjamardagamir. Það
em opnir dagar þegar skólastarfið
er brotið upp og krökkunum skipt
niður í hópa til að þeir geti gert eitt-
Katrín Kaaber er gjaldkeri nemenda-
félags Kvennaskólans, eða. Keöj-
unnar eins og það er kallað. Eins og
annars staðar er nóg um aö vera í
Kvennó, m.a. eru að fara af stað
svonefndir Tjarnardagar.
DV-mynd Hilmar Þór
hvað sem þeir hafa áhuga á. Það hef-
ur gefist mjög vel og þetta er allt
mjög gaman.“ -ggá
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. mars 1997 er 23. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 23 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.693,00
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. september 1996 til 10. mars 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1997.
Reykjavík, 25. febrúar 1997.
SEÐLABANKIÍSLANDS