Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Qupperneq 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
Sviðsljós
Charlie Sheen
lesin ákæra
Leikarinn og ofstopamaður-
inn Charlie Sheen hefur nú ver-
ið ákærður fyrir að lúskra á
kærustunni sinni. Hann mætti
{yrir dómara í gær til að hlýða á
ákærana. Umrætt atvik átti sér
stað i desember síðastliðnum á
heimili leikarans. Aö sögn
kærustunnar var hann svo
harðhentur að hún missti með-
vitund. Síðan hafði hann i hót-
unum við hana.
Sonurinn ekki
beint hrifinn
Þriggja vikna gamall sonur
stórleikarans Pierces Brosnans
lét sér fátt um finnast um afrek
gamla mannsins i nýjustu
myndinni hans, eldfjallatryllin-
um Dante’s Peak. Brosnan fór
með þann stutta og kærastuna á
forsýningu og svaf ungi herra-
maðurinn allan tímann. Það
verður ekki leyft í framtíðinni.
Friðrik krónprins:
Litaði á sér hárið en
stelpurnar þekktu hann
Friðrik krónprins af Danmörku,
sem er orðinn 28 ára og er kafari í
hemum, er þreyttur á þvi að þekkj-
ast alltaf úti á götu og litaði því hár-
ið á sér ljóst. En dönsku stelpumar
þekktu sinn mann er hann steig inn
á bar og fréttin barst skjótt út.
Krónprinsinn var vinsæll fyrir í
heimalandinu en það að hann
skyldi gerast svo djarfur að lita á
sér hárið gerði hann enn vinsælli.
Friðrik hefur átt margar vinkon-
ur gegnum árin og að sögn danskra
blaða hittir hami enn margar af
þeim sem hann hefur verið ástfang-
inn af. Hafi þær eignast kærasta eða
eiginmann hefur sá hinn sami
einnig orðið vinur Friðriks. Krón-
prinsinn hikaði aldrei við að sýna
sig opinberlega meö stúlku sem
hann var orðinn alvarlega ástfang-
inn af, sama hvaö hirðinni eða fjöl-
skyldunni fannst um sambandið.
Friðrik krónprins
Maria Montell.
En síðustu unnustu Friðriks,
Kötju, var ekki boðið í opinberar
veislur konungsfjölskyldunnar og
sagði hún honum upp síðastliðið
haust. Friðrik gat ekki leynt ástar-
sorginni en virðist nú, út á við að
minnsta kosti, vera að jafna sig.
Hann sést nú oft með söngkon-
unni Mariu Montell. Þau era hrifin
af sams konar tónlist og eiga marga
sameiginlega vini en þau hafa
aldrei verið kærastupar, að því er
fullyrt er.
Friðrik hefur ekki miklar áhyggj-
ur af klæðaburði sínum. Eftir
margra klukkustunda flugferð frá
Bandarikjunum til Danmerkur
mætti hann á blaðamannfund á
Kastrap í kakíbuxum og köflóttri
skyrtu, í leðurstígvélum og með
hárið út í loftið. Sumir hefðu að
minnsta kosti rennt greiðu í gegn-
um hárið, benda blöðin á.
ítalska klámstjarnan llona Staller, betur þekkt sem La Cicciolina, er nú farin
að sýna á sér kroppinn í gömlu Júgóslavíu. Hér er hún í góöum félagsskap
í borginni Split VÍð Adríahafið. Símamynd Reuler
Mick Jagger og Jerry Hall á tískusýningu. símamynd Reuter
Allt í lagi hjá Mick
Rollingurinn Mick Jagger virðist
vera búinn að ná sáttum við eigin-
konuna, fyrram tískufyrirsætuna
Jerry Hall. Eins og lesendur muna
er ekki langt síðan hún henti hon-
um á dyr fyrir framhjáhald. Þau
sáust hins vegar saman á tískusýn-
ingu hinnar hugmyndaríku Vivi-
enne Westwood í Lundúnum um
helgina. Þar var m.a. deilt um ung-
an aldur sýningarstúlknanna. Sum-
ar voru bara þrettán.
Húllumhæ í Hollywood:
Gillian
verðlaunuð
GUlian Anderson þykir víst kyn-
þokkafyllsta kona í heimi. Um það
má þó deila en hftt er nokkuð víst
að hún er góö leikkona, svo góð
reyndar að samtök bandarískra
kvikmyndaleikara sáu ástæðu til að
verðlauna hana fyrir frammistöð-
una í Ráðgátum.
Það gerðist í miklu húllumhæi
vestur í Hollywood á laugardags-
kvöld. Margir frægir og minna
frægir leikarar fengu styttu fyrir
vel unnin störf, bæði í kvikmynd-
um og sjónvarpsþáttum. Þar má
nefna Geoffrey Rush, sem leikur að-
alhlutverkið í áströlsku kvikmynd-
inni Undrinu sem nú er verið að
sýna í
Reykjavík,
og Juliu
Louis-
Dreyfus,
sem fer
með aðal-
kvenhlut-
verkið í
sjónvarps-
þættinum
Seinfeld
sem margir
kannast
Gillian Anderson er Stöð
ánægð með sinn hlut. 2
Símamynd Router Leikara-
félagið varð
fyrst fagfélaga til að afhenda verð-
laun sín en á eftir fylgja leikstjórar
og handritshöfundar. Verðlaunaaf-
hendingum þessum er að sjálfsögðu
ætlað að kynda upp fyrir ósk-
arsverðlaimin sem allir þrá. Þau
verða afhent 24. mars.
Miðvikudaginn 12. mars
fylgir hin sívinsæla
fermingargjafahandbók DV
Þessi handbók hefur þóft nauSsynleg upplýsinga-
og innkaupabók fyrir alla þó sem eru í leif að
fermingargjöfum. Þeir sem hafa óhuga ó að koma
ó framfæri efni í þefta blað eru beðnir að hafa
samband við Gyðu Dröfn í síma 550-5000 sem
allra fyrst. Auglýsendum er bent ó að hafa sam-
band við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild
DV, í síma 550-5720, hið fyrsta svo unnt reynist
að veita öllum sem besta þjónustu.
ATH.: Skilafrestur auglýsinga er til 28. febrúar.