Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Side 36
FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Veðrið á morgun: Éljagangur og snjókoma Á morgun er gert ráö fyrir suð- vestan golu eða kalda og élja- gangi og snjókomu um landið vestanvert. Austan til á landinu verður hæg suðlæg átt og létt- skýjað. Hiti nálægt frostmarki allra vestast en frost 2 til 6 stig austan til. Veðrið í dag er á bls. 36 Verkfallsundirbúningur hafinn af fullum krafti: Útlit fyrir sam- stöðu félaganna við Faxaflóa ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 „Við munum að sjálfsögðu sam- hæfa okkar aðgerðir þeim sem Dags- brún fer út í enda er það svo margt sem tengist hjá þessum félögunum," sagði Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar í Hafharfirði, í morg- un. í dag er síðasti dagurinn sem landssambönd ASÍ gáfu vinnuveit- endum tO að ganga frá samningum þegar þau komu sameinuð til samn- inga fyrir 11 dögum. Að öðrum kosti sögðu þau að hæfist undirbúningur verkfallsaðgerða og hann er þegar hafinn. í gær var haldinn fundur forystu- manna verkalýðsfélaganna við Fax- aflóa og formaður Einingar á Akur- eyri sat einnig fundinn ásamt fleirum. Þar voru verkfaUsaðgerðir ræddar og forystumenn Dagsbrúnar, sem virðast komnir lengst í þeim undirbúningi, skýrðu áætlanir sín- ar. „Menn hafa sýnt ótrúlegt lang- lundargeð í þessu samningaþófi en nú er það á þrotum og þess vegna ekki annað að gera en að undirbúa aðgerðir," sagði Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, í morgun. Fyrir utan verkamannafélögin eru iðnaðarmannasamböndin líka að hefla undirbúning verkfalla. Þannig sagðist Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, þegar vera farinn að und- irbúa verkfóU hjá rafiðnaðarmönn- um. VerkfaUsundirbúningur Dags- brúnar er kominn lengst og hefur fé- lagið boðað atkvæðagreiðslu um verkfall hjá Mjólkursamsölunni sem hæfist 9. mars. Gerist ekkert í kjara- samningunum er síðan boðuð at- kvæðagreiðsla um aUsherjarverkfaU hjá Dagsbrún 23. mars. í dag verður haldinn afar þýðing- armikUl fundur hjá formönnum landssambanda ASÍ. Svo gæti farið að á fundinum yrðu teknar einhverj- ar ákvarðanir varðandi aðgerðir. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur hefúr undanfama daga rætt við nokkur fyrirtæki sem standa utan Vinnuveitendasambandsins og að sögn hafa þær viðræður verið mjög jákvæðar. Það er það eina sem eitt- hvað hefur miðað í samningavið- ræðunum. -S.dór Sjónvarpsmálin: Starfsfólk uggandi „Við tókum ákvörðun um að hætta útsendingum Stöðvar 3 og munum senda dagskrá Sýnar út á rás Stöðvar 3 næstu daga. Erlend- um birgjum verður nú send til- kynning um samruna fyrirtækj- anna og í framhaldinu verður gerð úttekt á því hvaða samningar eru í gildi á vegum Stöðvar 3. Að því loknu getum við tekið afstöðu um það hvaða efni við höldum áfram með og hvað ekki,“ sagði Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrár- stjóri Stöðvar 2, við DV í gær- kvöld. * Páll Baldvin sagði engar ákvarð- anir hafa verið teknar um starfs- mannahald en fundað yrði með starfsmönnum Stöðvar 3 í dag. Staða þeirra fjögurra sem fóru frá Stöð 3 á dögunum er enn óljós að sögn Páls. „Það mun taka okkur nokkra daga að átta okkur fullkomlega á stöðunni. Þetta hefur gerst það hratt að menn eru ekki enn búnir að átta sig á því hvernig þetta er vaxið,“ sagði Páll. Ásdís Höskuldsdóttir, fjármála- stjóri Stöðvar 3, sagði við DV í gær að starfsfólk Stöðvar 3 væri ugg- andi um sinn hag. Það vissi ekkert um hver framvinda mála yrði en «•» vonaðist þó að mál myndu skýrast nú í morgunsárið. -sv DV, Akureyri: Mokveiði hefur verið á loðnu- miðunum suður og vestur af land- inu undanfarna daga þótt inn á milli hafi veiði verið fremur dræm, eins og t.d. í nótt. Samtök flskvinnslustöðva gáfu út í gær að heildarveiði á vertíð- inni næmi 803 þúsund tonnum og er þá eftir að veiða 414 þúsund tonn miðað við útgefmn loðnu- kvóta. Menn eru ekki á einu máli um hvort það mun takast, en Lár- us Grímsson, skipstjóri á Júpíter ÞH, er í hópi þeirra sem telja að möguleiki sé á að ná kvótanum áður en veiðum lýkur eftir um það bil mánuð. Sjá nánar bls. 7 -gk Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 I gær var haldinn fundur nokkurra verkalýösleiðtoga í húsakynnum Dagsbrúnar. Á þeim fundi skýröu Dags- brúnarmenn frá verkfallsundirbúningi sínum. Auknar líkur eru á aö verkalýösfélögin við Faxaflóa hafi samflot komi til verkfallsaögeröa. DV-mynd GVA Rann undir hjól strætis- vagns Kona slasaðist nokkuð er hún hrasaði þegar hún var að reyna að ná strætisvagni við Höfðabakka í gær. Konan féll með vinstri fót undir hjól vagnsins og voru tölu- verðir áverkar á fætinum. Önnur kona, sem var inni í vagninum, datt þegar bílstjórinn hemlaði er hann varð hinnar konunnar var. Meiðsl þeirrar sem inni í vagnin- um var voru talin minni háttar. -sv FA^STEF^IR >A ENN I FLÓASARPAGA! Guöjón Valdimarsson, skipverji á Þerney, stjórnar loönufrystingu um borö í skipi sínu í Reykjavík. DV-mynd ÞÖK Loðnufrysting Granda: 150 tonn á | sólarhring i - senn hrognataka Loðnufrysting stendur nú sem hæst og hjá Granda hf. í Reykjavík er loðnan fryst um borð í þremur frystitogurum félagsins sem liggja við bryggju. Guðjón Valdimars- . son, skipverji á Þerney, stjórnar loðnufrystingunni um borð í skip- inu og eru afköstin í togurunum þremur að sögn hans um 150 tonn | á sólarhring. Búið er að flokka loðnuna þegar t hún kemur um borð í Þerney. Þar er hún vigtuð og sett í 9 kg kassa sem frystir eru í plötufrystitækj- um skipsins og þvínæst komið fyr- þ ir í frystilest skipsins sem tekur 23.500 kassa, eða um 630 tonn af loðnuafurðum að sögn Guðjóns. Loðnufrystingin stendur í dag og næstu daga, en þvínæst hefst , hrognataka. Alls hafa rúmlega 17 þúsund tonn af loðnu verið fryst á landinu. Loðnuvertíðin: Aflinn yfir 800 þúsundtonn I Hlúö aö konunni eftir slysiö. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.