Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Side 9
DV FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
Gamanleikurinn Glæpur og glæpur:
Leikfélagiö Leyndir draumar frumsýnir gamanleikinn Glæpur og glæpur eftir August Strindberg í Höföaborgarleik-
húsinu á morgun.
Á morgun frumsýnir áhugaleik-
hópurinn Leyndir draumar gaman-
leikinn Glæpur og glæpur eftir Aug-
ust Strindberg í Höfðaborgarleikhús-
inu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
í Glæp og glæp veltir Strindberg
fyrir sér hinni siðferðilegu ábyrgð og
sækir efni í eigið líf sem var oft á tíð-
um umbrotasamt. Hann var þrí-
kvæntur en allar eiginkonur hans
voru af þeirri gerð sem hann jafn-
framt fyrirleit. Þetta er mjög leik-
rænt verk, samansett úr sálfræðileg-
um og hversdagslegum þáttum. í því
kemur fram barátta milli ástar og
haturs og leyfir Strindberg sér að
slaka á eitt augnablik, gera grín að
sjálfúm sér og hið einstrengingslega
í fari hans lætur undan síga fyrir
ærslafullri skopstælingu.
I fyrsta sinn hár á landi
Strindberg er lítt þekktur fyrir
gamanleiki sína enda skrifaði hann
aðeins tvo og er þetta annar þeirra.
Glæpur og glæpur, sem er nú fært
upp í fyrsta sinn hér á landi, var
slurifað í Lundi í ársbyrjun árið 1899
og tóku skrifin aðeins þrjár vikur.
Verkið var fyrst sýnt í Stokkhólmi
árið 1900 við mikinn fognuð áhorf-
enda. Reyndar púuðu nokkrir sið-
vandir leikhúsgestir af hneykslun
yfir einu atriðanna en voru yfir-
gnæfðir af dynjandi lófataki.
Láta leikhúsdraum sinn
rætast á kvöldin
Áhugaleikhópurinn Leyndir
draumar var stofnaður árið 1995.
Þar er eingöngu að finna fólk yfir 25
ára aldri sem sinnir vinnu sinni á
daginn en lætur leikhúsdraum sinn
rætast á kvöldin.
Einar Bragi þýddi leikritið en
leikstjóm er í höndum Ingu Bjarna-
son, sem hefur dágóða reynslu af
Strindberg og hefur áður sett upp
leikritið Hin sterkari með Alþýðu-
leikhúsinu og leikið Fröken Júlíu í
samnefndu leikriti, bæði hér heima
og í Evrópu.
Tríó Reykjavíkur
í Hafnarborg
Tríó Reykjavíkur heldur tón-
leika í Hafnarborg nk. sunnu-
dag en tríóið skipa þau Guðný
Guðmundsdóttir fiðluleikari,
Gunnar Kvaran sellóleikari og
og Peter Máté píanóleikari. Á
efnisskrá verða þrjú næturljóð
eftir Ernest Bloch, tríó nr. 1 í F-
dúr eftir Camille Sain-Saáns og
tríó op. 70 nr. 1 eftir Ludwig van
Beethoven.
Tónleikamir eru tileinkaðir
minningu Bjöms Ólafssonar
sem hefði orðið áttræður þann
26. febrúar. Bjöm Ólafsson var
einn af frumkvöðlum íslensks
tónlistarlífs frá því um miðja
öldina og fi-am á áttunda áratug-
inn. Hann gegndi starfi konsert-
meistara í Sinfóníuhljómsveit
íslands um tuttugu og tveggja
ára skeið, auk umsvifamikillar
kennslu og flutnings kammer-
tónlistar.
Ut í vorið á Hvolsvelli
Á morgun ætlar karlakvartettinn
Út í vorið að halda söngtónleika í fé-
lagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Efn-
isskrá þeirra félaga mótast mjög af
þeirri hefð sem ríkti á meðal ís-
lenskra karlakvartetta fyrr á öldinni
og hefur einkum verið sótt í sjóði
Leikbræðra og M.A. kvartettsins.
Kvartettinn var stofnaður í lok
október 1992 en hann skipa þeir Einar
Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur
Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson.
Við hljóðfærið situr Bjarni Þ. Jón-
atansson en hann er jafiiframt þjálfari
og leiðbeinandi kvartettsins.
Tónleikamir á morgun hefjast kl.
16.00. -ilk
Tónlist um helgina
Trúbador á ferð
Rúnar Þór verður í Kántríbæ á
Skagaströnd í kvöld og á Feita
dvergnum á laugardagskvöldið.
Brilljantín á Fógetanum
Dúettinn Brilljantín er skip-
aður þeim Ingvari Valgeirssyni
gítarleikara og söngvara og Sig-
urði Má hljómborðsleikara og
söngvara.
Þeir félagar munu skemmta gest-
um Fógetans í kvöld og næstkom-
andi laugardagskvöld.
Dansað í Glæsibæ
Gömlu jaxlamir í Lúdó og Stef-
án munu leika fyrir dansi á Dans-
húsinu í Glæsibæ í kvöld og laug-
ardagskvöldið 1. mars.
Skáld-Rósa á fjalimar
á Hvammstanga
Anna Sigríður, eiginkona Páls Melsteð, segir Helgu, systur Páls, til verka ■
leikritinu Skáld- Rósa. Elín Jónsdóttir er í hlutverki Önnu og Sólrún Árna-
dóttir í hlutverki Helgu.
í kvöld frumsýnir Hvamms-
tangaleikflokkurinn Skáld- Rósu.
Höfundur verksins er Birgir Sig-
urðson en leikstjóm er i höndum
Harðar Torfasonar, trúbadors og
leikara.
Sögusvið Skáld-Rósu eru Vellir i
Norður-Múlasýslu og Vestur-Húna-
vatnssýslu á fyrri hluta nítjándu
aldar. Þar segir af lífi skáldkonunn-
ar Rósu Guðmundsdóttur. í Skáld-
Rósu fylgjumst við með lífi Rósu
frá því hún kemur sem vinnukona
til Páls Melsteð að Ketilstöðum.
Þau felldu hugi saman en var ekki
ætlað að eigast.
í leikritinu bregður fyrir glettni
og trega, gleði og sorg. Tíðarandinn
er ekki hliðhollur aðalpersónunum
sem glögglega kemur í Ijós I gegn-
um hliðarpersónur verksins.
Leikendur verksins eru 23.
*•» helgina
-Ár •íéx'
LEIKHÚS
Þjúdleikhúsið
Litli Kláus og Stóri Kláus
sunnudag kl. 14.00
Kennarar óskast
fóstudag kl. 20.00
sunnudag kl.20
Villiöndin
laugardag kl. 20.00
Þrek og tár
sunnudag kl. 20.00
Leitt hún skyldi vera
skækja
föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
í hvítu myrkri
sunnudag kl. 20.30
Borgarleikhúsið
La Cabina 26 - Ein
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Fagra veröld
föstudag kl. 20.00
Trúðaskólinn
sunnudag kl. 14.00
Dómínó
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 17.00
Barpar
fostudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Konur skelfa
fóstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
sunnudag kl. 20.00
Frátekið borð
laugardag kl. 16.00
íslenska óperan
Káta ekkjan
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Fame
sunnudag kl. 20.30
Leikfélag Akureyrar
Kossar og kúlissur
föstudag kl. 20.00
Undir berum himni
laugardag kl. 20.30
Hermóður og Háðvör
Birtingur
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Loftkastalinn
Áfram Latibær
sunnudag kl. 14.00
sunnudag kl. 16.00
Á sama tima að ári
fostudag kl. 20.00
sunnudag kl. 20.00
Allatantou
laugardag kl. 20.00
Skemmtihósið
Ormstunga
laugardag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
Höfðaborgin
Glæpur og glæpur
laugardag kl. 20.00
Leyndarmál
laugardag kl. 20.00
Kaffileikhúsið
íslenskt kvöld
fóstudag kl. 21.00
Möguleikhúsið
Snillingar i Snotraskógi
laugardag kl. 14.00
Leikfélag Selfoss
Leikhúsveisla
Föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
Leikfélag Hvammstanga
Skáld-Rósa
fostudag kl. 21.00
sunnudag kl. 15.00
Leikfélag Fljótsdalshér-
aðs
Þetta snýst ekki um ykkur
laugardag kl. 20.30