Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 6
'tjy ■,
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997
Leigubílstjórar óvarðir fyrir árásum farþega:
Atti sérsmíðaðan Packard með búri
„Ef ég man rétt voru að minnsta
kosti tveir Packardar hér í leigu-
akstri með öryggisbúr utan um öku-
manninn,“ sagði sá landsfrægi
Stjáni meik er hann hringdi í undir-
ritaðan fáum dögum eftir að ein-
hver auðnuleysingi réðst með bar-
smíðum á leigubílstjóra í Reykja-
vík. „Kannski eru þannig búr það
sem koma skal í þessum efnum svo
- leigubílstjórar borgarnmar geti ver-
ið óhultir.“
Rétt reyndist að annar þeirra sem
Stjáni meik nefndi hafði átt Packard
með öryggisbúri. Sá heitir Guð-
mundur Guðmundsson og er enn í
fullu fjöri þó að hann sé, vegna ald-
urs, ekki lengur starfandi leigubil-
stjóri en hann verður 75 ára í vor.
„Viö vorum þrír sem fengum
svona bíla,“ sagði Guðmundur í við-
tali við DV-bíla. „Sá fyrsti var lík-
lega Dalabrandur og Packardmn
var með númerið D-l. Ólafur Jóns-
son hét sá sem fékk líka Packard
með þessu lagi; hann var ekki lengi
leigubílstjóri heldur fór að gera
annað, var lengi forstjóri Strætis-
- vagna Kópavogs, einnig í stjóm
Verkamannabústaða og er nú
framámaður í samtökum aldraöra,
ef ég hef fylgst rétt með.“
Varahlutir í
japanska bíla
Kerti
Kertaþræöir
Kveikjuhlutir
Öxulhosur
Öxulliðir
Vatnslásar
Síur
i NIPPARTS
Sendum um allt land.
NP VARAHLUTIR
Smiðjuvegi 24, græn gata
Sími 587-0240, fax 587-0250
i
)
$ SUZUKI
.....
Tegund
Árg. Eklnn km SlgrverB
Suzukl Baleno GL, 4 d.
Suzukl Swift GL, 3 d.
Suzukl Swlft sedan GL1300, ssk.
Suzukl Swlft sedan GLX, 4x4
Suzukl Vltara JLX, 3 d., ssk.
Suzuki Vltara JLX, 3 d., ssk.
Suzukl Sideklck JX, 5 d., ssk.
Suzuki Vitara JLX, 5 d.
MMC Pajero, 3 d.
Subaru Justy J12,5 d.
Subaru station GL, 4WÐ
MMC Lancer GLX, 4 d.
MMC Lancer GLXI, 4 d.
MMC Lancer EXE, 5 d., ssk.
MMC Lancer GLXI, 4 d.
MMC Lancer GLX, statlon, 4x4
Daihatsu Charade TX, 3 d.
Dalhatsu Feroza EL 2
Dalhatsu Rocky EL, langur
Nlssan Terrano, 3 d., SE
Nlssan Pralrle, 5 d., 4x4
Nlssan Sunny st., 4x4
Nlsaan Sunny SLX, 4 d., 4WD
Flat Uno 45,3 d.
Lada station
Lada Samara, 5 d.
Ladasport
GMCJimmy,3d.,ssk.
Mazda 323 GLX stalion, 4x4
Mazda 323 statlon, 4x4
Toyota Carlna GL 2000,4 d., ssk.
Toyota Corolla GL1600,5 d.
Toyota 4runner V6,5 d., ssk.
Hyundal Elantra GLS, 4 d., ssk.
Dodge Arles station
500 þ.
450 þ.
560 þ.
'96 37 þ. 1.070 þ.
'91 105 þ. 430 þ.
'91 80 þ. 560 þ.
'90 106 þ. 580 þ.
'90 116 þ. 790 þ.
'94 37 þ. 1.350 þ.
'91 76 þ. 1.050 þ.
'92 101 þ. 1.140 þ.
'88 1 05 þ. 790 þ.
'91 65 þ. “•
'88 1 78 þ.
89 1 03 þ.
91 92 þ.
92 87 þ. 890 þ.
93 86 þ. 870 þ.
'93 1 02 þ. 980 þ.
'90 90 þ. 450 þ.
59 þ. 660 þ.
87 173 þ. 630 þ.
91 91 þ. 1.190 þ.
'88 145 þ. 600 þ.
'91 46 þ. 990 þ.
'92 67 þ. 1.030 j
'91 70 þ. 360 þ
'90 105 þ.
'95 36 þ.
'94 31 þ
'87 153(
'91 98 (
'95 63 þ. 1.170 þ.
'90 107 þ. 840 þ.
'93 82 þ. 9701
'90 100 þ. 1.490 (
'95 31 þ. 1.230 [
'87 130 þ. 2501
160 þ.
480 þ.
560 þ.
580 þ.
790 þ.
$ SUZUKI
mmuKi míum m
Skeifunni 17 - Sími 568 5100
Glæsilegur Packardinn eins og þegar hann var upp á sitt besta. Þetta er árgerð 1947 en gæti aö mörgu leyti veriö
hönnun dagsins í dag.
þeir orðið að ganga af honum af því
hann bilaði. Og ætli hann sé ekki
þar einhvers staðar upp frá enn þá?
Þetta er langsamlega eftirminni-
legasti bíllinn sem ég hef átt. Ég átti
marga bíla á eftir honum, flesta
stutt, líkaði ekki við þá. Ekki fyrr
en ég fékk Benzana, en þó voru þeir
ekki líkt því eins sterkir og Packar-
dinn. Síðasti Benziim sem ég ók bar
þó af Benzunum; það var ’84 módel-
ið, 5 sílindra og sjálfskiptur, góður
bíll og bilaði aldrei. Honum ók ég,
eða bílsljórar á mínum vegum, 170
þúsund kílómetra en sjálfúr varð ég
að hætta leiguakstri fyrr en ég hefði
viljað, eftir að ég fékk hjartaáfall
1985.“
Sumir ættu helst alltaf
að vera í búri
En búrið góða i Packardinum -
kom það einhvem tíma að gagni?
„Því er vandsvarað. Maður var
svo vel varinn að enginn lét sér
detta í hug að ráðast á það, jafnvel
ekki með barefli. En ef maður ber
Keypti Hudson af
banlcastjóra
„Þriöji bíllinn lenti svo í minni
eigu og það bar til með dálítið sér-
stökum hætti. Á þessum árum voru
bílar ekki fluttir inn nema með leyfi
fjárhagsráðs og á þeim var nokkurs
konar kvóti, þó ekki væri búið að
finna upp það orð þá. Á þessum
tíma fór úthlutun bílaleyfa eftir
nokkurs konar lífsnauðsyn. Læknar
þóttu nokkuð sjálfsagðir til að fá
leyfi og þá með nokkrum kvöðum,
svo sem að eiga bílana einhvem til-
skilinn lágmarkstíma. Bankastjórar
og annað fyrirfólk var líka ofarlega
á lista yfir þá sem endilega þyrftu
að fá bíla og svo var nokkur árlegur
kvóti til handa leigubílstjórum. Þá
var farið eftir því hveijir hefðu ver-
iö lengst í starfi án þess að fá úthlut-
un áöur. Það var á við happdrættis-
vinning á þessum árum að fá út-
hlutað bílaleyfi. Ég var bara ungur
maður á þessum tíma og kom nátt-
úrlega hvergi nærri því að fá úthlut-
un frá fjárhagsráði. Þá var næsta
ráðið að kaupa bíl á svörtum og mér
tókst að festa kaup á bíl af banka-
stjóra sem hafði fengið fleiri bíla en
hann þurfti á að halda. Þetta var
Hudson ’47, forkunnarfallegur bíll
með miklu krómi.“
Víldi selja vonina í
Packardmum
„Nú vildi svo til að ég var fenginn
til að aka manni austur yfir fjall.
Þessi maður hafði verið vélstjóri á
báti sem kviknaði í og hann hafði
hlotið mikil bmnasár og bar þess
merki. Vegna slyssins og örkumla
sem hann hlaut í því hafði hann
þótt verðugur til að fá úthlutað bíl,
sagöi hann mér, og hann hafði pant-
að Packard sem honum þótti drag-
ast úr hömlu að kæmi til landsins.
Nú bauð hann mér þau kaup að
hann fengi hjá mér þennan fallega
Hudson en ég fengi vonina í
Packardinum sem kæmi kannski
einhvem tíma. Á þessum tíma kost-
aði Packard líklega sem svaraði
tveimur og hálfum Chevrolet og það
varð úr aö ég lét vélstjórann hafa
Hudsoninn og borgaði honum sem
svaraði einum Chevrolet á milli og
var þá orðinn eigandi að þessum
Packard óséðum. Honum var við
uppskipun komiö fyrir á svæði sem
Eimskip hafði þá vestur í bæ, þar
sem kallað var í Haga, og ég fékk
meðal annars að taka þátt í að rífa
utan af honum kassann með kú-
beini og tilheyrandi áhöldum öðr-
um. Bílinn fékk ég svo afhentan 10.
ágúst 1947.“
Mei búr úr skotheldu
gleri
„Þessi Packard var rosalega fal-
Þó aö Guömundur Guömundsson aki ekki lengur leigubíl fer hann sinna feröa áfram akandi, nú á Honda Civic.
DV-mynd GVA
legur bíll þannig að fólk hópaðist að
honum til að skoða hann þar sem ég
stansaði í bænum. Hann var dökk-
vínrauður að neðan en mjög ljós-
drapplitur að ofan og aftur á skott-
lokið. Uppi á toppnum var merki
sem á stóð PACKARD; einhverjir
plastkallar. fengu að taka skapalón
af þessu merki og svo var fariö að
framleiða svona merki með orðinu
TAXl, eins og sjá má á flestum
leigubílum nú til dags. í honum var
sérstakur stóll fyrir bílstjórann og
upp af því sætisbaki upp í toppinn
var hlíf úr efiii sem okkur var sagt
að væri skothelt gler. Farþegasætiö
við hlið bílstjóra var tveggja manna
bekkur sem hægt var að leggja upp
að bakinu og nota þá rýmið fyrir
farangur ef þurfti, en milli bílstjóra-
stólsins og bekksins var veggur úr
samsorta gleri sem hægt var að
draga frá að hluta, eða alveg fyrir,
eftir því sem hentaði.
Á þessum tíma veu1 lítið um mal-
bikaðar götur eða steypta vegi.
Þetta voru allt malarslóðar og veg-
imir oft vondir. Leigubílar voru
mest Chevrolet, Ford eða Dodge og
algengast að þá þyrfti að taka eftir
50-90 þúsund kílómetra akstur og
skipta um spindUbolta og stýr-
isenda. Ég átti Packardinn í rúm
sex ár og ók honum 450 þúsund kUó-
metra á þeim tíma. Þegar ég seldi
hann var ekkert lát á þessum slit-
hlutum. En eftir um 200 þúsund
kUómetra akstur hafði ég látið yfir-
fara vélina, slípa ventla og þess
háttar því bensínið á þessum árum
var aldrei gott og fór Ula með
ventla. Þegar vélin var tekin út kom
í Ijós að það var ástæðulaust að
skipta um kúplingsdisk eða legur;
þetta var aUt eins svert og þykkt og
það væri í vörubU. Enda var þessi
bífl sérstaklega smíðaður sem leigu-
bfll.“
Ætli Packardinn sá enn
uppi á fjöllum?
„Það var ekkert að þessum bU
þegar ég seldi hann. Ég vfldi bara
breyta tU. Ég hef aUtaf verið með
bUadeUu og vUdi aldrei á mínum
yngri árum eiga bUana mjög lengi,
vUdi fá að breyta tfl og prófa fleiri.
Ég seldi bUinn Brynjólfi Gíslasyni,
sem rak Tryggvaskála á Selfossi, og
sló aUa vamagla
um að bíllinn
væri svo og svo
mikið ekinn og
hlyti að fara að
koma að ýmsum
viðgerðum á
honum. Tveim-
ur árum seinna
hitti ég svo
Brynjólf sem
fræddi mig á því
að aUt í sam-
bandi við bUinn
hefði reynst bet-
ur en ég sagði.
Það síðasta sem
ég frétti svo af
Packardinum
var að einhveij-
ir hefðu farið á
honum eitthvað
upp á hálendið
og þar hefðu
þennan tíma saman við aUan þann
tíma sem ég var búrlaus get ég ekki
sagt annað en ég hafi verið heppinn
í sambandi við aUt slíkt. Auðvitað
kom fyrir að menn voru að æsa sig
en mér tókst aUtaf að lempa þá tU.
Utan einu sinni, en þá vUdi svo vel
tfl að ég var staddur beint fyrir
framan Klúbbinn og dyraverðimir
komu mér tU hjálpar. Úr því varð
lögreglumál og þá komst ég að því
að þeir leigubílstjórar vora tU sem
sífeUt vora að lenda í einhveijum
svona málum þó að aðrir slyppu við
það að kalla alla ævi, þannig að þeir
menn era áreiðanlega tíl sem helst
ættu aUtaf að vera í búri.“ S.H.H.
Guömundi Ifkaöi vel viö Benzana eftir aö þeir komu til
sögunnar. Hér er hann viö einn þeirra, meö númerinu
sem hann haföi alla tíö á bílum þeim er hann notaöi til
leiguaksturs.