Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 7
JL*V LAUGARDAGUR 1. MARS 1997
45
Bílasýningin í Genf:
Tveir nýir frá Audi
ogVW
Það birtast tveir nýir „þjóð-
verjar" á alþjóðlegu bílasýning-
unni í Genf í næstu viku er
Volkswagen-samsteypan frum-
sýnir þar tvo nýja bíla.
Audi sýnir nýjan A6 og líkt og
með aðra nýja bila frá Audi verð-
ur boðið upp á þrjú stig búnaðar:
Advance, Ambition og Ambiente.
Grunngerð A6 verður með hliðar-
loftpúða í sætum og loftræsti-
kerfl eða loftkælingu sem stillir
sig sjálf eftir þvi hvort sólin skín
eða ekki.
í Genf getur líka að líta
stationgerð Passat, eða Variant,
eins og langbakurinn heitir þar á
bæ. Til viðbótar auknu farmrými
er þessi nýi Passat Variant með
tvo loftpúða, hliðarloftpúða,
strekkjara á öryggisbeltum bæði
við fram- og aftursæti og ABS-
hemla.
Þaö eru spennandi línur í hinum
nýja A6 og þaö gæti veriö aö
hönnuðir A6 hafi litið á teikn-
ingarnar hjá þeim sem hönnuðu
nýja Passatinn hjá VW.
Toyota:
Eldur stöðvaði
framleiðsluna
einn dag
Eldsvoði hjá einum af undir-
verktökum Toyota eina helgina á
dögunum varð til þess að stöðva
þurfti framleiðsluna hjá aðal-
verksmiðjum Toyota í heilan
dag.
Margir bílaframleiðendur, og
þar hefur Toyota verið í farar-
broddi, hafa tekið upp þá stefnu
að liggja ekki með mikinn lager
til smíðinnar í verksmiðjunum
en fá hlutina jafnóðum og þeirra
er þörf.
Eldur sem kviknaði í einu af
dótturfyrirtækjum Toyota, Ais-
hin Seiki Co. Ltd. á laugardag í
fyrri viku, varð til þess að af-
greiðsla á hemlahlutum stöðvað-
ist og varð að hætta framleiðslu í
öllum verksmiðjum þeirra nema
einni heilan dag.
Aishin, sem selt hefur 90% af
framleiðslu sinni til Toyota, sagð-
ist ekki geta annað allri fram-
leiðslu á hlutum til hemla fyrir
Toyota, vegna þess að þeir hefðu
ekki varaafl til að byggja á.
í frétt frá Toyota kemur fram
að þeir haíi i samstarfi við Ais-
hin Seiki komið á fót framleiðslu-
línu til að mæta þörf á jöfnunar-
ventlum í hemlakerfi, en alls
tóku 19 fyrirtæki, þar á meðal
Aishin, að sér að leysa málið uns
framleiðslan fer aftur á fulla ferð
hjá Aisin.
Merkjamystíkin gengur út í öfgar
- segir sænskur ritstjóri og hvetur fólk til að velja sjálfstætt þegar það kaupir bíl
Tin i ínrf f AiitÁi fmw/. i
Jag vill att
DU ska köpa
••_____
RATF bil!
Hvemig velur fólk bíla þegar það
fer að kaupa bíl? Þannig spyr Alrik
Söderlind, ritstjóri reynsluaksturs í
sænsku útgáfunni af auto motor &
sport, og hann svarar því í raun
sjálfur: Þaö velur bíl eftir sögusögn-
um og af hræðslu við að vera öðra-
vísi og gera eitthvað afbrigðilegt,
ekki af kaldri rökhyggju eða eigin
meðvituðum dómi.
Þessi úttekt Alriks er skemmtileg
og áhugaverð, ekki síst fyrir það að
hún hvetur fólk til að gera sjálfstætt
mat og láta ekki fóðrast af hug-
myndum annarra. Þessu fylgir
sjálfslýsing mannsins: nískur eins
og andskotinn en bara til þess að
geta veitt sér það sem hann raun-
verulega vill. Vill heldur kaupa
Bang & Olufsen en borða dýran
mat. Hefur með mestu ánægju átt
Skoda coupé, Trabant og Alfasud.
En nú ætlar hann að selja „sudd-
ann“ og kaupa Renault Scénic, af
hreinni skynsemi.
Hann byrjar grein sína á að lýsa
því yfir að 10 gerðir af bílum njóti
55% allra bilakaupa. En ekkert er
gott bara af því það er almennt, seg-
ir hann. Spyrjið bara rússneskan
eiganda Lödu Samara. Hann heldur
áfram að lýsa því að í raun sé lítill
munur á bílum nú til dags og sá
sem vogi sér að skyggnast fram hjá
„merkjatöfranum" sjái inn í spenn-
andi heim. Síðan heldur hann
áfram að gefa viðteknum „gæða-
merkjum" gúmoren. Merki getur
sætt ákveðnum skyldum og að vissu
marki verið ákveðin ábyrgð. Volvo
gerir bíla sem standa sig vel í
árekstri. BMW er öflugur framleið-
andi á tæknisviðinu. Benzar era
góðir. En Volvo 343 var „ekta skíta-
bíll sem hét Volvo,“ segir hann. Þeg-
ar fyrsta kynslóð Mercedes Benz E-
klassabila kom fram komu óánægð-
ir leigubílstjórar saman utan við
verksmiðjumar og mótmæltu.
Imyndin er stundum dýr
En merkjamystíkin getur líka
gengið á hinn veginn, segir Alrik.
Seat er framleiddur að gæðakröfum
Volkswagen. Skoda Octavia er fín-
iríis Audi sem illa launaðir Tékkar
hafa smíðað. Verðlagningin hefur
ekki allt að segja. ímyndin er stund-
Nýi jeppinn
frá
Mercedes
Benz
Mercedes Benz hefur sent frá sér
fyrstu opinbera myndina af nýja
Benzjeppanum, sem menn kalla M-
klassa, en þetta á að vera alhliða
fjölnotabíll eða „All-Activity Vehic-
le“, en bUlinn verður smíðaður í
Bandaríkjunum. Þessi nýi jeppi
kemur í sölu í haust og reiknað er
með verði frá 30.000 dollurum á
Bandaríkjamarkaði eða sem svarar
2,1 milljón króna.
Símamynd Reuter
um dýr. Nýi Passatinn er betri en
Audi 4 og kostar minna, segir hann.
Síðan gengur hann á röðina,
pikkar út bíla i tilteknum flokkum,
reiknar þá út eftir ískaldri peninga-
formúlu, að viðbættri úttekt á rými
og haganleik. Reikningsformúlan er
einfold: reksturskostnaður (elds-
neyti, skattur, trygging, viðhald,
dekk, olía,) plús afskrift (samkvæmt
listaverði bílasalanna - ekki patent-
tölu skattstjóra) plús kaupverð og
7% vextir á það, deilt með 15 þús.
km ársakstri, og út úr þessu fær
hann kílómetraverð bílsins. Lítiun
nú aðeins á hverju hann teflir sam-
an:
Audi A3
Audi A3 og Volvo S40. Audi hefur
vinninginn. Hann er ódýrari þegar
öllu er á botninn hvolft - rúmgóður
og bjartur, með meiri öryggistilfinn-
ingu en Volvoinn.
Citroen Berlingo og Volvo 945
(langbakur). Þennan Citroén þekkj-
um við ekki hér frekar en aðra af
því merki nýlega en þetta er eins
konar íjölnotabíll/langbakur. Hann
er einnig til undir merki Peugeot og
heitir þá Partner. Alrik segir hann
skemmtilegan í akstri, rúmgóðan og
þægilegan, og fjárhagslega miklu
hagkvæmari en Vollann sem hann á
fá falleg orð um.
Renault Scénic
í næsta flokki ber Alrik Söderlind
saman Renault Mégane Scénic og
Volkswagen Golf langbak, báða með
tveggja lítra vél. Hann byrjar á að
hæla Golfinum á hvert reipi en
klykkir út í þeim pistli með þvi að
segja að allir sem framleiða bíla í
Golfílokkinum, Escort, Astra,
Corolla, Almera, 323 eða hvað þeir
nú allir heita ættu að skrúfa niður
skiltin sin og loka færiböndunum
þangað til þeir hafi sínar stælingar
á Mégane Scénic klárar. Síðan tekur
hann til að lofa Scénic og endar með
að benda á, og vísar til allra þeirra
sem efast um árekstursþol róman-
skra bíla holt og bolt, að Scénic er
eini bíllinn í „Golfklassanum", eins
og hann kallar það, sem hefur feng-
ið ágætiseinkunn í árekstraprófi
auto motor & sport.
Skoda Octavia
Þá telur A.S. að Skoda Octavia 1,6
sé betri kaup en Saab 900 2,0 og seg-
ir m.a. að nýr Skoda Octavia sé
rétta valið fyrir alla þá sem vilja
kaupa góðan bíl fyrir lítið. Að vísu
sé hann ekki áttunda kraftaverkið
en í honum fái menn þýsk fram-
leiðslugæði úr höndum illa lau-
naðra Tékka. Það eina sem Octavi-
an hefur ekki til jafns við Saabinn
er aftursætið sem er ekki þægilegt
fyrir fullorðna. En að öðru leyti ef-
ast hann ekki um Octaviuna sem er
með sömu botnplötu og Audi A3 og
með sömu vél.
Volkswagen Passat
Að endingu ber Alrik Söderlind
saman Volkswagen Passat TDi og
Saab 900 2,0. Og þar er Passatinn
sigurvegari. Hann er svo hrifinn af
Passatinum, með 110 ha. dísilvél
sem eyðir aðeins 5,8 1 á hundraðið í
blönduðum akstri, en er þar að auki
þægilegur, hagnýtur og skemmtileg-
ur, ekki síst miðað við verðið, að
allir aðrir bílar, frá Saab 9000 2,0 og
niður úr, eru að hans dómi hrein-
lega úr sögunni.
Hann klykkir út með því að und-
irstrika enn á ný að við eigum ekki
að vera of „merkileg" með okkur
þegar við veljum nýjan bíl. En það
séum við raunar, upp til hópa. Úr
því að öll framleiðslumerki VAG-
samsteypunnar (Volkswagen Audi
Seat Skoda) eru framleidd eftir
sömu gæðakröfum, stundum jafnvel
tæknilega séð sömu bílamir með
mismunandi merkjum, hvers vegna
ættum við þá að borga aukreitis fyr-
ir að það standi „Audi“ á bílnum
okkar?
Endursagt úr auto motor &
sport
Sérpantanir
Aukahlutir - Varahlutir
Jeppabreytingar
^uSSr BFGoodrich
Cherokee Laredo 4,0
‘88, blár/grár, ssk., álf.,
ek. 177 þús. km,
rafdr. rúöur, cent-.
Verð 1.080.000.
Tilboö 795.000.
Vagnhöföa 23
Sími 587-0-587
Opel Astra Wagon 1,6
GL ‘96, græns., ssk.,
toppgr., sumar-/vetrard.,
ek. aðeins 9 þús. km.
Verð 1.490.000.
Tilboö 1.340.000.
Toyota Touring 4x4 XLi
‘92, rauður, 5 g.,
ek. 98 þús. km.
Verð 1.050.000.
Tilboö 895.000.
Toyota Corolla XLi ‘94,
grásans., 5 d.,
5 g., ek. 38 þús. km.
Verð 1.100.000.
Tilboö 970.000.
Toyota Corolla special
series ‘92, hvítur, 5 g.,
rafdr. rúöur, centr.
Verð 840.000.
Tilboð 740.000.