Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 Range Rover tuskutoppur Víða um lönd eru fyrirtæki sem taka hefðbundna framleiðslubíla og breyta þeim eftir sinu höfði. Meðal þeirra sem er að finna í Þýskalandi er fyrirtæki að nafni Elmshom sem hefur tekið hefðbundinn Range Rover (lúxusútgáfu) og breytt hon- um svo sem myndin sýnir: í tveggja dyra tuskutopp. Rafvindur svipta blæjuþakinu af eða setja það á aftur og aðeins þarf að losa eða hespa við framrúðukantinn. Afturrúðan er rafhituð eins og á bílum með hörðu þaki en hliðarrúðurnar eru pósta- lausar þannig að hliðarnar opnast alveg niður að hurðum ef því er að skipta. - Áhugasömum til upplýs- ingar skal bent á að heima í Þýska- landi kostar gripurinn svona breytt- ur jafnvirði 13 milljóna íslenskra króna eða þar um bil. Bílaframleiöendur keppast nú hver um annan þveran viö aö koma meö „Scénic“-útgáfu af sínum bílum til aö keppa við bíl ársins í Evrópu, Renault Mégane Scénic, sem hefur slegið kirfilega í gegn. - Hér er svarið frá Audi, Audi A3 fjölnotabíll, væntanlegur 1999, sama áriö og Golf kemur með sitt svar sem væntanlega verður á líkum nótum. Rafdrifinn sportbíll Fram að þessu hafa rafmagnsbil- ar einkum verið hugsaðir sem hag- nýtir innanbæjarbílar til styttri ferða fyrir fjölskylduna í innkaupa- ferð eða til snúninga fyrir fyrirtæki. Minna hefúr verið um sportlega hraðakstursbíla en í vikunni var frumsýndur í bílaborginni Detroit í Bandaríkjunum rafknúinn sport- bffl. Það var Zytek Automotive Ltd. sem frumsýndi rafdrifinn sportbil, byggðan á Lotus Elise, á alþjóðlegri ráðstefnu bílaverkfræðinga í Cobo- miðstöðinni i Detroit. Sportbíllinn er knúinn tveimur rafmótorum frá Zytek sem hvor um sig gefur 75 kW. Bíllinn nær hröðun frá 50 upp í 115 kílómetra hraða á 5 sekúndum og getur ekið 200 kílómetra á einni rafhleðslu. Sýningargestir á alþjóðlegri ráðstefnu og sýningu bílaverkfræöinga í Detroit virða fyrir sér nýjan rafknúinn sportbíi frá Zytek sem byggður er á sportbíln- um Lotus Elise. Tveir kolalausir og olíukældir jafnstraumsmótorar, sem tengdir eru viö eins þreps gírkassa úr áli, knýja þennan rafdrifna sportbíl. Mælaboröiö í nýja rafdrifna sportbílnum frá Zytek er meö mæla sem sýna hraða, aflgjöf og ástand rafgeyma. Bíll- inn, sem er tilbúinn til aksturs, var frumsýndur í Detroit í vikunni. Símamyndir Reuter Tilboðsdagar: Lán til allt að 48 mán., ekkert út og fyrsta afborgun eftir 6 mánuði Visa/Euro-raögreiöslur til 36 mánaöa SÆVARHÖFÐA2 ® 525 8000 525 8020 IHUSIINGVARS HELGASONAR GIFURLEGT URVAL GOÐRA BILA A STAÐNUM Toyota Hilux ‘92, ek. 66 þús. km. Verö 1.710.000. Nissan Patrol 2,8 TD ‘96, ek. 9 þús. km. Verö 3.800.000. Nissan Patrol 2,8 TD ‘91, ek. 130 þús. km. Verö 2.200.000. Nissan Sunny 1,6 4x4 ‘95, ek. 29 þús. km. Verö 1.450.000. Subaru Legacy 2,0 ‘95, ek. 40 þús. km. Verö 1.800.000. Opel Astra Caravan ‘96, ek. 56 þús. km. Verð 1.260.000. Volvo 940 GL ‘91, ek. 49 þús. km. Verð 1.520.000. Mercedes Benz 230 E ‘91, ek. 55 þús. km. Verð 2.650.000. Subaru Legacy 2,0 ‘96, ek. 22 þús. km. Verö 1.950.000. Subaru Legacy 2,0 ‘95, ek. 29 þús. km. Verö 1.780.000. Nissan Micra 1,3 LX ‘97, ek. 600 km. Verö 1.150.000. Nissan Micra 1,3 LX ‘96, ek. 22 þús. km. Verö 980.000. Subaru Legacy 2,2 ‘97, ek. 1 þús. km. Verð 2.600.000. Nissan Sunny 1,6 4x4 ‘94, ek. 53 þús. km. Verö 1.260.000. Toyota Touring 4WD ‘94, ek. 30 þús. km. Verö 1.470.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.