Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Side 4
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 *•» ,8 tónlist ** * ísland — plötur og diskar— t 1. (-) Pottþétt7 Ýmsir % 2. (1 ) Pop U2 $ 3. ( 2 ) Boatmans Call Nick Cave f| 4. ( 3 ) Romeo & Juliet Úr kvikmynd t 5. (12) Evita Ur kvikmynd f 6. ( 9 ) Stoosh Skunk Anansie í 7. (6 ) Fólkerfífl Botnleðja t 8. (16) Strumpastuð Strumparnir | 9. ( 8 ) Falling Into You Celine Dion 110. ( 5 ) Blur Blur 111. (14) Spice Spice Girls # 12. ( 7 ) No Doubt Tragic Kingdom * 13. (10) Live Secret Samadhi * 14. (Al) Seif . Páil Oskar # 15. ( 4 ) Grammy Nominees 1997 Ýmsir f 16. (13) Secrets Toni Braxton 117. (Al) Earthling Bowie 118. (Al) í,Álftagerði Alftagerðisbræður $19. (19) Best of Beethoven Beethoven 120. (- ) íslensku tónlistarverðlaunin Ýmsir London -lög- I 1.(1) Mama/Who Do You Think You Are Spice Girls f 2. (- ) Isn't it a Wonder Boyzone t 3. (- ) lf I Never See You Again Wet Wet Wet | 4. ( 2 ) Don't Speak No Doubt i 5. ( 4 ) Encore Une Fois T Sash! t 6. ( - ) Fresh! Gina G t 7. (- ) Love Guaranteed Damage | 8. ( 3 ) Rumble in the Jungle Fugees t 9. ( - ) The Real Thing Lisa Stansfield t 10. (- ) It's Over Clock New York t 1.(2) Can't Nobody Hold Me down Puff Daddy | 2. ( 1 ) Wannabe Spice Girls t 3. ( 4 ) You Were Meant for Me Jewel I 4. ( 3 ) Un-Break My Heart Toni Braxton | 5. ( 5 ) ln My Bed Dru Hill t 6. ( 7 ) Every Time I Close My Eyes Babyface | 7. ( 6 ) I Belive I Can Fly R. Kelly $ 8. ( 8 ) Don't Let Go En Vogue $ 9. ( 9 ) For You I Will Monica t 10. (-) GetItTogether 702 Bretland I 1. (-) Pop U2 | 2. ( 1 ) Spice Spice Girls # 3. ( 2 ) Everything Must Go Manic Street Preachers t 4. ( -) B-Sides, Seasides & Freerides Ocean Colour Scene # 5. ( 3 ) Ocean Drive Lighthouse Family t 6. ( -) Very Best of the Bee Gees Bee Gees t 7. ( -) Evita Various t 8. ( -) Dreamland Robert Miles ( 9. ( 8 ) Older George Michael t 10. ( -) The Healing Game Van Morrison Bandaríkin . -plöturog diskar- • 1. (-)Pop U2 12.(3) Unchained Melody/The Early... Leann Rimes t 3. ( 4 ) Falling Into You Celine Dion t 4. ( 6 ) Pieces of You Jewel $ 5. ( 5 ) Tragic Kingdom No Doubt t 6. ( 7 ) Spice Spice Girls k 7. ( 2 ) Secret Samadhi Live t 8. (10) Bringing Down the Horse The Wallflowers | 9. ( 8 ) Baduizm Erykah Badu #10. ( 9 ) Blue Leann Rimes Tónlistin eykur áhriíamáttinn Ein rómaðasta ástarsaga okkar tíma hefur nú verið færð nær nútímanum. Það var leikstjórinn Baz Luhrmann (Strictly Ballroom) sem sá um framkvæmdina á þessari geggjuðu hugmynd. Leikrit Shakespeares, Rómeó og Júlía hefur ver- ið fært nær nútímanum og það tekst frábærlega (þó undirritaður skrifi ekki kvikmyndagagnrýni í DV). Kvikmyndatakan og búningamir eiga sinn þátt í þessari kúvendingu sem hefði samt ekki verið fullkomin ef hughrifin sem tónlistinni fylgja hefðu ekki verið til staðar. Tónlistin úr myndinni stendur vel ein og sér, eykur veralega á áhrifa- mátt myndarimiar og gerir það að verkum að áhorfandinn getur endurlifað myndina í hugan- um með því einu að hlusta. Valinn maður í hverju rúmi Þrettán lög með þrettán listamönnum prýða ostinn (Original Sound Track = O.S.T.) úr Rómeó og Júlíu. Þó vantar að hluta stemmningstónlist- ina sem Nellee Hooper bjó til uppfyllingar. Ef við tökum röðina sem platan býður upp á er hljóm- sveitin Garbage fyrst með lagið #1 Crush, sem út- varpshlustendur landsins ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel og því ekki ástæða til að fjöl- yrða um það. Everclear fékk innblástur sinn eftir að hafa séð myndina og samdi lagið Local God. Gavin Friday samdi lagið Angel til að auka á ljóma Júliu í myndinni og hljómsveit Nellee Hooper, One Inch Punch ásamt Justin Warfield lýsir reiðinni milli stríðandi fylkinga Montague og Capulet- ættanna með laginu Pretty Piece Of Flesh. Söngkonan Desiree syngur ástarlag myndar- innar Kissing You, sem hún sést syngja í mynd- inni. Undir þeim ljúfu tónum verða Rómeó og Júlía ástfangin. The Butthole Surfers fengu að sjá óklippta útgáfu af myndinni og lögðu til lagið Whatever (I had a dream) - augljóst innblásturs lag. The Cardigans (peysumar) frá Svíþjóð leggja til léttleikann með laginu Lovefool sem náði vin- sældum fyrir nokkru síðan og fyrrum söngkona Soul II Soul Kym Mazelle tífaldar þennan létt- leika með endurgerð Nellee Hooper af laginu Young Hearts Run Free frá 1976. Quindon Tarver syngur ólíklegustu útgáfuna af danssmellinum Everybodys Free (To Fell Good), nefnilega ofurrólega gospel-útgáfu sem er sungin við giftingarathöfn þessa rómantískasta pars allra tíma. Mundy leggur til hip hop-lagið To You I Bestow og hljómsveitin Radiohead setur sinn svip á myndina með laginu Talk Show Host sem spilar undir við súrrealískan fréttaflutning sögumanna myndarinnar. Rómeó í nútímanum Sænska pían Stina Nordenstam lýsir síðan upp sjónarsviðið með laginu Little Star af plötu sinni And She Closed Her Eyes, sem kom út árið 1994. The Wannadies (með nafn sem smellpassar) spila síðan undir tragískum endi myndarinnar, lag þeirra heitir You & Me Song. Kvikmyndagagnrýnandi er undirritaður ekki, en að hans mati er myndin uppvakning fyrir komandi kynslóðir og hristir vel upp í þeim sem þekkja verkið. Tónlistin eykur á áhrifamáttinn svo um munar. Það er ekki ólíklegt að þessi ost- ur seljist álíka vel og Pulp Fiction-osturinn. Spumingin er: Vilt þú upplifa myndina áður en hún kemur út á myndbandi? -GBG 8 Vt-'Í'-.'i * > v - TV / Fyrrum söngkona Soul II Soul, Kym Mazelle er með endurgerð Nellee Hooper af laginu Young Hearts Run Free frá 1976 í nútímauppfærslu leikritsins Rómeó og Júlfu sem nú er sýnd í Regnboganum. T0N1ISIARM01AR Dylan í tónleikaferð Það telst alltaf til tíöinda þegar gamli jaxlinn Bob Dylan fer í tón- leikaferð. í lok þessa mánaðar mun hann hefla tónleikaferð um Norður-Ameríku en hann mun aðallega leika í háskólum og litl- um sölum. Ekki hefur enn komið fram hvort tónleikamir verða „órafmagnaðir" eða ekki. Folk Implosion gefur út Á morgun kemur út ný plata með Folk Implosion sem sló í gegn með plötunni Natural One. Nýja platan mun heita Dare to Be Surprised. Þrátt fyrir frægðina ætlar sveitin að halda sig hjá litlu og óþekktu útgáfufyrirtæki. U2 við sama hey- garðshornið írska hljómsveitin U2 stökk beint upp í toppsæti bandaríska vinsældalistans með plötu sinni Pop. Þetta er þriðja U2 breiðskíf- an sem fer á topp bandaríska vin- sældalistans. Bono lýsti því nýlega yfir í við- tali við Time að honum fyndist lítið varið í þá tónlist sem kölluð er rokk. „Það er fáranlegt að þeir sem spila pönk/rokk séu í upp- reisn gegn foreldrum sínum enda eru þeir að leika sömu tónlist og foreldrarnir voru að hlusta á,“ sagði Bono í Time. Stjörnur starfa saman Þeir félagar Thurston Moore og Steve Shelley úr Sonic Youth hafa gengið til samstarfs við Mark Arm úr Mudhoney og Ron As- heton úr The Stoogies. Hljóm- sveitin, sem þeir hafa stofnað, heitir Wilde Rattz og er ætlunin að gera nýjar útgáfur af lögum með The Stoogies. Sú sveit var ein af „glansrokksveitum" átt- unda áratugarins. Þessi tónlist verður síðan notuð í mynd um „glansrokkið" sem Don nokkur Fleming er að gera og mun hún kallast Velvet Goldmine. B.I.G. gefinn út Þrátt fyrir að rapparinn B.I.G. hafi verið myrtur á dögunum ætl- ar útgáfufyrirtækið Arista samt sem áður að gefa út nýja plötu með honum. Platan heitir Life Af- ter Death og þykir mörgum sem B.I.G. hafi farið ansi nærri þvi að spá fyrir örlögum sínum. Stóra nafnið U2 eru óvéfengjanlega stóra nafhið í poppheiminum í dag. Nýi diskurinn þeirra, Pop, rýkur á topp vinsældalista um allan heim. U2 náði því afar sjaldgæfa afreki að ná lagi beint í 1. sæti íslenska listans, Staring at the Sun. Nýi diskurinn hefur þegar verið fram- leiddur í 4,5 milljónum eintaka og hefur náð toppsætinu í 21 landi nú þegar. Þar á meðal eru stórir markaðir eins og Bandaríkin, Bretland, Ástralía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Irland, Ítalía, Japan, Holland, Nýja-Sjá- land, Spánn og Svíþjóð. Hljóm- sveitin U2 er þessa dagana að undirbúa tónleikaferð sem hefst þann 25. apríl í Las Vegas. Sveitin áformar að heimsækja 40 lönd á 14 mánaða ferðalagi, meðal ann- ars Sarajevo 23. september og verður í London á Wembley 22. og 23. ágúst í sumar. .. | I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.