Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Side 6
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 DV 20 tfln helgina * VilTINGASTAfl I s A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., s. 565 1693. Opið 11.30-22.30 alla daga. * Amigos Tryggvagötu 8, s. 551 1333. Op. 17.30-22.30 v.d. og sd., 1 17.30-23.30 fd. og ld. Argentína Barónsstfg lla, s. 551 9555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Asía Laugavegi 10, s. 562 6210. Opið 1 11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd„ I 11.30-23.30 fd. og ld. S Askur Suðurlandsbr. 4, s. 553 8550. ; Op. 11-22 sd.-fid., 11-23.30 fd. og ld. Austur Indía fjelagið Hverfisgötu | 56, s. 552 1630. Opið a.d. frá kl. 18. A næstu grösum Laugavegi 20, s. 552 8410. Opið 11.30-14 og 18-22 ; ' v.d., 18-22 sd. og lokað ld. Banthai Laugavegi 130, s. 552 2444. | Op. 18-22 md,- fid. og 18-23 föd.-sd. Café Ópera Lækjargötu 2, s. 552 ! 9499/562 4045. Opið 18-1 fd. og ld„ 1 11.30-1 v.d. Carpe Diem Rauðarárstíg 18, s. 562 ; 3350. Opið 11-23 alla daga. Caruso Þingholtsstræti 1, s. 562 | 7335. Opið sd.-fid. 11.30-23.30. Fd. | og ld. 12.-2. Grænn kostur Skólavörðustíg 8b, s. j 552 2028. Opið md.-ld. frá 11.30-21 og sd. frá 16-21. |l Hard Rock Café Kringlunni, s. 568 !f 9888. Opið 11.45-23.30 md.-ld„ íj 12-23.30 sd. ! Hornið Hafnarstræti 15, s. 551 3340. Opið 11-23.30 alla daga. i Hótel Borg Pósthússtræti 11, s. 551 p 1440. Opið 8-23.30 alla daga. Hótel Esja Suðurlandsbraut 2, s. I 568 9509. Opið 11-22 alla daga. i Hótel Holt Bergstaðastræti 37, s. § 552 5700. Opið 12-14.30 og 19-22.30 v.d„ 12-14.30 og 18-22 fd. og ld. Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflug- velli, s. 552 2322. Opið í Lóninu § 5-23, í Blómasal 18.30-22. Hótel Óðinsvé v/Óðinstorg, s. 552 f 5224. Opið 12-15 og 18-23 v.d„ ; 12-15 og 18-23.30 fd. og Id. Hótel Saga Grillið, s. 552 5033, i Súlnasalur, s. 552 0221. Skrúður, s. 552 9900. Grillið opið 19-22.30 a.d„ Súlnasalur 19-3 ld„ Skrúður 12-14 og 18-22 a.d.. Humarhúsið Amtmannsstíg 1, s. 561 3303. Opið 10-23.30 v.d„ 10-1 ld. og sd. Indókína Laugavegi 19, s. 552 2399. 8 Opið 11.30-22.30 aÖa daga, ld. frá 8 11.30-23.30. I Ítalía Laugavegi 11, s. 552 4630. ; Opið 11.30- 23.30 alla daga. Jónatan Livingston Mávur s Tryggvagötu 4-6, s. 551 5520. Opið ! 17.30-23 v.d„ 17.30-23.30 fd. og ld. Kínahofið Nýbýlavegi 20, s. 554 8 5022. Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45 fd„ ld. og sd. Kina-húsið Lækjargötu 8, s. 551 1014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„ ; 17.30-23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd. Kínamúrinn Laugavegi 126, s. 562 f 2258. Opið fd„ ld„ 11.30-23.30, sd.-fid. 11.30-22.30. Kofi Tómasar frænda Laugavegi 2, !!; s. 551 1855. Opið 10-01 sd.-fid. og | 11-03 fd. og ld. Kringlukráin Kringlunni 4, s. 568 0878. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og ld. Lauga-ás Laugarásvegi 1, s. 553 I 1620. Opið 11-22 og 11-21 um helgar. Lœkjarbrekka Bankastræti 2, s. ; 551 4430. Opið md.-mid. 11-23.30, 5 fid.-sd. 11-0.30. Madonna Rauðarárstíg 27-29, s. ■ 562 1988. Opið 11.30-23.30 a.d. Marhaba Rauðrárstíg 37, s. 562 6766. Opið a.d. nema md. 1 17.30-23.30. Naustið Vesturgötu 6-8, s. 551 I 7759. Opið 12-14 og 18-01 v.d„ 112-14 og 18-03 fd. og ld. Pasta Basta Klapparstíg 38, s. 561 3131. Opið virka daga frá 11.30 til 1.00 og um helgar til 3.00. Perlan Öskjuhlíð, s. 562 0200. Opið | 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld. Potturinn og pannan Brautarholti 22, s. 551 1690. Opið a.d. 11.30-22. Primavera Austurstræti, s. 588 8555. Op. 12-14.30, 18-22 v.d„ 18-23 fd„ 18-23.30 ld„ 18-22 sd. Salatbarinn hjá Eika Fákafeni 9, s. 588 0222. Opið alla daga frá kl. 11.30.-20.30. nema ld. frá 11.30.-16. ! Lokað á sd. Samurai Ingólfsstræti la, s. 551 7776. Opið v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23. Singapore Reykjavíkurvegi 68, s. 555 4999. Opið 18-22 þd.-fid„ 18-23 fd.-sd. Sjanghæ Laugavegi 28, s. 551 6513. Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd. ! Sjö rósir Sigtúni 38, s. 588 3550. Opið 7-23.30 alla daga. Skólabrú Skólabrú 1, s. 562 4455. jj Opið frá kl. 18 alla daga og í hd. Steikhús Harðar Laugavegi 34, s. ■ 551 3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„ I 11.30-23.30 fd.ogld. | Tilveran Linnetsstíg 1, s. 565 5250. Opið 11-23 alla daga. Við Tjörnina Templarasundi 3, s. f 551 8666. Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„ 18-23 ld. og sd. I Viðeyjarstofa Viðey, s. 568 1045 og | 562 1934. Opið fid,- sud„ kaffist. kl. 8 14-17. Veitingasalur kl. 18-23.30. Vitabar Bergþórugötu 21, s. 551 I 7200. Opið 15-23.30 v.d„ 12-02 a.d. i Þrír Frakkar hjá Úlfari Baldurs- ; i götu 14, s. 552 3939. Opið 11-14.30 og 18-23.30 ld. og sd. - Kópavogskirkja: Á sunnudaginn verður leikritið Heimur Guðríðar - síðasta heim- sókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms, eftir Steinunni Jó- hannesdóttur, sýnt í Kópavogs- kirkju. Sýningin hefst kl. 17. Leikritið Heimur Guðríðar var frumsýnt á Kirkjulistahátíð í Reykjavík í júní 1995 og hefur verið sýnt í hátt á annað ár í fjölmörgum kirkjum víða um land og hvarvetna verið mjög vel tekið. í leikritinu er á áhrifamikinn hátt rakin ævi- og píslarsaga Guð- ríðar Símonardóttur sem var ein- stök fyrir margra hluta sakir. Þessi sjómannskona úr Vestmannaeyjum var í hópi tæplega 400 íslendinga sem rænt var í Tyrkjaráninu 1627. Hún var ein fárra sem náðu aftur heim til íslands. Á heimleið frá Al- sír kynntist hún ungum mennta- manni í Kaupmannahöfn, Hallgrími Péturssyni, sem síðari tíma menn þekkja fyrst og fremst sem Passíu- sálmaskáldið. Sambúð þeirra, sem hófst í trássi við lög og rétt, stóð til æviloka og hefur löngum vakið þjóðinni forvitni og jafnvel hneyksl- un. Með helstu hiutverk í sýningunni fara Margrét Guðmundsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir, sem báð- ar leika Guðríði á ólíkum æviskeið- um, og Þröstur Leó Gunnarsson er í hlutverki Hallgríms. Tónlist er eftir Hörð Áskelsson og leikur hann sjálf- ur á hið nýja orgel Kópavogskirkju. Höfundur leikritisins, Steinunn Jóhannes- dóttir, er einnig leikstjóri sýningarinnar. Kópavogsbær styrkir sýninguna og aðgangseyrir fyrir eldri borgara og nem endur er 500 kr. í leikritinu Heimur Guðríðar er rakin ævi- og píslarsaga Guðríðar Símon- ardóttur. Guðríðar (slandsvinirnir The Dubliners skemmta landanum um helgina. Dubliners á íslandi íslendingar hafa löngum verið hrifnir af irskri þjóðlagatónlist og nú um helgina gefst tækifæri á að berja hina frægu írsku skemmti- krafta The Dubliners augum. í kvöld og annað kvöld munu þeir halda tónleika í Danshúsinu Glæsibæ og hefjast tónleikarnir kl. 22 bæði kvöldin. The Dubliners eru sannkallaðir íslandsvinir, síðast skemmtu þeir landanum á „Bjórdaginn" svo- nefnda árið 1989. Miðaverð á tón- leikana er 2000 kr. og hægt er að panta miða og borð með fyrirvara. Schubert-hátíðin í Garðabæ: Ljóðaflokkurinn Vetrarferð Fimmtu tónleikar Schubert-há- tíðarinnar í Garðabæ verða haldnir laugardaginn 22. mars kl. 17. Þar mun hollenski barítonsöngvarinn Hans Zomer flytja ljóðaflokkinn Vetrarferð eftir Franz Schubert. Við hljóðfærið er Gerrit Schuil. Tónleikamir eru haldnir í Kirkju- hvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ. Menn hafa löngum litið svo á að í Vetrarferð risi sköpunargáfa Schuberts hæst. Hann samdi þessa 24 lög árið 1827, rúmu ári áður en hann dó, við ljóð eftir Wilhelm Múller. Efni Vetrarferðar er gamal- kunnugt. Ungur maður þjáist fyrir ást sem ekki fæst endurgoldin og reynir í örvæntingu sinni að horfast í augu við staðreyndimar. Loks ákveður hann að kveðja þann heim sem hann lifði og hrærðist í og halda i torsótta ferð út í myrkrið - út í hið óþekkta. Hans Zomer er einn af virtustu söngvurum Hollendinga i dag. Hann á að baki þrjátíu ára söngfer- il og hefur komið fram víða um lönd. Á ferli sínum hefur hann einkum lagt áherslu á sígildan ljóðasöng og flutning kirkjutónlist- ar en hann hefur fyrir margt löngu síðan getið sér frægðarorð fyrir ein- söng sinn í hinum miklu kirkjukór- verkum Bachs. Hann kemur nú fram í fyrsta skipti á íslandi en hann og Gerrit Schuil hafa marg- sinnis flutt Vetrarferð Schuberts á tónleikum í Hollandi og var flutn- ingur þeirra á verkinu hljóðritaður árið 1990. Miðaverð á tónleikana er 1.400 kr. Hollenski barítonsöngvarinn Hans Zomer kemur nú fram í fyrsta skipti á Islandi. Sigurður Þórir Sigurðsson opnar tvær sýningar: Oliumalverk og Á morgun opnar listmálarinn Sigurður Þórir Sigurðsson tvær sýningar. í norræna húsinu verða eingöngu olíumálverk en í Gallerí Ófeigi Skólavörðustíg 5 verða myndir unnar í vatnslit og gvassi. Sýningin hjá ófeigi opnar kl. 14 en í norræna húsinu kl. 16. Sigurður er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann stundaði nám vatnslit við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1968-1970 en árið 1974 fór hann til náms við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmanna- höfn og var þar til 1978. Sigurður hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlend- is ásamt fjölda samsýninga. Hann hefur einnig stundað kennslustörf en hefur sinnt listsköpun eingöngu Hugarburður, olía á striga, eftir Sigurð Þóri Sigurðsson. frá árinu 1995. Myndefni Sigurðar er maðurinn og hans nánasta um- hverfi. Einnig kemur fram í mynd- unum sú óvissa og ógn sem mann- inum stafar af tilvist sinni og þeim andlegu og efnislegu hlutum sem hann tileinkar sér. Sýningarnar standa til 6. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.