Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 *Bn helgina S1 Borgarkórinn 'L • ! V) v j J, y*\ , « If uáEj ? V |/ / K| & \f U | r r rn \ j Hj 1 iÆWÆA Borgarkórinn heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. Borgarkórinn í Reykjavík lýkur fyrsta starfsári sínu með tónleikum í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Kórinn var stofnaður af áhugasömu söngfólki á síðastliðnu hausti sem hyggur á áframhaldandi kórstarf á hausti komanda. Á tónleikunum verða flutt sönglög eftir m.a. Atla Heimi Sveinsson, Sig- valda Kaldalóns, Gunnar Þórðarson, Jón Múla Ámason, Franz Lehar og eftir stjómandann Sigvalda Snæ Kaldalóns. Einsöng með kórnum syngur Anna Margrét Kaldalóns, sem einnig hefur annast raddþjálfun kórfé- laga í vetur. Við píanóið er Gunnar Gunnarsson. Gestakór Borgarkórsins að þessu sinni er Mosfellskórinn ásamt hljóðfæraleikurum sem flytur létt lög undir stjóm Páls Helgasonar. Það verður mikið um að vera í Seljakirkju á laugardag. Þá mun Kvennakórinn Seljur og Kveldúlfskórinn halda söng- skemmtun kl. 16.30. Efnisskrá beggja kóra er mjög fjölbreytt og áhorfendur mega eiga von á skemmtilegum tónleikum. Stjórnandi Selja er Kristín Pjet- ursdóttir. Undirleikarar eru Að- alheiður Þorsteinsdóttir, píanó, Bragi Hlíðberg sem leikur á harmóníku og Þorvaldur Stein- grfmsson á flðlu. Kveldúlfskór- inn er blandaður kór úr Borg- amesi. Stjómandi hans er Ewa Tosik Warszawiak og imdirleik- ari er Clive Pollard. Ólöf Erla Bjarnadóttir syngur einsöng. Aðrir tónleikar kóranna verða í Borgarnesi 7. maí kl. 21. Kvennakórinn Seljur heldur tónleika á morgun ásamt Kveldúlfskórnum úr Borgarnesi. Skrefinu nær... í kvöld verða sýnd tvö dansverk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Wiebke Brinkman í Tjamarbíói. Fyrra verkið heitir Hér og nú og er hugleiðing um styrk kvenna, hvað styrkur er og hvemig hann birtist á ólíkan hátt. Þar koma til hugtök eins og mýkt, tilfinninga- hiti, líkamlegt atgervi, samstaða og sjálfstæði. Þessir þættir tvinn- ast saman í túlkun fjögurra ólíkra dansara sem mæta verkinu hver á sinn hátt. Dansarar eru Lilja ívarsdóttir, Guðbjörg Amardóttir, Helena Jónsdóttir og Hlíf Þor- geirsdóttir. Tónlistin við verkið er eftir Hall Ingólfsson. Seinna verk- ið heitir Hvar varst þú þegar ég var að elta þig? Dansarar em Ólöf Ingólfsdóttir og Wiebke Brink- man. Tónlistin er eftir Thorsten Kohlhoff. VERKFÆRATILBOÐ 20% afsláttur af öllum ■JCfráítwiiiiO verkfærum í apríl 1997, vegna 70 ára afmælis okkar. F0SSBERG Skúlagötu 63 - sími 561 8560 1927-1997 Þjónusta við íslenskan málmiðnað í 70 ár. í B0ÐI KRAKKAKLÚBBS DV 0G STJÖRNUBÍÓS í tilefni af 5 ára afmæli Krakkaklúbbs DV bjóða klúbburinn og Stjörnubíó öllum Krakkaklúbbsfélögum í bíó á myndina Gullbrá og birnirnir þrír. Krakkaklúbbssýningar verða alla laugardaga og sunnudaga í apríl. kl 15. Miðarverða afhentir á laugardögum hjá DV. Þverhotti 11. frá kl. 10-14. Hver félagi fær tvo bíómiða. Munið að koma með Krakkaklúbbsskírteínín. V. v wmL^íj Kwm ÍJiilJWRj Þeir sem geta ekki nýtt sér bíómiðana fá ístaðinn gómsætan Kjöríshlunk. Ávísanir á Kjöríshlunkana verða afhentar hjá umboðsmönnum DV um land allt. Afhendingartími á hverjum stað verður auglýstur í DV þriðjudaginn 8. aprfl. c r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.