Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997
'íi 'tsm
» Wn helgina
Jómfmnni
Söngkonan Tena Palmer flytur jasslög ásamt Póröi Högnasyni, Hilmari
Jenssyni og Pétri Grétarssyni á Jómfrúnni í kvöld.
í kvöld verða jasstónleikar á Jóm-
frúnni, Lækjargötu 4, á vegum jass-
klúbbsins Múlans. Þá stígur á svið-
ið hljómsveit, skipuð þeim Tenu
Paimer söngkonu, Þórði Högnasyni
bassaleikara, Hilmari Jenssyni gít-
arleikara og Pétri Grétarssyni slag-
verksleikara.
Á efnisskránni eru jasslög sem
enn sem komið er mega teljast sjald-
heyrð, þó svo að í hinum víða , jass-
kosmós" séu þau talin með klassísk-
um verkum.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega
kl. 21 og er miðaverð 1000 kr. en 500
fyrir nemendur og eldri borgara.
Frændkórinn í Fálagslundi
Á morgun heldur Frændkórinn
tónleika að Félagslundi í Gaulverja-
bæjarhreppi. Tónleikarnir hefjast
kl. 15 og á efhisskrá eru einkum
vorleg, íslensk og erlend þjóðlög.
Frændkórinn var stofnaður í
byrjun árs 1991 þegar bamaböm
Þórunnar Pálsdóttur og Jóns Gísla-
sonar frá Norðurhjáleigu komu
saman í undirbúningi fyrir niðja-
mót sem haldið var þá um sumarið.
Frændkórinn hefur starfað reglu-
lega síðan og allt þar til í haust und-
ir stjórn eins barnabarnanna,
Eyrúnar Jónasdóttur í Kálfholti.
Kórinn starfar nú undir stjórn Sig-
rúnar Þorgeirsdóttur. i vetur var
kórinn opnaður fyrir öllum afkom-
endum Þórunnar og Jóns og hefur
því þriðji ættliður bæst í hópinn.
Auk ættartengsla á Frændkórinn
sér þá sérstöðu að kórfélagar eru
búsettir víða um Suðurland, allt frá
Mosfelisbæ austur í Landeyjar.
Dönsk teiknimynd
í Norræna húsinu
Norræna húsið hefur boðið
upp á kvikmyndasýningar fyrir
börn á stmnudögum og verður
engin undantekning þar á um
helgina. Á sunnudaginn, kl. 14,
verður sýnd danska teikni-
myndin Strit og Stumme. Þar fá
áhorfendur að kynnast stelp-
unni Strit og stráknum
Stumme sem búa neðanjarðar
því öllu lífi á jörðinni hefur
nánast -verið eytt. Strit og
Stumme heyra sögur um bláan
himin og blómstrandi engi, um
lífið ofanjarðar þar sem rot-
turnar ráða ríkjum. Þeim
finnst þetta fjarstæðukenndar
sögur en dag einn leggja þau af
stað upp. Leiðin upp á yfirborð
jarðar er löng og ströng en allt
fer vel að lokum eins og í öllum
góðum ævintýrum um barátt-
una miiii góðs og iils. Myndin
er með dönsku tali og eru allir
velkomnir. Aðgangiu- er ókeyp-
is.
Tjarnarkvartettinn
heldur tónleika
Tjarnarkvartettinn úr Svarf-
aðardal heldur tónleika í Borg-
amesi og Grundarfirði á sunnu-
dag og mánudag á vegum verk-
efnisins Tóniist fyrir alla. Fyrri
tónleikamir verða í Borgames-
kirkju ki. 21 á sunnudagskvöld-
ið en í Grundarfirði syngur
kvartettinn í Grannskóla Eyrar-
sveitar á mánudagsmorgun og í
Grundarfjarðarkirkju um kvöld-
ið, ki. 20.30. Efnt er til þessara
tónleika nú vegna þess að ófærð
raskaði áætlun tónlistarfólksins
þegar það fór um Vesturland í
mars og söng fyrir liðlega 2000
nemendur á 20 skólatónleikum
og efndi auk þess til söng-
skemmtunar fyrir almenning
fjögur kvöld.
Tjarnarkvartettinn verður í Borgarnesi og Grundarfirði á sunnudag
og mánudag.
Á þessu ári eru liðin 100 ár frá
því að Eyrarbakkahreppur var
stofnaður með skiptingu Stokkseyr-
arhrepps hins foma í tvö sveitarfé-
lög. Hreppsnefnd Eyrarhakkahrepps
ákvað á síðasta ári að minnast þess-
ara tímamóta með hátíðahöldum.
Sérstök afmælisnefnd var skipuð og
hefur hún nú sett niður heilmikla
dagskrá sem hófst í gær en hátíða-
höldin standa fram eftir sumri.
í gær var opnuð myndlistarsýn-
ing í samkomuhúsinu Stað þar sem
sýnd verða verk eftir Rut Magnús-
dóttur í Sólvangi á Eyrarbakka. Rut
er uppalin í sveit í norðurhlíðum
Alpafjalla. Hún sótti skóla í Inns-
brack og Múnchen og er menntuð í
plöntufræði og kirkjutónlist. Rut og
eiginmaður hennar, Níls Ólafsson,
búfræðingur frá Noregi, komu til ís-
lands 1955 til tímabundinnar dvalar
en ilentust hér. Áriö 1963 keyptu
þau býlið Sólvang við Eyrarbakka
og hafa stundað þar búskap síðan.
Á sýningunni eru sýndar 39
vatnslitamyndir og vatnslitaðar
pennateikningar Rutar ásamt
klippimyndabókum og fjórum eldri
skissubókum. Sýningunni lýkur á
sunnudaginn.
Um næstu helgi verður svo opnuð
ljósmyndasýning Völu Dóru Jóns-
dóttur í samkomuhúsinu Stað.
Eyrarbakkahreppur 100 ára
Eyrarbakkahreppur á 100 ára afmæli og verður þeirra tímamóta minnst með ýmsum hætti.
NIESSUR
Árbæjarkirkja: Gudsþjónusta kl.
I 11. Eftir guðsþjónustuna verður
haldinn kökubasar. Allur ágóði
I rennur til fjölskyldu Elfars Arnar
| Kristjánssonar, skipveija á varð-
skipinu Ægi, sem fórst af slysför-
um við björgunarstörf. Prestamir.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Ami Bergur Sigurbjömsson.
Breiðholtskirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Samkoma Ungs fóiks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónas-
son.
Bústaðakirkja: Bamamessa kl.
| 11. Foreldrar hvattir til þátttöku
með börnunum. Guðsþjónusta kl.
14 með þátttöku barnakórs kirkj-
1 unnar undir stjóm Ágústs Val-
garðs Ólafssonar. Tónleikar kórs-
| ins og kaffisala að lokinni guðs-
þjónustu. Pálmi Matthíasson.
:! Digraneskiriqa: Messa kl. 11.
| Altarisganga. Bamaguðsþjónusta
á sama tíma.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prest-
*í ur sr. Hjalti Guðmundsson. Dóm-
| kórinn syngur. Bamasamkoma kl.
13 í kirkjunni.
! Elliheimilið Grund: Guðsþjón-
1 usta ki. 10.15. Sr. Gylfi Jónsson.
Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14,
: ferming. Sóknarprestur.
j FeUa- og Hólakirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Bamaguðsþjónusta á
sama tíma. Öll 5 ára börn í Fella-
i söfnuði sérstaklega boðin til guðs-
S þjónustunnar. Prestamir.
j Grafarvogskirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Bamakór Grafar-
I vogskirkju syngur. Fermingar-
| messa kl. 13.30. Kór Grafarvogs-
< kirkju syngur. Prestarnir.
Grensáskirkja: Bamastarfið:
Vorferðalag sunnudagaskólans.
Farið í rútuferð til Þingvalla. Lagt
af stað frá Grensáskirkju kl. 11.
Áætluð heimkoma kl. 15.30.
| Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór
| S. Gröndai.
Hafnarfjarðarkirkja: Guðsþjón-
* usta kl. 14. Skátar í st. Georgs-
gildi heimsækja kirkjuna og halda
;; kaffisamsæti sitt eftir guðsþjón-
:;! ustuna í safhaðarheimilinu
| Strandbergi. Prestur sr. Gunnþór
Ingason. Tónlistarguðsþjónusta kl.
18. Jóhanna Linnet syngur. Prest-
5 ur séra Þórhiidur Ólafs.
Hallgrímskirkja: Messa og
| bamasamkoma kl. 11. Sr. Jón
Bjarman. Ensk messa kl. 14. Sr.
Toshiki Toma.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr.
Ingileif Malmberg.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Dr. Siguijón Ami Eyjólfsson
héraðsprestur þjónar. Prestamir.
; Háteigskirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Helga
! Soffia Konráðsdóttir.
Kópavogskirkja: Lokasamvera
| baraastarfsins verður í safnaðar-
* heimilinu Borgum kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 11. Kór Kópavogs-
i kirkju syngur. Ægir Fr. Sigur-
geirsson.
Langholtskirkja: Kirkja Guðs-
| brands biskups. Messa ki. 11. Sr.
s Ragnar Fjalar Lámsson prófastur
| setur Svölu Sigríði Thomsen inn í
I embætti og vísiterar söfuðinn.
{ Bamastarfkl. 13.
Laugarneskirkja: Guðsþjónusta
6 kl. 11. Lokahátíð bamastarfsins.
i Félagar úr Kór Laugarneskirkju
syngja. Guðsþjónusta kl. 14 í
| Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12.
| Ólafur Jóhannsson.
Lágafellskirkja: Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Jón Þorsteinsson.
Neskirkja: Bamasamkoma ki. 11.
Guðsþjónusta kl. 11. Athugið
breyttan tíma. Sr. Frank M. Hall-
| dórsson.
K Óháði söfnuðurinn: Guðsþjón-
| usta kl. 14. Barnastarf á sama
tíma. Lok bamastarfsins. Aðal-
fundur safnaðarins og maul eftir
S messu.
Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.
1 Altarisganga. Sr. Ágúst Einarsson
S prédikar. Kökubasar yngri deildar
| KFUK verður haldinn eftir guðs-
! þjónustuna. Sóknarprestur.
S Seltjarnarneskirkja: Messa kl.
, 11. Prestur sr. Hildur Sigurðar-
I dóttir. Barnastarf á sama tíma.