Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 25. APRlL 1997
34
^fiyndbönd
MYNDBAMDA
The Fan: ★★
Ofstækisfullur aðdáandi
tm
Robert De Niro leikur hnífasölumanninn Gil Ren-
ard. Hann er ekki alveg heill á geði og gengur illa í
einkalífinu. Með því að fjölskyldu- og atvinnumálum
hans hrakar hallar hann sér að áhugamálinu, sem er homaholti, og
ákveður að koma ferli uppáhalds homaboltahetjunnar sinnar, Bobby
Raybum, á réttan kjöl aftur, en Bobby hefur gengið illa upp á síðkastið.
Til að hressa upp á einbeitinguna hjá Bobby rænir Gil syni hans og hót-
ar að drepa hann ef Bobby hlaupi ekki „home run“ í næsta leik. Þessi
mynd er ágæt framan af, meðan athyglin er á mismunandi erfiðleikum
Gil og Bobby og sérstaklega er farið vel með samband Gil við son sinn.
Hins vegar hríðversnar myndin þegar á líður, spennukaflinn er fremur
máttlaus og endirinn ámátleg della. Robert De Niro er ömggur að vanda
og Wesley Snipes furðu þolanlegur. í aukahlutverkum eru m.a. Benicio
Del Toro, sem túlkar vel skemmtilega persónu helsta keppinauts Bobby,
og Ellen Barkin, sem er eins og illa gerður hlutur í illa skrifuðu hlut-
verki útvarpskonu. Ef dellunni með sonarránið hefði verið sleppt og
dramatíkin til lykta leidd í þess stað hefði myndin getað orðið góð.
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Tony Scott. Aðalhlutverk: Robert
De Niro og Wesley Snipes. Bandarísk, 1996. Lengd: 112 mín. Bönnuð inn-
an 16 ára. -PJ
Rough Magic:
Ást og töfrar
★★
Töfrakonan Myra flýr til Mexíkó undan fyrmrn
heitmanni sínum eftir að hann drap lærifoður henn-
ar. Þar kynnist hún blaðasnápi nokkrum og fellir
hug til hans. Þau taka síðan höndum saman við
skottulækni um að komast yfir töfralyf indíánaætt-
flokks í Mexikó. Þau lenda í ævintýrum, yfirnáttúru-
legir atburðir fara að gerast, og vondi kallinn sem
drap lærimeistara Myru er að sjálfsögðu á hælunum S®t^3KsS§lí'f?L?s
á þeim. Söguþráðurinn hefur alla burði til að vera
efniviður í ferska og skemmtilega mynd en leikstjórinn, Clare Peploe,
skýtur yfir markið. Húmorinn er ekki nógu ferskur og myndin verður
því einungis bjánaleg fyrir vikið. Aukaleikarar eru sumir hverjir ágæt-
ir, þ.á.m. Jim Broadbent og D.W. Mofett, en Bridget Fonda og Russel
Crowe era þreytt og litlaus í aðalhlutverkunum. Russel Crowe er reynd-
ar eins og sótthreinsuð útgáfa af Mickey Rourke, e.k. skátaforingjalegur
Mickey Rourke. Broadbent, Mofett og einstaka skemmtileg atriði bjarga
myndinni næstum því upp í meðalmennsku.
Útgefandi: Skífan. @pers:Leikstjóri: Clare Peploe. Aðalhlutverk: Bridget
Fonda, Russei Crowe og Jim Broadbent. Bandarísk, 1995. Lengd: 100
mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Feeling Minnesota:
Bræðrabyltur +**
Bófaforinginn Red neyðir Freddie til að giftast bók-
haldaranum sínum Sam eftir að hann kemst að þvi
að hún hefur stolið frá honum. Jjaks, bróðir Sam,
mætir í brúðkaupið og það er ást við fyrstu sýn milli
hans og Freddie. Þau stela peningum af Sam og
stinga af, en hann reynir auðvitað að elta þau uppi
og sömuleiðis spillt og ágjöm lögga, sem finnur peningafnykinn. Allt fer
síðan vel í lokin og vondu kallamir fá makleg málagjöld án þess að góðu
gæjamir þurfi að óhreinka hendur sínar of mikið. Myndin er nokkuð
skemmtileg fyrir þær sakir að allar persónurnar eru hálfgerðir lúðar,
engar hetjur er þama að finna. Söguþráðurinn tekur stundum óvænta
stefnu og kemur jafnvel á óvart, en er í staðinn svolítið heimskulegur.
Togstreitan milli bræðranna skapar skemmtilegar sögufléttur og Keanu
Reeves og Vincent D’Onofrio eru í ágætu stuði. Cameron Diaz er í ver
skrifuðu hlutverki en stendur sig ekkert illa. Dan Akroyd er hins vegar
fremur asnalegur í lögguhlutverkinu og virðist ekki ráða viö að fara út
fyrir sínar hefðbundnu brautir. Hreimurinn hjá honum er alveg von-
laus.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Steven Baigelman. Aðalhlutverk: Keanu
Reeves, Cameron Diaz og Vincent D'Onofrio. Bandarísk, 1996. Lengd: 100
mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Lone Star:
40 ára gamalt morðmál
Þegar beinagrind finnst í landamærabænum
Frontera í Texas hefst rannsókn fógetans Sam Deeds
á löngu liðnum atburðum. Beinagrindin er talin
vera af líki spillta fógetans Charley Wade sem hvarf
fyrir 40 árum og Sam heldur að morðinginn hafi ver-
ið bæjarhetjan Buddy Deeds, faðir hans. Hann gref-
ur upp ýmis leyndarmál í leit sinni að sannleikan-
um og er það oftast eitthvað annað en hann eða áhorfandinn eiga von á.
í rannsókninni fáiun við innsýn í bæjarlífið fyrr og nú og í raun tekur
John Sayles fyrir alla þá þróun sem orðið hefur í samskiptum kynþátt-
anna í Suðurríkjunum á þessari öld. Aðalpersónurnar em látlausar, en
því fjarlægari sem persónumar em í tíma eða atburðarásinni því sterk-
ari verða persónueinkenni þeirra, og hámarkast það í hinum goðsagna-
kenndu Charley Wade og Buddy Deeds. Handritið er listavel skrifað og
kvikmyndataka fagmannleg og örugg. Chris Cooper sýnir afbragðsleik í
hlutverki Sam Deeds - engir stælar, enginn bægslagangur, engir
fimmaurabrandarar.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Sayles. Aðalhlutverk: Chris Cooper.
Bandarísk, 1995. Lengd: 130 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ
Myndbandalisti vikunnar
■/_
til 20. apríl
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA ~r m«r,-r—r. TITILL ÚTGEF. TEG.
1 Ný 1 Phenomenon Sam-myndbönd Drama
2 Ný 1 MHM Black Sheep CiC-myndbend Gaman
3 7 2 Fan Sam-myndbönd Spenna
4 1 4 .-í Twister 'v->' 1 ■ CiC-myndbönd Spenna
5 2 5 Time to Kill Warner myndir Spenna
MÉI 6 5 2 Escape from L.A. ClC-myndbönd ■ Spenna
7 Ný 1 Substitute Háskólabíó Spenna
S 3 6 Nutty Professor r ClC-myndbönd Gaman
9 4 3 Stiptease Skrfan Spenna
10 t 10 2 Feeling Minnesota 1 Myndferm Spenna
11 « : 5 Multiplicity Skífan Gaman
12 , 15 2 1 ”'•1 Lone Star Skífan Spenna
13 12 6 Heaven's Prisoners Sanwnyndbönd [ Spenna
14 r HUI4 14 3 r Beautiful Girls , . ‘t Skífan ■ r Gaman
15 ! 9 7 ; Eraser Warner myndir Spenna
16 1 1 11 13 Fargo I Háskólabíó Spenna
17 ! 8 4 ! Great White Hype Skífan < Gaman
18 Ný ■1 Solo Skífan Spenna
19 ' 13 5 ; Island of Dr. Moreau Myndform ' Spenna
20 1 Ai 9 J Eye for an Eye ClC-myndbönd Spenna
Þaö eru sviptingar á myndbandalistanum þessa vik-
una. Twister, sem hefur einokaö efsta sætiö undanfarn-
ar vikur veröur aö sætta sig viö fjóröa sætiö. í efsta
sæti geisist inn á listann hin geysivinsæla kvikmynd
Phenomenon meö John Travolta í aöalhlutverki. Mynd
þessi jók enn á vinsældir Travolta, sem viröist ekki
geta gert neitt rangt þessa dagana. Þaö er af sem áöur
var þegar hann lék í hverri misheppnuöu kvikmyndinni
á fætur annarri og var nærri búinn aö klúöra ferli sín-
um. Á myndinni er hann í hlutverki sínu í Phenomenon
ásamt mótleikkonu sinni, Kyra Sedgwick. í ööru sæti er
einnig ný kvikmynd, Black Sheep, meö hinum feitlagna
Chris Farley í aöalhlutverki. Þriðja nýja myndin á list-
anum er svo Substitute, sakamálamynd meö Tom Ber-
inger í aöalhlutverki.
Phenomenon
John Travolta og
Robert Duvall
Hinn hlédrægi Ge-
orge verður fyrir því
að einhvers konar
eldingu lýstur niður
í hann og vankar
hann. Þegar hann
rankar við sér áttar
hann sig á því að
áður óþekkt orka
hefur hreiðrað um
sig i líkama hans og
huga, orka sem gerir
honum kleift að sjá
og finna fyrir óorðn-
um hlutum jafnframt
því að hann getur nú
hreyft hluti úr stað
með huganum. Þegar
hæfileikar hans
spyijast út vekur það
upp misjöfn við-
brögð.
Black Sheep
Chris Farley og
David Spade
Mike Donnelly er
með afbrigðum óhepp-
inn og er í raun eitt
stykki gangandi stór-
slys. Nú hefúr Mike
ákveðið að aðstoða
bróður sinn við að
vinna ríkisstjórakosn-
ingar. En það er alveg
sama hvað Mike reyn-
ir að gera, alltaf skal
allt enda með ósköp-
um. þegar A1 sér að
póhtískur feriil hans
er kominn í hættu fær
hann letiblóðið Steve
Dodds, til að aðstoða
sig við að koma bróð-
ur sínum úr umferð
tímabundið. Steve
samþykkir en áttar sig
fljótt að hann er að
gera hrikalegustu mis-
tök lífs síns.
The Fan
Robert De Niro og
Wesley Snipes
Farandsölumaður-
inn Gil hefúr sjúkleg-
an áhuga á hafna-
bolta og þegar uppá-
haldslið hans festir
kaup á stórstjömunni
Bobby Raybum, fara
undarlegir hlutir að
gerast í höfði Gils.
Þegar Bobby stendur
ekki undir vænting-
um ákveður Gil að
taka til sinna ráða til
að koma stjörnunni
aftur á beinu braut-
ina. Brátt fara áform
Gilks að taka á sig
óhugnanlega mynd
því þær leiöir sem
hann notar eru sjúk-
legar, svo ekki sé
meira sagt, til að
mynda er morð í hans
augum aðeins leikur.
Twister
Bill Paxton, Helen
Hunt og Gary
Elwes.
Veðurfræðingamir
Bill og Jo hafa um ára-
bil elst við skýstróka
og em manna fróðust
um þá. Samt sem áður
er lítið annað vitað
um þessa stróka en að
þeim má skipta í ftmm
kraftstig. Eina færa
leiðm til að komast að
því í raun hvaðan
strókamir fá kraftinn
er að standa inni í
miðju þeirra og gera
mælingar. Þau Biil og
Jo hafa smíðað vél
sem ætlað er að gera
þessar mælingar en
vandamálið er að
koma henni inn í ein-
hvem strókinn. Það er
hins vegar hægara
sagt en gert.
A Time to Kill
Matthew McCon-
aughey og Sandra
Bullock.
Myndin gerist í
Mississippiríki þar sem
kynþáttafordómar em
enn ríkjandi. Tveir
mddar ræna tíu ára
gamalli blökkustúlku,
nauðga henni og mis-
þyrma svo illilega að
þeir telja hana látna.
Svo er þó ekki og lög-
reglustjórinn kemst
fljótt að því hvaða
menn vom að verki og
handtekur þá. Faðir
stúlkunnar tekur fullur
af heift lögin í sínar
hendur og skýtur
illmennin til bana. Þaö
kemur í hlut lögfræð-
ingsins Jakes Brigance
að verja gjörðir fóður-
ins og bjarga honum
frá því að fá dauðadóm.