Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Síða 5
- danshátíð í Bretlandi
Danstónlistarhátíðin Tribal
Gathering verður haldin í þriðja
skiptið 24. mai næstkomandi.
Fyrsta árið sem hátíðin fór fram
sóttu hana um 20.000 manns og i
fyrra seldust allir 30.000 miðarnir
upp löngu fyrir hátíðina. í ár verð-
ur hátíðin haldin rétt fyrir utan
Luton. Þar verður komið upp 9
danstjöldum sem hvert rúmar eina
stefnu innan danstónlistarinnar
(jungle/drum&bass, house, techno,
electro, trance, trip hop, hip
hop, ambient o.s.frv. -
eitthvað fyrir alla).
Tribal snýst ekki
bara um tónlist-
ina heldur verð-
ur einnig hægt
að fara í bíó,
sirkus, teygju-
stökk, ferðast
um á Intemet-
inu og margt
fleira.
Hverjir verða á svæð-
inu?
Tribal hefst á hádegi laugardag-
inn 24. maí og lýkur kl. 8.30 morg-
uninn eftir - stendur stanslaust í
rúma tuttugu tíma - maraþond-
ans fyrir þyrsta á því sviði.
Fulltrúar okkar ís-
lendinga á Tri-
bal
eru fjöllistamennirnir í Gus Gus
sem spila í Planet Earth-tjaldinu.
Aðrir sem koma fram á Tribal
Gathering em: Daft Punk, Orbtial,
Kraftwerk, DJ Shadow (í fyrsta
skipti live), Fluke, Hardfloor, Fait-
hless, Moloko, Red Snapper,
Roni Size og T-Power.
Endurkoma
Kraftwerks er
kraftaverk út af
fyrir sig. Þeir
munu spila á Tri-
* bal eftir tuttugu
» ára hlé og verður
hljóðverið þeirra
frá því í gamla daga
endurbyggt sem
sviðsmynd
fyrir tón-
leika
þeirra.
Hver man ekki eftir þýsku danstöppunum í Kraftwerk? Þeir koma aftur fram eftir margra ára hlé á hátíðinni.
23
Frönsku félagarnar í Daft Punk ættu aö gleðja dansunnendur.
Aragrúi plötusnúða verður síðan
á svæðinu og má þar á meðal
nefna Laurent Garnier, Sven
Vath, Andrew Weatherhall,
James Lavelle, Jeff Mills,
Masters at Work, DJ Kr-
ust og Grooverider.
Þeir sem hafa áhuga á
að fara geta snúið sér til
Ferðaskrifstofu stúdenta.
Sætaframboð er tak-
markað, so
dance I
say...!
Hinir alíslensku Gus Gus verða
á hátíðinni.
U2 tóku upp:
3-irtsberg
Fregnir hafa borist af því að
rokkgoðin í U2 hafi tekið upp út-
gáfú af lagi sínu, Miami, þar sem
Beat skáldið Allen Ginsberg þuldi
upp textann við lagið án undirleiks.
U2 ætlar sér ekki að gefa út þessa
upptöku en ekki er vitað hvort
Ginsberg var myndaður við upptök-
ur sem fóm fram stuttu áöur en
hann lést úr krabbameini 5. apríl sl.
írsku rokkaramir notuðu upptökur
af Martin Luther King og Lou Reed
á ZooTV tónleikaferðinni frægu.
Þess má einnig geta að ný plata
U2, Pop, hefur þegar selst í rúmlega
fimm milljónum eintaka út um all-
an heim.
Ozzy gefst aldrei upp
Það er ekki á hirm aldna ofúr-
rokkara Ozzy Osboume logið.
Hann gefur sig ekki með að Mailyn
Manson fái að spila á tónleikum
hans (Ozzfest) í New Jersey og nú
er hann að gefa út geisladisk með
upptökum frá Ozzfest í fyrra. Á
diskinum er að finna tónlist með
Coal Chamber, Biohazard,
Sepultmra, Slayer og auðvitað Ozzy
sjálfúm, svo örfáar bárujámshetj-
ur séu nefndar.
The Clash heiðruð
Plata þar sem ýmsar sveitir taka
lög með hinni goðsagnakenndu
pönksveit The Clash kemur út
þann 21. september. Til dæmis
mun spútnikgrúppan Bush taka
lagið Janie Jones, 311 munu gera
sína útgáfu af White Man in
Hammersmith Palais, Rancid
munu taka fyrir lagið Cheat og
The Mighty Mighty Bosstones
munu kyrja Rudie Cant Fail. Enn
fremur er líklegt að Green Day,
Jewel og Tricky muni láta til sín
taka á plötunni. Þá mundi Tricky
taka fyrir London Calling og Jewel
taka fyrir hið ógurlega lag Should
I Stay or Should I Go.
Rekinn úr Skid Row
Sebastian Bach, (fyrrverandi)
söngvari Skid Row virðist hafa
verið rekinn úr hljómsveitinni.
Bassaleikari sveitarinnar, Rachel
Bolan (fyrrverandi félagi Bach) úr
Skid Row viðurkenndi í viðtali við
aðdáendur sína á Intemetinu að
Skid Row væri farinn að æfa með
nýjum söngvara. Hann gaf ekkert
út hver þessi söngvari væri að
öðm leyti en því að hann væri frá
New Jersey þar sem æfingamar
stæðu yfir. Óvíst mun vera hvort
hljómsveitin skiptir um nafn í
kjölfar þessara breytinga en Bach
hefúr lýst því yfir á vefsíðu sinni
að hann sé ekki að hætta af fúsum
og frjálsum vilja og hann hafi ekki
talað við félaga sína í sveitinni sið-
an í ágúst 1996. „Mig langar hins
vegar mjög til þess að gera nýja
Skid Row plötu,“ segir hann á vef-
síðu sinni.