Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 2. MAI1997
lyridbönd
37
Courage under Fire:
Heiður, hugrekki og sannleikur
I Courage Under Fire segir frá
Serling ofursta, sem lendir í þeirri
ógæfu að eiga sök á því að skjóta á
vinveittan skriðdreka í Persaflóa-
stríðinu. Hann er sendur í skrif-
stofuvinnu í Pentagon. Hann er
þjakaður af sektarkennd, en yfir-
maður hans fullvissar hann um
stuðning sinn og herinn virðist ekki
ætla að gera hann að blóraböggli.
Honum er fengið það verkefni að
meta fyrstu tilnefhingu sem kona
fær til heiðursmerkis fyrir hug-
rekki í hardaga, en í stað þess að
hleypa tilnefningunni möglunar-
laust í gegn ávinnur hann sér óvild
yfirmanna sinna með því að krefjast
rannsóknar á því sem honum virð-
ist vera ósamræmi í frásögnum
vitnanna. Yfirmaður hans hótar því
Denzel Washington leikur höfuös-
manninn Nathaniel Serling. Hann er
hér ásamt leikstjóra myndarinnar,
Edward Zwick.
að draga til baka stuðning sinn og
vernd fyrir innra eftirliti hersins
vegna mistaka hans i stríðinu og
Serling verður að reyna að vemda
heiður sinn um leið og hann leitar
sannleikans.
Sannleiksleit
Eitt af aðalþemunum í myndinni
er leitin að sannléikanum og mis-
munandi útgáfur hans. Handritið er
undir áhrifum frá mynd Akiro
Kurosawa, Rashomon, sem snýst
um Qórar persónur sem allar segja
mismunandi útgáfur af sannleikan-
um um glæp, og er þessi frásagnar-
aðferð notuð í myndinni, þegar Serl-
ing ofursti er að yfirheyra vitni og
reyna að komast að sannleikanum
um atburðina sem hann er að rann-
saka. Denzel Washington leikur
Serling ofursta, og Meg Ryan leikur
Karen Walden, konuna sem tilnefnd
er til heiðursmerkis. Aðrir leikarar
era m.a. Lou Diamond Phillips og
Scott Glenn, en leikstjóri er Edward
Zwick, sem áður hefur leikstýrt
Denzel Washington í þrælastríðs-
myndinni Glory. Aðrar myndir
Zwick eru About Last Night, Leav-
ing Normal og Legends of the Fall,
en hann átti einnig þátt í að skapa
sjónvarpsþættina Thirtysomething
og My So-Called Life.
Leikararnir settir í þjálf-
unarbúðir
Til að undirbúa leikarana fyrir
hlutverkin voru þeir skólaðir í að-
ferðum hersins og hegðun her-
manna. Meg Ryan fékk þjálfun í
þyrluflugi og Denzel Washington
fékk þjádfun í að stjóma skriðdreka
og fékk m.a.s. að skjóta úr Abrams
skriðdreka. Lou Diamond Phillips,
Seth Gilliam, Matt Damon og Tim
Guinee, sem leika hermennina í
þyrlusveit Karen Walden, voru sett-
ir í grannþjálfun hjá hernum í þrjár
vikur. Tökur fóra fram í og við
Austin og E1 Paso, borgimar í
Texas, tæpum fimm árum eftir lok
Persaflóastríðsins. Veðrið fór ansi
illa með tökuliðið því að hvirfilbyl-
ur gjöreyðilagði svíðsmynd fyrir
þeim og mikill sandstormur tafði
tökur eirinig. í eyðimörkinni í
Texas vora mynduð bardagaatriðin
í myndinni og allt var gert til að
láta þau líta sem eðlilegast út.
UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Gunnar Oddsson knattspyrnumaður
Með allttfSHireinu
er Hfó^sík
„Ég geri nú ekki mikiö að því
að leigja mér myndbandsspólur,
við leigjum þetta eina til tvær i
mánuði. Það fer allt eftir stemn-
ingunni hvemig mynd-
ir maður nær sér í,
gaman og drama
sitt á hvað. Ég sá
Jade nú nýlega,
mér fannst hún
ágæt. Hún var
mjög spenn-
andi og kom á
óvart. Ég
horfði líka á
Benjamín dúfu
með guttanum
mínum um dag-
inn og fannst hún
alveg þrælgóð.
Svo höfum við
nokkrir kunningjam-
ir haft það fyrir reglu
að horfa á Með allt á
hreinu einu
sinni á
ári til að
koma
okkur í
gott skap. Hún er alveg klassík
og ein af mínum uppáhalds-
myndmn.
En annars er ég enginn
svakalegur vídeómaður.
Ég fer heldur ekki
mikið í bíó, það er
alltaf svo mikið
að gera að það
gefst ekki tími
til þess. Ég sá
Djöflaeyjuna
síðast þegar ég
fór í bíó en það
er orðið tölu-
vert langt síð-
an. Hún var
þrælgóð. Ég
reyni þó yfir-
leitt að sjá nýjar
íslenskar kvik-
myndir þegar ég
fer á annað borð
í bíó.“
Hetjan, kapteinn Karen Waiden (Meg Ryan), í hópi félaga sinna.
Skriðdrekamir voru 40 ára gamlir
breskir hlunkar sem var breytt
þannig að þeir litu út eins og
Abrams og T-54 skriðdrekar. Átta
fyrram hermenn úr Persaflóastríð-
inu vora fengnir til að stjóma skrið-
drekunúm og sumir af bestu þyrlu-
flugmönnum Bandaríkjanna vora
fengnir til að stjóma þyrlunum.
Úskarsverðlaunahafi
Denzel Washington sást síðast í
kvikmyndahúsum í myndinni The
Preacher’s Wife, en árið áður en
hann lék í Courage Under Fire, lék
hann í þremur myndum - Crimson
Tide, Virtuosity og Devil in a Blue
Dress. Hann hlaut óskarsverðlaunin
fyrir besta leik í aukahlutverki í
Glory, en áðm hafði hann hlotið til-
nefningu fyrir túlkun sína á Steven
Biko í Cry Freedom. Þriðju tilnefn-
inguna fékk hann fyrir Malcolm X,
en meðal annarra mynda hans eru
Philadelphia, The Pelican Brief,
Much Ado About Nothing, Miss-
issippi Masala, Mo’ Better Blues og
Power. Meg Ryan vakti fyrst heims-
athygli fyrir hlutverk sitt sem eigin-
kona orrastuflugmanns í Top Gun,
en hún hefur einkum hlotið frægð
fyrir leik sinn í rómantísku gaman-
myndunum When Harry Met Sally,
Sleepless in Seattle, French Kiss og
I.Q., en hún hefur einnig tekist á við
alvarleg hlutverk og hlaut mikið lof
fyrir túlkun sína á drykkjusjúkri
móður í When a Man Loves a Wom-
an. Af öðrum myndum hennar má
nefna Promised Land, Innerspace,
D.O.A., The Presidio, Joe Versus the
Volcano, The Doors, Prelude to a
Kiss, Flesh and Bone og
Restoration. -PJ
John Travolta - Ferillinn
John Travolta er í dag einn af
hæstlaunuðu leikuram í heiminum
og hefur hver myndin af fætur
annarri sem hann hefur leikið í
slegið í gegn, nú síðast Michael, sem
sýnd er í Sam-bíóunum. í Phen-
omenon, sem er i efsta sæti mynd-
bandalistans leikur hann bifvéla-
virkja sem öðlast óútskýranlegan
kraft. John Travolta fæddist 18.
febrúar 1954 í Englewood, New Jers-
ey og er hann yngstur sex systkina.
Faðir hans, Salvatore var dekkja-
sölumaður og fyrram atvinnumað-
ur í amerískum fótbolta. Móðir
hans, Helen, er írsk-amerísk, fyrr-
um dansari og leiklistarkennari.
Þegar John Travolta var sextán ára
gamall fékk hann leyfi hjá foreldr-
um sínum til að fara í leiknám. Árið
1975 fékk hann hlutverk leðurjakka-
töffarans Vinnie Barbarino í sjón-
varpsmyndaflokknum, Welcome
Back, Kotter. Það var leikur hans í
þessum sjónvarpsþáttum sem gerði
það að verkum að hann fékk aðal-
aBLB e£3BBHLJai—
John Travolta í hiutverki sínu í Phenomenom.
hlutverkið í Saturday Night Fever.
Fyrir leik sinn fékk hann sína
fyrstu tilnefningu til óskarsverð-
launa. Ekki minnkuðu vinsældir
hans þegar hann lék í Grease, en
eftir það fór að síga á ógæfuhliðina
og mörg mögur ár vora framundan
hjá honum.
Það var ekki fyrr en Quentin Tar-
antino hafði samband við hann og
bauð honum að leika í Pulp Fiction
að John Travolta náði sér á strik og
var hann fljótur að vinna sig upp
metorðastigann í Hollywood, enda
hefur hann sýnt stórleik í hverri
myndinni á fætur annarri. John
Travolta býr í Flórída ásamt eigin-
konu sinni, leikkonunni Kelly
Preston og syni þeirra. Hér á eftir
fer listi yfir þær kvikmyndir sem
hann hefur leikið í:
The Devil's Rain, 1975
Carrie, 1976
Saturday Night Fever, 1977
Grease, 1978
Moment by Moment, 1978
Urban Cowboy, 1980
Blow Out, 1981
Staying Alive, 1983
Two of a Kind, 1983
Perfect, 1989
The Expert, 1989
Look Who's Talking, 1989
Look Who's Talking Too, 1990
The Tender, 1991
Look Who's Talking Now, 1993
Pulp Fiction, 1994
Get Shorty, 1995
White's Man Burden, 1995
Broken Arrow, 1996
Phenomenon, 1966
Michael, 1996
-HK