Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Side 2
2 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 s Fréttir DV Taugalækningadeild verður lokað 13. júní: Alger ovissa um lifs- hættulega veika sjúklinga - aðstandendur mjög ósáttir og telja vegið að ósjálfbjarga sjúklingum lega erfiður og mikil þrautaganga m.a. í kerfinu. Magnea Lena segist ekkert hafa getað unnið síðustu fiögur ár þar sem hún hefúr þmft að annast Pétur. Hún heimsækir hann á hverjum degi og er allan daginn hjá honum. Hún segist hafa fengið makabætur fyrst í stað og Pétur fengið örorku en eftir að hann lagð- ist á spítala hafi þeir styrkir verið afnumdir. Magnea Lena segir að þetta séu því mjög miklir fiárhags- legir erfiðleikar ofan á allt annað. Þau Magnea Lena og Pétur eiga tvo litla drengi, tveggja og fjögurra ára. Guðjón og Ásta eru alla daga, klukkustundum saman, hjá Alfreð á spítalanum. Þau búa á Akranesi en hafa dvalið undanfarinn rúman mánuð í Reykjavík vegna spítala- legu Alfreðs. Þau fá ódýra leiguíbúð í Reykjavík sem Félag krabbameins- sjúkra bama rekur. Þau segja að það hjálpi mjög mikið í erfiðleikun- um. Ásta og Guðjón segja að Alfreð hafi undanfarið verið á hægum batavegi en þau eru hrædd um að honum muni hraka aftur vegna óvissuástands og tilfæringa á spítal- anum. Höfum oröiö aö annast þá „Þetta er mikil vinna og það fer mikill tími í að vera hjá þeim hér á spítalanum. Við höfum orðið að annast þá eins og lítil böm enda em þeir algerlega ósjálfbjarga. Það þarf að skipta á þeim og mata þá. Það er fyrsta flokks hjúkrunarlið hér á deildinni sem annast þá einnig af miklum dugnaði. Það virðist samt stílað inn á að aðstandendur séu hér á spítalanum hjá alvarlega veikum sjúklingum án þess að fá sérstak- lega borgað fyrir það. Við vitum líka að það eru miklu fleiri en við, þá bæði sjúklingar og aðstandend- ur, sem eiga við þennan hræðilega vanda að etja.“ „Mennimir liggja hér lífshættu- lega veikir og nú á að loka deild- inni. Þeir em algerlega ósjálfbjarga og geta ekki einu sinni talað. Það ríkir alger óvissa hvert á að flytja þá. Þetta er ófremdarástand ef að á ingadeild Landspítalans. Þeir em báðir með alvarlegan heilaskaða. Sjúklingar í óvissu Eiginmaður Magneu Lenu, Pétur, 31 árs, er með arfgenga heilablæð- deildinni 13. júní. Deildin verður lokuð í 6 vikur. Á deildinni liggja nú 22 sjúklingar sem allir em alvar- lega veikir. Mikil óvissa ríkir hvert þessir sjúklingar verða fluttir. Magnea Lena Björnsdóttir ásamt sonum sínum tveimur, Hinrik og Jóei. Eiginmaður hennar, Pétur G. Þjóðólfsson liggur alvarlega veikur á taugalækningadeild Landspítalans. Á myndinni til hægri eru Ásta Alfrreösdóttir og Guðjón Pétursson en þau eru foreldrar Alfreös Guöjónssonar sem einnig liggur þar alvarlega veikur eftir hræðilegt slys. Þau eru mjög ósátt við að loka eigi deildinni í 6 vikur vegna sparnaðar. DV mynd Pjetur að fara svona með alvarlega veikt fólk,“ segja þau Magnea Lena Bjömsdóttir, Ásta Alfreðsdóttir og Guðjón Pétursson. Þau eru aðstandendur tveggja ungra manna, Péturs G. Þjóðólfs- sonar og Alfreðs Guðjónssonar, sem liggja alvarlega veikir á taugalækn- ingu. Hann hefur sjö sinnum fengið heilablóðfall á síðustu 5 ámm. Ásta og Guðni era foreldrar Alfreðs sem er 21 árs. Alfreð slasaðist alvarlega í sprengingu um borð í báti á Akra- nesi í apríl sl. Sökum niðurskurðar í héilbrigði- skerfinu á að loka taugalækninga- Miklir erfiöleikar Magnea Lena segir að Pétur sé búinn að vera mjög mikið veikur síðan í nóvember 1994. Hann hafi síðan þá dvalið meira og minna inni á spítölum. Magnea Lena segir að þessi tími sé búinn að vera geysi- Get ekki séð neinn sparnað með svona aðgerðum - segir Grétar Guömundsson, taugalæknir á Landspítalanum „Þessar lokanir færast á milli deilda. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur á öllum spítölum. Auðvitað er þetta ömurlegt ástand. Það þarf að flytja marga sjúklinga, suma al- varlega slasaða, á milli deilda. Ég get ekki séð að um neinn spamað sé að ræða í svona aögerðum," segir Grétar Guðmundsson, taugalæknir á Landspítalanum. Grétar annast bæði Pétur og Al- freð á taugalækningadeildinni. Grétar segir aö þeir séu báðir með alvarlegan heilaskaða. Létta ekki tilveruna „Ég tel það mjög mikilvægt að sjúklingar sem eru alvarlega veikir séu hafðir á einum og ákveönum stað en ekki fluttir á milli. Þeir gætu þá haft eins heimilislegt í kringum sig á þeim staö og mögu- legt er. Þessir flutningar létta þeim Pétri og Alfreð ekki tilvemna. Þeir geta ekki talað eöa tjáð sig en þeir skynja vel það sem er að gerast í kringum þá. Það er mjög óþægilegt fyrir sjúklinga að fara alltaf i nýtt og nýtt umhverfi." Mikil óvissa „Það er ljóst að það er mikil óvissa með hvert þeir og reyndar margir aðrir sjúklingar verða flutt- ir. Jafnvel imdir bestu kringum- stæðum er ástandið erfítt. Þaö er stefht að því að þeir Pétur og Alfreð komist á endurhæfingar- deild en þar kemur annað vandamál upp því það er venjulega mjög löng bið eftir plássi þar. Ég tel líka að það sé mjög mikilvægt að hafa starfsfólk í kringum alvarlega veika sjúklinga sem þekkir vel til þeirra veikinda og hefur annast þá. Það er meira verk og erfitt fyrir nýja lækna og hjúk- runarfólk að þurfa að taka við nýj- um sjúklingum," segir Grétar. -RR DV í sumarskapi - það borgar sig að vera áskrifandi DV í sumarskapi heitir fjórblöðung- ur sem fylgir blaðinu í dag til áskrif- enda. Þar kynnum við þjónustu sem áskrifendur hafa notiö í yfir 20 ár, að fá blaðið til sín í sumarbústaðinn, og nýja áskriftarseðla sem tryggja eintak af DV á öllum Shell-stöðvum landsins í sumarfríinu. Við kynnum einnig myndarlegan verðlaunapott fyrir alla áskrifendur þar sem ríkulega búinn húsvagn frá Gísla Jónssyni hf. bíður heppins ás- krifanda og þar sem vikulega verður dregið um veglega vinninga frá Skáta- búðinni. Þá kynnum við afslátt sem áskrifendur DV fá ætli þeir að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og hina vinsælu sumarmyndasamkeppni DV og Hans Petersens. Einnig er sagt frá fimm ára afmæli Krakkaklúbbs DV sem haldið verður upp á með veglegum hætti 22. júní. Síðast en ekki síst kynn- um við ýmsar nýjungar sem verið hafa að líta dagsins ljós í DV undanfama mánuöi og endurspegla þá áherslu sem við leggjum á að gera gott blað betra. -hlh Það borgar síg að vera áskrífandi að DV Vegiö aö alvarlega veikum „Við erum mjög hrædd um að þeim Pétri og Álfreð muni versna mjög þegar þeir verða fluttir af deildinni. Þeir eru það illa famir að þeir þola mjög illa flutning. Við skiljum heldur ekki hvers konar spamaður þetta er. Þegar þeir verða fluttir annað þurfa þeir rúm og hjúkrunarfólk. Af hverju er ekki al- veg eins hægt að halda þeim hér þar sem þeim liður vel og era í góðri umönnun? Taugalækningadeildin er jú besta deildin sem þeir geta ver- ið á. Það er verið að vega að þeim sem em alvarlega veikir og minna mega sín. Þetta er mjög slæmt og al- varlegt mál,“ segja þau Magnea Lena, Ásta og Guðjón. -RR Stuttar fréttir Óánægja með verð Óánægja ríkir meöal sjó- manna með það verð sem greitt er fyrir norsk-íslensku síldina. 1 Er verðið fimmtungi lægra en á vertíðinni í fyrra en tilkostnað- ( ur við að ná henni núna er meiri. Ös í álverinu Um níu þúsund manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík í gær. Framleiðsla hefst í fyrsta keri í nýja skálans í álverinu 1. júlí. | I Leggur niður störf i Séra Þórey Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Borgarfirði eystra, ætlar að leggja niður störf í haust vegna slæms að- búnaðar. Fullhlaðin til hafnar Skip komu til hafnar um helg- ina fullhlaðin síld. Fara þau strax á miðin aftur í von um að ná landi fyrir sjómarmadaginn. Ráðherrar funda Árlegur fundur sjávarútvegs- ráðherra Norður-Atlantshafs- ríkja í Færeyjum fjallar um upp- lýsingaskipti um þróun fisk- veiða innan lögsagna, stjómun, eftirlit og vísindasamvinnu, sjálíbærar fiskveiðar og vist- kerfi hafsins og loks málefni fiskveiðistjómunarstofnana. Kvótaleiga Sjávarútvegsmál og Evrópu- máleftii vom meginefni á mið- stjórnarfundi Alþýðubandalags- ins um helgina. Hlaut tillaga um að leigja aflaheimildir út á markaði verulegan stuðning á fundinum og verður tekin fyrir á landsfundi í nóvember. Engin áritun íslensk stjómvöld hafa gengið frá samningum um aftiám vega- bréfsáritana og endurviðtöku- samningum viö Eistland, Lett- land og Litháen. ! Humarvertíð Humarvertíðin er hafin í i Vestmannaeyjum. Þykir humar- inn vænn og gengur vinnslan vel. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.