Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Side 5
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997
5
DV
Akureyri:
Sóttu þýfi og
áfengi um borð
til Rússanna
DV, Akureyri:
Lögreglan og tollgæslan á Akur-
eyri fóru í fyrradag um borö í rúss-
neskan togara, sem er til viðgerðar
hjá Slippstöðinni á Akureyri, vegna
rökstudds gruns um að áfengi væri
selt frá skipinu og einnig að þar
væri að fmna þýfi.
Niðurstaða leitar um borð í skip-
inu var að þar fundust nokkrar
flöskur af vodka en einnig eitt reið-
hjól og hitablásari sem skipverjar
gátu ekki gert grein fyrir.
Þetta mun ekki vera í fyrsta
skipti sem lögregla og tollgæsla
þurfa að hafa afskipti af Rússunum,
þeir þykja um of „hirðusamir" þeg-
ar þeir bregða sér í land og á tíðum
of örlátir á vodkann til þeirra sem
vilja kaupa hann ódýrt.
-gk
„Halló Akureyri"
skal hún heita
DV, Akureyri:
Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu
á Akureyri boðuðu til skyndifundar
vegna hugmynda um að breyta ætti
nafni hátíðarinnar „Halló Akur-
eyri“ sem haldin hefur verið í bæn-
um um verslunarmannahelgina
undanfarin ár.
Á fundinn mættu auk fundarboð-
enda m.a. bæjarstjóri, sýslumaður,
fulltrúar úr bæjarstjórn og bæjar-
ráði og fleiri fuUtrúar bæjaryfir-
valda auk þeirra sem á einn eða
annan hátt koma að hátíðinni, s.s.
skátar og björgunarsveitarmenn.
Fundarmenn voru sammála um
að sameinast í framkvæmdum og
skipulagi verslunarmannahelgina
1997 á Akureyri til að hún mætti
verða til sóma fyrir þá sem að
henni kæmu. Þá virðist samstaða
rikja mUli allra aðila um að hátiðin
gengi áfram undir nafninu „Halló
Akureyri“,“ segir Guðmundur Birg-
ir Heiðarsson sem á sæti í undir-
búningsnefnd hátíðarinnar.
-gk
Akureyri:
Játaði 7 milljóna
fjárdrátt
DV, Akureyri:
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
Flutningamiðstöðvar Norðurlands
hefur verið kærður til sýslmnanns-
embættisins á Akureyri fyrir fjár-
drátt.
Skömmu eftir að maðurinn lét af
störfum hjá fyrirtækinu í vor eftir
um tveggja ára starf þar kom í ljós
við bókhaldseftirlit að ekki var allt
með felldu. Nánari athugun leiddi í
ljós að framkvæmdastjórinn fyrr-
verandi hafði dregið sér rúmlega 7
milljónir króna. Hann mun hafa ját-
að brot sitt greiðlega og lýst yfir
vilja til að endurgreiða fjárhæðina
en málið hefur samt sem áður verið
sent yfirvöldum og fer dómstólaleið-
ina. -gk
Borgarnes:
Mikill hraðakstur
Lögreglan í Borgarnesi hefur ver-
ið í miklum önnum siðustu dagana
vegna mikils hraðakstur. Síðan um
helgi hafa um 30 ökumenn verið
teknir, þar af margir á á 120-130 km
hraða. Einn var tekinn á nálægt 140
km hraða skammt frá Akranesi og
þarf sá líklega að sjá á eftir skírteini
sínu um einhverja hríð.
-sv
Fréttir
Varnarliðið:
Yfir 100 í afleysingar
DV, Suðurnesjum:
„Það verða alla vega rösklega
100 manns ráðnir í sumarstörf.
Þetta eru eingöngu afleysinga-
störf,“ sagði Baldur Guðjónsson,
deildarstjóri hjá ráðningardeild
Vamarmálaskrifstofunnar í Njarð-
vík, við DV.
Verið er þessa dagana að ganga
frá ráöningu þessa fólks hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli í
sumar. Baldur segir að undanfarin
ár hafi verið ráðnir á milii 100 og
120 manns í sumarstörf til að leysa
af íslenska starfsmenn hjá varnar-
liðinu í sumarfríum þeirra.
Það er mest námsfólk sem sækir
um vinnu hjá varnarliðinu. Sama
fólkið kemur ár eftir ár á meðan
það er í skóla. -ÆMK
C-328f Fagor ísskápur
m. frysti að neðan
Hxbxd 147x59, 5x60
C-330f Fagor kæliskápur
m. frysti að neðan
Hxbxd 170x59, 5x60
C-328f Fagor ísskápur
m.frysti að ofan
Hxbxd 147x59, 5x60
Kc-2966 Gorenje ™
kæliskápur 284L
Hxbxd 143(138)x59, 5x60
Kf-2766no Gorenje ísskápur
með frysti að ofan, 190/68L
Hxbxd 143x59, 5x60
Kf-2766no Gorenje ísskápur
með frysti að neðan, 205/61L
Hxbxd 155x59,35x60
RONNING
Borgartúni 24 • S: 562 4011
Græjaðu bílinn fyrir sumarið
ATT V / WWQ WC
35- »4 fOWf* CO nÁ'itXWS *f
7wim 'X -;.}T
auto mvsmi casftie mcgtvsn
HtCHrOWER ÍJSmsx^J
CQ DP800
• Útvarp 18 FM/ 6 AM stöðvar
• Sjálfvirk innstilling stöðva A.T.M.
• Geislaspilari 1 Bit.
• Magnari 4x35w
• Bassa og diskant stilling
• Loudness tenging f/magnara
• Klukka
• Laus framhlið
CQ R111
Útvarp 18 FM/ 6 AM stöðvar
Sjálfvirk innstilling stöðva A.T.M.
Segulband - Auto Reverse
Magnari 4x15w
Bassa og diskant stilling
Klukka
JAPtSS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
Akranes: Málningarþjónustan Metro / Hljómsýn • Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga • Heliissandur: Verslunin Blómsturvellir • Bolungarvík: Laufið • ísafjörður: Póllinn
Sauðárkrókur: Verslunin Hegri • Akureyri: Radíóvinnustofan / Radíónaust/ Metro / Tölvutæki-Bókval • Húsavík: Ómur • Seyðisfjörður: Kaupfélag Héraðsbúa / Pétur Kristjánsson
Egilsstaðir: Rafeind / Kaupfélag Héraðsbúa • Neskaupstaður: Tónspil • Vopnafjörður: Verslunin Kauptún • Höfn: Rafeindaþjónusta B.B. • Selfoss: Kaupfélag Árnesinga
Vestmannaeyjar: Brimnes/Tölvubær • Keflavík: Rafhús • Reykjavík: Nesradíó