Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 8
8 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 STARFSKRAFT VANTAR: í mötuneyti vegna sumarleyfa. Ein- hver kunnátta í matargerð æskileg. Upplýsingar í síma 560 9008 eftir kl. 13:30 frá mánudeginum 26. þ.m. Utlönd DV BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024 TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. AÐALSTRÆTI 6-8 T 0 1 REYKJAVIK Simar 515-2000 og 515 2100, fax 515 2110 Tilboð Tilboð óskast í VW Golf Grand ‘95 og MMC 3000 GT 4wd ‘94 ásamt fleiri bifreiðum sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Bif- reiðarnar verða til sýnis á Hamarshöfða 2,112 Reykjavík frá kl. 10-16 mánudaginn 26. maí 1997. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 10.00 þriðjudaginn 27. maí. Tryggingamiðstöðin hf. -Tjónaskoðunarstöð- F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum vegna kaupa á húsgögnum fyrir þjónustusel aldraöra að Porra- götu 3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri frá þriðjud. 27. maí nk., gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða kl. 11.00 þriðjudaginn 10. júní 1997 á sama stað. bgd 85/7 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð gangstíga. Verkið nefnist: „Gangstígar 1997“. Helstu magntölur eru: Malbikun, 4.100 m2 . Jarðvegsskipti, 3.000 m2 . Ræktun, 8.000 m2 . Lagning götuljósastrengs, 600 m Lokaskilad. verksins er 1. október 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá miðvikudeginum 28. maí nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: kl. 14.00 mið- vikudaginn 11. júní 1997 á sama stað. gat 86/7 F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í lagnir og gatna- gerð í Kleppsvík í Sundahöfn. Verkið nefnist: „Barkarvogur-Kjalar- vogur. Gatnagerö." Helstu magntölur eru: Steyptur stoðveggur, 180 metrar: Steypa: 135 m3 . Veggjamót: 1.000 m2 . Járn: 11.300 kg Uppsetning og frágangur girðingar: 180 m . Gröftur og frágangur lagna. Fráveitulagnir ( 250—( 600: 1.050 m . Þrýstilögn (110 PEH: 110 m . Brunnar: 18 stk. Niðurfallsbrunnar: 34 stk. Gatnagerð: Fyllingar: 1.500 m3 . Púkk: 8.000 m2 . Malbik: 7.650 m2 Kantsteinar: 225 m. Steyptar stéttir: 350 m2 Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Opnun tilboða: kl. 14.00 þriöjudaginn 10. júní 1997 á sama Stað. rvh 87/7 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjórans í Reykjavík, Raf- magnsveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykjavíkur og Pósts og síma hf. er óskað eftir tilboðum í verkið: „Endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 4. áfangi 1997, Langholtsvegur o.fl.“ Endurnýja skal gangstéttir, dreifikerfi hitaveitu og annast jarðvinnu fyrir veitu- stofnanir í Langholtsvegi, Rauðagerði og Skálagerði. Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitulagna í plastkápu alls: 3.000 m. Skurölengd: 3.400 m Stéttir: 2.200 m . Malbikun: 700 m2. Hellulögn: 200 m2 Þökulögn: 300 m2 . Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 27. maí nk. gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: kl. 14.00 þriðjudaginn 3. júní 1997 á sama stað. hvr 88/7 F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í fram- leiðslu á forsteyptum undirstöðum og stagfestum ásamt flutningi á þeim til birgðastöðva. Verkið er hluti af byggingu 132 kV háspennu- línu, Nesjavallalínu 1, frá Nesjavöllum yfir Mosfellsheiði og að Bring- um í Mosfellsdal. Um er aö ræða 75 undirstöður og 5 stagfestur. Verkið skal hefja 26. júní og skal því vera lokið 31. ágúst 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: kl. 11.00 fimmtudaginn 12. júní 1997 á sama stað. INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegl 3 - Slmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi: Óvænt forysta vinstri flokkanna Franskir kjósendur sendu Jacques Chirac forseta alvarlega viðvörun í gær í fyrri umferð þing- kosninganna. Líklegt er talið að fram undan sé erfitt sambýli vinstri stjómar og hægri sinnaðs forseta. Vinstri flokkunum var í gær- kvöld spáð um 41 prósenti atkvæða í fyrri umferðinni og kemur sú nið- urstaða á óvart. Miðju- og hægri flokkunum um 36,5 prósentum. Vinstri flokkarnir em sagðir eiga möguleika á að sigra í kosningun- um takist þeim að sannfæra kjós- endur um að þeir geti stjómað sam- an. Ffokkana greinir á um ýmis málefni, eins og til dæmis sameigin- lega Evrópumynt. Skoðanakcmnanir hafa jafnframt sýnt að kjósendur hafa litla trú á að sósalistum takist að efna loforð sín um að skapa 700 þúsund ný störf og stytta vinnuvikuna úr 39 stundum í 35 án þess að lækka laun. Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóð- fylkingarinnar í Frakklandi, á möguleika á að fá þrjú sæti á þingi og gegna afgerandi hlutverki í síð- ari umferð þingkosninganna í Frakklandi 1. júní. Samkvæmt kosningaspám í gærkvöld hlýtur Þjóðfylkingin um 15 prósent at- kvæða. „Þjóðfylkingin hefur unnið stór- an sigur í kvöld,“ sagði Le Pen við stuðningsmenn sína í sjónvarpsá- varpi í gærkvöld. Hann lýsti því yfir að kosningaúrslitin sýndu að Jacqu- es Chirac forseta hefði mistekist og hvatti hann til að segja af sér. „Hann er sigraður, hann verður að fara frá,“ sagði Le Pen. Skoðanakannanir sýna að stuðn- ingsmenn Þjóðfylkingarinnar geta haft úrslit kosninganna í hendi sér. Þau fari eftir því hvort þeir styðji vinstri flokkana eða mið- og hægri- flokkana í seinni umferðinni. Alain Juppé forsætisráðherra sagði úrslitin í gær sýna að kjósend- ur vildu umfram allt raunverulega breytingu. „Við verðum að hlusta á þá,“ sagði hann. Reuter Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, var varkárari en stuöningsmenn hans í gærkvöld. Hann sagði úrslitin sýna að meirihluti vinstri manna væri mögulegur. Símamynd Reuter Stríðsherra Afganistans flúinn: Heitir því að berjast áfram Stuttar fréttir Fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna í Mið-Asíu efldu varnir á landamær- um sínum í gær vegna sigra Tale- bana í Afganistan. Tadsjikistan, Uz- bekistan og Kyrgyzstan óttast að taka Talebana á borginni Mazar-i- Sharif, fyrrum vígi stjórnarand- stöðuleiðtogans Rashids Dostums, geti leitt til óstöðugleika á svæðinu. Tyrkneska utanríkisráðuneytið greindi frá því að Dostum hefði komið til Ankara eftir flóttann frá Afganistan. Dostum hét í því í gær að halda áfram baráttunni til að ná yfirráð- um í Afganistan. „Ég hef barist fyr- ir Afganistan í 20 ár. Baráttunni verður haldið áfram,“ sagði Dostum við fréttamenn í gær í Ankara. Hann kvaðst hafa komið af heilsu- farsástæðum. Reuter ísraelska leyniþjónustan: Varaði Netanyahu við stríði við araba ísraelska leyniþjónustan hefur varað Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, við stríði við ar- abíska nágranna ísraels. Breska blaðið Sunday Times birti í gær meintan útdrátt úr skýrslu leyni- þjónustunnar um hættuna sem fylgdi því að halda fast við áætlanir um stækkun gyðingabyggða. í útdrættinum sagði að fjölgun gyðingabyggða leiddi til aukins of- beldis á Vesturbakkanum. Ef ísra- elski herinn hertæki palestínskar borgir vegna óeirða ættu arabalönd einskis annars úrkosti en segja ísra- elum stríö á hendur. Fréttaritari Sunday Times greindi ekki ffá því hvemig hann hefði fengiö afrit af, eða útdrátt úr, skýrslunni sem er leynileg. í frétt Sunday Times sagði jafn- framt að ísraelska leyniþjónustan hefði áhyggjur af því að Netanyahu hefði reitt Yasser Arafat, forseta Pa- lestínu, til reiði með því að saka hann opinberlega um að hafa gefið grænt ljós á aðgerðir skæruliða múslína. Reuter Fjöldamorð Skæruliðar Laurents Kabila, sjálfskipaðs forseta lýðveldisins Kongó, myrtu yflr 300 óvopnaða flóttamenn af ættbálki hútúa fyrr í þessum mánuði, að sögn sjónar- votta. ísraelar ánægðir ísraelsk yfirvöld lýstu yfir ánægju sinni með sigur Khatam- is í forsetakosningunum í íran. Þau sögðu hins vegar of snemmt að segja hvaða áhrif úrslitin hefðu á stjóm múslíma. Clinton til Blairs Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðið Bill Clint- on Bandaríkjaforseta að sitja fund bresku ríkisstjómarinnar þegar hann heimsækir Bretland í vikunni. Neyðarlög Stjórn Albaníu hefur beðið Berisha forseta að aflétta neyðar- ástandi til að kosningabaráttan geti farið eðlilega fram. Fleiri handtökur Palestínsk yfirvöld hafa hand- tekið yfir 12 araba vegna grnns um að þeir hafi selt gyðingum land. Kveiktu í kirkju Nýnasistar era grunaöir um að hafa kveikt í kirkju kaþólikka í Lúbeck í Þýskalandi snemma í gærmorgun. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.