Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 9
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997
9
dv Útlönd
Böm í búðum þýska nasistaforingjans í Chile með spjöld sem á eru letruð slagorð til varnar honum.
Símamynd Reuter
Nasistaforingja leitað:
Sakaður um áreitni
gegn ungum drengjum
Lögreglan í Chile leitar nú að
fyrrum nasistaforingja, Pauls
Scháffers, vegna nýrra ásakana um
kynferðislega áreitni gegn börnum
og skattsvik. Schaffer er forstöðu-
maður þýskra búða í Andesfjöllum
en fer nú huldu höfði. Þrjár fjöl-
skyldur hafa kært Scháffer, sem tal-
inn er vera nær áttræður, fyrir að
hafa áreitt böm þeirra kynferðis-
lega í heimavistarskóla í búðunum.
Handtökuskipun var gefln út á
hendur Scháffer í fyrra eftir að for-
eldrar að minnsta kosti flmm
drengja, sem dvöldu í heimavistar-
skólanum, kærðu hann fyrir kyn-
ferðislega misnotkun og fyrir að
kyrrsetja drengina. Stuðningsmenn
nasistaforingjans fyrrverandi segja
hann heldur fremja sjálfsmorð en
gefast upp fyrir lögreglunni.
Scháffer setti upp búðirnar um
1960 eftir aö hafa flúið Þýskaland.
Þar var hann sakaður um að hafa
áreitt drengi á munaðarleysingja-
hæli sem hann stofnaði.
Búðirnar við rætur Andesfjalla
reka heimavistarskóla fyrir drengi í
nágrannasveitarfélögum.
Reuter
Rússar með að-
gang að leyni-
skjölum NATO
Rússneska leyniþjónustan er
með aðgang að innra samskipta-
kerfi Atlantshafsbandalagsins,
NATO, að því er þýska tímaritið
Focus greinir frá i dag.
Tímaritið vitnar í skýrslur
Bandaríska þjóðaröryggisráðsins.
Segir tímaritið að bandaríska al-
ríkislögreglan sé að rannsaka fer-
il sex fyrrum starfsmanna ráðsins
vegna meintra brota sem eiga að
hafa átt sér stað í lok kalda stríðs-
ins. Eiga þeir að hafa tekið við
greiðslu frá rússnesku leyniþjón-
ustunni, KGB, gegn því að greina
frá dulmálslyklum samskiptakerf-
isins.
Focus segir að sín eigin rann-
sókn hafi sýnt að bæði þýska
leyniþjónustan og leiðtogar
NATO hafi notað kerfið. Tímarit-
ið hefur það eftir fyrrum starfs-
manni a-þýsku öryggisþjónust-
unnar, Stasi, að rússnesku leyni-
þjónustunni hafi tekist að leysa
dulmálslykil NATO og hefði enn
aðgang að kerfi þess.
Gaf níu ára
telpu blásýru
Franskur dómstóll dæmdi 46
ára gamlan karlmann, Jean-Marc
Deperrois, í 20 ára fangelsi fyrir
að hafa myrt níu ára telpu. Hún
drakk blásýru sem Deperrois er
sagður hafa ætlað að gefa eigin-
manni ástkonu sinnar. Litla
stúlkan lést nokkrum klukku-
stundum eftir að hún drakk eitrið
í júni 1994.
Deperrois kvaðst saklaus af að
hafa blandað eitrinu í meðal
telpunnar í þeirri trú að það væri
lyf sem eiginmaður ástkonu hans
tæki inn. Reuter
Sólar- & öryggisfilma. glær og lituð, stórminnkar
sólarhitann, ver nær alla upplitun.
Gerir glerið 300% sterkara. bmnavamarstuðull.
Setjum á bæði hús og bíla.
Skemmtilegt hf.
Sfmi 567 4727 J
Grensósvegi 11
Sími; 5 886 886
, QQiB
I TIL AUT A• 1« MANAS*
SSmssií.
Herinn tekur völdin
í Sierra Leone
Herinn í Sierra Leone í Afríku
rak ríkisstjóm landsins frá völdum
í gær. Forseti landsins, Ahmad Tej-
an Kabbah, flúði til Guineu.
Til bardaga kom miUi hersins og
nígerískra hersveita sem vom á
verði við skrifstofu forsetans í Fre-
etown, höfuðborg Sierra Leone, að
því er sjónarvottar greindu frá.
Valdarán hafa verið tíð í Sierra
Leone á undanfomum ámm. Upp-
reisnairmenn krefjast þess að bylt-
ingarleiðtoginn Foday Sankoh fái
að snúa aftur til landsins. Hann hef-
ur verið í stofufangelsi í höfuðborg
Nígeríu undanfarna tvo mánuði.
Sankoh og Kabbah forseti undirrit-
uðu í september samkomulag um að
binda enda á borgarastríðið í Sierra
Leone. Þeir hafa síðan sakað hvor
annan um að hafa rofið samkomu-
lagið gróflega. Reuter
Sumarskoðun
Ástandsskoðun
Dieselverkstæði
Dieselstillingar
Endurskoðun
Hemlaviðgerðir
Ljósastillingar
Rafviðgerðir
Smurþjónusta
SOSCH
Okeypis
rafgeymaísetning
Verkstæðið
Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar
og rafkerfismæling!
Vélastillingar
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan
15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á eftirtöldum gjöldum: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og
með 4. tímabili með eindaga 15. maí 1997 og virðisaukaskatti til og með 1. tímabili 1997 með eindaga 5. apríl
1997 og öðrum gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hœkkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. maí sl. á
staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiða-
gjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, fösm árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumœlum, viðbótar- og
aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum,
tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, vörugjaldi af ökutœkjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á
umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúk-
dómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru:
tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérslakur tekjuskattur manna. eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðs-
gjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvœmdasjóð aidraðra, skattur af verslunar- og skrif-
stofuhúsnœði, ofgreiddar bamabœtur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabœtur.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum
og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum.
Athygli skal vakin á því að auk óþœginda hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda.
Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald
1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþœgindi og kosmað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald og virðisaukaskatt búast við
því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án ffekari fyrirvara.
Reykjavík, 21. maí 1997.
Gjaldheimtan í Reykjavík
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á fsafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Neskaupstað
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestijarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum