Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997
Spurningin
Eigum viö að taka upp sum-
artíma á íslandi?
Laufey Vilmundardóttir húsmóð-
ir: Já, tvímælalaust.
Sigrún Guðmundsdóttir verslun-
armaður: Já, mér finnst það.
Jón Hlíðberg teiknari: Nei, það er
fullkomlega ástæðulaust. Við hvað
ætlum við t.d. að miða?
Anton Þór Hjartarson flugþjónn:
Það finnst mér ekki.
Heimir Týr Svavarsson nemi:
Nei, ég held að við eigum bara að
halda þessu eins og það er.
Alva Ævarsdóttir sundpia: Já.
Lesendur
Olíuþjóðir á
norðurslóðum
- ísland gæti veriö ein þeirra
Guðmundur Gíslason skrifar:
Allt fram á síðustu áratugi var
ekki umtalsverð olía utan hinna
auðugu Arabaríkja sem þegar höfðu
haslað sér völl í olíuvinnslu. Síðar
kom í ljós að setlög, sem geyma olíu,
er víðar að finna og nánast hvar
sem vera skal. Olían verður þó að
vera vinnanleg. Það gerir gæfumun-
inn. í Alaska fannst olía ekki fyrr en
fyrir þremur áratugum. Þar eru nú
helstu olíulindir Bandaríkjanna.
Síðar fundust svo olíusvæði í
Norðursjónum þar sem bæði Norð-
menn og Bretar hafa mestra hags-
muna að gæta. Nú er svo komið að
Danir gera því skóna að við Færeyj-
ar séu nægilega þykk setlög til að
vinna olíu. Sama gildir um Græn-
land. Þar verður brátt borað eftir
olíu þvi setlög þar lofa góðu. - ísland
er enn að mestu órannsakað og
streitast stjórnvöld hér, sama hver
þau eru, við að sitja á upplýsingum
um vinnanleg setlög. Réttara sagt;
þau vilja ekki láta hið sanna koma í
ljós varðandi mögulega vinnslu olíu
hér við land.
Líkur á að olía og gas finnist hér i
vinnanlegu magni eru allgóðar, að
því er vísindamenn sem fjallað hafa
um málið telja. Þannig hef ég lesið
eins konar raðskrif í DV að undan-
fórnu um olíuleit við ísland. Þar er
því haldið fram að hér sé setlög að
finna og þykkt þeirra sé svipuð og
annars staðar þar sem olía er unnin
í dag. Ákveðnir hópar hér á landi,
með ríkisvaldið í fararbroddi, vilja
hins vegar halda vatnsorkunni til
streitu (óvirkjuðum fallvötnum og
Líkur á að olía og gas finnist hér í vinnanlegu magni eru allgóðar, segir m.a.
í bréfinu.
jarðvarma) sem drifkrafti orkufreks
iðnaðar. - Reyna jafnvel að beina
sjónum landsmanna til sjávarkletts-
ins Hatton Rockall. Þar imdir kann
að leynast olía, segja þessir aðilar!
Dettur einhverjum í hug að íslend-
ingar leggi í kostnað við að leita eft-
ir olíu á Rockall-svæðinu ef þeir
vilja ekki kanna nærtækari svæði
líkt og út af Skjálfandaflóa eða í Flat-
ey á þeim firði? En meðal annarra
orða: Þarf einhver kostnaður að
skapast þótt erlendum aðilum væri
falið að kanna olíumagn við ísland?
Ekki báru Norðmenn neinn kostnað
af leitinni að olíu á sínum tíma.
Vonandi munu einhverjir íslensk-
ir ráðamenn, einhvern tima, taka
frumkvæðið og láta kanna málið að
fullu. Þingmenn hafa ekki enn haft
erindi sem erfiði þótt sumir þeirra
hafi borið fram tillögu þess efnis á
þingi að ríkisstjómin láti fullkanna
hvort hér sé olíu að finna í vinnan-
legum mæli. - En eflaust finnast hér
einhverjir sem segja sem svo að
aldrei skuli það gerast á íslandi að
olíuauður verði látinn flæða óheftur
inn í landið. Sama hversu fátæk
þjóðin verður - og skuldug.
Vilja fjármuni frá Vikartindi
Eyþór skrifar:
Það var ekki að sökum að spyrja
þegar uppvíst var að eigendur Vik-
artinds voru loks búnir að sam-
þykkja kröfuna um að fjarlægja
Vikartind af strandstað. Landeig-
endur á staðnum brugðu skjótt við
er þeir sáu glitta í fiármunina sem
ella færu í flutning skipsins af
strandstað og kröfðust þess að fá þá
sjálfir. Rétt látið að því liggja í leið-
inni að peningunum skyldi varið til
gróðurverndar í allri sýslunni. Vik-
artindur á umfram allt að vera kyrr
á strandstað, segja landeigendur
núna.
Hvað er það sem hefur breyst
svona skyndilega að strandaða skip-
ið á nú helst að vera kyrrt á Háfs-
fiöru? Auðvitað peningar og ekkert
annað en peningar. Við íslendingar
erum alltaf samir við okkur. Ef pen-
ingar em í sjónmáli má aldrei nota
þá til neins annars en að spila þeim
út samstundis. Ekki verður annað
séð en málsaðilar við Þjórsárósa,
sem tengjast strandi Vikartinds,
vilji einfaldlega fá til sín alla þá
fiármuni sem ella hefðu farið í að
fiarlæga skipið. Ágirndin verður
beinlínis lesin úr ummælum þess-
ara aðila.
Reykj avíkurflugvöllur:
Ekki bara slysagildra, líka smyglstaður
Gunnar Árnason skrifar:
Er nú ekki kominn tími til, eftir
miklar vangaveltur og deilur um
hvort Reykjavíkurflugvelli eigi að
halda við eða ekki, að leggja hann
niður hið snarasta? Koma öllu flugi
til og frá íslandi til Keflavíkurflug-
vallar, svo og innanlandsfluginu.
Það hefur ekkert það gerst í mál-
efnum Reykjavíkurflugvallar sem
réttlætir áframhaldandi notkun
hans. Engir fiármunir eru heldur til
að halda honum við. Flugvöllurinn
uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur
um flugöryggi. Hann er úrelt sam-
göngumannvirki í það heila tekið.
Það er ekki bara að Reykjavíkur-
flugvöllur sé hættulegur mönnum
þjónusta
allan sólarhringii
|IÖ i sima
5000
kl. 14 og 16
Löggæslumenn biöa lendingar lítillar flugvélar á Reykjavíkurflugvelli.
og mannvirkjum í nágrenninu held-
ur er hann sagður vera ein helsta
undankomuleið hættulegs smygl-
varnings til landsins. Þetta síðasta
atriði hefur bæst við það sem áður
var tínt til flugvellinum til vansa. Ef
það er rétt að lítið sem ekkert eftir-
lit sé með ferðum manna í einka-
flugvélum til Reykjavíkurflugvallar,
þá er það, eitt sér, ekki líðandi.
Bilaðar flugvélar lenda iðulega á
Reykjavíkurflugvelli, þar sem ekki
er fullnægjandi öryggi til að dreifa.
Fyrir nokkrum dögum kom biluð
flugvél til Reykjavíkur. Suðurgötu
var lokað í það skiptið. Það er í
fyrsta skipti sem gripið er til þess.
Það eru þó engin rök fyrir áfram-
haldandi notkun Reykjavíkurflug-
vallar. Allt annað er í ólestri. Far-
þegaafgreiðsla er meira að segja
ekki lengur bjóðandi farþegum sem
borga svimandi há fargjöld út á
landsbyggðina. - Lokum Reykjavík-
urflugvelli án tafar.
Hundsdráp
ekki refsivert
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Maður skyldi halda að hunds-
dráp sé ekki refsivert, að mati lög-
reglustjóra. Alla sem þykir vænt
um dýr og menn hryllti við þegar
hrotti einn drap hundinn „Lady
Queen“ sem var yndislegt lítið
dýr og líktist á margan hátt litlu
bami í umsjá vina. Maður skilur
ekki að láta mann sem fremur
þetta ódæði ganga lausan, sem
auk þess hefur beitt unga konu
hrottalegri líkamsárás. Þarna var
ástæða fyrir lögreglustjóra að
hneppa ofstopann í varðhald. All-
ir furða sig á þessari linkind lög-
reglu. Krafan er að misindismað-
ur þessi fái sinn dóm.
Forsjárhyggjufólkið:
Frá ríkinu til
ríkisins
Guðjón skrifar:
Það er sagður vera atgervis-
flótti frá fréttastofu Ríkisútvarps;
ins. Ekki færri en sex famir og’
aðrir fimm að undirbúa flótta. Og
hvert ætlar allt þetta fólk? Mér
býður í gran að það fari ekki
langt. Kannski bara á aðra ríkis-
stofnun. Forsjárhyggjufólkið hjá
RÚV fer oftast ekki langt. Sumir
fara bara í þáttagerð, þar er góð-
an pening að hafa, að sögn. Og
liðugra um vinnutíma. Annars
tolla konur yfirleitt vel hjá RÚV.
Meiri hiuti fréttafólks þar eru
vísast konur og þykjast hafa him-
in höndum tekið að komast und-
ir ríkisvernd. En ef kjörin eru
svona slæm hjá RÚV því leitar
fólkið þá ekki beint í samkeppn-
ina? Á fijálsa markaðinn? Þar
era tekjurnar, ekki satt?
Moggi hringdi
í Hillary
Sveinbjöm skrifar:
Það er mikið tilstand með
strákana okkar, Everest-farana.
Þótt ekki færri en 660 manns hafi
klifið Everest-tind þótti Morgun-
blaðinu við hæfi aö hringja til Sir
Edmunds Hillarys, er komst á
tindinn árið 1953 fyrstur manna,
og segja honum fréttirnar af
strákunum. Sir Hillary var að bú-
ast til svefns en óskaöi fiallagörp-
unum til hamingju þótt hann
hefði ekki haft spurnir af afrek-
inu. Hillary hefur líklega ekki
beðið við símann í hvert sinn
sem þeir rúmlega 600 klifu Ever-
est. - Það gerum við ekki heldur
nema þegar okkar strákar eiga í
hlut. Hinir hafa auðvitaö engin
afrek unnið.
Hlutabréf
lækka í verði
J.B.Ó. hringdi:
Hvergi eru hlutabréf hærri í
verði en hér á landi. Hvers
vegna? Jú, vegna þess að við tök-
um ávallt allt með trompi, hvar
sem við byrjum. Síðan kemur
kafli með langri láréttri línu á
línuritinu og síðan fellur allt
skyndilega. Nú era það hlutabréf-
in sem hafa verið að hækka og
hækka. Þau eru nú í hámarki.
Engin leið er af toppinum nema
niður. Ekki heldur fyrir hluta-
bréfin. Verðmæti þeirra getur
ekki endalaust hækkað. Verð
hlutabréfa hér er þegar alllt of
hátt.
Júgóslavía
kemur á óvart
Birgir hringdi:
Það kemur manni á óvart að ís-
lendingar skuli keppa við Júgó-
slava í handbolta (af öllum lið-
um). Maður er ekki það verserað-
ur í þessum erlendu liðum að
maður vissi að til væri lið frá
Júgóslavíu. Hélt að það nafn væri
hreinlega úr myndinni. Þetta hef-
ur áreiðanlega ruglað fleiri i rím-
inu en mig því ávallt hefur verið
sagt sem svo í fréttum: „frá fyrr-
verandi Júgóslavíu".
J