Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997
15
Karlmennska og
karlmennska
Á dagleið minni um
Dyflini skundaði ég
iðulega framhjá rak-
arastofu Declan’s og
kíkti inn um gluggann.
Þar sátu nefnilega að-
algæjarnir af börunum
og klúbbunum kvöldið
áður og biðu þolinmóð-
ir eftir að Declan (eða
einhver) snyrti á þeim
skeggin, hökutoppana,
bartana og þriggja-
dagabroddana.
Yfirvegaðir og ekki
óstífrr gerðu þeir hvað
þeir gátu til að líta út
fyrir að vera að gera
eitthvað allt annað en
að sitja á hárgreiðslu-
stofu, afsakið HJÁ
„Skeggin, og öll umhirðan sem
þeim fylgir, eru einmitt gott dæmi
um að karlmennskan er ekki eitt-
hvað sjálfsprottið heldur er karl-
mennskan ekki síður falin í bún-
ingi, útliti, tísku oggóðum rakara.u
Kjallarinn
Ulfhildur
Dagsdóttir
bókmenntafræðingur
RAKARA, og láta setja á sig andlit.
(Leikstjóri Guðjón Pedersen sagði
um sýningu sina Listaverkið að
hefði hún verið um konur hefði
hún allt eins getað gerst á hár-
greiðslustofu...) Þó að írskir karl-
menn hafi orð fyrir að vera fremur
mjúkir; tilfmninganæmir, ljóðræn-
m og mennmgarvm-
samlegir, þá er karl-
mennskan þeim ekki
síður mikilvæg en
meðbræðrum þeirra
um víðan heim.
Umhiröan viö-
kvæmara mál
Mér flugu í hug þess-
ir morgnar (kannski
nær hádegi) í Dublin
þegar Hilmir Snær
Guðnason leikari
tjáði alþjóð að munur-
inn á unglingi og
karlmanni lægi i
skegginu. Að hann
væri ekki leiður á
Þreki og tárum held-
ur leiður á því að
vera sautján ára
og að hann lang-
aði í skegg.
íslendingum, sem
hafa andað að sér
íslendingasögum
frá upphafi, er
mikilvægi skeggs-
ins vel kunn og
iþróttamaðurinn
Jón Arnar Magn-
ússon heldur uppi
heiðri hetja með
því að stökkva hæð sína (og meira)
í loft upp með aðstoð langrar stang-
ar, vandlega skreyttur skeggi. (Af
hverju skyldu ólympíumenn hafa
verið svona tregir til að viðurkenna
stangarstökk sem kvennaíþrótt?)
Meðan skeggið heldur áfram að
vera karlmennskutákn virðist um-
„í auglýsingum og kvikmyndum
eru karlmenn aö uppgötva ánægj-
una af því aö sýna sig en ekki bara
sjá aöra...“ segir Úlfhildur m.a. í
grein sinni.
hirðan öllu viðkvæmara mál. Karl-
mennskan á nefnilega ekki að vera
tilbúin heldur sjálfsprottin (líkt og
skegg) samkvæmt hefðinni og þvi
er snurfusun og vesin ekki beint
viðeigandi; allt slíkt minnir óþægi-
lega á snyrti-ritúöl kvenna, og
kvenmennska, eins og við vitum, er
allt annað mál en karhnennska. En
þarna verður þetta einmitt svo
skemmtilegt. Skeggtíska sú sem nú
ríður húsum er indælt dæmi um
hvað þessar vel þekktu skilgrein-
ingar á karlmennsku og kven-
mennsku eru orðnar leiðigjamar.
Skeggin, og öll umhirðan sem
þeim fylgir, em einmitt gott dæmi
um að karlmennskan er ekki eitt-
hvað sjálfsprottið heldur er karl-
mennskan ekki síður falin í bún-
ingi, útliti, tísku og góðum rakara.
Karlmennskan er ekki lengur gefm,
heldur er hún tekin, og tekin upp
og tekur sig vel út, til dæmis í
skeggi. Skegg, sérstaklega sá
skeggstíll sem tískan krefúr i dag,
er þá ekkert annað en karl-
mennsku- drag, uppáklædd karl-
mennska.
Náttúrulífsmyndin fer
halloka
Það viðhorf að karlmaðurinn sé
einhvers konar náttúrulífsmynd fer
æ meira halloka fyrir vaknandi vit-
und um að karlmenn eru líka
menn, með sínar tilfinningar,
vandamál og tískusveiflur. Þetta
kemur einmitt fram í leikritinu
Listaverkið sem nú prýðir litla svið
Þjóðleikhússins þar sem karlmenn
ræða sig og sin mál af meira innsæi
og tilgerðarleysi en hefð er fyrir.
Karlmenn á götum úti eru að
verða æ meira augnayndi, vel
klæddir og meðvitaðir um útlit og
líkamsburð. Karlmenn eru æ meiri
þátttakendur í hversdaglegri um-
ræðu um hárgreiðslustofur og óvin-
sælan hárvöxt. í auglýsingum og
kvikmyndum eru karlmenn að upp-
götva ánægjuna af því að sýna sig
en ekki bara sjá aðra; að vera stolt-
ir af sínum daglegu ferðum til
Declan’s og njóta þess að sitja í
glugganum og sýna að þeir eru bara
menn með mönnum.
Úlfhildur Dagsdóttir
Kinnhestar og kjaftshögg
Maður hefði haldið að spéfugl-
inn sköllótti, Hallgrímur Helga-
son, kynni að lesa í húmor og háð
eða hefur hann aldrei lesið i litt-
eratúr á sinni stuttu poppuðu
ævi? Mig rak satt að segja í
rogastans þegar ég las pistil HH í
DV í gær urn „Einkalif’. Þama
talar bitur maður, hugsaði ég. En
af hverju er HaUgrímur allt í einu
svona sár, hann sem er svo mikill
grínari?
„Bitrar konur“ er svo talað um í
„PS“-pistli hinn daginn. Aldrei
heyrir maður talað um „gamla
bitra menn“. Nei, þeir fá sér bara
ungar konur þegar biturðin eða
öllu fremur elli sækir að þeim og
dettur engum í hug að þeir séu
lengur bitrir. Varla hefði ég samt
verið unga konan í lífi þessa
manns sem hér um ræðir miklu
lengur, fertug manneskjan, guð sé
oss næstur, enda bara 25 ár á milli
okkar, hvað þá þegar hann, þessi
andans unglingur, kæmist á tíræð-
isaldur.
Einu sinni var ég semsé unga
konan hans SAM, eins og alþjóð nú
reyndar veit, eða hann gamli mað-
urinn minn öllu heldur, svo skrýt-
ið sem það nú hljómar. Aldrei
hvarflaði þó að mér að býtta hon-
um út fyrir annan yngri; nei, Diddi
minn, skyldi ekki enda sem gamall
bitur, forsmáður karl og meðlags-
laus í ofanálag; hann sem hefur
ekkert nema ellilífeyrinn.
Vegna hvers yfirgaf ég þennan
síunga sjarmör eiginlega? Sannar-
lega fyrir yngri manneskju, barns
okkar. „... að launa einhverja
gamla kinnhesta,” segir HH. Það
skyldu þó aldrei vera að honum
rataðist satt orð á munn? „sem
koma engum við nema þeim sjálf-
um eða þeim sem þáðu þá“ — með
þökkum, vitaskuld, eða hvað?
Fjöllyndur maður, marglynd
kona
Vissulega eru margar hliðar á
máli þessu. SAM er fjöllyndur mað-
ur og ég ekki síður marglynd kona
og fmnst mér HH afgreiða svo stór-
ar sálir sem við SAM erum ansi bil-
lega. Frásagan af lífi mínu með rit-
höfundinum er einungis toppurinn
af ísjaka þeim sem SAMlíf þetta var
í raun. Skal HH vera málefnalegur
en ekki persónulegur og gagnrýna
það sem málið snýst um: málaferlin
sjálf. Ég bar svo sannarlega lof og
prís á sjálft dándimennið SAM.
Gengið var lengi á eftir mér þar
til ég lét til leiðast að tjá mig opin-
berlega í Nýju lífi með þessum
hætti sem reið ung kona. En er rýn-
irinn HH ekki dálítið hlutdrægur;
var grallarinn ekki veislustjóri í
brúðkaupinu góða? Ekki man ég þó
til þess að SAM hafi yfírhöfuð
þekkt til listaspírunnar HH í minni
tíð; eru þó einungis 3 ár síðan við
skildum.
í upphafi kynna okkar SAM sæll-
ar minningar bað
ég hann um að
raka af sér 25 ára
gamalt skegg, varð
hann ljúflega við
bón minni enda
kvaðst ég ekki
mundu kyssa garp-
inn annars. Þar
sýndi hann mér
sitt rétta andlit
fyrst. Svo ekki er þetta í fyrsta sinn
sem ég afhjúpa goðið.
HH talar um „slysin I garð fórn-
arlambanna", eins og málsnillingur-
inn kemst að orði. í „PS“-pistli er
svo talað um að „eyðileggja karl-
menn“ með því að opinbera mis-
gjörðir þeirra. SAM hefur verið full-
fær hingað til um að skapa það orð
sjálfúr sem af honum hefur farið í
gegnum tíðina og þarf ekki aðra til
þess; kunstner-temperament heitir
það víst á góðu máli og þykir bara
nokkuð fínt temperament. Það er
ekki einkamál foreldra þegar barn
líður fyrir vanrækslu föður og verð-
ur fyrir aðkasti jafn-
aldra sinna vegna
þess. SAM hefúr
stórskaðað bam sitt
þegar og þarf ekki
mín skrif tU.
Um þetta við-
kvæma mál okkar
SAM hefur verið
hvískrað i 3 ár og er
kominn tími til að ég
segi mína meiningu.
Um mannorð hvers
var SAM sjálfur að
hugsa þegar hann
reit bersöglisævi-
sögu sina sem hann
kallar skáldsögur til
að firra sig hugsan-
legri lögsókn ætt-
ingja sem annarra,
en alþjóð veit, og
viðurkennir hann sjálfur fúslega,
að er uppvaxtarsaga hans sjálfs og
var verðlaunaður fyrir vikið. SAM
hefur tröllriðið fjölmiðlum með til-
finningamálum sínum í hart nær
hálfa öld.
Þagði í þrjú ár
í nýútkominni bók, „Árin eftir
sextugt", ræðir SAM um ellina.
Ekki minnist hana einu orði á það
að hann eignaðist „gulhnola" 63 ára
gamall sem telst nú meiri tíðindi en
hjónaband á gamals aldri. HH tekur
nokkuð stórt upp í sig þegar hann
þykist vita af hvaða hvötum ég tala.
Og ekki man ég að ég hafi haft orð
um það að ég hyggist byrja nýtt líf
eða hvort ég hafi yfir höfuð sagt
skilið við hið gamla og sé þarmeð
orðin ein af framliðnu konunum
hans SAM.
Ég leitaði til opinberra aðila í
viðleitni minni til að ná fram rétti
barns okkar. Því fer víðs fjarri að
ég taki SAM „af lífi“; hann á 9 líf
rétt eins og kötturinn; ég vakti fólk
til umhugsunar um þessi mál sem
eru réttlætismál barna fyrst og
ffernst og í framhjáhlaupi afhjúpaði
mann sem leikur tveimur skjöldum
í þjóðfélagi voru. Þeir sem hreykja
sér hátt hrapa lágt, segir í góðri
bók. Það verður að viðurkennast að
SAM liggur einkar vel við höggi. í
sjónvarpsþætti um
ímynd karlpeningsins
sl. vetur var hann innt-
ur eftir því hvað gerði
hann svona ungan í
anda. Svaraði hann
stutt og laggott: „Mátu-
legur skammtur af
kæruleysi"!
Ég þagði þó í þrjú ár.
Það tekur enginn fyrir
munn mér framar, það
kenndi sjálfur meistar-
inn mér, SAM, enda
frægur að endemum fyr-
ir það að tala þegar aðr-
ir þegja eins og hann
sjáliúr minnir af og til
á.
í kjallaragrein, sem
rithöfundurinn sendi
DV nýverið og DV sjálft
var svo hugulsamt að birta um
sama leyti og Nýtt líf kom út, út-
málar faðirinn umhyggju sína fyrir
börnum: „ástríki og agi í bland“ er
heillavænlegast og helst engar gjaf-
ir! Lesendur kenndu að þama tal-
aði ábyrgur og ástríkur faðir. Svo
eyðilegg ég þessa ímynd hans! Ja
svei! Nei, ég held að SAM hafi veitt
sjálfum sér þama náðarhöggið.
Hin hlið málsins, ágæti Hallgrim-
ur, er þessi, svo ég vitni í SAM
sjálfan i bréfi til Sýslumannsins í
Reykjavík dagsett 14. apríl 1994 og
ræðir hann hér um umgengni sína
við telpuna sem „andstæða hag
hennar og þörfum", en barnið hafði
hann ekki séð þá í 7 mánuði:
„Ég held henni væri fyrir bestu
að frekari samskipti bíði þess tíma
þegar hún getur sjálf ákveðið hvað
hún vill og hvernig hún vill haga
umgengni við föður sinn - ef hann
þá verður ofar moldu, sem er mikið
vafamál."
Enn er SAM ofar moldu og það
eina sem ég hef farið fram á er að
hann gegni fóðurskyldum sínum
meðan hann er enn á meðal vor. En
ég sé nú á viðbrögðum HH að slíkt
getur farið fyrir brjóstið á stöku
karli. En sem betur fer þurfa fæstar
konur að leita til dómstóla til að
draga feðurna til barna sinna.
Ragnhildur Bragadóttir
„Einu sinni var ég semsé unga
konan hans SAM, eins og alþjóð
nú reyndar veit, eða hann gamli
maðurinn minn öllu heldur, svo
skrýtið sem það nú hljómar. “
Kjallarinn
Ragnhildur
Bragadóttir
móðir
Með og
á móti
Samúðarverkfall með
Vestfirðingum
Hafa fulla
heimild
„Það rignir yfir okkur mót-
mælum Vinnuveitendasam-
bandsins og hótunum um lög-
sókn, fjársektir og skaðabóta-
greiðslur. Þetta gerist vegna
þess að félagar okkar, sem þeir
segja „svokall-
aða verkfalls-
verði“, hafa
reynt að koma
í veg fyrir að
vinnuveitend-
ur brjóti verk-
fallið á bak aft-
ur. I vinnulög-
gjöfinni er það
skýrt tekið
fram að verka-
lýðsfélögin og
reyndar vinnuveitendur líka í
sínu verkbanni hafi nokkuð
frjálsar hendur með fram-
kvæmdir um það aö aögerðirn-
ar haldi. Viö höfum ekkert ann-
að gert og hvergi stofnað lífi og
limum í hættu, heldur eingöngu
Pétur Sigurösson,
forsetl Alþýöusam-
bands Vostfjaröa.
verið að sjá til þess að fram-
kvæmd verkfallsins gengi fyrir
sig með eðlilegum hætti. Það
hefur þó komið berlega í ljós á
undanförnum árum að vinnu-
veitendur vilja í senn stjórna
lagasetningiun, framkvæma lög-
in, dæma eftir þeim og jafnvel
skipa sýslumönnum og lögreglu
fyrir verkum. Ef vinnulöggjöfin
á að ganga upp og verkalýðsfé-
lögin að framkvæma þann
þrýsting með vinnustöðvunum
sem ætlast er til með lögunum,
þá er útilokað annað en að
verkaklýðsfélögin hafi fulla
heimild til þess að koma í veg
fyrir verkfallsbrot og reyna eft-
ir megni með alls konar stöðv-
unum á atvinnurekstri að kom-
ast að því hvort verið sé að
fremja verkfallsbrot."
Lengir
verkfallið
„Það er ekkert verkfall um
borð í vestfirskum bátum eða
togurum. Meira að segja í
blönduðum félögum verkafólks
og sjómanna hefur ekki komið
til álita að boða verkfall sjó-
manna. Þeir
eru því í full-
um rétti að
sinna sínum
störfum.
Sum þess-
ara skipa
hefðu undir
öllum kring-
umstæðum
landað utan
Vestfjarða og
því er fráleitt
að halda því
fram að gengið sé í störf verk-
fallsmanna. Manni dettur óneit-
anlega í hug hvort stéttarfélög
annars staðar á landinu telji yf-
irleitt hagsmunum sinna félags-
manna betur borgið með því að
gera verkfall gagnvart skipum
skráðum hér fyrir vestan. Það
gæti orðið til þess að skip og
kvótar flyttust frá Vestfjörðum
inn á þeirra félagssvæði. Ef
skráningin er flutt eða skipin
seld virðist mér að samúðin félli
niður.
Mér virðist sem svokallaðar
samúðaraðgerðir geri ekkert
annað en lengja þetta verkfall
og torvelda lausn þess. Þá er
mér óskiljanlegt hvernig Dags-
brún og Hlíf geta boðað verkfall
til að þrýsta á um miklu meiri
hækkanir hér á Vestfjörðum en
þau hafa sjálf samið um.“ -rt