Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 17
AJf'SlF MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997
Hjjþenning w
>
i
>
i
►
>
►
>
i
>
i
>
>
►
Maðurinn er eina dýrið
Helga Kress - sér annaö en aörir hafa séð í íslendingasögum í bókinni Fyrir
dyrum fóstru. DV- mynd GVA
Nú eru liðin tíu ár síðan greinin
„Bróklindi Falgeirs: Fóstbræðrasaga
og hláturmenning miðalda" eftir
Helgu Kress prófessor birtist í Skírni
þar sem hún sýndi fram á að sagan
væri full af leik og skopi um hetjur
og hetjudáðir. í nýrri bók sinni, Fyr-
ir dyrum fóstru, fylgir Helga þess-
ari grein eftir og segir fullum fetum
í formáia: .karnivalið sem er svo
augljóst í Fóstbræðra sögu einkennir
alia bókmenntategundina íslend-
ingasögur og er eitt helsta kenni-
mark hennar.“
Venjuiegum íslendingasagnales-
anda kemur á óvart að það skuli
vera hægt að sjá allar íslendingasög-
ur í skoplegu ljósi. Getur þetta verið,
Helga?
Spælingar og slúður
„Ég hélt framan af að Fóstbræðra-
saga væri að skopstæla Njálu eða
einhverja aðra mikla hetjusögu,"
segir Helga, „en þegar ég fór að leita
að fyrirmyndum þá sá ég að skop-
stælingin og grinið liggur i allri bók-
menntategundinni. Til dæmis er
ekki hægt að segja að þegar Þorgeir
rennir sér að Butralda sé Fóst-
bræðrasaga að skopstæla fótskriðu
Skarphéðins á ísnum í Njálu þvi að
lýsingin á Skarphéðni er í rauninni
alveg eins mikið grín. Báðar lýsing-
amar eru líkamlegar, gróteskar og
hlægilegar ef maður framkallar
myndina í huganum, og það eru ein-
kennin á kamivölskum bókmennt-
um. Þar er allt dregið niður á jarð-
neskt plan líkamans og enginn er
öðrum meiri. Mikið er um limlest-
ingar, aflimanir og pyndingar og öllu
snúið við, niður verður upp og upp
niður.“
- Og þér finnst Njála sjálf vera
gegnsýrð þessari afstöðu?
„Já, hún er kamivölsk. Og grínið
liggur i textanum sjálfum. Hið átakanlega og
skoplega kallast á í honum. Þetta minnir á kenn-
ingar Aristótelesar þar sem hann talar um upp-
runa leikrita annars vegar í skopi og hins vegar
í harmleiknum. Þegar verið er að segja frá ein-
hverju tragísku í sögunum þá er það um leið
sýnt frá öðru sjónarhorni sem skoplegt.
Til dæmis má segja að Njálsbrenna sé harm-
sögulegur atburður út af fyrir sig - heil fjöl-
skylda ferst í eldi. En frásögnin af henni er ekki
harmsöguleg. Hún er mikil sviðsetning og læst
vera hátíðleg, menn stilla sér upp og tala saman
i spakmælum. En um leið er brennan sýnd sem
leikur, eins konar áramótabrenna. Hún sést
langt að og allt er á ferð og flugi í héraðinu. í
brennunni eru andstæðingamir stöðugt að
kankast á og skemmta sér - leika sér. Málið virð-
ist snúast um hver er sniðugastur að segja eitt-
hvað, snúa út úr eða níða einhvern. Þeir eru
alltaf að spæla hver annan.
Þessar sögur skopast markvisst að hetjuhug-
myndinni sem hefur verið til í samfélaginu og
eins og ég bendi á í annarri grein í bókinni gegn-
ir slúður þar stóm hlutverki. í slúðrinu koma
saman kamivalið og konan og vinna að því sam-
an að rífa niður hetjuímyndina. Sýna hana sem
skoplega."
- Kemur sú ímynd þá úr hetjukvæðum eða
dróttkvæðum?
„Varla úr dróttkvæðum, ætli þau séu ekki grín
líka? Bara formið er svo fáránlegt að það getur
ekki nokkur maður tekið þau alvarlega. Kón-
gamir verða alveg hlessa þegar íslendingamir
fara að þylja þessi ósköp! Goðakvæði Eddu eru
líka þnmgin af gríni en hetjukvæðin em það
ekki, enda koma þau úr allt annarri átt. Mín
kenning er sú að grinið og gróteskan sé norrænt
einkenni.“
- Dregur þetta skop úr harmrænum áhrifum
sagnanna eða eykur það á þau?
„Það er betra að tala um alvöruna á bak við
skopið heldur en harmrænu. En það verða að
vera andstæður. Annars vegar er verið að sýna
karla sem halda að þeir séu hetjur i hetjusamfé-
lagi. Hins vegar sýnir textinn þá í skoplegu ljósi;
þeir era ekki eins miklar hetjur og þeir halda
sjálfir.
Njáll er til dæmis ekki hetjuleg persóna. Hann
er skrípó eins og Hallgerðm: bendir á. Sjáðu
hann bara fyrir þér: Hann er skegglaus eins og
kona á tíma þegar allir karlar voru
með skegg og synir hans eru bara
með skegghýjung. Taðskegglinga
kallar Hallgerður þá. Maður sér þá
fyrir sér með tað í skegginu til að
örva vöxtinn!"
Skipuleg útþurrkun
- Nú segir kannski einhver að þú
sért að draga þessar miklu bók-
menntir niður á lágkúrulegt plan.
Finnst þér þær verða ómerkilegri
við þessa uppgötvun?
„Nei, mér finnst það ekki,“ segir
Helga. „Þetta er stórkostlegur texti
sem verður miklu auðugri fyrir
vikið. Ég er að draga fram hluti
sem eru í textanum en hafa verið
bældir niður og ekki fengið að
njóta sín í rannsóknarsögunni.
Fræðimenn hafa allir, hver á fætur
öðrum, þurrkað út bæði grótesk-
una og konur, af því þeir þola ekki
að gert sé grín að hetjunum sem
þeir vildu svo gjaman vera sjálfir.
Útþurrkunin er í þrem stigum. í
fyrsta lagi er stundum beinlínis
þurrkað út úr textanum og það
byrjar strax í uppskriftum hand-
rita. Maður getur séð á hvern hátt
setningar eru styttar..."
- Var það ekki gert til að spara
skinnið?
„Það getur verið að þurft hafi að
spara skinnið en af hverju þurfti
endilega að gera það á þessum atr-
iðum? Þetta er spurning um val og
ritstýringu - ef ekki ritskoðun.
Styttingin felst í því að hið
gróteska er hreinsað burt.
í rannsóknarsögunni er bælingin
gegnumgangandi, allt frá Áma
Magnússyni sem fannst þær sögur
ómerkilegar sem sögðu frá konum
eða voru hlægilegar. í greininni um
Njálsbrennu bendi ég á dæmi úr
Njálu um slíka hreinsun í útgáfu. í
handritinu er sagt að konur hafi borið sýru á eld-
inn og slökkt hann fyrir brennumönnum og sum-
ar hafi borið vatn eða hland. Þessu með hlandið
sleppir Einar Ólafur í útgáfu sinni í íslenskum
fomritum sem seinni tíma „viðbót". Hann getur
ekki hugsað sér aö konur í Njálu skvetti hlandi
eða að það efni hafl yflrleitt verið til innanhúss
á Bergþórshvoli.
Þriðja stigið er svo útþurrkun þeirra fræða
þar sem bent er á þessi einkenni. Kenningamar
eru ekki ennþá komnar inn í bókmenntasöguna.
Þær eru ekki teknar alvarlega af því að þær
stangast á við þá hetjuímynd sem íslendingar
vilja hafa af sjálfum sér.“
- Hvað finnst þér sjálfri að þú sért að gera fyr-
ir sögumar?
„Ég er að sýna það sem er í textunum og menn
hafa ekki séð. Fræðimenn hafa afbakað þá og
fullyrt að þetta væra hetjubókmenntir, en þetta
era ekki hetjubókmenntir. Og hver segir að það
sé best að vera hetja? Ekki sé ég eftir þeim.
Aristóteles talaði um leikinn og hláturinn sem
frelsandi. Maðurinn er eina dýrið sem hlær og
þennan frelsandi hlátur er að finna í íslendinga-
sögum.“
)
)
)
)
Dansinn í Hruna
Þriðju tónleikar Kirkjulistahátíðar voru
haldnir í Hallgrímskirkju síðastliðið miðviku-
dagskvöld. Þá komu fram þeir Mattias Wager
orgelleikari og Anders Ástrand slagverksleikari
og léku af fmgrum fram tvo spuna. Einnig fluttu
þeir prelúdíu í C-dúr BWV 547 eftir Bach, og
hljómsveitarverkið sívinsæla, Bolero eftir Ravel,
er útsett hafði verið fyrir orgel og slagverk.
Tónlist
Jónas Sen
Trúlega gera ekki allir sér grein fyrir því að
það rúmast næstum því heil hljómsveit í einu
orgeli; svo margar eru mögulegar raddir þess.
Samt mætti ætla að ástríðufull, suðræn og næst-
um því erótísk danstónlist eins og Bolero eftir
Ravel passaði illa fyrir þetta hljóðfæri. Sem bet-
ur fer var þó ekki bara um orgel eitt og sér aö
ræða, slagverkið var mikið notað líka og varð
þessi óvenjulega hljóðfærasamsetning að hinni
ágætustu skemmtun. Útsetningin er prýðileg í
alla staði, fjölbreytileiki orgelsins fær að njóta
sín til fulls og var útkoman á tónleikunum
merkilega lík upprunalegu hljómsveitarútgáf-
unni. Þeir Wager og Ástrand spiluðu báðir mjög
vel, og þótti undirrituðum því einkennilegt að
enginn skyldi klappa að flutningnum loknum.
Kannski vora tónleikagestir ekki sáttir við að
veraldlegt dansverk væri leikið á helgum stað; ef
til vill hafa einhverjir búist við að Hallgríms-
kirkja myndi grafast í jörðina eins og gerðist í
Hruna forðum.
Bolero var merkilegasta atriði tónleikanna.
Spuninn á eftir byrjaði vel en varð fljótt hálfleið-
inlegur. Að leika af fingram fram er ekki öllum
gefið; þó ýmsar ágætishugmyndir kæmu fram
var of langt á milli þeirra. Hið sama var uppi á
teningnum í seinni spunanum sem var út frá
sálminum „Víst ertu, Jesús, kóngur klár.“ Wager
og Ástrand fengu lagið gefið á sjálfum tónleikun-
um og höfðu því engan tíma til að undirbúa sig.
Líkt og í fyrri spunanum var ýmislegt sniðuglega
gert en spilamennskan var hálfdauf þess á milli.
Best var trúlega þegar þeir léku sálminn í bar-
rokkstíl með trúðslegum tilbrigðum ... eiginlega
var eins og þeir væra að gefa kónginum klára
langt nef.
Verst þótti undirrituðum prelúdían eftir Bach.
Hún var náttúrlega spiluð á orgel eins og lög
gera ráð fyrir en poppuð upp með hallærislegum
slagverks-
barsmíð-
um. Þetta
var ekki
einu sinni
frumlegt;
að bæta
trom-
muslætti
við þekkt
lög eru
engin ný-
mæli.
Kannski
hefði átt
að skrum-
skæla
prelúdí-
una enn
meira, t.d.
stoppa á völdum stöðum og lofa slagverksleikar-
anum að hamast einum - eða bara hafa grunsam-
legar þagnir á vitlausum stöðum. í öllu falli hef-
ur Bach örugglega snúið sér viö í gröfinni þetta
kvöld, jafnvel þó hann sé í kirkjugarði langt,
langt í burtu.
PS ...
„Back to basics"
■
Töluvert hefur verið rætt og rit-
að um hina óvinsælu TIMSS-
| rannsókn í Danmörku eins og hér
j á landi, enda stóöu dönsk böm sig
ekki vel og jafnvel verr en þau ís-
lensku, til dæmis í raunvísinda-
greinum. Fyrir mánuði birtist
gi-ein í Weekendavisen undir fyr-
irsögninni „Dönsk meðalmennska
h.f.“ þar sem kemur fram að heim-
ilisaðstæður hafa mikil áhrif á
velgengni barna. Því fleiri bækur
og betri tölvukostur á heimilinu
og því menntaðri foreldrar, þeim
mun betur stóðu börnin sig, en
fjöldi klukkustunda fyrir framan
sjónvarpið hafði öfug áhrif. Pen-
j ingar í skólakerfinu höfðu ekki
eins mikið að segja eins og sjá má
: af því að Austur-Evrópuþjóðir
stóðu sig yfirleitt betur en þær
norrænu. Fjöldi kennslustunda á
fag og fiöldi nemenda í bekk virð-
ist heldur ekki skipta máli. Til
dæmis er Suður-Kórea hátt uppi á
afrekalistanum en þar era yfir 40
| nemendm- í bekk.
Munurinn milli landa virðist
fyrst og fremst fólginn í kennslu-
j aðferðum. Þær hala verið athugað-
ar í Sviss og Japan sem komu vel
út í stærðfræði og þar koma
merkileg atriði í ljós: Meiri tími
fer í að kenna grundvallaratriði í
reikningi sem krefjast skilnings á
j tölum en að kenna á vélar til að
reikna á. Nemendur læra að
reikna í huganum áður en þeir
reikna á blaði og vasareiknir er
yfirleitt ekki leyfður. Eingöngu
era notaðar reikningsbækur sem
hafa verið þrautprófaðar i langan
tíma. Ekki er unnið í hópvinnu
heldur spyr kennarinn alla í einu
; og lætur nemendur svara til skipt-
| is. Þeir sem ekki geta fylgt hinum
fá aukatíma.
Eitthvað era þetta kunnuglegar
| aðferðir eldri borguram þessa
| lands.
Latínuna aftur
Á dögunum skrifaði svo dansk-
ur menntaskólarektor kjallara í
Jyllands-Posten um að vandinn sé
ekki bundinn við raunvísinda-
greinar; tungumál skipti líka höf-
uðmáli á tímum upplýsinga og
; samskipta. Þá á hann ekki bara
við tungumálakunnáttu heldur
raunverulegan málfarslegan skiln-
; ing sem hann telur rnjög ábóta-
vant í landi sínu. Og hvenær hófst
hnignunin, spyr hann, og svarar
| sér sjálfur: Eftir 1979 þegar danska
þingið afnam latínu sem skyldufag
| í efsta bekk grunnskólans og dró
verulega úr latínunámi í mála-
deildum menntaskóla.
Latínan agar hugsun okkar, gef-
j ur grundvallarskilning á tungu-
málum okkar, segir hann, og
menningunni líka. Og við verðum
að gera okkur ljóst að málfarsleg
vitund er jafnnauðsynleg hugvís-
indum og félagsvísindum - og
raunvísindum - og stærðfræðin er
nauðsynleg raunvísindum - og fé-
; lagsvísindum og hugvísindum.
Allt verður að vera á sínum stað
til aö heildin verði góð.
í góðsemi...
Af því nú er um fátt meira talað
en viðtöl á prenti má nefna merki-
legt og skemmtilegt - og jafnvel
nokkuð berort - viðtal Kolbrúnar
Bergþórsdóttur við fyrrum rit-
stjóra sinn Hrafn Jökulsson í Al-
þýðublaöinu á föstudag: „Það hef-
ur aldrei gefist vel að deyja ung-
ur.“ Hrafn er þar lifandi kominn
og sannari en þeim félögum Árna
og Ingólfí tókst að sýna hann í
Þriðja manninum um árið. Þó
stillir Kolbrún sig um að inna
hann nánar eftir ýmsum hlutum -
til dæmis hvaða meðlimi Rithöf-
undasambandsins hann telur til
skálda, en þau telur hann svo fá
að „að það væri ekki hægt að fylla
borðið við síðustu kvöldmáltíðina
með þeim ...“