Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Side 27
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997
39
I>V
Úrslitaleikur íslandsmótsins í handbolta - 4. flokki karla:
Vikingarnir mættu
einbeittir til leiks
- og sigruðu sterkt Stjörnulið, 20-17, í spennandi úrslitaleik
Víkingsstráikamir mættu ákveðn-
ir til leiks í úrslitaleiknum í 4.
flokki pilta gegn Stjörnunni í
! Strandgötunni fyrir skömmu.
Víkingur sigraði nefnilega, 20-17,
eftir að staðan í hálfleik hafði verið
8-7 fyrir Stjörnuna. Frammistaða
þessara tveggja liða kom töluvert á
övart og sýnir okkur að vilji á úr-
slitastund hefur mikið að segja.
Búist var við Vaisstrákunum
sterkari því þeir hafa verið nær
Umsjón
Halldór Halldórsson
ósigrandi í allan vetur. En þeir
sigrar höfðu bara ekkert að segja í
úrslitakeppninni - og það voru Vík-
ingarnir sem slógu út Hlíðarenda-
strákana í undanúrslitum, 21-17.
Ásgeir meö 10 mörk
Markahæstir Víkinga í úrslita-
leiknum gegn Stjömunni urðu eft-
I irtaldir strákar: Ásgeir Hilmarsson
10 mörk, Valur Úifarsson 4, Pétur
Markan 3, Þráinn Magnússon 2 og
Hilmarsson, fagnar eftir sætan sigur
í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni
Víkingur varð Islandsmeistari í 4. flokki karla 1997. Aftari röð frá vinstri: Stefán Halldórsson þjálfari, Gunnar Chan,
Þráinn Magnússon, Valur Úlfarsson, Bjarni Vilhjálmsson og Daði Aðalsteinsson. - Fremri röð frá vinstri: Pétur
Markan, Hannes Óli Ágústsson, Hjalti Pálmason, Kristinn Guðjónsson, Karl Gunnarsson og Áágeir Hilmarsson
fyrirliði. ___________________________________________________________DV-myndir Hson
Daði Aðalsteinsson 1 mark. - Þjálf-
ari Víkingsstrákanna er Stefán
Halldórsson og hefur hann náð mjög
athyglisverðum árangri í sínu þjál-
farastarfi hjá Víkingi enda marg-
reyndur jaxl.
Mörk Stjömunnar gerðu þessir
strákar: Vilhjálmur Halldórsson 6
mörk, Þorgils Rafn Þorgilsson 4,
Bjöm Friðriksson 3, Freyr Guð-
mundsson 2, Kristján Kristjánsson 1
og Atli Sævarsson 1 mark. - Þjálfari
Stjömuliðsins er Siggeir Magnús-
son.
Valur í 3. sæti
í leik um 3. sætið í keppni A-liða
sigraði Valur HK, 16-14, eftir nokk-
uð spennandi leik.
Til úrslita í keppni B-liða sigraði
Valur Víking, 16-10.
Fylkir sigraði í keppni A-liða í 4.
fl. kvenna en Valsstelpumar unnu í
keppni B-liða, unnu Víking, 16-10.
Valsstrákarnir í A-liöi 4. flokks höfnuðu í 3. sæti í Islandsmótinu en margir
höfðu spáð þeim meistaratitlinum fyrir úrslitakeppnina. En Víkingar slógu
þá út í undanúrslitunum, 21-17. Á myndinni eru tveir úr Valsliöinu, til vinstri
Snorri Guöjónsson og Styrmir Hansson.
Iþróttir unglinga
Knattspyma, 2. fl. karla:
Valur varð
Reykjavíkur-
meistari
Valsstrákamir uröu Reykja-
víkurmeistarar í 2. flokki karla í
knattspymu síðastliðinn þriðju-
dag þegar þeir sigraðu Víking í
Víkinni í síðustu umferð, 1-0, og
gerði Ólafur Júlíusson sigur-
mark Vals í síðari hálfleik.
Mynd af meisturunum verður
birt síðar.
Sama dag léku KR og Fram og
sigraði KR, 3-2, eftir spennandi
viðureign. Með þessum sigri
varð Vesturbæjarfélagið í 2. sæti
í mótinu.
Leikið í 6.
flokki kvenna
í fyrsta skipti veröur spilað í
6. flokki kvenna í Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu í ár en
keppni í yngstu aldursflokkum
stráka og stelpna fer fram í
byrjun júní. Úrslitakeppni í 4. fl.
kvenna fer þó fram um næstu
helgi á gervigrasi Leiknisvallar.
Meistarar yngri
flokka 1996
íslandsmeistarar yngri flokka
í knattspyrnu síðastliðið keppn-
istímabil urðu eftirtalin félög.
Karlaflokkar
6. flokkur. Fylkir
5. flokkur FH
4. flokkur. Fylkir
3. flokkur, Þór, Akureyri
2. flokkur KR
Kvennaflokkar
5. flokkur Valur
4. flokkur Fjölnir
3. flokkur
2. flokkur KR
Víkingarnir léku
af skynsemi
Miklu var búist við af Valsdrengj-
unum i A-liði 4. flokks í úrslita-
keppni íslandsmótsins í handbolta -
og stefnan tekin á gullið. En það
voru Víkingarnir sem stoppuðu þá
af í undanúrslitunum með ákveðn-
um leik og sigraðu, 21-17 - „Við
höfum aðeins tapað tveimur
leikjum í vetur, á móti Stjömunni
og svo Víkingunum, 21-17, núna í
úrslitakeppninni.
Víkingsstrákamir spiluðu mjög
skynsamlega allan leikinn - en við
klikkuðum líka hroðalega á
dauðafæram og vörnin var slök.
Þetta er leikur sem við viljum
gleyma sem fyrst,“ sögðu þeir
Snorri Guðjónsson og Styrmir
Hansson í A-liði 4. flokks Vals.
Bikarkeppni KKÍ - 9. flokkur stráka:
Njarövík fór létt
með Keflavík
- sigraði af öryggi í úrslitaleik, 61-Al
Ágúst H. Dearborn, fyrirliði 9. flokks
Njarðvíkur, fagnar sigri í úrslitaleik
gegn Keflavík í bikarkeppni KKI.
Njarðvíkurstrákamir lentu ekki í nein-
um teljandi vandræðum í úrslitaleiknum í
bikarkeppni 9. flokks, sem fór fram í Laug-
ardalshöU fyrir stuttu, því þeir sigraðu
Keflavik af öryggi, 61-41. í liði Keflavíkur
vora þó strákar sem lofa mjög góðu en það
var eins og leikæfingin væri ekki í sem
besta lagi.
Kominn tími á þetta
„Það var svo sannarlega kominn tími á
þetta hjá okkur. Við eram með gott lið núna
og mættum mjög ákveðnir til leiks - því við
vorum sko ákveðnir í að vinna þennan leik
- og það tókst. Þetta er toppurinn. Við
göngum allir upp í 10. flokk og leggjum
mikla áherslu á að vinna íslandsmeistara-
titilinn næsta ár,“ sagði Ágúst H. Dearbom,
fyrirliði Njarðvíkurliðsins.
Ljóst er að þjálfara liðsins, Isaki Tómas-
syni, hefur tekist mjög vel upp með strák-
ana í vetur.
Bikarmeistarar Njarðvfkur f körfubolta í 9. flokki karla 1997. Liöiö er þannig skipað: Grétar Garðarsson (7),
Guömundur Albertsson (8), Jón Randversson (9). Ágúst Hilmar Dearborn fyrirliði (10), Agnar Gunnarsson
(11), Siguröur Einarsson (12), Jóhann Jóhannsson (13), Þorbergur Heiðarsson (14) og Arnar Smárason (15).
- Pjálfari strákanna er ísak Tómasson. DV-myndir Hson