Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Qupperneq 28
40 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 Fréttir Framkvæmdir við kynningar- og mötuneytishús Hitaveitu Suöurnesja í Svartsengi ganga vel. DV-mynd ÆMK fallegt sterkt tjald MentaTent — .Tjaldaleigan. r bkemmtilegt hj. . Krókhálsi 3-Sími 587 6777 Hitaveita Suöurnesja: Stórhýsi í byggingu DV, Suðurnesjum: „Byggingin verður mjög glæsileg í alla staði. Hún verður væntanlega ^Oðkaupsveislur—útisamkomur — skemmtanir — tónleikar—sýningar — kynningar og 11. og II. og fl. vigð i lok ársins. Aðstaða fyrirtækis- ins til móttöku gesta og fundarhalda gjörbreytist með tilkomu hússins. Einnig aðstaða starfsmanna," sagði Ingólfur Bárðarson, stjómarformaður Hitaveitu Suðumesja, í samtali við DV. skÍDU ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta ó veðrið þeaar skipuleggja ó eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af ölíum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgótf og tjaldhitarar. Hitaveita Suðumesja er með í bygg- ingu kynningar- og mötuneytishús við orkuverið 1 Svartsengi. Brúttó- stærð hússins verður 1220 m2. Bygg- ingin var boðin út og stefht að því að hún verði fullbúin í árslok. Að sögn Ingólfs verður kostnaðurinn á milli 160-180 milljónir króna. Efnt var til arkitektasamkeppni um bygginguna og bámst 43 tillögur. Þeg- ar húsið verður tilbúið leggst niður mötimeytið sem flutt var á staðinn til bráðabirgða fyrir um 20 árum.-ÆMK Aukciblað um Miðvilcudaginn 4. júní mun aukablað um hús og garða fylgja Meðal efnis: • Hellulagnir. • Utanhússklæbningar. • Merkingar ó húsum. • Vatn í görðum. • Lýsing í görðum. • Girðingar Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband vi& Gu&na Geir Einarsson í síma 550-5722 hi& fyrsta. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 29. maí. SkagaQörður: Tófur um allt DV, Sauðárkróki: „Tófan virðist vaða hér yfir allt nú eftir að iítið hafði borið á henni um nokkurt skeið. Þetta var bölvað tófubæli áður fyrr,“ segir Rögnvald- ur Steinsson á Hrauni á Skaga. Jón, sonur hans, skaut níu tófur í vetur og Birgir 1 Valagerði vann 6 dýr við Illugastaði í Laxárdal. Alls hafa 17 tófur verið drepnar í Skefilsstaðahreppi i vetur, þar af varð ein fyrir bíl. Það snjóaði og var komin föl á Skaganum þegar frétta- ritari DV sló á þráðinn í Hraun. Rögnvaldur sagði æðarfuglinn lítið farinn að sjást. „Að öllu jöfnu er hann sestur við vatnið og farinn að bera upp í hreiðrin á þessum tíma. Hann hefur greinilega fundið á sér þennan kuldakafla og því seinkað eitthvað. Það hefur gerst áður að fuglinn sé forspár um veðráttuna," sagði Rögnvaldur. Æðarbændur á Skaga eru í start- holunum. Jón á Höfnum er væntan- legur seinna í þessari viku og í Ás- búðir er kominn maður sem heldur þar til í um tvo mánuði á vori hverju til að vinna að æðarvarpi og reka. Grásleppuveiðar ganga mjög vel hjá Skagabændum. Úthöldin, sem eru fimm af Skaganum, eru hvert um sig komin með um 50 tunnur, sem er mjög góð veiði. Jónas Hallgrímsson, forseti bæjarstjórnar, stjórnaöi afmælisfundinum. SeyðisQörður: Bæjarstjórnar- fundir í 102 ár DV, Seyðisfiröi: Þegar bæjarstjómin á Seyðis- firði kom saman á sinn 1500. fund nýverið flutti forseti bæjarstjóm- arinnar, Jónas Hallgrímsson, eft- irfarandi samantekt séra Krist- jáns Róbertssonar um bæjar- stjórnarfúndi 1895-1997. Þar segir m.a.: „Fyrstu bæjarstjórnarkosn- ingamar fóru fram 2. janúar 1895 og fyrsti bæjarstjórnarfundurinn 10. janúar. Fundurinn var hald- inn í þinghúsinu á Fjarðaröldu en síðar, eða 25. janúar. Alls voru 16 fundir á þessu fyrsta aldursári Seyðisfjarðarkaupstaðai'. Á öðru ári gerðu menn betur. Þá urðu fundir 18. Eftir fyrsta sprettinn fara menn að blása mæðinni - og fundahöld að strjálast. Með nýrri öld hressast menn og fundahöld verða tíðari. 1901-1907 eru að meðaltali 15 fundir á ári, enda voru þetta mikil framfara- og framkvæmdaár í kaupstaðnum. Nú verða störf og umsvif varla metin eingöngu á fundahöldum. Tölur sýna þó að varla verða seyðfirskir bæjarfulltrúar sakað- ir um leti á þessum 152 árum.“ Eftir þetta forspjall var tekið til við venjubundin fundarstörf. Bæjarbúar vissu um þennan tímamótafund - og þáðu kaffiveit- ingar. Þarna vom svo tekin til af- greiðslu margvísleg mál og fengu fundargestir sýnishom af litrík- um skoðanaskiptum. -JJ Hvalfj ar ðargöngin: Tilboð í vegteng- ingu 47 milljónir DV, Akranesi: Nesey ehf. í Ámesi átti lægsta til- boð i vegtengingu Hvalfiarðarganga við hringveginn sunnan Hvalfjarð- ar. Tilboð Neseyjar var tæpar 47 milljónir króna sem er um 75% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Kostnaðaráætlun við verkið hljóð- aði upp á 62,8 milljónir. Verkið felst í lagningu hringveg- ar frá vegamótum við Dalsmynni að gangamunna ásamt nýjum vegamót- um við Hvalfjarðarveg. Vegurinn er 1,8 km langur og á verkinu að ljúka 1. júlí 1998. Þetta er annar áfangi tengingar ganganna. Verktakafyrirtækið Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vinnur við fyrsta áfangann og geng- ur verkið mjög vel. Vonast er til aö byrjað verði að leggja bundið slitlag á hluta vegarins í sumar. -DVÓ staögreiöslu- og greiðslukortaafsláttur oW mil/í hirr,/, og stighœkkandi Smáaugiýsingar birtingarafsláttur PV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.