Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 30
42 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 Afmæli Sigríður Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir húsmóð- ir, Fellabæ, Fellahreppi, er sextug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist á Hámundastöð- um í Vopnafirði en ólst upp á Fremraseli í Hróarstungu og Teiga- seli á Jökuldal. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann aö Laugum í Reykjadal veturinn 1954-55 stund- aði húsmóðurstörf á Vaðbrekku frá 1956 til 1992 en flutti þá á Ullartanga 3 í Fellabæ og hóf störf hjá Brauð- gerð KHB en vinnur nú við heimil- ishjálp og liðveislu. Sigríður stofn- aði árið 1990 ásamt eiginmanni sín- um, fyrirtækið Hreindýraleður. Fjölskylda Sigríður giftist 8.6. 1958 Aðalsteini Aðalsteins- syni, f. 26.2. 1932, bónda, ullarmatsmanni og starfs- manni hreindýraráðs. Foreldrar hans vora Að- alsteinn Jónsson, bóndi á Vaðbrekku í Hrafnkels- dal, og Ingibjörg Jónsdótt- ir húsfreyja. Börn Sigríðar og Aðal- steins eru Sigurður, f. 30.10. 1957, bóndi á Vað- brekku, kona hans er Eva M. Ásgeirsdóttir og eiga þau fimm böm; Ingibjörg, f. 17.6. 1959, starfs- maður Fellaskóla í Fellabæ, maður hennar er Björgvin Sveinbjömsson vélamaður og eiga þau fjögur böm; Aðalsteinn, f. 21.12. 1960, starfsmað- ur kjötvinnslu KHB, kona hans er Margrét Björk Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eiga tvö böm og era bú- sett í Fellabæ; Snorri, f. 8.2. 1962, sjómaður á Höfn, kona hans er Sig- rún Sveinbjörnsdóttir at- vinnurekandi. Þau eiga tvö böm en auk þeirra á Snorri son á Nýja-Sjál- andi; Margrét, f. 25.12. 1964, skrifstofumaður, maður hennar Vigfús Hjörtur Jónsson trésmiður. Þau eiga þrjú börn og eru búsett í Fella- bæ; Ragnhildur, f. 19.10.1975, starfs- maður hjá Hans Petersen í Reykja- vík, hennar maður er Hreiðar Júlí- usson auglýsingamaður. Systkini Sigríðar eru Antonía, f. 7.1. 1935, húsfreyja á Egilsstöðum; Rannveig, f. 8.6. 1939, húsfreyja á Mælivöllum á Jökuldal; Þorvarður, f. 10.9. 1942, verkamaður á Höfn; Þórhallur, f. 10.4. 1944, verkamaður í Fellabæ; Ásta, f. 3.6. 1945, hús- freyja á Skjöldólfsstöðum á Jökul- dal; Kolbrún, f. 29.11.1946, húsfreyja í Fellabæ; Jón Friðrik, f. 1.2. 1948, bóndi á Teigaseli II á Jökuldal; Kjartan, f. 2.11. 1952, bóndi á Teiga- seli I á Jökuldal. Foreldrar Sigríðar vora Sigurður Þorsteinsson, f. 10.9. 1907, d. 5.3. 1980, bóndi á Teigaseli í Jökuldal, og Margrét Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 1.5. 1912. d. 21.4. 1987, húsmóðir. Systir Sigurðar er Guðfinna Þor- steinsdóttir (Erla) skáldkona. Sigríöur Siguröardóttir. Hilmar Snorrason Hilmar Snorrason, skipstjóri og « skólastjóri Slysavarnaskóla sjó- manna, er fertugur í dag. Starfsferill Hilmar er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Laugalækjarskóla 1972, far- mannaprófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1978. Hilmar hóf sjó- mennsku 1972 og var háseti á ýms- um skipum til 1976 og stýrimaður 1976-78. Hann var afleysingaskip- > stjóri hjá Ríkisskipum frá 1984 og fastráðinn skipstjóri frá 1988 til 1991. Hilmar hefur verið skólastjóri Slysavamaskóla sjómanna og skip- stjóri á skólaskipinu Sæbjörgu frá 1991. Hann sat í stjóm og samninga- nefnd Stýrimannafélags íslands 1984-87, í stjórn Skip- stjórafélags íslands frá 1987 til 1989, í stjóm Far- manna- og fiskimanna- sambands íslands sem aðalmaður frá 1987-1993 og þar eftir sem vara- maður, í ritnefnd Sjó- mannablaðsins Víkings frá 1989, i vitanefnd 1990-92, í öryggisfræðslu- nefhd sjómanna frá 1991 og í rannsóknarnefnd sjó- slysa frá 1995. Hilmar hef- ur verið fulltrúi Slysavamafélags ís- lands í Alþjóðasamtökum sjóbjörg- unarskóla, IASST, frá 1993. Hilmar skrifaði Skipasögu i 75 ár, afmælisbók vegna 75 ára afmælis Eimskipafélags íslands árið 1988, Sögu strandferða - Ríkisskip 60 ára, 1930-1990, afmælisbók vegna 60 ára afmælis Skipaútgerðar ríkisins árið 1990. Hilmar hefur einnig skrifað fasta þætti í Sjó- mannablaðið Víking frá 1988 og ýmsar greinar um sögu kaupskipa og um ör- yggismál sjómanna í blöð og tímarit. Fjölskylda Hilmar kvæntist 12.4. 1980 Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, f. 20.6. 1960, þau skildu. Sambýliskona Hilmars er Áslaug Kristin Hansen, f. 9.7. 1968, ritari hjá Siglingastofn- un Islands. Foreldrar hennar era Hrafnhildur Þórs Ingvadóttir, ritari í Reykjavík, og Arnvíð Hansen, bif- reiðarstjóri á Dalvík. Böm Hilmars eru Anna Sigríður, f. 30.3. 1979, nemi á íþróttabraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla; Guð- mundur Már, f. 25.4. 1982, nemi í Laugalækjarskóla. Systkini Hilmars eru Guðrún, f. 6.2. 1955, skrifstofumaður í Reykja- vík, gift Jóni Kristni Ingibergssyni vélfræðingi. Saman eiga þau eitt bam en Guðrún á tvö böm af fyrra hjónabandi. Foreldrar Hilmars voru Snorri Júlíusson, f. 30.8. 1916, d. 8.8. 1995, og Sigríður Petrín Guðbrandsdóttir, f. 31.3. 1914, d. 15.6. 1987, húsmóðir. Þau vora búsett í Reykjavík. Snorri var sonur Júlíusar Geirmundsson- ar, bónda í Fljótavík á Ströndum, og Guðrúnar Jónsdóttur. Sigríður var dóttir Guðbrands Sigurðssonar, bónda og hreppstjóra á Hrafnkels- stöðum á Mýrum, og Ólafar Gils- dóttur. Hilmar Snorrason. Haíþór Guðjónsson Hafþór Guðjónsson, kennari við Menntaskólann við Sund og stunda- kennari við HÍ, Blönduhlíð 18, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hafþór fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1967, cand. mag. í raungreinum frá háskólanum í Ósló 1974, og cand. real. í lifefnafræði frá háskólanum í Tromso 1977. Hafþór var sérfræð- ingur á Raunvísinda- stofnun HÍ 1977-79, kenn- ari í efnafræði við Menntaskólann við Sund frá 1979 og stundakennari í kennslufræðum raun- greina við félagsvísinda- deild Háskóla Islands frá 1988. Hafþór er einnig höfundur þriggja kennslubóka í efnafræði Hafþór Guöjónsson. sem Mál og menning hef- ur gefið út. Fjölskylda Hafþór kvæntist 6.6. 1986 Þorgerði Hlöðversdóttur, f. 3.8.1955, leikskólakenn- ara. Foreldrar hennar vora Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri á Siglufirði, og Katrín Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur. Böm Hafþórs og Þorgerðar era Brynjar, f. 27.3.1987; Örvar Hafþórs- son, f. 29.5. 1992. Hafþór á einnig dótturina Ástu, f. 5.12. 1967, og Þor- gerður á soninn, Kjartan Orra Jóns- son, f. 20.6. 1978. Systkini Hafþórs eru Addý Jóna, f. 5.4. 1935, húsmóðir í Reykjavík; Jón Valgarð, f. 8.10. 1931. Foreldrar Hafþórs vora Guðjón Jónsson, f. 1.9. 1905, d. 4.3. 1994, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, og Marta Jónsdóttir húsmóðir. Páll Pálsson Páll Pálsson, sóknarprestur á Berg- þórshvoli, er sjötugur í dag. - Starfsferill Páll fæddist i Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtunum og Vesturbæn- um. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949, kennaraprófi 1955, embættis- prófi í guðfræði við HÍ 1957, auk þess sem hann las lögfræði við HÍ í þrjú ár, einkum kirkjurétt. Páll var kennari við Gagnfræða- skólann við Lindargötu 1951-62, sókn- arprestur í Vík í Mýrdal 1962-65, kennari við Bama- og imglingaskól- ann í Vík og prófdómari við bama- skólann í Litla-Hvammi og við Hér- '> aðsskólann á Skógum, fulltrúi í Stofn- lánadeild landbúnaðarins í Búnaðar- banka íslands 1966-68, endurskoðandi hjá Loftleiðum hf. 1968-73, kennari við MR 1969-72, prestur við Fríkirkj- una í Reykjavík 1972-73, fulltrúi í Rík- isendurskoðun 1973-75 og er sóknar- prestur í Bergþórshvolsprestakalli frá 1975. Þá hefur hann verið kennari við A bamaskóla Vestur-Landeyja 1976-80. Páll er höfundur bókanna Ferm- ingarundirbúningur, 1963, og Fermingarkverið, 1990. Hann þýddi bækumar Leiðbeiningar, Bænalíf eft- ir Andrew Murray, 1960, og þrjár aðrar bækur trú- arlegs eðhs. Fjölskylda Páll kvæntist 10.3. 1973 Eddu Carlsdóttur, f. 14.4. 1945, húsmóður, leikara og umsjónarmanni á Sólheim- um í Grímsnesi. Hún er dóttir Carls Thalman verkfræðings og Aðalheiðar Bergsdóttur húsmóður sem lést 1978. Sonur Páls og Eddu er Njáll, f. 16.10. 1976, námsmaður við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Bróðir Páls var Sveinn Pálsson, f. 30.9. 1922, d. 18.4. 1991, menntaskóla- kennari á Laugarvatni og í Zúrich í Sviss. Systir Páls, sammæðra, var Sunna Stefánsdóttir, f. 27.9.1911, d. 14.3.1991, húsmóðir í Reykjavík og áður leið- sögumaður ferðamanna. Foreldrar Páls voru Páll Sveinsson, f. 9.4.1878, d. 5.1.1951, yfir- kennari við MR, og Þuríð- ur Káradóttir, f. 16.12.1892, d. 18.2.1974, húsmóðir. Ætt Páll var bróðir Gísla al- þingsforseta og Sveins á Síðu, afa Sveins Runólfs- sonar landgræðslustjóra. PáE var sonur Sveins, prests og alþm. í Ásum, Ei- ríkssonar. Móðir Sveins í Ásum var Sigríður Sveinsdóttir, læknis í Vík i Mýrdal, Pálssonar og Þórannar Bjamadóttur landlæknis, Pálssonar. Móðir Þórunnar var Rann- veig Skúladóttir landfógeta Magnús- sonar. Móðir Páls yfirkennara var Guðríð- ur, systir Páls, prests og alþm. i Þing- múla, langafa Róberts Amfinnssonar leikara. Annar bróðir Guðriðar var Páll í Hörgsdal, langafi Péturs Sigur- geirssonar biskups. Guðríður var dóttir Páls, prófasts í Hörgsdal, Páls- sonar, sem var kominn af Jóni Ara- syni í ellefta lið, og Guðríðar Jóns- dóttur, b. á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar, fóður Þórunnar, ömmu Jóhannesar Kjarval. Þuríður var systir Guðríðar, móður Alfreðs Guðmundssonar, íyrrv. for- stöðumanns Kjarvalsstaða. Þuriður var dóttir Kára, b. á Eiði í Mosfells- sveit, Loftssonar og Steinu Pálínu Þórðardóttur, b. í Lukku í Staðar- sveit, Sveinbjamarsonar, prests á Staðarhrauni, Sveinbjamarsonar, bróður, samfeðra, Þórðar háyfirdóm- ara. Móðir Þórðar var Rannveig, syst- ir Guðrúnar, langömmu Ingibjargar, móður Davíðs Oddssonar. Rannveig var dóttir Vigfúsar, sýslumanns á Hlíðarenda, Þórarinssonar, ættfoður Thorarensenættarinnar, Jónssonar. Móðir Rannveigar var Steinunn Bjamadóttir landlæknis Pálssonar og Rannveigar Skúladóttur landfógeta Magnússonar. Móðir Steinu var Guð- rún Gísladóttir, systir Ásdísar, langömmu Sigurðar Magnússonar blaðafulltrúa og Jóns Alexandersson- ar, forstjóra Viðgerðarstofu Ríkisút- varpsins, afa Þórannar Valdimars- dóttur sagnfræðings. Páll er að heiman. Páll Pálsson. DV HI hamingju með afmælið 26. maí 90 ára Margrét Jóhannesdóttir, Lyngholti, Hvammstanga. 80 ára Margrét O. Haakansson, Álfheimum 66, Reykjavík. 75 ára Guðbrandur Frímannsson, Fomósi 13, Sauðárkróki. 70 ára Vigfús Guðbrandsson, Dimmuhvarfi 7, Kópavogi. Ragnheiður Bjarman, Naustahlein 26, Garðabæ. Anna Clara Sigurðardóttir. Búðagerði 7, Reykjavík. Hólmfriður Finnsdóttir, Straumfjarðartungu, Eyja- og Miklaholtshreppi. PáU Pálsson, Bergþórshvoli I, Vestur-Land- eyjahreppi. 60 ára Þóra Kristín Jónsdóttir, Hringbraut 45, Reykjavík. Erla Oddsteinsdóttir, Raftahlið 2, Sauðárkróki. Einar Mýrkjartansson, Grenimel 9, Reykjavík. Óskar Gunnarsson, Sólborgarhóli, Glæsibæjar- hreppi. Sigríður Jónsdóttir, Hlíðarvegi 41, ísafirði. 50 ára Theódóra Gunnarsdóttir, Barmahlíð 4, Akureyri. Magnús Pétursson, Silungakvísl 18, Reykjavík. Erla Hafliðadóttir, Njálsgötu 18, Reykjavík. Guðrún Halldórsdóttir, Krókahrauni 2, Hafnarfirði. Valtýr Björgvin Grímsson, Blómvangi 14, Hafnarfirði. Valgerður Benediktsdóttir, Hólmgarði 24, Reykjavík. Magnús Einarsson, Vesturgötu 42, Akranesi. Smári Kristjánsson sjómaður, Kvisthaga 27, Reykjavík. 40 ára Guðrún Lilja Harðardóttir, Gauksrima 3, Selfossi. Ingimundur Jakobsson, Króktúni 6, Hvolsvelli. Gunnar Steingrímsson, Stóra-Holti, Fljótahreppi. Sigurlaugur Eliasson, Víðimýri 10, Sauðárkróki. Einar Sigurðsson, Foldahrauni 42a, Vestmanna- eyjum. Hulda Halldórsdóttir, írabakka 6, Reykjavík. Sigurður Ingþór Pálsson, Ásbúð 36, Garðabæ. Einar Guðmundur Jónasson, Baughóli 32, Húsavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.