Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 32
44 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 - 1 Kvótakerfið er harmleikur Kvótakerfið, eins og það er uppbyggt með sínum áherslum og sínu útgerðarformi, er harm- leikur og á eftir, ef fram heldur sem horfir, að gera íslensku þjóðina að ánauðugum leigulið- um auðvldsins." Garðar Björgvinsson, útgerðar- maður og bátasmiður, í DV. Kastljósið á okkur „Kastljósið beinist að okkur. Við verðum að njóta þess að vera þar, en vera einnig tilbúnir að takast á við það.“ Geir Sveinsson, fyrirliði hand- boltalandsliðsins, i Morgun- blaðinu. Ummæli Þeir verða slefandi „Þeir yrðu slefandi í höfninni þegar við kæmum með þetta.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., um viðbrögð Japana ef þeim yrði boðið hvalkjöt, í Viðskiptablaðinu. Floppið „Það væri hroki að segja ann- að en að maður væri sáttur við eitt stig hér á Akranesi. Eftir „floppið“ gegn Skallagrimi veit ekki auðvelt að koma hingað." Kristinn Björnsson, þjáifari Leifturs, eftir jafntefli við ÍA, ÍDV. Járnbrautarlestir hafa flutt far- þega í um 170 ár. Fyrstu farþeg- arnir í járn- brautarlestum Fyrstu járnbrautarvagnarnir sem notaðir voru til farþega- flutninga voru ekki ósvipaðir hestvögnum í útliti, munurinn var að þeir voru dregnir af eim- reið. Vitað er að þannig vagnar voru teknir í notkun í september 1830, er Liverpool-Manchester- járnbrautin var opnuð til um- ferðar. Þessi járnbraut var því sú fyrsta í heiminum til að flytja reglulega farþega. Blessuð veröldin Svefhvagnar Fyrsti svefnvagninn var tek- inn í notkun í Bandaríkjunum í september 1859. Frumkvöðull þeirrar þróunar var C.M. Pullman. Árið 1867 stofnaði hann Pullman Palace Car Company er annast skyldi fram- leiðslu og rekstur svefnvagna og fyrsta flokks veitingavagna. í Evrópu var fyrsti svefnvagrinn tekinn í notkun 1872. Þetta var tveggja öxla vagn og í honum voru þrír svefnklefar. Veitingavagnar Veitingavagnar voru teknir í notkun 1863 á leiðinni Philadelp- hia-Baltimore í Bandaríkjunum. í Evrópu var fyrsti veitingavagn- inn, þar sem réttir voru búnir til í sjálfri lestinni, tekinn í notkun 1879 á leiðinni Leeds-London. Áður eða árið 1867 hafði verið gerð tilraun með slíkan rekstur í Rússlandi. léttskýjað Skammt austur af landinu er 1010 mb lægð sem fer austnorðaustur, en 600 km vestur af Reykjanesi er vax- andi 1020 mb hæð sem þokast suður. 1008 mb lægð 600 km suðaustur af Hvarfi hreyfist norður á bóginn. Veðrið í dag í dag verður hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað en síðdeg- is fer að þykkna upp á Suðvestur- landi með suðaustangolu eða kalda. Hiti 8-16 stig að deginum. Á höfuðborgarsvæðinu fer að þykkna upp síðdegis á morgun með suðaustangolu eða kalda. Hiti 8-12 stig. Sólarlag í Reykjavík:23.16 Sólarupprás á morgun:03.33 Síðdegisflóð í Reykjavlk:21.25 Árdegisflóð á morgun:09.55 Veöriö kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö 8 Akurnes skýjað 14 Bergstaðir rigning á sið.klst. 7 Bolungarvik alskýjað 7 Egilsstaðir skýjaó 10 Keflavíkurflugv. skýjað 10 Kirkjubkl. léttskýjað 15 Raufarhöfn mistur 8 Reykjavík skýjaö 10 Stórhöfði léttskýjaó 10 Helsinki úrkoma í grennd 10 Kaupmannah. skýjað 11 Ósló skýjað 15 Stokkhólmur úrkoma í grennd 11 Þórshöfn rigning 9 Amsterdam léttskýjað 13 Barcelona hálfskýjaö 22 Chicago alskýjaö 11 Frankfurt skýjað 18 Glasgow skýjað 15 Hamborg skýjað 15 London léttskýjað 18 Lúxemborg léttskýjað 17 Malaga léttskýjað 22 Mallorca hálfskýjað 25 París léttskýjað 19 Róm hálfskýjað 20 New York rigning 17 Orlando hálfskýjað 31 Nuuk skýjað 3 Vín léttskýjaö 15 Washington rigning 23 Winnipeg skýjaó 14 Björn Skúlason, ferðamálafulltrúi Grindavíkur. Ferðamál og fótbolti DV, Suðurnesjum: „Starfið er mjög spennandi og krefjandi. Grindavík er mjög ró- legur og notalegur staður og hefur heilmikið að bjóða. Mitt starf er að veita ferðamönnum upplýsingar og fá þá til að koma til Grindavík- ur. Það er engin spurning að þeim hefur fjölgað jafnt og þétt. Það skemmtilega við staríið er hvaö við fáum skemmtileg viðbrögð frá fólkinu þegar við bendum því á áhugaverða staði. Það tekur já- kvætt í að fá svona góða þjónustu eins og við veitum,“ sagði Björn Skúlason sem er nýlega tekinn við starfi ferðamálafulltrúa Grinda- víkur. Maður dagsins Bjöm er ráðinn í fjóra mánuði, allavega til að byrja með. „Ég fæ alveg lausar hendur og vinn sjálf- stætt sem er mjög gott. Við erum að reyna að benda ferðafólki á hve stutt er á milli Bláa lónsins og Grindavíkur með útgáfu bæk- linga. Það er hægt að gera ýmis- legt í Grindavík. Hér er meðal annars hægt að fara í golf, fugla- skoðun, silungsveiði, veitingahús, tjaldsvæði og mikið er af fallegum gönguleiðum. Það sem er gífurlega vinsælt hjá ferðamönnum er að kíkja í saltfiskverkunarhús og skoða humarvinnsluna. Það er kokkur, Axel Jónsson, á vegum okkar sem eldar síðan handa fólk- inu bæði saltfiskrétt og humarrétt. Það er borðað á staðnum og era allir ferðmenn æstir í að komast í svoleiðis og eiga þeir góðar minn- ingar þegar þeir fara héðan.“ Björn, sem er 23 ára, spilar með knattspyrnuliði Grindvíkinga í efstu deild og þykir góður knatt- spyrnumaður. Á sinum ferli hefur hann spilað með liðinu, fyrir utan eitt ár þegar hann spilaði með KR i fyrra. Björn hefur stundað nám i hagfræði undanfarin þrjú ár í Ala- bama í Bandaríkjunum. Þar spilar hann einnig knattspyrnu með skólaliðinu. „Ástæðan fyrir því að ég fór í nám þangað er að geta skipt um umhverfi sem er ofsalega gott. Ég á eitt ár eftir af náminu. Hins vegar kemur það niður á boltanum hér heima og klippist framan og aftan af knattspyrnu- tímabilinu hjá mér hér vegna námsins." Björn á sér nokkur áhugamál en vinnan og knattspyrnan tekur nær allan hans tíma. „Ég hef of- boðslega gaman af að stunda golf en það verður að bíða betri tíma. Ég stundaði golfið aðeins þegar ég var í Bandaríkjunum." Björn á kærastu sem heitir Svala Helga- dóttir. -ÆMK Áratog Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. DV ÍA, sem hér sést í leik gegn Breiðabliki, leikur gegn Val í kvöld. Bikar- keppni karla og 1. deild kvenna Það er mikið um að vera í fót- boltanum í kvöld og fjölmargir leikir á dagskrá. Keppni hefst í Bikarkeppni KSÍ, sem nú heitir Coca- Cola bikarinn, og era fjór- ir leikir á dagskrá í kvöld, KR 23-ÍH leika á KR-velli, Vikingur Ó.-Keflavík 23 leika á Ólafsvík- urvelli, Fram 23-ÍA 23 á Val- bjarnarvelli og Valur 23- Njarð- vík á Valsvelli. Iþróttir Keppni í úrvalsdeild kvenna er hafin og er einn leikur á dag- skrá í kvöld en þá leika á Akra- nesi ÍA og Valur. í 1. deild kvenna eru tveir leikir í kvöld. FH leikur gegn Aftureldingu á Kaplakrikavelli og Reynir S. leikur gegn Selfossi á Sandgerði- svelli. Það stutt á milli stríða hjá Víkingi í 1. deild karla. Liðið lék gegn Þrótti á fostudagskvöld og í kvöld tekur það á móti Breiða- bliki á Víkingsvellinum í Foss- vogsdalnum. Allir leikir kvölds- ins hefjast kl. 20.00. Bridge Norðmaðurinn Geir Helgemo þykir kom til greina fyrir besta úr- spil sagnhafa í ár. Hann var sagn- hafi á 6 tíglum í þessu spili á Forbo- mótinu í Hollandi fyrr á þessu ári. Spilafélagi hans í mótinu var Edgar Kaplan og sagnir gengu þannig með Kaplan-Helgemo í NS: * 973 * 9762 * K1086 * 92 * DG105 * Á1053 * 3 * DG64 4 ÁK62 * - ♦ ÁDG9742 * Á8 Vestur Norður Austur Suður 2 pass 4* 6 ♦ p/h Bjartsýna sögn varð að réttlæta með góðri spilamennsku en þessi samningur er þó óvinnanlegur, eða hvað? Helgemo var ekki i vandræð- um með úrspilið. Útspilið var hjartakóngur sem Helgemo tromp- aði, tók tígulás og spilaði síðan spaða á sjöuna (svíning nr 1). Aust- ur drap á gosa og spilaði spaða- fimmu. Helgemo hleypti henni yfir á níuna og gat síðar hent laufi í spaða. Vörnin gerði sitt besta því Helgemo vinnur alltaf spilið. Ef austur spilar hjarta trompar Hel- gemo hátt, spilar tígli inn í blindan og síðan spaðaníu (svíning nr 2). Austur getur lagt á, Helgeino drepur á ás, spilar tígli enn að blindum og svínar spaðasexunni! (svíning nr 3 í sama litnum). Þetta er stórkostleg íferð í einn lit, ein svining í gegnum vestur og tvær svíningar í gegnum austur. -Isak Örn Sigurðsson 4 84 4* KDG84 ♦ 5 * K10753

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.