Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Side 3
JjV FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
HLJÓMPLm
Arturo Sandoval - Danzón ★★★★
ARTURO SANDOVAL
/>
Aít t
(Oanci: On')
Margréttuð stórveisla
Meðan beðið er eftir nýjum geisladiskum er gott að hlusta aðeins á
einn góðan, rúmlega árs gamlan. „Danzón“ ne&iist hann og er með
kúbverska trompetleikaranum Arturo Sandoval, fyrrverandi liðsmanni
hljómsveitarinnar Irakere. Frá því að Sandoval settist að í Bandaríkjun-
um árið 1990 hefur hann verið iðinn við að senda frá sér alis konar mús-
ík; latin - djass, popp, klassik, bræðing o.fl. Á þessum diski leikur hann
tónlist heimalands sins og er hún afar fiölbreytiieg. Á honum er boöið
upp á fjöruga kamivalstemningu og uppnmalegan afrískan trumbuslátt,
bóleró, cha-cha-cha og auðvitað danzón; áhrif ffá spænskri gítartónlist,
dægurlög í mjúkri suðrænni sveiflu og bræðings- og salsaskotinn stór-
sveitardjass... og er þá ekki allt upptalið.
Fjöldi góðra tónlistarmanna lætur í sér heyra á diskinum. Þama er
hin gamalreynda söngkona Vikki Carr og önnur yngri, en ekki síður
reynd, Gloria Estefan. Leikarinn og trommarinn heimskunni, Bill Cosby,
syngur í tveimur lögum og leikur á timbales. Aðrir frægir em slagverks-
leikarinn Giovanni Hidalgo, hinn frábæri píanisti Danilo Perez frá
Panama og saxafónleikarinn Ed Calle. Ekki má svo gleyma Sandoval
sjálfúm sem auk þess að blása snilldarlega í trompet að venju leikur hér
á als oddi, syngur (og dansar eflaust líka) og leikur einnig á slagverk.
Þessi geisladiskur er margréttuð stórveisla fyrir eynrn og keppnisdans-
arar gætu efalitiö líka notast við sum lögin, nema lengd þeirra og hraði
fer trúlega fremur eftir formúlum djass- og sontónlistar en samkvæmis-
dansa. Ingvi Þór Kormáksson
INXS - Elegantly Wasted
★★
Litríkur miðframherji
Stefha INXS á plötunni Elegantly Wasted er sem fyrr rokk með þéttum
danstakti. Tónlist sem ákaflega auðvelt er að endurhljóðblanda lítillega og
þar með er komið diskó af gamla skólanum. Og fljótt á litið er nýja platan
með þeim betri sem INXS hefúr sent frá sér á tæplega tveggja áratuga ferli.
Nokkur lög öðnun fremur hifa plötuna upp og gera það að verkum að
gæði hennar verða að teljast í góðu meðallagi. Fyrst skal frægt telja titil-
lagið sem raunar er afskaplega dæmigert fyrir Mjómsveitina. Don’t Lose
Your Head er prýðilegt rokklag og úr rólegri kantinum ber Searching af.
INXS hefur verið litt áberandi hin síðari ár þegar frá er talin fyrsta
flokks frammistaða söngvarans og lagahöfúndarins Michaels Hutchences
á síðum slúðurblaða fyrir kvennafar og ljúft lífemi. En slíkt hefúr greini-
lega engin áhrif á tónlistarmanninn Hutchence. Hann er samur og fyrr,
ágætis söngvari og textar hans eru yfirleitt vel þolanlegir. Og sjálfsöryggi
hefúr hann nóg. Án slíks miðframherja væri hljómsveit eins og INXS
ærið litlaus. Ásgeir Tómasson
•%ónlist
17
Sumar
med
Þriðja plata Progidy er
á leiðinni um mánaðamót
júní og júlí en margir
hafa beðið hennar með
óþreyju. Skífan mun
heita The Fat of the Land
en höfúðpaur sveitarinn-
ar, Liam Howlett, á þó
enn eftir aö semja eitt lag
á hana. Howlett missti af
fyrstu spilun plötunnar
þann 15. maí því hann
var að vinna að lagi sem
hann telur vera örugga
smáskífu. Á nýju plöt-
unni, sem kemur til með
að heita Nuaryan, verða
10 lög, þar á meðal
Firestarter og Breathe.
Segja menn mikinn hip-
hop brag yfir gripnum
þannig að samvinna
Progidy-félaga við Skin í
Skunk Anansie hefúr
ekki haft mikið að segja.
Og áfram með Progidy.
Framkvæmdastjórar
plötufyrirtækja og annað
mektarfólk var flutt sér-
staklega með þyrlu í
hlöðu nokkra á ensku
landsbyggðinni til að fá
nasaþef af nýju plötunni.
Þar mætti þeim bóndi
nokkur sem kvaðst vera
aðdáandi sveitarinnar og
krafðist þess að sýna
þeim verðlaunanautið
sitt. Fræga fólkið tók vel
í það og var öllum mikið
skemmt að sögn vitna.
Predikarar í frí
Manic Street Preachers hafa til-
kynnt aö þeir hyggist taka sér frí frá
tónleikahaldi í óákveðinn tíma með-
em þeir vinna að sinni nýjustu breið-
skífla. Henni er ætlað að fylgja í fót-
spor Everything Must Go sem gerði
það gott í fyrra. Rolling Stones höfðu
samband við sveitina og báðu hana
um að koma fram með lag í nýja
kvikmynd sem fyrrverandi gítarleik-
ari Rollingana, Brian Jones, er að
gera. Þeir afþökkuðu pent, of mikið
aö gera.
Djöfladýrkun?
Beiðni kristinna hópa um bann
við tónleikum Marilyn Manson í
Newport í Bretlandi var hafnað en
þeir hafa haldið fram að sveitin
styðji djöfladýrkun. Rúmlega 400
manns höfðu hótað að mótmæla við
tónleikana en talsmaður hljómsveit-
arinnar segir af og frá að hún styðji
djöfladýrkun, hér sé aðeins um líf-
lega sviðsffamkomu að ræða.
Bowie og Drbital
David Bowie hefur verið að reyna
að fá Orbital til að koma með sér
fram á tónleikum i Phoenix í Banda-
ríkjunum. Samningaviðræður munu
ganga vel en Bowie bað tvímenning-
ana einnig um að endurhljóðblanda
Little Wonder frá síðasta ári. Orbital
gafst ekki timi til þess.
Tvöföld bókun
DJ Shadow varð að draga til baka
þátttöku sína í Tribal Gatherins-
danshátíðinni þar sem hann átti að
vera staddur í hljóðveri á sama tíma.
Þessi mikli hip-hop kóngur frá San
Francisco mun halda tónleika viða í
Evrópu í sumar ásamt röppurunum í
Latryx.
Vinir Bjarkar
Björk mun koma fram á tónleikum
til styrktar Tíbet og mun verða hægt
að fá þá í breiðskífúformi um næstu
jól. Aðrir sem einnig munu koma
fram eru Radiohead, Foo Fighters,
Blur, Michael Stipe & Mike Mills, Be-
astie Boys, Alanis Morissette og
margir fleiri.
Fugees hélt tónleika á Haítí
áöur en haldið var til íslands
og voru yfir 75 þúsund manns
mætt til að hlusta á sveitina.
Tónleikamir voru haldnir í
höfuðborg Haítí, Port au
Prince, og var hugmyndin aö
ágóðinn af þeim rynni til góð-
gerðarmála en meðlimir sveit-
ÍJ2JJÍJ
LULU£lH
arinnar eiga ættir sínar aö rekja
til Haití. Aftur á móti viröist sem
svo að peningamir séu horftiir.
Menningarmálaráðherra Haítí,
Raoul Peck, var kallaður fyrir
þingið í sl. viku til að gera grein
fyrir hvar peningamir kynnu að
vera en ekkert kom út úr þvi.
Fugees dvaldi 5 daga á Haítí.
Hljómsveitarmeðlimir heimsóttu
þar m.a. fátækrahverfi höfuö-
borgarinnar og fengu orðu frá
forseta landsins, Rene Preval.
Heyrst hefur aö Wyclef Jean,
einn af meðlimum Fugees, hafi
beðið tónleikahaldara að gæta
peninganna sérstaklega en hann
þekkir spillinguna sem viðgengst
á Haítí mjög vel.
Af ööra er það að frétta aö
Wyclef gefur út sína fyrstu sóló-
plötu, Wyclef Jean Presents the
Carnival, þann 23. júní nk. Þar
veröur m.a. að finna nýja útgáfu
af gamla Bee Gees-laginu Stayin’
Alive og hip-hop útgáfu af
kúbverska laginu Guantanamera.
Tvö af lögunum era síöan sungin
á kreólatungu Haítíbúa. Meðal
gesta á plötunni má nefna
hans úr Fugees, Laúryn Hill
Pras, auk Neville-bræðra, og Fíl-