Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Qupperneq 5
JjV FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
Oktettinn Supertramp hljómar ótrúlega Ifkt og f gamla daga þótt tveir áratugir séu liðnir sfðan hljómsveitin var upp
á sitt besta.
Sumar hljómsveitir láta líða svo
langan tíma milli þess sem þær
senda frá sér plötur með nýju efni
að flestir halda að þær séu hættar.
(Alltaf verða áttatiu prósent þjóðar-
innar jafnhissa þegar ný Mezzofor-
teplata kemur út: Ha, voru þeir ekki
löngu hættir?!) Rick Davies, hljóm-
sveitarstjóri Supertramp, fagnar því
að á þessu ári eru tíu ár liðin síðan
síðasta hljóðversplata hijómsveitar-
innar kom út með því að senda frá
sér nýja, Some Things Never
Change.
Titillinn þýðir Sumt breytist
aldrei og sennilega á það við um
hljómsveitina Supertramp. Það
leynir sér að minnsta kosti ekki
þegar hlustað er á plötuna hvaða
hljómsveit er á ferð. Þó er annar að-
almaðurinn frá velmektardögunum
löngu horfinn á braut. Roger Hodg-
son, gítarleikari, söngvari og laga-
höfundur, tók pokann sinn 1982 og
hefur sáralítið komið við sögu
hljómsveitarinnar síðan.
Mikið breytt liðsskipan
Auk Davies eru ennþá tveir aðrir
liðsmenn Supertramp eftir sem tóku
þátt í sigrunum á áttunda áratugn-
um, þeir John Helliwell, tré- og
málmblásturshljóðfæraleikari, og
Bob Siebenberg trommuleikari.
Nýir menn í sveitinni eru ásláttar-
hljóðfæraleikarinn Tom Welsh
(áður með hljómsveit Joe Cocker),
Cliff Hugo bassaleikari (áður með
Ray Charles), gítaristinn Carl Ver-
heyen, trompet-, básúnu- og hljóm-
borðsleikarinn Lee R. Thomberg
(áður með Tower of Power og Rod
Stewart) og loks hljómborðs- og gít-
arleikarinn Mark Hart sem í eina
tíð lék með Crowded House. Hart
semur tvö lög plötunnar Some
Things Never Change með Rick
Davies og syngur jafnframt nokkur
lög.
Nýju plötuna tók hópurinn upp á
þremur mánuöum í hljóðveri í Los
Angeles og síðan vom lögin hljóðbl-
önduð í New York. Vinnan við laga-
smíðarnar var öllu lengri.
„Ég verð annað tveggja að láta
mig hverfa eða læsa mig inni með-
an ég er að semja,“ segir Rick
Davies. „Það að semja lag og texta
krefst þess að ég einbeiti mér gjör-
samlega. Fyrst koma alls kyns
óhljóð, óboðleg stef og samhengis-
lausar hugmyndir. Loks fæðist ein-
hver lína sem vit er í og þá er hægt
að fara að byggja upp lagið í kring-
um hana.“
Leitin að rátta óminum
Rick Davies hefúr unnið að lög-
unum á Some Things Never Change
í tuttugu ár. Ótrúlega langan tíma
þegar haft er í huga að platan var
síðan hljóðrituð á ársfjóröungi. Ým-
ist samdi hann þau heima hjá sér
eða í smáhýsi í Cotswold á
Englandi. Ýmist notaðist hann við
óraftnagnað píanó eða Wurlitzer.
„í upphafinu reyndi ég alltaf að fá
laglínumar til að hijóma eins og
þær væru leiknar á gítar með
blústilþrifum. Fyrst notaði ég
Hohner píanó. Síðar notaðist ég við
Wurlitzer sem hefúr ásamt flyglum
orðið eins konar vörumerki fyrir
Supertramp," segir Davies.
í hljóðverinu kom Jack Douglas
til sögunnar og stýrði upptökunum.
Hann hefur meðal annars unnið
með Aerosmith og John Lennon.
„Jack er enginn „cut og paste“ mað-
ur. Hann vinnur upptökumar á
gamaldags hátt og er sérstaklega
limkinn við að láta þær hljóma lif-
andi,“ segir Rick Davies. „Þá hefur
hann gott eyra fyrir útsetningum.
Veit hvaða hljóðfæri hæfa hvaða
lagi. Með slíkan mann við stjómvöl-
inn öðlast lögin manns dýpt og um-
fang. Djassaður trompet á einhveij-
um stað sem maður leiddi ekki einu
sinni hugann að getur gerbreytt
hversdagslegu lagi og gert það
minnisstætt. Þetta kann Jack Dou-
glas.“
Gamalgrónir
Ferill Supertramp hófst árið 1969.
Af tónlistarmönnunum, sem þá
hófu leikinn, er Rick Davies einn
eftir. Hann byrjaði reyndar að velta
fyrir sér tónlist átta ára heima í
Swindon á Englandi þegar foreldr-
amir gáfu honum gamlan radíófón.
Síðan tóku við nokkrar hljómsveit-
ir. Sú fyrsta varð til í listaskóla og
þar léku þeir saman Rick og Gilbert
O’Sullivan sem síðar átti eftir að
gera garðinn frægan.
Ferill Supertramp reis hæst á
seinni hluta áttunda áratugarins.
Þá sendi hijómsveitin frá sér plöt-
una Breakfast in America sem
reyndar er í hópi mest seldu platna
heims. Hún var til dæmis í efsta
sæti bandarískra vinsældalista í sex
vikur sumarið 1979 og hefúr til
þessa dags selst í hátt í átján millj-
ónum eintaka. Þessar vinsældir em
meðal annars að þakka smáskífu-
lögunum þremur sem á plötunni
em, það er Logical Song, Goodbye
Stranger og titillaginu sem öll nutu
vinsælda imdir lok áttunda áratug-
arins.
Áður hafði Supertramp sent frá
sér nokkrar stórar plötur sem hlutu
góðar viðtökur og vinsamlega gagn-
rýni þótt þær seldust ekki í slíkum
upplögum að nægði til að koma
þeim í efstu sæti listanna. Þetta
vom plötumar Crime of the Cent-
ury (1974), Crisis? What Crisis?
(1975) og Even in the Quitest
Moments (1977). Lög af þessum plöt-
um, sem slógu í gegn, vora til dæm-
is Dreamer, Bloody Well Right, Give
a Little Bit og It’s Raining Again
sem sló í gegn þegar platan Famous
Last Words kom út árið 1982. Eftir
það hefur verið fremur hljótt um
Supertramp þótt nokkrar plötur
hafi komiö út með hijómsveitinni.
Plötur sem hafa hinn dæmigeröa
Supertramp-hijóm þótt liðsskipan
sveitarinnar hafi tekiö miklum
breytingum I áranna rás.
-ÁT-
ffinlist,
*★ ★
Fleiri
harmleikir
Trommuleikari Nine Inch
Nails’ mun taka við kjuðunum
í Hoel af Patti Schemel í
nokkrum ef ekki öllum lögum
sveitarinnar á næstu breið-
skífú hennar. Eiimig hefur
heyrst að Infinite Sadness
muni koma nálægt gerð skíf-
unnar. Courtney Love hefur
tilkynnt að hún vilji „dimman
Los Angeles-stíl“ á plötuna.
Annars er það að firétta að
sjálfsvíg Kurt Cobain heldur
áfram að draga dilk á eftir sér.
Tvær stúlkur í Lille í Frakk-
landi skutu sig til bana og
skildu eftir miða þar sem þær
sögðu tónlist Cobain segja
þeim að deyja og því þyrftu
þær að hlýða.
Ice T í bíó
Ice T er á leiðinni á hvita
tjaldið enn á ný og nú í fylgd
Burt Reynolds. Annars er það
af honum að frétta að hann er
nú á stórri hljómleikaferð um
Bretland.
Hljómsveitin Soma
kveður sér hljóðs
TJ’ e i g i r a
Nýtt íslenskt
Hljómsveitin Soma er rúmlega
ársgömul og hefur verið að spila
víðs vegar um höfuðborgina í vet-
ur. Hljómsveitin er að senda frá
sér geisladisk þann 2. júní og ber
gripurinn nafnið Föl. Á diskinum
er aö finna 13 lög. Meðlimir
Soma era Guðmundur, sem sér
um söng, Snorri sem leikur á git-
ar, Þorri á hljómborð, Kristinn á
bassa, Jónas á trommur og Hall-
dór Sölvi á gítar. Soma gefur sjálf
út diskinn en Skífan dreifir. Út-
gáfutónleikamir verða haldnir í
Þjóðleikhúskjallaranum þann 5.
júní.
Danshúsið
í kvöld leikur Hljómsveit Geir-
mundar Valtýs fyrir dansi en annað
kvöld er það Hljómsveit Birgis Gunn-
laugssonar sem heldur uppi fjörinu.
Hótel ísland
í kvöld er lokað á Hótel íslandi
vegna einkasamkvæmis en annað
kvöld verður sjómannadagurinn hald-
inn hátiðlegur. Boðið verður upp á
fjolda skemmtiatriða, m.a. Bragga-
blús, Söngsystur og stórhljómsveit
Gunnars Þórðarsonar. Kynnir verður
Hermann Gunnarsson en Sniglaband-
ið leikur fyrir dansi.
Gullöldin
Gömlu brýnin, þeir Svenni og
Halli, leika fyrir dansi í kvöld og ann-
að kvöld.
Morrissey
undarlegur
Morrissey er aftur kominn
fram á sjónarsviðið með sína
fyrstu plötu, Maladjusted, siöan
hann skipti við útgáfúfyrirtæki.
Bandarísk blöð hafa fengið
mjög imdarlega fréttatilkynn-
ingu senda í pósti ásamt skíf-
unni, undirritaða af Stoney
Hando. Fregnir herma að Ston-
ey Hando sé í raun Morrisey
sjálfúr en í tilkynningunni seg-
ir meðal annars. „Morrissey
hefur engan áhuga á stjómmál-
um í heiminum og kýs frekar
að umgangast dýr en menn.
Hann hefúr engan áhuga á nú-
tíma liftiaðarháttum og býr á
Spáni.“ Frekar skrítið, ekki
satt?