Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Síða 8
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 DV 22 um helgina ★ TÉr „I mörg horn að líta" Á morgun kl. 17 opnar Hildur Waltersdóttir listmálari mál- verkasýningu í Galleríi Horn- inu, Hafnarstræti 15. í mörg hom að líta er yfirskrift sýn- ingarinnar. Sýningin samanstendur af flölda verka sem unnin era á sl. 12 mánuðum og eru öll verkin unnin í olíu á striga. Þema sýn- ingarinnar er sótt til Austur- Afríku þar sem listakonan bjó um tíma. Menning Maasai-ætt- flokksins er áberandi í mörgum verkanna, sem sýna hluti í dag- legu lífi og starfi þess fólks. Hildur Waltersdóttir útskrif- aðist með BFA-gráöu frá lista- deild Rockford College, Rock- ford Dlinois í Bandaríkjunum árið 1994. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum í Bandaríkjunum og einni hér- lendis. Sýningin er opin alla daga kl. 11-23.30 og stendur til 18. júní. Verk eftir Hildi Waltersdóttur sem opnar sýningu á morgun í Galleríi Horninu. Nemendasýning Listdansskólans endurtekin Listdansskóli íslands hélt árlega nem- endasýningu sína í Þjóðleikhúsinu sl. laug- ardag. Nú hefur verið ákveðið að endur- taka sýninguna á sunnudaginn kl. 14. Að venju taka allir nemendur skólans þátt í sýningunni, um 70 manns, og er efn- isskráin mjög fjölbreytt. Má þar nefna dansa í klassískum og nútímastíl, samdir af kennurum skólans, m.a. David Greenall dansara í íslenska dansflokknum. Hann hefur samið dansverk við tónlist Duke EIl- ington, Nátthrafnar, þar sem fram koma flækingskettir, samkvæmisdömur, bófar og löggur og fjöldinn allur af rottum úr göturæsum stórborgarinnar. Þungamiðja sýningarinnar er uppfærsla á hinum fræga ballett Les Sylphides eftir Rússann Fokine við tónlist eftir Chopin. Þar dansar Guð- mundur Helgason, dansari í íslenska dans- flokknum, sem gestur en önnur aðalhlut- verk eru dönsuð af nemendum í elstu flokkunum. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Krist- jánsson ætla aö skemmta noröan- mönnum í kvöld. Þeir verða á Ráöhús- kaffi á Akureyri. Stefán og Eyjólfur í Ráðhúskaffi Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Krist- jánsson munu leggja land imdir fót um helgina og stíga á stokk á hinum nýja og glæsilega veitingastað, RáðhúskaJÉ, á Akureyri í kvöld. Munu þeir félagar og fóstbræður flytja dagskrá byggða á lögum eftir Paul Simon sem flestir muna eftir í flutningi þeirra Simon & Garfunkel. Einnig flytja þeir lög eftir hina ýmsa höfunda, þ.á.m. þá sjálfa. Á morgun kl. 17 opnar Roni Hom sýningu í Ingólfsstræti 8. Roni, sem kemur frá Banda- ríkjimum, hefur komið reglulega til íslands frá árinu 1975 í leit að innblæstri og miðlað þeirri reynslu sinni í verki sem enn hefur ekki tekið enda og hún nefnir To Place. Verk Roni eru af margvíslegum toga; teikn- ingar, ljósmyndir, bækur, textar og verk unn- in í málma. Sýning Roni stendur til 29. júní en galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Sinfóníuhljómsveitin í Vestmannaeyjum Kór Landakirkju, Samkór Vest- mannaeyja og Sinfóníuhljómsveit íslands efna sameiginlega til tón- leika í Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum á morgun kl. 16.30. Á efnisskránni er m.a. Trompetkonsert í Es-dúr eftir Jos- eph Haydn og leikrn: Birkir Freyr Matthíasson einleik með Sinfón- íuhJjómsveit íslands undir stjóm Bernard S. Wilkingsonar. Þá munu kóramir flytja svokallaða Pákumessu eftir Haydn ásamt Sinfóníuhljómsveitinni og ein- söngvurunum Hörpu Harðardótt- ur sópran, Stefaníu Valgeirsdótt- ur alt, Garðari Thór Cortes, tenór, og Eiríki Hreini Helgasyni, bassa. Stjórnandi þessa flutnings verður Guðmundur H. Guðjónsson, org- anisti Landakirkju og skólastjóri Tónlistarskólans í Vestmannaeyj- um. Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika ásamt kór Landakirkju og Samkór Vestmannaeyja í Hvítasunnu- kirkjunni íVestmannaeyjum á morgun. MESSUR Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestamir. Áskirkja: Guðsþjónusta á Hrafn- istu kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ás- kirkju kl. 14. Fermd verður Sigríður ösp Amarsdóttir, Selvogsgrunni 20. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Sjómannadagur- inn. Messa með altarisgöngu kl. 11. Æskulýðsfélagar sem halda til Akureyrar á æskulýðsmót taka þátt í messunni. Samkoma Ungs fólks meö hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Sjómannadags- messa kl. 11 árdegis. Prestur sr. Guöný Hallgrímsdóttir. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Dómkirkjan: Sjómannaguðsþjón- usta kl. 11. Herra Ólafúr Skúlason, biskup íslands, prédikar. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Sjómenn lesa ritningarorð. Dómkór- inn syngur. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Gylfi Jónsson. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 20.30. (Ath. breyttan messu- tíma.) Prestur sr. Guðmtmdur Karl Ágústsson. Prestamir. Glerárkirkja: Sjómannadagurinn. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Helgi Hró- bjartsson prédikar. Sóknarprestur. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar í æskulýðsfélagi kirkjimnar taka þátt í guðsþjónust- unni. Unglingar sem fara með æskulýðsfélaginu í flugferð til Ak- ureyrar mæti til kirkju kl. 10.30. Prestamir. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Halldór S. Gröndal. Keflavíkurkirkja: Sjómannamessa kl. 11. Prestur Ólafur Oddur Jóns- son. Ræðuefni: Trúarlíf nútímanns- ins og sjómannsins. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Hafnarfjarðar- kirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Böm úr vordagastarfinu taka þátt. Bamakór kirkjunnar syngur. Fulltrúar sjómanna lesa texta. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Eftir guðsþjónustuna er grillveisla vordagabama fyrir framan kirkj- una. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Tónleikar kl. 17 á vegum Kirkjulistahátíðar. Tveir kórar, Dómkórinn í Reykja- vík og Skólakór Kársness. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Ferm- ing. Fermdur verður Andri Thor Birgisson, Drápuhlíð 40. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Vorferð Hjallasóknar á vegum Safnaðarfélags Hjalla- kirkju. Brottfor frá kirkjunni kl. 11. Messa verður að Hruna í Hrnna- mannahreppi kl. 14. Nesti eftir messu. Áætluð heimkoma um kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Sjómannadagur- inn. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópa- vogskirkju syngur. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups. Hestamessa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Gradualekór Langholtskirkju syng- ur. Hljóðfæraleikarar og lesarar koma úr röðum hestamanna. Súpa og meðlæti eftir messu. Laugarneskirkja: Vegna sumar- leyfa er minnt á guðsþjónustu í Ás- kirkju. Mosfellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjudagur Hestamannafélags- ins Harðar. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Messa kl. 11. Prestur Guðmimdur Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Kvöldmessa kl. 20. Seljur, kór kvenfélags Seljakirkju, syngja. Sr. Valgeir Ástráðsson préd- ikar. Altarisganga. Sóknarprestur. Seltjamameskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.