Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Side 12
26 iyndbönd FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 IHYNDBAHDA ★★ Dragonheart: Drekinn og riddarinn Hér segir frá drekanum Draco og riddaranum Bowen sem semja friö eftir langan og strangan bardaga og taka höndum saman til að klekkja á vondum kóngsa. Sá var áður lærisveinn Bowens en reyndist siðan harðstjóri hinn mesti þegar hann komst til valda eftir að drekinn bjargaði lífi hans. Líf drekans og kóngsa eru nátengd því að drekinn gaf hálft hjarta sitt til að kóngsi mætti lifa og örlög þeirra eru því samtvinnuð. Þessi mynd stendur ekki undir væntingiun en dettur þó ekki niður fyrir meðalmennskuna. Dennis Quaid reynir að rymja karlmannlega í aðalhlutverkinu og tekst oft vel til. Rödd Seans Connerys er trúverðug dreka- rödd og drekinn sjálfur er stórvel gerður. Þá er David Thewlis ágætur sem hinn illa innrætti kóngur en Dina Meyer er óreynd leikkona í illa skrifuðu hlutverki og árangurinn er eftir því. Þá er aðeins ónefndur Pete Postlethwa- ite sem er nokkuð kómískur sem hinn skáldlegi munkur. Umgjörðin er ágæt en það er innihaldið sem klikkar. Söguhugmyndin er fín en lítið er gert með hana og myndin verður þvi aldrei sú stórmynd sem efíii standa til og mest- allur tíminn fer í að bíða eftir flugeldasýningu sem aldrei kemur. Góðir leik- arar og góðar tæknibrellur (sem eru þó ekki yfirþyrmandi) sjá til þess að myndin er sæmileg afþreying. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Rob Cohen. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, David Thewlis og Sean Connery. Bandarísk, 1996. Lengd: 98 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ The Wind in the Willows: Þytur í laufi ★★★ Myndin er. byggð á skáldsögu Kenneth Grahame en fyrir ca. 10-15 árum voru sýndir hér sjónvarpsþættir, byggðir á sömu sögu. í aðalhlutverkum eru moldvarpa, rotta, greifingi og ofvirkur froskur sem lætur hina læ- vísu merði stöðugt plata sig. Sagan hefst á því að greni moldvörpunnar hrynur undan vinnuvélum marðanna en þá er froskurinn kominn með ólæknandi bíladellu og hefírn selt mörðumun engið til að eignast nýja bila í stað- inn fyrir þá sem hann klessukeyrir. Vinimir reyna ár- angurslaust að koma vitinu fyrir hann en hann lætur ekki segjast og er að lokum settur í fangelsi fyrir bílþjófhað. Þá eru góð ráð dýr þvi að merðimir nota tækifærið til að sölsa undir sig höllina hans. Nokkrir Monty Python félagar koma hér saman og skemmta sér greinilega vel. Terry Jones er frábær sem froskurinn og smellpassar í hlutverkiö en Eric Idle er siðri sem rottan og sömuleiðis Nicol Williamson sem greifinginn. Steve Coogan er hins vegar góður sem hin hlédræga moldvarpa og Antony Sher stórskemmtilegur sem foringi marðanna sem em ansi sniðug mafía með sín kringlóttu sólgleraugu. Þá lita John Cleese og Stephen Fry í heimsókn og fara á kostum í réttarhöldunum yfír frosknum. Af og til tapar myndin nokkuð dampi, sérstaklega í fremur misheppnuðum söngatriðum en fyrir þá sem þekkja til Monty Python og hafa séð sjónvarpsþættina eða lesið bókina er þetta mjög áhugaverð skemmtun. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Terry Jones. Aðalhlutverk: Terry Jones, Steve Coogan, Eric Idle, Antony Sher og Nicol Williamson. Ensk, 1996. Lengd: 92 mín. Öllum leyfð. PJ Emma: ■ ■ Orvar Amors ★★ Emma Woodhouse er ættstór stúlka hverrar helsta áhugamál er að para saman vini sína. Myndin hefst á brúökaupi og þakkar hún sér að brúðhjónin hafi náð saman. Næsta verkefni hennar er ættlitil vinkona henn- ar, Harriet Smith, en nú fer henni að forlast og afskipta- semi hennar leiðir til hins mesta misskilnings og vand- ræða. Þegar nýtt ógift fólk kemur í sveitina fara málin enn að flækjast og enn frekar þegar i ljós kemur að hún er sjálf farin að fá einhverja kippi í hjartað. Athyglisvert er að söguþráðurinn og einstök atriði eru nánast alveg eins og í Clueless og greinilegt að sótt er í sömu sögu þar en þessi mynd heppnast alls ekki eins vel. Sögur Jane Austen eru ekki merkilegar ritsmíð- ar en geta þó verið glettilega skemmtilegar. Til þess þarf góða leikara til að glæða persónumar lifi og það er einmitt það sem upp á vantar. Gwyneth Pal- trow er fremur litlaus í aðalhlutverkinu og þótt aðrir leikarar standi sig þokkalega geislar ekki af neinum og fólnar myndin því algjörlega í saman- burði við t.d. Sense and Sensibility. Þegar heill leikhópur er jafnlitlaus er lík- legt að leikstjóranum sé um að kenna. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Douglas McGrath. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltrow. Ensk, 1996. Lengd: 116 mín. Öllum leyfð. PJ Jingle All the Way: í jólaösinni Schwarzenegger leikur Howard Langston sem eyð- ir alltof miklum tíma á skrifstofunni og sinnir ekki fjölskyldunni. Eftir að hafa enn einu sinni brugðist syni sinum ætlar hann heldur betur að komast í náð- ina aftur með því að gefa honum í jólagjöf vinsælasta leikfangið mn þessi jólin sem þvi miður hefúr verð uppselt í margar vikur. Hann eyðir því aðfangadegi jóla í æsifengna leit um alla borgina að leikfanginu í samkeppni við geð- bilaöan póstbera í sömu erindagjörðum. Maður þarf að vera i ansi miklu jólaskapi til að hafa eitthvað gaman af þessu. Eins og allir vita hefur Amold Schwarzenegger ögn meiri leikhæfileika en ljósastaur en samt er hann ekki áberandi lélegastur sem segir meira en mörg orð um myndina. Hugsanlegt er að mjög lítil börn hafi nógu óþroskaðan húmor til að hlægja að fíflalátunum í honum en vafasamt er að nokkur hafi gaman að þessu sem kominn er á annan áratuginn. Hálfa stjörnu fær myndin fyrir lokasenumar sem eru nokkuð skemmtilega hallærislegar. Sem betur fer er myndin ca. klukkutíma styttri en segir á kápunni. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Brian Levant. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger. Bandarísk, 1996. Lengd: 85 mín. Öllum leyfð. -PJ Myndbandalisti vikunnar ^ Él ^ ^ y 0' • @1 til 11. maí ) SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 Ný 1 Long Kiss Goodnight Myndform Spenna 2 1 3 Courage under Fire Skrfan Spenna 3 6 2 Dragonheart ClC-myndbönd Spenna 4 3 3 Associate Háskólabíó Gaman 5 Ný 1 Jack Sam-myndbönd Gaman 6 4 5 Chain Reaction Skrfan Spenna 7 2 6 Phenomenon Sam myndbönd Drama S 5 4 Tin Cup Warner myndir Gaman 9 7 6 Black Sheep ClC-myndbönd Gaman 10 8 f 6 Substitute Háskólabíó Spenna 1 11 9 10 Time to Kill Warnermyndir ' Spenna 12 1 f Ný . , Assassination File i , ClC-myndbönd Spenna 13 14 2 X-Files: Tempus Fugit Skrfan Spenna 14 n f .. : Nutty Professor ClC-myndbönd Gaman 15 : Ný : i : Emma ; Skrfan Gaman 16 10 10 ; Multiplicity Skrfan Gaman 17 : 15 ; 2 Surviving Picasso Warnermyndir • Drama i8: 13 ; 4 ; Smoke Skrfan Drama 19 : i6 : 2 ; Moll Flanders Sam-myndbönd 1 Drama 20 » 7 : ; Fan Sam-myndbönd ■ Spenna Nokkrar sviptingar eru á myndbandalistanum þessa vikuna, hin ágæta sakmálamynd Long Kiss Goodnight stekkur beint í efsta sæti listans. Þau sem eru í ábyrgð fyrir þessari mynd eru hjónakornin Geena Davis og Renny Harlin sem leikstýrir myndinni. Þau þurftu á sterkri mynd að halda eftir ófarirnar með Cutthroat Island. í fimmta sæti er önnur ný mynd, Jack með Robin Williams í aðalhlutverki. Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum. í 12. sæti er sakmálamyndin The Assass- ination File en aðalhlutverkið í þeirri mynd leikur Sherilyn Fenn sem gat sér gott orð í sjónvarpsseríunni Twin Peaks á sínum tíma. Önnur ung leikkona heldur uppi Emmu, sem er í 15. sæti. Er það Gwynneth Paltrow sem einnig er þekkt sem kærasta Brad Pitts. Long Kiss Goodnight Gena Davis og Samuel L Jackson Húsmóðirin Sam- antha Caine þjáist af minnisleysi og man ekkert frá þeim tíma áður en hún flutti í hverfið fyrir átta árum. Samt sem áður lýstur æ oftar niður í huga hennar leifturmyndum sem hún á erfitt með að átta sig á hvaðan koma. Smám saman gerir hún sér þó grein fyrir að þessar myndir eru í raun hennar eigin minningabrot frá tíma þegar hún var einhver önnur kona. Hún ræð- ur einkaspæjara til botns 1 málinu og þar með hefst rannsókn á flóknu og víðfeðmu máli. Denzel Washington og Meg Ryan. Undirofurstinn Nathan Sterling verð- ur fyrir því um nótt í Persaflóastríðinu að sprengja upp, fyrir slysni, bandarískan skriðdreka. Herinn ákveður að þagga mál- ið niður og kallar Sterling heim. í kjöl- farið er honum falið að rannsaka dauða flug- stjóra sem er um það bil að verða fyrsta kon- an til að hljóta æðsta heiðursmerki Banda- rikjahers. Vitnum ber ekki saman um atvik þau sem leiddu til dauða hennar og til- raunir Sterlings til að komast að hinu sanna ýfa gömul sár. c3t*OGT,MW**#m|R [^RATáfMHHAR Dragonheart Dennis Quaid og Sean Connery Hinn vopnfimi ridd- ari Bowen hafði svarið konungi hollustu sína en var alls ekki sáttur við grimmd þá sem kon- ungurinn beitti. Hann bindur þvi miklar vonir við prinsinn Eigon. Þeg- ar prinsinn særist til ólifis í bardaga leitar Bowden til dreka nokk- urs sem tekst að vekja prinsinn aftur til lífsins. Fljótt kemur þó í ljós að Eigon er enn grimmari en faðir hans og Bowden kennir drekanum um að hafa eitrað sálu hans og leitar því hefnda en drekinn er snjall og sér ávallt við riddaranum hugumprúða. Endar þessi viðureign með traustri vináttu. The Associate Whoopi Goldberg og Diane West. Laurel er einn snjallasti fjárfestinga- sérfræðingur fyrir- tækisins Manchester Inventments. þegar út- smognum samstarfs- manni hennar er veitt stöðuhækkim segir hún upp. Hún stofiiar sitt eigið fyrirtæki og á fúnd með auðmann- inum Donald Fallon sem verður hrifinn af áformum hennar en treystir ekki kven- fólki. Laurel bregður því á það ráð að búa til mann sem hún seg- ir aö sé heilinn í fyrir- tæki sínu. Hefst nú ýmiss konar vand- ræðagangur sem ekki verður séð fyrir end- ann á. Robin Williams og Diane Lane Jack er tíu ára drengur sem eldist fjór- um sinnum hraöar en eðlilegt er. Hann hefúr notið vemdar og ást- ríkis foreldra sinna og hefúr ávallt haft einka- kennara. Jack vill sem skiljanlegt er leika sér við aðra stráka og þvi er hann sendur í fyrsta sinn í skóla og sest á bekk með öðrum tíu ára krökkum. í fyrstu virðist þetta ekki ætla að ganga upp því skóla- félagar hans líta á hann sem viðrini og eiga erfitt með að um- gangast hann en Jack býr yfir skynsemi og lífshamingju sem fleyt- ir honum yfir erfiðasta hjallann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.