Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Side 5
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
nlist,
Á síðasta áiri kom hljómsveitin
Sóldögg fram á sjónarsviðið með út-
gáfu fimm laga plötu sem bar nafn-
ið KLÁM. Platan seldist sæmilega
og þá sögðust strákamir komnir til
að vera. Núna eru þeir.
Þorsteinn J. kallaði lag þeirra
Frið eitt geggjaðasta lag sumarins
þegar þeir komu fram í 19-20 síðast-
liöinn föstudag. Staða lagsins á ís-
lenska listanum segir meira en
mörg orð og Ásgeir (gítarleikari og
lagasmiður) segir bókanir sumars-
ins aldrei hafa verið fleiri á tveggja
ára ferli hljómsveitarinnar. Hei,
þeir lifa á þessu (eiga ekki frí fyrr
en helgina eftir verslunarmanna-
helgi).
Eina ísienska lagið...
...á Pottþétt 8 (úr íslensku Pott-
þétt safnplöturöðinni) verður Frið-
ur með Sóldögg. Að vísu mætti fara
mörgum orðum um þessa stefhu út-
gáfufyrirtækjanna sem standa að út-
gáfunni en það verður ekki gert hér.
Sóldögg hefúr greinilega eitthvað
fram að færa sem stenst fyllilega
samanburð við erlendu listamenn-
ina sem fá fost sæti á annarri hvorri
Pottþétt-plöhmni sem kemur út á
tveggja mánaða fresti.
Friöur er eftir gítarleikarann Ás-
geir en aðrir í Sóldögg eru söngvar-
inn Bergsveinn, hljómborðsleikar-
inn Stefán, trommuleikarinn Bald-
vin og fjórði bassaleikarinn Jón
Ómar (ör bassaleikaraskipti hljóm-
sveitarinnar hafa verið umtalsefhi,
ekki síst innan sveitarinnar). Text-
ann að laginu á Hafþór, fyrrum
söngvari í Sonum Raspútíns (sem
ekki hefur heyrst frá í lengri tíma).
Textinn fjallar um hinar ýmsu leið-
ir til innri ffiðar og má sem dæmi
nefna:... að fella fullorðinn fausk og
lúberjann ... og ... nautnin út
lungnafylli af nikótíni...
Sóldögg lætur ekki staöar numið
við útgáfu lagsins Friður á safn-
plötu þetta sumarið því nú þegar er
búið að taka upp annað lag sem hef-
ur fengið vinnuheitið Obbosí til út-
gáfu í sumar og stór plata er vænt-
anleg frá henni í haust.
Byrjaðir að taka upp
Þegar er búið að semja nægilegt
efni á heila plötu og eitthvað af því
er þegar komið á band eða i staf-
rænt form, tilbúið til útgáfu í haust.
Eins og öllum góðum hljómsveitum
sæmir á Sóldögg í stórkostlegum
erfiðleikum með að lýsa eigin tón-
smíðum. Óhefðbundin stemning-
arpopphljómsveit var það næsta
sem blaðamaður DV komst í lýs-
Hljómsveitin Sixties
Útgáfutónleikar
2. júní sl. kom út geisladiskur á
vegum Nemendafélags MH. Diskur-
inn ber nafhið TÚN sem stendur
fyrir Tónlist úr Norðurkjallara. í
kvöld verða haldnir útgáfutónleikar
á Nelly’s Café til þess að kynna efhi
disksins. Þar koma fram hljómsveit-
imar Stjömukisi, Self realisation in
the experience of sensual love,
Hugh Jazz og Electrique. Tónleik-
amir hefjast kl. 22 og standa til 0.30'
Sixties
Hljómsveitin Sixties verður á
fljúgandi ferð um helgina. í kvöld
leikur hljómsveitin fyi'ir dansi í
Gjánni á Selfossi á miklu bítlaballi.
Annað kvöld verða þeir félagar með
annað bítlaball í Hafurbiminum í
Grindavík. Sixties era um þessar
mundir að leggja síðustu hönd á
nýja plötu sem kemur út i lok þessa
mánaðar.
Buttercup á
Gauknum
Hljómsveitin Buttercup leikur á
Gauki á Stöng um helgina. Hún gaf
nýlega út smáskífu með laginu „Er
heimurinn það sem þú ætlar þér?“
Þetta lag hefur hljómað nokkuð á
útvarpsstöðvum undanfarið og
verður því fylgt eftir með uppákom-
um um allt land í sumar.
Greifarnir
Hljómsveitin Greifamir er aftur
komin á kreik og hefur að eigin
sögn aldrei verið sterkari en nú. í
kvöld verður hún á Höfðanum í
Vestmannaeyjum og annaö kvöld
mun hún sþila í Stapanum í Njarð-
vík. Fólki er ráðlagt að mæta
snemma því aðsókn hefur verið góð
undanfarið þar sem Greifamir hafa
verið að spila.
Línudans
Mikið verður um að vera fyrir
kántríaðdáendur um helgina. í
kvöld verður línudansball í Kántrý-
bæ og annað kvöld verður annað
eins í Reiðhöllinni í Hafharfirði. Á
siðamefnda staðnum verður Ómar
Ragnarsson meðal gesta og skemmt-
ir áhorfendum.
ingu á lagasmíðunum. En hvað er
óhefðbundin stemningarpopphljóm-
sveit? Ég veit það ekki, líklega eitt-
hvað sem skýrist heilmikið með út-
komu plötunnar í haust.
Upptökumar hafa hingað til farið
ffam undir tryggri stjóm Adda 800
(sem kostar miklu meira í dag) í
Sýrlandi. Að sjálfsögðu verður allt
efni, sem hljómsveitin gefur út fyrir
íslenskan markað, á íslensku þó
þeim félögum þyki oft auðveldara
að bulla textabrot á ensku til að
byrja með. Bull á ensku hljómar
nefnilega ekki eins fáránlega og bull
á íslensku. Textinn er síðan sam-
viskusamlega samsettur á íslensku,
svona til að við hin skiljum bullið.
Taldir til stærri...
... spámanna þegar kemur að tón-
leikahaldi. „Við erum geggjaðir
live“ segir Bergsveinn. Em þeir að
taka stórt upp í sig? Eins og Ásgeir
sagði verður nóg að gera í spila-
mennskunni hjá þessum strákum í
sumar og því ekki ólíklegt að þú
eigir eftir að reka augu og eym í
þá einhvem tíma á næstu vikum.
Ef þú getur ekki beðið þá spilar
hljómsveitin í Hreðavatnsskála
annað kvöld í sama stuði og venju-
lega (ef hún verður ekki í örlítið
meira stuði).
Þeir sem ekki dansa þurfa ekki
að leita lengra en í útvarpið til að
heyra í Sóldögg og þeir sem eru út-
varpslausir eða hafa einfaldlega
ekki áhuga á íslensku útvarpi
verða víst að bíða þolinmóðir eftir
haustinu. Þá kemur stóra platan.
GBG
Nýr gítar-
leikari Guns
N'Roses
Guns N’Roses hafa ráðið
gitarleikarann Robin Mnk
sem áður var hjá Nine Inch
Nails. Hann mun koma í stað-
inn fyrir Slash á næstu plötu
hljómsveitarinnar. Einnig hef-
ur verið staðfest að Mike Cl-
ink muni stjóma upptökum á
plötunni en hann gerði það
einnig á plötunni „Use Your
Dlusion." Haft var eftir
tommuleikaranum Matt Sor-
um nýlega að hljómsveitin
ætti mikið til af efni og „15
mjög sterk lög“, eins og hann
oröaði það.
Chuck D í
sjónvarpið
Chuck D, sem er betur
þekktur sem meðlimur í
Public Enemy, hefur verið
ráöinn til fréttastofú Fox sjón-
varpsstöðvarinnar í Kanada.
Þar á hann aö einbeita sér að
velferðar-, félags- og menntun-
armálum. Ráðning hans er
hugsuð sem tilraun til að laða
yngri áhorfendur að sjón-
varpsstöðinni.
Evita
Söngleikurinn Evita eftir Andrew Ll-
oyd Webber verður frumsýndur næst-
komandi fimmtudag, 12. júni. Sama dag
kemur út plata með tónlistinni úr söng-
leiknum. Þorvaldur Bjami Þorvaldsson
hefur veg og vanda af tónlistinni en
flytjendur em Andrea Gylfadóttir, Egill
Ólafsson, Björgvin Halldórsson og nýst-
imin Baldur Trausti Hreinsson og Vig-
dís Hrefna Pálsdóttir ásamt kór. Jónas
Friðrik sneri söngtextanum á íslensku.
14 fóstbræður
14 fóstbræður em eflaust einn vinsæl-
asti og ástsælasti sönghópur sem starf-
að hefur hérlendis. Þeir gáfu út tvær
plötur um miðjan 8. áratuginn en þær
hafa nú verið ófáanlegar í mörg ár. Nú
er komin geislaplata með úrvali af
söngsyrpum af þessum tveimur plötum.
Uppmnalegar hljóðritanir hafa veriö
endurunnar af Sigurði Rúnari Jóns-
syni. Útgáfudagur er 12. júní.
Pottþétt 8
Pottþétt útgáfuröðin heldur áfram af
fullum krafti. Þessi áttunda plata inni-
heldm 37 splunkuný lög og flytjendur
em m.a. Skunk Anansie, U2, Spice
Girls, Depeche Mode o.fl. Útgáfúdagur
er 10. júní.