Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 IjV 22 utn helgina Milljónamæringarnir 5 ára Annað kvöld fagna Milljóna- mæringamir fimm ára afmæli sínu með gleðilátum og stórdans- leik í Óperukjallaranum. Sjarmör- inn Bjarni Ara er aðalsöngvari sveitarinnar en Páll Óskar og Stef- án Hilmarsson verða sérstakir gestir á afmælisfagnaðinum. „Við Ástvaldur Traustason höf- um verið í hljómsveitinni frá upp- hafi en þeir Birgir Bragason og Jóel Pálsson komu til liðs við sveitina fyrir þremur árum. Veig- ar Margeirsson spilar svo með okkur á sumrin en hann er við nám í Bandaríkjunum. Við getum lofað góðri sveiflu á morgun, pró- grammið verður mjög blandað og þeir sem til þekkja ættu að vita hvers má vænta af þeim Bjama, Páli Óskari og Stefáni. Það eru að koma út tvö ný lög með Milljóna- mæringunum og auðvitað munu þau hljóma í Óperukjallaranum Þaö má búast viö grenjandi gleöi í Óperukjallaranum annað kvöld þegar Milljónamæringarnir fagna fimm ára afmæii sínu. Hijómsveit- ina skipa nú Steingrímur Guö- mundsson, Ástvaldur Traustason, Birgir Bragason, Jóel Pálsson, Veigar Margeirsson og Bjarni Ara- son. annað kvöld," sagði Stein- grímur Guðmundsson sem m.a. spilar á indverskar tablatrommm- í öðru nýju laganna. Bogomil Font er upphaf- lega hvatamaðurinn að hljómsveitinni og þessari ímynd sem féll ótrúlega vel í kramið hjá landsmönnum. HQjómsveitin náði fljótt mikl- um vinsældum og í kjölfarið fylgdi platan Ekki þessi leið- indi sem hljómaði oft og mik- ið á öldum ljósvakans. Páll Óskar Hjálmtýsson tók við af Bogomil Font sem söngvari Milljónamæringanna og ekki minnkuðu vinsældir þeirra við þá breytingu. Það sam- starf gat af sér geisladiskinn Milljón á mann sem sló ræki- lega í gegn. Eftir að Páll Ósk- ar hætti hafa margir söngvar- ar spreytt sig með sveitinni, m.a. Nuno og Felix Bergsson. Árið 1996-97 söng Stefán Hilmarsson með hljómsveit- inni. Afrakstm'inn varð þrjú lög á plötunni Salsaveisla ald- arinnar. Síðan í febrúar á þessu ári hefur Bjami Ara- son verið aðalsöngvari Millj- ónamæringanna. Kirkjulistahátíð 1997 Sýning Kirkjulistahátíðar 1997 á hugmyndum að nýjum myndverkum í kirkjur hefur verið framlengd til 10. júni vegna fjölda óska. Sýningin hef- ur vakið mikla athygli enda er hún óvenjuleg um margt. Þama em sýndar tillögur listamanna að myndverkum í níu nýjustu kirkjur Reykjavíkurprófast- dæma ásamt skýringum arki- tekta á kirkjubyggingunum sjálfum. Sýningin er unnin þannig að mynd af módeli af tillögunni er skönnuð inn í mynd úr kirkj- unni. Þannig er hægt að sjá hvemig myndverkið liti út ef það yrði fullgert á þann hátt sem listamaðurinn hugsar sér. Engin skuldbinding er um end- anlega útfærslu verkanna og af hálfu aðstandenda hátíðarinnar er sýningin fremur hugsuð sem innlegg í hugmyndabanka en sem ákveðnar tillögur um myndverk í einstakar kirkjur. Gleöisveitin Hunang, sem glatt hefur hjörtu dansfífla meö glimrandi sveiflu í gegnum tíöina, spilar og skemmtir á Café Amsterdam i kvöld og annaö kvöld. Hljómsveitina skipa þeir Jóhann Ingvason, Jakob Jónsson, Karl Örv- arsson, Hafsteinn Valgarösson og Jón Borgar, sem skipt hefur um stööu viö Ingólf trommuleikara sem er lengst til hægri á myndinni. Um helgina verður haldið dans- listamót í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Þátttakendur eru nemendur 12 ára og eldri frá skapandi dansskól- um víðs vegar af landinu. Á mótinu gefst nemendum tækifæri til að þjálfa sig í ýmsum greinum danslist- arinnar. Má þar nefna klassískan ballett, nútimadans, djassdans og dansspuna undir leiðsögn úrvals- danskennara. Danslistamót var haldið í fyrsta sinn á Sauðárkróki 1994 að frum- kvæði Arnar Inga Gíslasonar fjöl- listamanns. Þau hafa síðan verið haldin á Akureryri og Selfossi. Til- gangur danslistamótsins er að efla og styrkja listrænan dans en jafh- framt verða ungmennin reynslunni ríkari. Mótinu lýkur með fjöl- breyttri danssýningu úr smiðju hvers skóla. Danssýningin hefst kl. 16 í íþróttahöllinni á Akureyri og er ókeypis aðgangur. Um helgina veröur haldið danslistamót á Akureyri sem endar meö sýningu kl. 16 á sunnudag. Smiðisgripir í Skotinu í sýningaraðstöðimni Skotinu í Félagsmiðstöð aldraðra við Hæðargarö 31 sten’dur nú yfir sýning á smíöisgripum eftir Leif Sig- urðarson. Leifur er fæddur 1921 á Stokkhólma í Skaga- firði og ólst hann þar upp. Hann lærði rennismíði og starfaði við það en hefur fengist við margs konar sköpun I gegnum tíðina. Elstu verk hans eru frá 1945. Síðastliðin ár hefur hann m.a. nýtt sér aðstöðu og fé- lagsskap sem býðst við út- skurð i félagsmiðstöðvunum og á sýningunni eru afar fjöl- breytileg verk unnin í tré og málma. Útskornir og renndir mimir, s.s. loftvogir, klukk- ur, skrín og lampar úr reyni- við, birki og mahóníi og margháttuð málmsmíði, s.s. skartgripir, neftóbaksdósir, ístöð, beislisstangir og svip- ur úr ýmsum málmum. Sýningin stendur til 21. júní og er opin alla virka daga frá kl. 10-16. Danslistamót á Akureyri MESSUR Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Fermd verður í guðsþjón- ustunni Svandís Lilja Egilsdóttir, Túngötu 3, ísafirði. Prestarnir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ámi Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Messa kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprest- ur þjónar. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Digra- neskirkja: Messa kl. 11. Altarisganga. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. Fríkirkjusöfhuðurinn í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forfóllum safhaðarprests. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti Hörður Bragason. Prestamir. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Ámi Arinbjamarson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjömsson. Hafnarfjarðarkirkja: Sumarferð kirkjunnar til Þingvalla. Brottfor með rútu kl. 11 frá kirkjunni. Gengið um Þingvöll frá Leynistíg. Sr. Heimir Steinsson leiðir gesti um Þingvöll og til guðsþjónustu í Þingvallakirkju kl. 14. Komið heim kl. 16. Leiðsögumaður sr. Þórhallur Heimisson. Takið með nesti. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Organ- isti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveins- son. Hjallakirkja: Vegna framkvæmda í Hjallakirkju og sumarleyfa starfsfólks kirkjimanr er fólki bent á helgihald og þjónustu í Breiðholtskirkju eða öðrum kirkjum í Kópavogi. Prestam- ir. Hveragerðisprestakall: Guðsþjón- usta á Heilsustofnun NLFÍ kl. 11. Jón Ragnarsson. Kirkja heyrnarlausra: Messa í Grensáskirkju kl. 14 sunnudaginn 8. júní. Táknmálskórinn syngur undir stjóm Júlíu Hreinsdóttur. Sr. Miyako Þórðarson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Org- anisti Öm Falkner. Ægir Fr. Sigrnr- geirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11. Laugameskirkja: Vegna sumarleyfa er minnt á guðsþjónustu í Áskirkju. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Óháði söfhuðurinn: Gönguguðsþjón- usta kl. 10. Athugið breyttan messu- tíma. Gengið á Akraijall að lokinni guðsþjónustu. Kvöldverður að lokinni sundferð að Hlöðum á Hvalfjarðar- strönd. Mæting til messu í göngu- skóm og galla. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Guðs- þjónustunni verður útvarpað beint. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Irma Sjöfii Óskarsdóttir prédikar. Félagar úr Skagfirsku söngsveitinni flytja tón- list undir stjórn Björgvins Valdimars- sonar. Organisti Kjartan Siguijóns- son. Sóknarprestur. Seltjamameskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir. Viðeyjarkirkja: Messa kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.