Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Page 9
Xj'W FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997
iuM helgina
™ -Á, JL, i
23
IEIKHÚS
Leikhús
Þjóðleikhúsið
Listaverkið
fóstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Fiðlarinn á þakinu
fostudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Köttur á heitu blikkþaki
fostudag kl. 20.00
sunnudag kl. 20.00
Borgarleikhúsið
Amlóða Saga
fostudag, kl. 20.30.
Loftkastalinn
Á sama tíma að ári
laugardag, kl. 23.30.
Hermóður og Háðvör
Að eilífu
föstudag kl.20.00
laugardag, kl. 20.00.
Leikhópurinn Bandamenn sýnir Amlóða sögu í Ðorgarleikhúsinu í kvöld.
Amlóða saga í Borgarleikhúsinu
Leikhópurinn Bandamenn mun
sýna Amlóða sögu í Borgarleikhús-
inu i kvöld en leikhópurinn er á leið
til Toronto í Kanada, þar sem verða
fimm sýningar, og til Noregs og
Suður-Kóreu.
Leikhópurinn hefur starfað sam-
an síðan árið 1992 þegar leiksýning-
in Bandamannasaga var frumsýnd.
í hópnum eru þau Sveinn Einars-
Fjöruhreins-
un skáta í
vesturbæ
A sunnudaginn fer fram
hin 'árlega fjöruhreinsun
Skátafélagsins Ægisbúa.
Þetta er i fjórða skiptið sem
skátarnir gera vorhreingern-
ingu á fjörunni. Svæðið sem
tekið verður er frá Faxaskjóli
að Einarsnesi.
Ægisbúar hvetja alla sem
vettlingi geta valdið að mæta
kl. 13.00 á sunnudaginn við
skúra trillukarlanna við Ægi-
síðu. Þar munu þátttakendur
fá plasthanska, ruslapoka og
svæði til hreinsunnar.
Skátar munu tjalda á staðn-
um og grilla hamborgara og
pylsur fyrir þátttakendur.
son, Ólafur Öm Thoroddsen, Guðni
Franzson, Borgar Garðarsson, Þór-
unn Magnea Magnúsdóttir, Ragn-
heiður Elfa Arnardóttir, Jakob Þór
Einarsson, Stefán Sturla Sigurjóns-
son og Felix Bergsson.
staðgreiðslu-
og greiðslukorta-
afsláttur og
stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smáauglýsingar
sa
5505000
IHeitt í Loh
unum
HEITAIR!!
lambalundir á góðum degi
L\Rjdcllöqup fqpir A—6:
2 tsk. Mexican seasoning
2 tsk. Dijon sinnep
2 tsk. púðursykur
1 tsk. chilliduft
1. di tómatsósa
1 dl matarolía
Aðferö: ÖHu er blandað vel saman.
tambalundlrnar settar í og látnar marinerast í 6-12 klsL
Lðgurinn er þunkaður af lundunum og þær grillaðar vlð
snarpan hlta.
Meðlæd: Gott er að hafa með lundunum salat, salsasósu
og nachos.
Flóki án
takmarka
Á morgun kl. 14 verður opnuð í
Hafnarborg, menningar- og lista-
stofhun Hafharflarðar, norræna
farandsýningin Flóki án tak-
marka, sex lönd - tíu raddir. Tíu
textílkonur frá sex löndum sýna
þar fjölbreytt verk sem öll eru
unnin úr flóka. Fulltrúi íslands í
þessari sýningu er Anna Þóra
Karlsdóttir sem lengi hefur unnið
með flóka og sýnt verk sín bæði
hér heima og erlendis. Aðrir þátt-
takendur eru Ása Hátún frá Fær-
eyjum, GuniHa Paetau Sjöberg og
Brita Jacobsson frá Svíþjóð, Silja
Puranen og Tuula Nikulainen
Isojunno frá Finnlandi, May Jac-
obsen Hvistendahl og Ann-Heidi
Nybrott frá Noregi, Charlotte
Buch og Lene Nielsen frá Dan-
mörku.
í Sverrissal verður á sama ttma
sett upp sýning á verkum Bjargar
Pjetursdóttur. Björg útskrifaðist
úr Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands, textíldeild, nú í vor. Björg
hefúr unnið til verðlauna fyrir
verk sín, urrnin úr flóka, en hún
vann undankeppni í alþjóðlegri
hugmynda- og hönnunarkeppni
Smimoff á íslandi 1996.
Sýning Gláru nefnist Áhrif vorsins.
Glára sýnir vatnslitamyndir
í júní veröur myndlistakonan
Guðrún Lára Halldórsdóttir,
„Glára", með sýningu á verkum sín-
um í nýjum sýningarsal, Á hæðinni,
á efri hæð verslunarinnar Jóns Ind-
íafara I Kringlunni.
Sýnrng Gláru nefnist Ahrif vors-
ins og er um að ræða vatnslita-
myndir. Þema listamannsins er ljóð-
ið ræktað manni, litum, fjalli, fugla-
söng, fossi og hljómi undir áhrifum
ljóss og skugga á þríhymdu horni
hörku, fegurðar og mildi. Straumar
og strokur pensilsins endurspegla
náttúruna með mannlegu ívafi í
blendnum draumkenndum veru-
leika. Sýningin er opin á hefð-
bundnum verslunartíma.
Olíupastelmynd eftir Svanhildi Vilbergsdóttur.
Fljúgandi diskar á Á næstu grösum
í júní verða olíupastelmyndir
Svanhildar Vilbergsdóttur til sýnis
á matstofúnni Á næstu grösum,
Laugavegi 20B. Á myndunum fljúga
súpudiskar í öllum regnbogans lit-
um.
Svanhildur útskrifaðist frá mál-
aradeild Myndlista- og handíðaskól-
ans árið 1994.
Opið er á Næstu grösum virka
daga frá kl. 11.30-14 og 18-22, laug-
ardaga frá kl. 11.30-21 og sunnu-
daga frá kl. 17-21.
Valgarður á Sjónarhóli
Valgarður Gunnarsson opnar á morgun kl. 15 málverkasýningu á Sjónar-
hóli, Hverfisgötu 12.
„Hugmyndimar að þessum verkum koma úr ýmsum áttum. Stundum er
mér alls ekki ljóst hvaðan þær eru ættaðar, sennilega úr undirvitundinni.
Oft kannast ég ekki við þær þegar þær eru komnar á striga eða blað. Þá er
eins og þær hafi tekið af mér völdin. En til samans eru þær sjálfsagt fram-
lengingar af eigin sálarmunstri, án þess ég geti skýrt það mjög nákvæm-
lega,“ segir Valgarður Gunnarsson um sýningu sína.
Sýningin stendur fram til 29. júní og er salurinn opinn fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 14-18.