Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Qupperneq 11
3QbS& GUR 6. JUNI 1997 myndbönd 25 Djöflaeyjan: Lífiá íThulekampi Danni (Sveinn Geirsson) Tómas (Gísli Halldórsson) og Grettir (Guömundur Ólafsson) horfa á yfirnáttúrleg slökkvistörf. Djöflaeyjan var sýnd við feiki- mikla aðsókn í Stjömubíói í haust og vetur, en hún er stórmynd á ís- lenskan mælikvarða og án efa stærsta verkefni sem íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefur tekið sér fyrir hendur. Hún er byggð á hinum vinsælu skáldsögum Einars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Forsaga myndarinnar hefst árið 1981 í Kaupmannahöfn þar sem Einar Kárason var að byrja á ritun sagnanna. Friðrik Þór Frið- riksson, leikstjóri Djöflaeyjunnar, heimsótti hann og þeir gerðu með sér samning um að Einar Kárason myndi skrifa með Friðriki handrit- ið að Skyttunum, fyrstu alvörukvik- mynd Friðriks Þórs, og í staðinn myndi Friðrik leikstýra síðar meir kvikmynd eftir sögum Einars. Fimmtán ámm síðar náði Friðrik Þór loksins að klára sinn hluta af samningnum þegar kvikmynd hans, Djöflaeyjan, var tekin til sýningar. Sú dýrasta á íslandi Djöflaeyjan er dýrasta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið og kostaði eitt hundrað sextíu og sex milljónir króna í framleiðslu. Mynd- in fjallar um lífið í braggahverfínu Thulekampi og gerði Árni Páll Jó- hannsson leikmyndahönnuður sér lítið fyrir og byggði heilt bragga- hverfi vestast á Seltjamamesinu. Einnig var sett upp íþróttamót með þúsund aukaleikurum sem gerast átti á gamla Melavellinum. Þá spil- ar tónlistin stórt hlutverk í mynd- inni, sérstaklega dægurtónlist sjötta áratugarins og hafði Björgvin Hall- dórsson umsjón með því að velja lögin sem í myndinni eru. Hann syngur einnig mörg þeirra og samdi titillag myndarinnar, Þig dreymir kannski engil. Friðrik Þór er án efa fremstur meðal jafningja i íslenska kvik- myndaiðnaðinum, og sá islenskra kvikmyndaleikstjóra sem mesta at- hygli hefur vakið á alþjóðlega vísu. Hann er sjálfmenntaður kvik- myndageröarmaður og var byrjaður að gera stuttmyndir strax í mennta- skóla. Hann var í forsvari fyrir Hreyfimyndafélagið 1974- 1978 og átti stóran þátt í að koma kvik- myndahátíð Reykjavíkur á fót 1978. Á fyrri hluta níunda áratugarins gerði hann nokkrar merkilegar heimildarmyndir, svo sem Hring- veginn, Rokk í Reykjavík og Kúreka norðursins, en fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd var Skytturnar (1987), sem m.a. vann til verðlauna á kvikmyndahátíðum í Brussel og Lúbeck og var íslenska framlagið til óskarsverðlaunanna það árið. Myndin fjallaði um raunir tveggja ólukkulegra hvalveiðimanna í Reykjavík. Friðrik Þór slærígegn Það var ekki fyrr en fimm árum síðar sem önnur kvikmynd Friðriks Þórs leit dagsins ljós, en það var Böm náttúrunnar, sem átti eftir að afla honum alþjóðlegrar viðurkenn- ingar og festa hann í sessi sem at- hyglisverðasta íslenska leikstjór- ann. Myndin fjallaði um aldrað par, sem hittist á elliheimili og ákveður að stinga af og halda á æskuslóðir sínar. Óhætt er að segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn. Hún vann til alls 23 alþjóðlegra verð- launa, þar á meðal á kvikmyndahá- tíðum í Montréal, Japan og nor- rænu kvikmyndahá- tíðinni í Reykjavík 1993, ásamt því að vera tilnefnd til ósk- arsverðlauna sem besta erlenda myndin 1992. 1994 gerði hann nostalgíska mynd sem byggðist að nokkru leyti á eigin æskuminningum. Sú mynd var Bíódagar og enn vann hún til fjölda verðlauna á er- lendri grund og var m.a. valin besta nor- ræna myndin 1994 og var framlag íslend- inga til óskarsverð- launanna. Næsta verkefni hans var vegamyndin Á köld- um klaka, sem var al- þjóðlegt samstarfs- verkefni bandarískra, þýskra, svissneskra, danskra og íslenskra aðila og skartaði stór- leikurum á borð við Masatoshi Nagase, Fisher Stevens og Lili Taylor, en myndin var m.a. tilnefnd til Felix-verðlaunanna sem besta mynd Evr- ópu 1995-1996. -PJ Baddi kemur heim frá Ameríku. Frá vinstri: Karólína (Sigurveig Jónsdóttir), Danni (Sveinn Geirsson), Baddi (Baltasar Kormákur) og Hverageröur (Pálína Jónsdóttir). UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Sigurlaug M. Jónasdóttir sjónvarpsþulur „Mitt uppáhalds- myndband er Much Ado about Nothing sem er létt og skemmtileg mynd og húmorísk að hætti Shakespeares. Myndin er mér líka sér- staklega minnisstæð vegna þess að ég bjó ásamt eiginmanni mínum og syni í litlu þorpi í Toscana-hér- aði á Ítalíu um tíma. Einu sinni sem oftar sett- umst við inn á veitingastað til að fá okkur góðan ítalsk- an mat. Freyr sonur minn átti erfitt með að sitja kyrr og var að sniglast í kringum eitt borðið á staðnum og eins og góðri móður sæmir fór ég og náði í hann svo hann truflaði ekki gestina. Um leið og ég sneri mér frá borð- inu sá ég að þetta var ekki ómerkara fólk en Kenneth Brannagh, Emma Thompson og Denzel Washington. Því verður ekki neit- að að ég kiknaði i hnjánum og róaðist ekki fyrr en eftir eitt rauðvíns- glas. Við fréttum svo daginn eftir að þau væru að æfa atriðið þar sem riddararnir koma í höll- ina eftir frægðarför sína og við fylgdumst með þeirri æfingu. Þetta var mjög skemmti- legt og nokkuð sem ekki gerist á hverjum degi þannig að myndin er mér mjög minnisstæð fyrir vikið.“ House Arrest ílÉfél 'S'Zé, ;3É M „ % % '• The Crow 2 The Craft House Arrest er fjörmikil gaman- mynd um Beindorf-fjölskylduna. í fljótu bragði virðist allt í lagi hjá fiölskyld- unni eða það héldu bömin, Grover og Stacy Beindorf, þar til for- eldrar þeirra segja þeim frá vænt- anlegum skilnaði. Börnin eru alls ekki tilbúin að sætta sig við þetta og taka því til eigin ráða við að skipuleggja og hrinda í framkvæmd áætlun til að foreldramir sjái að sér. Þau lokka foreldra sina einfaldlega niður í kjallara og læsa þá þar inni. Þar mega þeir dúsa þar til þeir hafa leyst málin og hætt við skilnaðinn. Þetta snilldarbragð vekur mikla at- hygli hjá skólafélögum bamanna og því ekki að nota kjallarann og koma fleiri foreldrum þar fyrir... í aðalhlutverkum eru Jamie Lee Curtis, Kevin Pollack og Jennifer Tilly en fleiri kunnum leikurum bregður fyrir. Sam-myndbönd gefa House Arrest út og er hún leyfð öllum aldurs- hópum. Útgáfudagur er 9. júní. Fyrir tveimur árum var The Crow gerð en myndin hafði verið mikið i frétt- um þar sem aðalleikar- inn, hinn efnilegi Brandon Lee, lést af voða- skoti á síð- ustu dögum kvikmynda- tökunnar. Það lá við að aðstandendur myndarinnar hættu við allt saman en létu þó slag standa og myndin náði óvænt miklum vinsældum. The Crow 2 er óbeint framhald. Að sjálf- sögðu er Brandon Lee ekki 1 hlut- verki krákunnar heldur Vincent Perez en auk hans leika Mia Kirs- hner, Ian Dury og Iggy Pop stór hlutverk í myndinni. Myndin gerist í hinni fyrrum glæstu Los Angeles borg sem nú er orðin samnefnari glæpa og sama- staður lýðs sem heldur íbúunum í heljargreipum ótta og óhugnaðar. Ungur faðir og bam hans verða fómarlömb lýðsins en i dauðanum finnur faðirinn engan frið og fyrir tilstilli hinna dularfullu afla krákunnar fær hann tækifæri til hefnda. Myndform gefur út The Crow 2 og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 10. júní. Það getur verið varasamt að fást • við svartagaldur, það fá fiórar vin-' konur að kynnast í The Craft. Þær vilja fara eig- in leiðir og eru lítið fyrir það að hafa samskipti við aðra. Þær stöllur falla heldur ekki í kramið hjá öðrum stúlk- um. Allar hafa þær áhuga á þeirri dulúð sem fylgir göldrum og hafa yfir vissum krafti að ráða. Þegar þær fiórar sameina krafta sína tekst þeim að leysa úr læðingi öfl sem gera það að verkum að þær geta lá- tið allar óskir sínar rætast og eru þær ósparar að láta krafta sína bitna á skólafélögum sem ekki höfðu virt þær viðlits áður. Áður en varir snýst samt skemmtunin yfir í andhverfu sína þegar þær stöllur fara að ætlast til of mikils. í hlutverkum vinkvennanna fiög- urra eru fiórar ungar leikkonur, Fa- iruza Balk, Neve Campell, Robin Tunney og Rachel True. Þær tvær fyrstnefndu hafa verið á uppleið að undanfórnu og þykja eiga bjarta framtíð fyrir sér. Skífan gefur The Craft út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 11. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.