Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Blaðsíða 3
Jj'V FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 HLJÓMPLjjTU Erykah Badu - Baduizm Flöt lagasmíði ★★1 A»vK-a\ > packj I ^AtA: ■ Erykah Badu heitir ung söngkona sem vakið hefur talsverða athygli upp á síðkastið. Á þessum nýja geisladiski hennar, „Badu- izm“, er ekki að finna neinar upplýsingar um hana, svo aö ekki verður reynt að bæta úr þvl á þessum vettvangi. Tón- listin er sett saman af söng- konunni og ýmsum hjápar- kokkum hennar. Undirleikur allur virðist tölvuforritaður og er býsna faglega að verki staðið hvað það varðar. Trommuleikur, sem er greinilega gerður af kunnáttu- semi, verður þó tilbreytingarsnauður og líflaus til lengdar. Tónlist- in flokkast fyrst og fremst sem R&B (rytmablús) en er með smá hip- hop formerkjum, eftirásettum plöturispum sörpuðum (sömpluðum) sándum og öðru af slíkum toga. Erykah er mjög efnileg söngkona, minnir jafnvel stundum á Billy Holiday. Hún sér sjálf um bakraddir sem koma nokkuð við sögu eins og tíðkast í svona músik. Þaö er auðheyrt að söngkonan ætti ekki erfitt með að svissa yfir í aðrar tegundir tónlistar, svo sem djass. (Það vottar fyrir smá djassi í sumum lögimum.) Það sem dreg- ur geisladisk þennan niður í stjörnugjöf er aðallega flatneskja laga- smlðanna og skortur á tilbreytingu. Þótt skemmtilegum vinnu- hrögðum bregði fyrir í útsetningum öðru hverju nægir það ekki til að halda athyglinni út heila plötu. Ingvi Þór Kormáksson WetWetWet-10 en sviplaus Skoska hljómsveitin Wet Wet Wet hefúr nánast stundað einstefnuakstur siðan hún tók að sér að syngja Troggs-lagið Love Is All Around fyrir kvik- myndina Fjögur brúðkaup og jarðarfor fýrir svo sem þrem- ur árum. Það náði slíkri hylli að ekkert lag hefur verið jafn lengi í efsta sæti breska vinsældalistans. Og siðan hefur Wet Wet Wet verið á rólegu nótunum. Á plötunni 10 er lítillega gefið í. Einkanlega í laginu Maybe I’m in Love sem er útsett fyrir stórsveit. Þar á eftir fylgir síðan gamli smellurinn Beyond the Sea, handaríska útgáfan af La Mer, sem Bobby Darin gerði vinsælt fyrir langa löngu. Þessi tvö lög saman spyrt eru áheyrilegasti hluti plötunnar. Annað er vandað en ósköp sviplaust. Fátt er eftir af hressilegu hljómsveitinni sem sendi frá sér Sweet Little Mystery fyrir áratug. Og vel á minnst: Titill nýju plöt- unnar vísar til þess að Wet Wet Wet er tíu ára á þessu ári. Þá er hún jafnframt plata númer tíu sem hljómsveitin lætur frá sér fara. Ásgeir Tómasson Ýmsir flytjendur - Sæluvikulög 1997 ★★ Hefðbundin ís- lensk dægurlög Ef gefa ætti stjömur fyrir frammistöðu fengi Kvenfélag Sauðárkróks fjórar fyrir að halda uppi með glæsibrag einu árlegu dægurlagasamkeppn- inni hér á landi. En þær mætu konur fyrir norðan hafa haldið úti árlega á Sæluvikunni á ______________________________ Sauðárkróki dægurlagasam- keppni sem alltaf er að verða stærri í sniðum. Á Sæluvikulög 1997 eru lög sem komust í úrslitakeppnina í ár ásamt sigurlaginu i fyrra, Þúsund kossar, sem kóngurinn fyrir norðan, Geirmundur Valtýs- son, samdi. Geirmundur tók þá ákvörðun að vera ekki með að þessu sinni, gefa öðram tækifæri, og því kom það í hlut prestsins í ná- grenni Sauðárkróks, séra Sigurðar Ægissonar, að taka við fyrstu verðlaununum fyrir lag sitt og texta Þú og ég, einfalt og meðtækilegt lag sem er vel flutt af reyndum keppnissöngvurum, Guðrúnu Gunn- arsdóttur og Eyjólfi Kristjánssyni. Á Sæluvikulög 1997 era ellefu lög og það sem fyrst kemur upp í huga manns eftir að hafa hlustað á plötuna er það hversu lík þau era þrátt fyrir að vera eftir mismunandi lagahöfunda og flutt af ólík- um flyljendum. Virðist komin upp viss forskrift að lögum sem eiga erindi í íslenska dægurlagakeppni. Stærsti áhrifavaldurinn er greinilega Eurovision-söngvakeppnin og er það miður að íslenskir lagahöfimdcir skuli, þegar þeir senda lag í keppni, standa í þeirri meiningu að árangursríkast sé að fara troðnar slóðir. Þá er ekki síð- ur við dómnefnd að sakast, sjálfsagt hafa einhver lög sem hafa fram- leika að leiðarljósi verið innan um aðsend lög, en ekki fundið náð fyrir augum dómnefndar. Á meðan svo er munu lagahöfundar halda áfram að vera í sömu sporum. Það er sameiginlegt með lögunum á Sæluvikulög 1997 að ekkert eitt sker sig úr. Inn á milli má heyra ágæta lagasmíð eins og í Dag- ur sem er eftir Einar K. Pálsson. Reyndir lagahöfúndar eins og Torfi Ólafsson og Sverrir Stormsker hafa aftur á móti gert betur. Hilmar Karlsson Dapurt vor hjá norskum tónlistarmönnum A-ha, gamlar stjörnur úr norsku tónlistarlífi. Ný plata Magne Furuholmen nær ekki eyrum gömlu A-ha-aðdáendanna. Það sem af er þessu ári hafa einungis tvær plötur með norskum listamönnum náð gull- plötulágmarkinu í Nor- egi, það er tuttugu og fimm þúsund eintaka sölu. Plötumar eru með Jan Eggum og Kari Bremnes. Þetta þykir með eindæmum lélegur árangur. í blaðinu Ver- dens gang var nýlega reynt að leita skýringa og þar var sú nærtæk- asta talin vera að ein- faldlega væri gefið út allt of mikið af plötum sem fólk hefði ekki áhuga á að kaupa. Fyrir tveimur til þremur árum taldist það til stórsölu ef fimmtíu þúsund eintök seldust af einni og sömu plötunni. Nú verða menn að sætta sig við helminginn. Alls var gefin út fimmtíu og ein plata fyrstu fimm mánuði ársins. Fjórtán þeirra höfðu úm síðustu mánaðamót selst í tíu þúsund eintökum eða meira. Tuttugu og sex titlar náðu ekki fimm þúsund eintaka mark- inu. Þar á meðal var plata með Magne Furu- holmen sem eitt sinn lék með A-ha. Slakasti ár- angurinn af öllu slöku var hjá fyrrverandi Evr- óvisionsöngkonunni Merete Tröan sem hafði selt plötu sína Sött og salt í aðeins tvö hund- rað eintökum hálfum öðram mán- uði eftir að hún kom út. í Verdens gang er rennt yfir aðr- ar orsakir þess að sala norskra platna virðist hafa hranið nú í vor frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þegar frá er talin sú meginá- stæða að smekkur útgefenda og al- mennings virðist ekki fara lengur saman er nefnt að geislaplatan á í sívaxandi samkeppni við aðra miðla. Unglingar kaupa aðallega safnplötur. Margar litlu hljómplötu- útgáfurnar, sem til skamms tíma hafa gefið mörgum skapandi lista- mönnum tækifæri, hafa ýmist lagt upp laupana eða era fjár- hagslega máttlausari en fyrr. Norskt tónlistarfólk er ekki í takt við smekk al- mennings, tónleikahald gengur verr en áður og fólk virðist verja fé sínu til kaupa á dýrari hlutum en oft áður. Eitt og annað selst í Verdens gang er reynd- ar bent á að hinar og þess- ar plötur seljist þótt þær teljist ekki lengur nýjar á markaðinum. Af plötunni Melis hafa til dæmis selst sjötíu og sjö þúsund ein- tök, þar af um tuttugu og fimm þúsund frá áramót- um. Hljómsveitin DDE hef- ur náð 235 þúsundum af sinni nýjustu plötu og sjö- tíu og sjö þúsund eintök höfðu selst af Strump- asmellum-2 um síðustu mánaðamót. Eitt virðist hafa komið á óvart á norska plötumark- aðinum. Hljómsveitin Trang Födsel, sem á rætur að rekja til háskólanema í Björgvin, hefur náð að selja þrettán þúsund ein- tök plötunnar Hybel, mun meira en búist hafði verið við. Aðstandendur hljóm- sveitarinnar þakka góðar viðtökur þrotlausri vinnu við tónleikahald um landið endilangt, viðtölum í öllum héraðs- fréttablöðum og -útvarpsstöðvum sem á annað borð sýna hljómsveit- inni áhuga og ýmiss konar kynning- um öðrum. Þótt vaxtarbroddarnir í norskri dægurtónlist hafi verið fáir og smáir á þessu vori stendur þó ei nn og einn græðlingur upp úr. -át Danska lagið '97 Hótel Stykkishólmur og undirbúningsnefnd fjölskyldu- hátíðarinnar Danskra daga hafa ákveðið að efna til dægur- lagakeppni i tilefni hátíðarinn- ar. Öllmn er heimil þátttaka en skilafrestur er til 18. júní og stefnt er að því að æfingar á lögunum hefjist um næstu mánaðamót. Lögunum skal skilað á hljóðsnældum, leikn- um og sungnum, ásamt texta- og hljómablaði, auk grófra hugmynda höfundar um út- setningu lagsins fyrir hefð- bundna hljómsveit auk blást- urshljóðfæra. Þessu skal einnig fylgja umslag, merkt heiti lagsins sem inniheldur nafn höfundar. Nöfn höfúnda verða ekki kunngerð fyrr en lokakvöldið, 16. ágúst. Skilyrði er að a.m.k. hluti texta lagsins sé á dönsku. Höfúndar laganna sem í úr- slit komast sjá um útsetningar í samráði við hljómsveit keppninnar. Þeir veija jafn- framt söngvara sjálfir og bera alla ábyrgð á þeim, þ.m.t. fjár- hagslega, ef einhver er. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson á Hótel Stykkis- hólmi í síma 438-1330 eða í heimasíma 438-1727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.