Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Blaðsíða 12
30
í<
tyndbönd
FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997
UYNDBAm
j\ th \
★★'i
Violent Tradition:
Bræður munu berjast
Lögga og tveir fyrrum þjófar mynda leynilega sér-
sveit með það hlutverk að berjast gegn glæpum með
öllum tiltækum ráðum og taka við þar sem armur
laganna nær ekki. Þjófamir voru ástfangið par í
glæpafjölskyldu í Hong Kong, en nú er hún ástfangin af löggunni. Þau
standa þó öll saman (mismikið þó) gegn fyrrum félaga þjófanna úr Hong
Kong-mafíunni og það er mikið lamið, skotið og slegist. John Woo, sem
gerði Broken Arrow, leikstýrir en hann hefur átt sín meistarastykki í
yfirgengilegum hasarmyndum í Hong Kong. Þessi er ein slík endurunn-
in en sú hét Once a Thief. Hann rænir grunnsöguþræðinum úr eigin
mynd en atburðarásin er þó allnokkuð öðruvísi. Hann fer aðeins út úr
eigin skothríðarstíl og sækir i staðinn í smiðju Jackie Chan með
skemmtilega útfærðum bardagaatriðum og húmor. Hins vegar er hann
ekki alveg á heimavelli þar - Jackie Chan gerir þetta betur og Woo er
og verður alltaf bestur þegar hann murkar lífið úr hundruðum manna
í ofsafengnum skotbardögum. Leikararnir eru óþekktir en standa sig
ekkert áberandi illa og það má hafa ágæta skemmtun af myndinni.
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: John Woo. Aöalhlutverk: Sandrine Holt,
Ivan Sergei, Nicholas Lea og Michael Wong. Bandarísk, 1995. Lengd: 96
mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
First Wives Club:
Hopp og hí
Bette Midler, Goldie Hawn og Diane Keaton leika
þrjár miðaldra konur sem lenda í þeirri ógæfu að eig-
inmenn þeirra yfirgefa þær fyrir yngri konur. Eftir
að þær hafa fengið að vorkenna sér um stund renn-
ur berserksgangur á þær og þær snúa vörn í sókn. Þær plotta grimmi-
legar hefndaraðgerðir og koma sínum fyrrverandi á vonarvöl og stofna
síðan meðferðar- og ráðgjafarstofnun fyrir konur í hjónabandserfiðleik-
um. Fyrst og fremst er þessi mynd afar ófyndin, enda er meiri tíma eytt
í volæði hinna ýmsu persóna en kómískar aðstæður. Þegar myndin
reynir síðan að vera fyndin misheppnast það oftast, meðal annars vegna
þess að hún er alltof fyrirsjáanleg til að geta komið áhorfandanum á
óvart. Erfitt er að hlæja að brandara þegar maður fattar hann áður en
hann er sagður. Leikstjórinn er einhver lúði sem greinilega hefur ekk-
ert þorað að leikstýra stjörnunum þvi að þær gera lítið annað en annað
hvort emja af volæði eða hoppa og skrækja í fremur neyðarlegum og al-
gjörlega óskipulögðum hamagangi. Sumir aukaleikaranna komast
skammlaust frá sínu. Hollywood á greinilega erfitt.
Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Hugh Wilson. Aöalhlutverk: Goldie
Hawn, Bette Midler og Diane Keaton. Bandarísk, 1996. Lengd: 98 mín. Öll-
um leyfð. -PJ
S4yrKl eírirfréiti Snyfes
.Mw/íwA íiímCdft#
The Sccrct Of
Boanlttlsh
The Secret of Roan Inish:
Þjóðsaga ***★
Hér segir frá írsku stelpunni Fiona, sem fer að búa
hjá ömmu sinni og afa 1 litlu sjávarþorpi á norðvest-
urströnd írlands. Eftir að hafa heyrt þjóðsöguna um
selkonuna verður hún sannfærð um að litli bróðir
hennar, sem hvarf á haf út í vöggu sinni, sé enn á
lífi. Hér er um einstaklega fallega og vel gerða mynd
að ræða. Leikstjóri myndarinnar er snillingurinn John Sayles (Lone
Star), en hann nýtir næmi sitt til hins ýtrasta til að koma til skila ein-
stakri menningunni í litla írska sjávarþorpinu á þann hátt að áhorfand-
inn fái innsýn í hana og skilning á henni. Persónumar eru skýrar og
heilsteyptar og í flestum tilvikum áhugaverðar, og aflir leikarar eru með
besta móti. Að öðrum ólöstuðum er þó Jeni Courtney langbest í hlut-
verki Fionu. Frábær tónlist og hrífandi kvikmyndataka, þar sem ein-
staklega fallegt landslag leikur stórt hlutverk, hjálpa til að gera mynd-
ina að því listaverki sem hún er. Horfið á The Secret of Roan Inish og
síðan Free Willy og þá sjáið þið muninn á Hollywood og alvöru kvik-
myndagerð.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: John Sayles. Aðalhlutverk: Jeni Courtn-
ey, Eileen Colgan, Mick lally og Richard Sheridan. Bresk, 1993. Lengd: 103
mín. Öllum leyfð. -PJ
The Craft
Unglingahrollvekja
Sara er nýja stelpan í skólanum og hún kynnist
fljótlega þremur stelpum sem eru utangátta i skól-
anum. Þær eru nornir en hafa ekki yfír mikilli
kynngi að ráða. Hún er hins vegar náttúruleg norn
og innkoma hennar hefur nomahringinn þeirra í
hæstu hæðir. Eftir að þær hafa fengið að leika sér
með mishættulega galdra í nokkurn tíma sér Sara að
gamanið er að fara úr böndunum en hinar nomim-
ar eru ekki á þeim buxunum að afsala sér nýfengnum hæfileikum sin-
um og snúast gegn henni. Hún þarf því að berjast fyrir lífi sinu. Hér er
verið að reyna að búa til svala unglingahroflvekju með dynjandi
rokktónlist og ungum, glæsilegum líkömum. Myndin er hins vegar of
heimsk til að vera svöl og full tepruleg til að vera hryllileg. Hins vegar
má hafa gaman af nomastælunum, sérstaklega er Fairuza Balk hið
ágætasta skass og skemmtilega geggjuð. Sum hókus pókus atriðin eru
nokkuð vel gerð og flott og þá er tónlistin sæmilega vel valin.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Andrew Fleming. Aðalhlutverk: Robin Tunn-
ey, Fairuza Balk, Neve Campbell og Rachel True. Bandarísk, 1996. Lengd:
97 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Myndbandalisti vikunnar / • © • / mL/• o « 1 jy iy**±&m* —— 2G.maí til 1. júní
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 1 3 Long Kiss Goodnight Myndform Spenna
2 4 2 Jingle All the Way Skífan Caman
3 2 3 Jack Sam-myndbsnd Gaman
4 3 2 - • " i Fear ClC-myndbönd Spenna
5 5 5 ; Courage under Fire Skífan Spenna
• 7 5 Associate Háskólabíó Gaman
7 6 4 Dragonheart ClC-myndbönd Spenna
8 Ný 1 Rich Mans Wife 1 Sammyndbönd i , Skífan , Sam-myndbönd Spenna
9 9 7 Chain Reaction Spenna
10 8 « ; Phenomenon Drama
11 Ný i Violent Tradition Bergvík Spenna
12 i 10 6 Tin Cup Warnermyndir r Gaman
13 11 ; 3 Emma Skrfan Gaman
14 x 13 X 12 TimetoKill Warnermyndir : , Skífan Spenna
15 Ný ; i ; Pest Gaman
16 i 14 ' 3 X Assassination File r 1 ClC-myndbönd Spenna
17 ’ 12 : 8 ; Substitute Háskólabíó • Spenna
18 ; 15 : 4 ; X-Files: Tempus Fugit Skífan ; Spenna
19 20 2 ' "... First do no Harm„ ; Bergvík ' Drama
20 i6 : 8 ; Black Sheep ClC-myndbönd Gaman
Þriöju vikuna í röð er spennumyndin The Long Kiss
Goodnight í efsta sæti myndbandalistans. Þaö þarf
aö fara aftur í áttunda sætiö til aö finna nýja mynd, er
þaö Rich Man’s Wife, sakamálamynd um unga
fallega eiginkonu auökýfings sem dag einn veröur
ekkja þegar maöur hennar er myrtur. Ekki nóg með
þaö, hún er grunuö um morðið. Tvær aðrar nýjar
myndir eru á listanum, Violent Tration, sakamála-
mynd frá einum athyglisveröasta spennumyndaleik-
stjóra nútímans, John Woo og Pest, sem er gaman-
mynd meö John Leguizamo (To Wong Foo....) í aöal-
hlutverki. Á myndinni má sjá Robin Williams í hlut-
verki hins t(u ára Jacks, í samnefndri mynd sem er í
þriöja sæti listans.
The Lonp Kiss
Goodnignt
Gena Davis og Samu-
el L Jackson
Húsmóðirin Sam-
antha Caine þjáist af
minnisleysi og man
ekkert frá tímanum
áður en hún flutti i
hverfið fyrir átta árum.
Samt sem áður lýstur æ
oftar niður í huga henn-
ar leifturmyndum sem
hún á erfitt með að átta
sig á hvaðan koma.
Smám saman gerir hún
sér þó grein fyrir að
þessar myndir eru í
raun hennar eigin
minningabrot frá tíma
þegar hún var einhver
önnur kona. Hún ræður
spæjara til að komast til
botns í því og þar með
hefst rannsókn á flóknu
og víðfeðmu máli.
JingleAHTheWay
Arnold
Schwarzenegger og
Sindbad.
Það er flðið að jólum
og hjá flestum er jóla-
undirbúningi lokið. En
þannig er það ekki í til-
felli Howards Langston.
Howard elskar eigin-
konu sína Liz og soninn
Jamie en hefur ekki
haft tima til að sinna
þeim sem skyldi. Nú á
að bæta úr og finna
einu jólagjöfina sem
sonur hans vill, Hvirfii-
manninn. Það reynist
afls ekki auðvelt því
þegar Howard fer af
stað hefúr jólagjöfin
verið uppseld í fjórar
vikur, fer nú i hönd við-
burðarikur aðfangadag-
ur.
öjáw MúiJm
Robin Williams og Di-
ane Lane
Jack er tíu ára dreng-
ur sem eldist Qórum
sinnum hraðar en eðli-
legt er. Hann hefúr not-
ið vemdar og ástríkis
foreldra sinna og hefur
ávaflt haft einkakenn-
ara. Jack vill sem skilj-
anlegt er leika sér við
aðra stráka og því er
hann sendur í fyrsta
sinn i skóla og sest á
bekk með öðrum tíu ára
krökkum. í fyrstu virð-
ist þetta ekki ætla að
ganga upp því skólafé-
lagar hans líta á hann
sem viðrini og eiga
erfitt með að umgang-
ast hann, en Jack býr
yfir skynsemi og lífs-
hamingju sem fleytir
honum yfir erfiðasta
hjallann.
'
Fear
Reese Whitherspoon
og Mark Wahlberg.
Nicole er ung stúlka
sem á í miklum vand-
ræðum með að sætta
sig við afskiptasemi fóð-
ur síns. Hún vill fara
eigin leiðir og dreymir
um að hitta drauma-
prinsinn. Kvöld eitt þeg-
ar hún er úti með bestu
vinkonu sinni hittir
hún David, ungan
mann sem í fyrstu virð-
ist eins og sniðinn út úr
draumaheimi. hennar.
Þau ná strax saman og
Nicole er mjög ástfang-
in. En ungi maðurinn
er ekki allur þar sem
hann er séður, en það
reynist enginn barna-
leikur að losna við
hann.
( • .ÍJ»-Þ l'Hif í
Courage underRre
Denzel Washington
og Meg Ryan.
Undirofurstinn Nath-
an Sterling verður fyrir
því um nótt í Persaflóa-
stríðinu að sprengja
upp, fyrir slysni,
bandarískan skrið-
dreka. Herinn ákveður
að þagga málið niður
og kallcu- Sterling
heim. í kjölfarið er
honum falið að rann-
saka dauða flugstjóra
sem er um það bfl að
verða fyrsta konan til
að hljóta æðsta heið-
ursmerki Bandaríkja-
hers. Vitnum ber ekki
saman um atvik þau
sem leiddu til dauða
hennar og tilraunir
Sterlings til að komast
að hinu sanna ýfa
gömul sár.