Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Blaðsíða 5
Phoenix-hátíðin í hættu
Hin árlega Phoenix-tónlistarhátíð
er í hættu þar sem mótshöldurum
var neitað um leyfi til að halda hana
af heilbrigðis- og umhverfisástæðum.
Hátíðin á að fara fram á Long Mar-
ston rétt hjá Stratford en yfirvöld þar
á bæ hafa áhyggjur af því að öryggi
verði ekki nægilega vel tryggt.
Einnig var rætt um hugsanlega há-
vaðamengun. Þrátt fyrir þessa neit-
un eru mótshaldarar enn sannfærðir
um að hátíðin fari fram. Meðal
þeirra sem eiga að stíga á svið á há-
tíðinni eru The Charlatans, David
Bowie, Skunk Anansie og Spiritu-
alized.
Massive Attack með
smáskífu
Hljómsveitin Massive Attack, sem
væntanleg er til íslands fijótlega, gefur
út smáskífú þann 7. júlí í takmörkuðu
upplagi í tengslum við tónleika sína á
Glastonbury-hátíðinni. Á diskinum
verða tvö ný lög, Risingson og Super
Predators. Nýju plötunni, sem átti að
koma út í september, hefur hins vegar
verið frestað þangað til í janúar af ótil-
greindum ástæðum.
Plata tileinkuð Clash
Þessa dagana standa yfir upptökur á plötu sem er tiieinkuð hljómsveitinni The Clash og er áætl-
að að hún komi út í haust Meðai listamannanna sem munu leika á plötunni eru Bush, Frosted, Gold-
finger og Silverchair. Einnig er ætlunin aö halda tónleika, sem verða tileinkaðir þessari hljómsveit,
þann 26. september í Los Angeles. Ágóðinn af þeim tónleikum rennur til barnaspítala Los Angeles.
Bassaleikari
Small Faces
látinn
Ronnie Lane,
bassaleikari og einn
af stofhendum
hljómsveitarinnar
Small Faces, lést á
heimili sínu í Trini-
dad í Coloradofylki
51 árs að aldri.
Hann hafði lengi átt
við vanheilsu að
stríða. Lane stofnaði
Small Faces á sjö-
unda áratugnum
ásamt Steve
Marriott, Ian
MacLagan og Kenny
Jones. Hljómsvein
vakti athygli fyrir
að koma með þenn-
an svokallaða
cockney-hreim inn í
breska poppið. Eftir
að hljómsveitin lagði upp laupana
1975 reyndi Lane fyrir sér einn en sá
ferill varð ekki langur því hann
greindist fljótlega með MS-sjúkdóm-
inn sem dró hann að lokum til
dauða.
Gifti sig og hélt svo
tónleika
Það var nóg að gera hjá Noel
Gallagher í Oasis um síðustu helgi. Á
föstudaginn var gekk hann að eiga
kærustu sina til margra ára, Meg
Matthews. Brúðkaupið fór fram i Las
Vegas og segir sagan að lag með Bítl-
unum hafi verið spilað þar að þeirra
ósk. Brúðkaupsnóttin var hins
vegar varla liðin þegar Gallagher
þurfti að kveðja brúði sína og
halda áleiðis til Tíbet þar sem
hann tróð upp einn og sjálfur án
liðsinnis hljómsveitar sinnar.
Þótti honum takast svo vel til að
áhorfendur söknuðu varla ann-
arra í hijómsveitinni. Það er því
hugsanlegt að Gallagher eigi ein-
hverja framtíð fyrir sér sem sóló-
isti.
Liam í slagsmálum
Bróðir Noels, Liam, lenti hins
vegar í öllu meiri hasar. Hann sat
á bar ásamt nokkrum félögum sín-
um úr hljómsveitinni þegar
nokkrir unglingar fóru að hrópa
ókvæðis- og ögrunarorð að hon-
um. Einn gekk meira að segja svo
langt að elta Liam á salemið. Þar
bmtust út áflog með þeim afleið-
ingum að Liam skrámaðist all-
nokkuð. Lögreglan var kvödd á
staðinn en enginn var handtekinn
eða fluttur á sjúkrahús. Talsmaður
Oasis sagði það augljóst að ungling-
amir hefðu verið að leita að slags-
málum. Hann gat ekkert sagt um
hvort Liam hygðist ákæra piltana.
Um
h.
a
Greip á Selfossi
Stórhljómsveitin Greip mun
leggja land undir fót og spila á
Gjánni á Selfossi annað kvöld. Hún
ætlar að reyna að herja mikið á
landsbyggðina í sumar og Sunn-
lendingar verða fyrstir til að njóta
þess. Hljómsveit þessi gaf nýlega
út lagið Horfðu á sumarið sem nýt-
ur töluverðra vinsælda. Hljóm-
sveitina skipa Guðbjörg Ingólfs-
dóttir söngkona, Einar, söngvari
og gitarleikari, Kristinn Gallagþer
á bassa, Þórður á trommur og sjálf-
ur Ofur-Baldur á hljómborð.
Reggae on lce fyrir
norúan
Mikið verður um að vera hjá
Reggae on Ice næstu daga. Annað
kvöld brunar hljómsveitin norður
yfir heiðar. Fyrst spilar hún á Ráð-
hústorginu að degi til og síðan í
Massive Attack í
Kaplakrika
Stórtónleikar verða hcddnir í
Kaplakrika þann 16. júní.
Stærsta nafnið, sem þar kemur
fram, er án efa Massive Attack
en einnig koma fram GusGus og
teknógúrúinn Darren Emerson
úr hljómsveitinni Underworld.
Massive Attack var stofnuö
1987 í borginni Bristol. Liðsmenn
hennar eru G. Marshall (Daddy
G.) á hljómborð, A. Wolves (Mus-
hroom), einnig á hljómborð, og
Robert Delnaja (3-D) söngvari.
Áður en Massive Attack var
stofnuð voru þeir allir í rapp-
hljómsveitinni Wild Bunch.
Hljómsveitin sló ekki venflega
í gegn fyrr en 1991 með laginu
Unfinished Sympathy. t fram-
haldi af því kom úr fýrsta breið-
skífa sveitarinnar, Blue Lines,
sem telst fyrsta fullmótaða
tripphopp platan. Sú plata var
m.a. valin plata ársins af tímarit-
inu The Face. Önnur breiðskífa
sveitarinnar kom út 1994 og bar
nafnið Protection. Hún festi
sveitina endanlega í sessi í
bresku tónlistarlífi.
Tónleikasvæðið í Kaplakríka
verður opnað kl. 18. Öll meðferð
áfengis er bönnuð. Aldurstak-
mark er 14 ár.
Sjallanum á Akureyri um kvöldið.
Þar verður spilað með fullu trukki
til kl. 3 og einnig stendur hún fyr-
ir óvæntri uppákomu. Þess má
einnig geta að hljómsveitin spilar
17. júní um kvöldið, fyrst kl. 20.30 í
Lækjargötunni og síðan kl. 22.30 í
Keflavik.
Ultra í Grindavík
Hljómsveitin Ultra mun
skemmta Grindvíkingum annað
kvöld þegar hún spilar á Sjó-
mannastofunni Vör. Hljómsveitin
hefur verið að spila víðs vegar um
landiö undanfarið viö ágætar und-
irtektir.
Sniglabandið norður
Sniglabandið mun skemmta
Norðlendingum eins og því einu er
lagið um helgina. í kvöld spilar
það í Hlöðufelli á Húsavík og ann-
að kvöld fá Dalvíkingar að njóta
skemmtunar þess þegar það spilar
í Víkurröst þar í bæ. Geisladiskur
er væntanlegur með Sniglaband-
inu á næstu vikum og ber hann
heitið Ágúst kemur kl. tvö.
ITýtt
í slensk
Q
Reggae on lce
í dag kemur út nýr diskur með
hinni léttleikandi hljómsveit,
Reggae on Ice. Þetta er annar disk-
urinn sem hún gefur út á jafnmörg-
inn árum en sá fyrri, I berjamó,
seldist vel í fyrra. Meðal laganna á
nýja diskinum er Ég vil sem hefur
hljómað grimmt á útvarpsstöðvum
undanfarið og fór inn á íslenska list-
ann með látum í síðustu viku.
Hljómsveitin verður með útgáfutón-
leika í Ráðhúsinu á sunnudag. Tón-
leikamir hefjast kl. 20 og er aðgang-
ur ókeypis.
Gumpurinn
Á þriðjudag kom út ný plata með
hljómsveitinni Gumpnum sem ber
nafnið Á móti sól. Þar eru m.a. lög-
in Reykjavíkurborg og Flottur en
þau hafa hljómað nokkuð á útvarps-
stöðvum undanfariö. Hljómsveitin
gefur sjálf út plötuna og hyggur á
mikla spilamennsku í allt sumar.
Bestu barnalögin
Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní,
kemur út platan Nokkur bestu
bamalögin sem, eins og nafhið gef-
ur til kynna, inniheldur mörg
skemmtilegustu og bestu barnalögin
sem komið hafa út á ýmsum plötum
í gegnum árin. Um 30 lög em á plöt-
unni og ættu flestir krakkar að
þekkja þau vel.