Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Page 4
FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997
. jönlist
ísland
1. (3) Forever
Wu Tang Klang
2. ( 1 ) Spice
Spice Girls
3. ( 2 ) Stoosh
Skunk Anansie
4. ( 4 ) Falling into You
Celine Dion
5. ( 5 ) Óskalög sjómanna
Ýmsir
6. ( 6 ) Pottþétt 7
Ýmsir
7. ( 7 ) Dig Your Own Hole
Chemical Brothers
8. (10) Romeo&Juliet
Úr kvikmynd
9. (11) Live in Paris
Celine Dion
10. ( - ) The Saint
Úr kvikmynd
11. (8) Paranoid & Sunburnt
Skunk Anansie
12. (18) In it for the Money
Supergrass
13. (17) Ultra
Depeche Mode
14. (13) One Fierce Beer Coaster
Bloodhound Gang
15. (12) Pop
U2
16. (15) Score
Fugees
17. (16) Tragic Kingdom
No Doubt
18. (14) Homework
Daft Punk
19. ( - ) Baduizm
Erykah Badu
20. ( - ) Secrets
Toni Braxton
) 1. (1 ) MmmBop
Hanson
| 2. ( 2 ) I Wanna Be the Only One
Eternal Featuring BeBe Winans
t 3. ( 4 ) Time to Say Goodbye
Sarah Brightman and Andrea Boc..
t 4. (- ) Midnight in Chelsea
Jon Bon Jovi
I 5. ( - ) Frce
Ultra Nate
t 6. ( 5 ) Closer than Close
Rosie Gaines
t 7. (- ) Love Rollercoaster
Red Hot Chili Peppers
t 8. (-) Coco Jamboo
Mr. President
| 9. ( 3 ) Paranoid Android
Radiohead
t 10. (- ) The End Is the Beginning Is the End
The Smashing Pumpkins
New York
— — lög —
t 1. (- ) I II Be Missing You
Puff Daddy & Faith Evans
| 2. (1 ) Mmmbop
Hanson
| 3. ( 3 ) Say You'll Be there
Spice Girls
t 4. ( 2 ) Return of the Mack
Mark Morrison
$ 5. ( 4 ) Hypnotize
The Notorious B.I.G.
$ 6. ( 5 ) The Freshmen
The Verve Pipe
| 7. ( 6 ) I Belong to You
Rome
t 8. ( 9 ) It's Your Love
Tim McGraw
t 9. ( 8 ) G.H.E.T.T.O.U.T.
Changing Faces
| 10. (-) Bitch
Meredith Brooks
Bretland
———plötur og diskar^_
t 1. (-) Wu-Tang Forever
Wu-Tang Clan
t 2. ( 1 ) Open Road
Gary Barlow
t 3. ( -) Timeless
Sarah Brightman
I 4. ( 3 ) Spice
Spice Girls
t 5. ( 2 ) Do It Yourself
Seahorses
t 6. ( 7 ) Before the Rain
Etcrnal
i 7. ( 5 ) Always on My Mind
Elvis Presley
t 8. (-) TheBestOf
Bob Dylan
| 9. ( 9 ) Republica
Republica
| 10. ( 6 ) Romanza
Andrea Bocelli
Bandaríkin
—.~_= plötur og diskar-
{ 1. (1 ) Spice
Spice Girls
| 2. (- ) Flaming Pie
Paul McCartney
t 3. (- ) God's Property
God's Property from Kirk Franklin's
| 4. ( 6 ) Middle of Nowhere
Hanson
| 5. ( 2 ) Butterfly Kisses
Bob Carlisle
| 6. ( 5 ) Life after Death
The Notorious B.I.G.
t 7. ( 8 ) Share My World
Mary J. Blige
| 8. ( 7 ) Carrying Your Love with Me
George Strait
t 9. (- ) Bringin Down the Horse
The Wallflowcrs
tlO. ( - ) Space Jam
Spundtrack
avid byrne &
tilíiimingariiar
David Byrne ásamt hljómsveitinni Morcheeba. Samstarfið gekk frábærlega.
Feelings eða Tilfinning-
ar er titillinn á nýjustu
plötu bandaríska lista-
mannsins Davids Byrnes.
Hann hefur ekki látið
neitt frá sér fara i eigin
nafni síðustu þrjú árin,
frá því að platan David
Byme kom út. Hann var
einmitt að fylgja þeirri
plötu eftir er hann kom
hingað til lands og hélt
eina tónleika.
Þótt þrjú ár séu liðin
frá síðustu plötu hefur
David Byme ekki setið
aðgerðalaus. Hann stýrir
eigin útgáfufyrirtæki, Lu-
aka Bop, og hefur verið
önnum kafinn við að gefa
út tónlist með öðrum
listamönnum. Þá hefur
hann leyft sköpunar-
þránni að fá útrás á öðr-
um sviðum en í tónlist-
inni.
„Það er hverjum manni
hoht að breyta til,“ sagði
Byrne nýlega i viðtali þeg-
ar hann var spurður hvað
hann hefði verið að fást
við. „Ef maður borðaði
alltaf sama réttinn yrði
maður fljótt leiður á hon-
um. Eins er það með mig
hvað viðkemur tónlist-
inni. Mér finnst gott að
hvíla mig á henni endram
og eins og takast á við
eitthvað annað.“
Meðal verkefnanna sem
David Byme tók að sér
var að sjá um listræna út-
færslu á verslunarmið-
stöð í Japan. Þá efndi
hann til ljósmyndasýning-
ar sem hann fór víða með,
auk annarra verkefna.
David Byrne er vita-
skuld best þekktur fyrir
afrek sín með hljómsveit-
inni Talking Heads fyrr á
árum. Leiðir liðsfólks
Talking Heads skildi árið
1991 eftir að það hafði unnið saman
átta hljómplötur sem vöktu mikla
athygli á sínum tíma fyrir frum-
leika flestar hverjar. Byrne hefur að
auki sent frá sér þrjár einherjaplöt-
ur þar sem hann gefur hugmynda-
fluginu lausan tauminn og notar sér
óspart tónlistarleg áhrif sem hann
sækir til fjarlægra staða.
Sú er raunin á plötunni Feelings.
Þar má finna margs konar tónlist-
arstíla frá ýmsum þjóðum sem
blandað er saman við trommu og
bassatakta, strengjakvartetta og
Cajunfiðlu, svo að nokkur dæmi séu
nefnd.
„Það fyrsta sem ég setti saman á
plötuna var fremur drungalegt,"
segir David Byme. „Ég varð því að
setja eitt og annað í endurvinnsl-
una. Sum rólegu lögin á plötunni
em einmitt endurimnin úr því
fyrsta."
Riverdance-tónlistin
á geisladiski
írska Riverdance
danssýningin hefur
farið sigurför um
heiminn undanfar-
in misseri og eru
dansflokkamir sem
ferðast og sýna
orðnir fleiri en einn
og sjálfsagt tveir. Þá
hafa myndbönd
með sýningunni
einnig hlotið hlýjar
viðtökur. Maðurinn
að baki ailri River-
dance velgengninni
er írinn Bill Whel-
an, lagahöfundur,
útsetjari og upp-
tökustjóri frá Dyfl-
inni. Danshóparnir
dansa eftir tónlist
Whelans sem fyrir
nokkru var gefin út
á geisladiski. Hann
nefnist einfaldlega
Riverdance, tónlist
úr sýningurmi.
Diskur þessi hef-
ur hlotið ákaflega
góðar viðtökur á ír-
landi þar sem Billy
Whelan hefur verið
sæmdur tveimur
platínuplötum. Þá
hefur hann fengið
eina platínuplötu í
Bretlandi en þar í
landi er myndband
með sýningunni
hins vegar hið vin-
sælasta sem gefið
hefur verið út til
þessa. Og vestan-
hafs er fólk einnig
með á nótunum.
Riverdance tónlist-
in fór heint í fyrsta
sæti Billboard-list-
ans þegar hún kom
þar út. Diskurinn er
nokkru seinna á
ferðinni hér á landi
en í Evrópu og Am-
eríku en ætti nú að
vera kominn í
verslanir, áhuga-
fólki um River-
dance væntanlega
til óblandinnar
gleði.
Samstarfsmanna
leitað
„Fyrst í stað leit út
fyrir að ég myndi gera
heldur drungalega
plötu," heldur byrne
áfram. en þegar frá leið
fór fjölbreytnin að
aukast. ég var fljótt
ákveðinn í að útsetja
lögin þannig að engin
tvö yrðu lík. allir upp-
tökustjórarnir sem ég
leitaði til voru hins veg-
ar annaðhvort upptekn-
ir við einhver gríðarstór
verkefni eða höfðu ekki
áhuga á að vinna með
mér. Það var þá sem ég
ákvað að leita bara til
tónlistarmanna eða
hljómsveita sem ég
hafði haft gaman af að
hlusta á.“
Liðsfólk ensku hljóm-
sveitarinnar morcheeba
varð til dæmis klumsa
þegar david byme hafði
samband og spurði
hvort það væri til í að
vinna með sér tvö lög.
hann heimsótti hljóm-
sveitina síðan þar sem
hún var að vinna að eig-
in efni, kvaðst bara vilja
gá hvort liðsfólkið væri
annaðhvort frá öðrum
hnöttum eða á kafi í
dópi.
Ross Godfrey, liðs-
maður morcheeba, segir
að vinnubrögð byrnes
hafi verið óvenjuleg í
hæsta máta. „hann
hlustaði á það sem við
sögðum, tileinkaði sér
hvemig við orðuðum
hlutina og punktaði eitt
og annað hjá sér. síðan
bókaði hann okkur í
hljóðver með sér í eina
viku.“
Vel heppnuð vika
Samstarf Morcheeba, Davids
Byrnes og Peters Norris upptöku-
stjóra gekk með slíkum eindæm-
um vel að í stað þess að vinna
saman tvö lög á einni viku urðu
þau níu. Sex af þeim voru síðan
notuð á Feelings. Með þessu ár-
angursríka samstarfi segist Byme
hafa kannað nýja heima sem hann
hafi ekki haft aðgang að áður.
Liðsfólk Morcheeba flutti þó ekki
eingöngu með sér ný og framandi
áhrif. I laginu Dance on Vaseline
sótti það í smiðju Talking Heads.
„Ég og Paul bróðir minn vorum
cflltaf miklir aðdáendur Talking
Heads,“ segir Ross Godfrey. „í
fyrstu hljómsveitinni okkar spil-
uðum við oft Burning down the
House. Við reyndum að láta Dance
on Vaseline hljóma eins og það.“
Meðal annarra sem komu við
sögu þegar lögin á Feelings voru
tekin upp má nefna fiðluleikarann
Hahn Rowe og upptökustjórann
Mark Saunders sem hefur meöal
annars unnið með Nene Cherry og
Tricky.
David Byrne verOur á ferðinni í
sumar og jafnvel lengur og leikur
lög af Feelings í bland við eldra
efni. í þessum mánuði kemur
hann meðal annars fram á Gla-
stonbury tónlistarhátíðinni I
Englandi og á Hróarskelduhátíð-
inni í Danmörku.