Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1997, Side 8
FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 JjV Drengjakór í tónleikaferð : íjrkn helgina T*r Drengjakórinn var stofnaður á 16. öld. S:T Jacobs Gosskör, sem er einn vinsæl- asti drengjakór Svíþjóöar, verður á tón- leikaferð á íslandi 12.-19. júní. Kórinn var stofnaður á 16. öld og hefur lengi verið und- ir stjórn Erics Ericssonar sem er stórt nafn í tónlistarheiminum í dag. Meðlimir kórs- ins eru alls 36 piltar á aldrinum 8-28 ára. Á morgun verður kynning á grafikverkum og aðferðum kínverska listamannsins Sun Sun Yip í húsakynnum félagsins íslensk graf- ík, að Tryggvagötu 15. Sun Sun Yip fæddist í Kína 1966. Hann stundaði listnám í Hong Kong og París, þar sem hann býr nú og starfar. Hann hefur tek- ið þátt í fjölda samsýninga víða um heim og -------------------------------r Akureyri: Sýning í nýju galleríi DV. Akureyri:______________ Galleri Svartfugl verður opnað á Akur- eyri á laugardag en það er til húsa í Kaup- vangsstræti í Listagilinu. Galleríið verður opnað með sýningu Guðbjargar Ringsted grafiklistakonu en hún sýnir á þessari sýningu, sem er 7. einkasýning hennar, verk með blandaðri tækni. Sýningin verður opin daglega kl. 14-18 til 29. júní. -gk Kristnitaka í Skálholti Á morgun kl. 15 verður opnuð í Skálholti sýningin Kristnitaka. Sýningin er sam- vinnuverkefni Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Skálholtsstaðar og Skálholts- skóla. Undirbúningur að sýningunni hefur staðið frá því á sl. hausti og hefur þriggja manna sýningamefnd séð um framkvæmd- ina. Á sýningunni eru útilistaverk eftir 17 listamenn sem unnin hafa út frá þemanu kristnitaka í víðu huglægu samhengi. Verk- unum hefur verið komið fyrir úti í náttúr- Stjórnandi kórsins í dag er John Wilund. í kvöld heldur kórinn tónleika í Hvera- gerðiskirkju kl. 20.30 en á morgun syngur hann í Grensáskirkju kl. 16. Þann 17. júní verða tónleikar í Hallgrímskirkju kl. 17 auk þess sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í Reykjavík. haldið einkasýningar m.a. í París, Þýska- landi, Hollandi og Danmörku. Sun Sun Yip hefur starfað á grafíkverk- stæðinu Atelier Contrepoint í París í þrjú ár. Verkstæðið var fyrst opnað árið 1927 og hef- ur frá upphafi verið lögð áhersla á möguleika ætingar sem sjálfstæðs tjáningarmiðils. Listamenn hófú að vinna beint í plötuna og gerðu ýmsar tilraunir. Urðu þær uppspretta nokkurra nýrra aðferða við vinnsluna. Sýning á verkum Sun Sun Yip verður opn- uð á morgun kl. 15 í sýningarsal félagsins. Þar sýnir hann marglita þrykk af einni plötu. Verkum er komiö fyrir úti í náttúrunni í kring- um Skálholtskirkju. unni lunhverfis Skálholtskirkju. Þeir lista- menn sem eiga verk á sýningunni eru: Anna Eyjólfsdóttir, Finna B. Steinsson, Guð- jón Ketilsson, HaUdór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Hans Brúckner, Inga Jónsdóttir, Jón Sigurpálsson, Kristinn E. Hrafnsson, Kristín Reynisdóttir, Ólöf Nordal, Páll Guð- mundsson, Sólrún Guðbjömsdóttir, Sólveig Eggertsdóttir, Svava Björnsdóttir, Valborg Ingólfsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Sýningin er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Hún mun standa til 14. október. Vika æskunnar á Akranesi DV, Akranesi:______________ í ár er Akraneskaupstaður eitt af fimm sveitarfélögum sem taka þátt í samstarfsverkefninu Víðtækar forvamir í sveitarfélögum. Um síðustu áramót hóf SÁÁ samstarf við nokkur sveitarfélög um þróun forvarnastarfs sem á að ná til sem flestra þátta er geta haft áhrif á vímuefnaneyslu unglinga. Átak gegn vimuefnum beinist m.a að börnum, ung- lingum, foreldrum, skólum, íþrótta- og tónstundastarfi, löggæslu .og heilsu- gæslu. í tengslum við þetta átak mun Vika æskunnar standa yfir á Akranesi dagana 15.-21. júní. Tilgangurinn er að fá ungt fólk á Akranesi til að taka virk- an þátt í leik og starfi þessa daga og mun mikið af ungu og hæfileikaríku fólki bregða á leik. Hvem dag verða ýmsar uppákomur, t.a.m. verða stuttmyndadag- ar í Bíóhöllinni þar sem nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands og Arn- ardal sýna stuttmyndir sem þeir hafa gert. Bjössi í Mótorsmiðjunni heldur fyr- irlestur um forvarnir og boðið verður upp á tónleika með þeim Emilíönu Torr- ini og Jóni Ólafssyni þann 19. júní. Einnig má nefha göngurall á Akrafjall, sundlaugarpartí i Jaðarsbakkalaug og í lok vikunnar verður húllumhæ á Skaga- verstúni. Verk eftir listamanninn Sun Sun Yip. Brot af fornum arfi Á morgun opnar Ása Ólafsdóttir myndlistarkona sýningu í Listasafni Kópavogs sem ber heitið Brot af fomum arfi. Ása hefur um nokkura ára skeið sótt sér myndefni í íslensk miðaldahandrit, einkum af Jónsbók, sem var lögbók ís- lendinga eftir 1281. Fyrstu verkin sem Ása vann upp úr handritunum vom út- saumuð teppi. Nú vinnur hún hins vegar myndir sínar meö blandaðri tækni. Þær eru málaðar með akrýllitimi á striga og i hverju verki em tveir blindrammar sem festir eru saman. Á innra borðið málar Ása uppstækkað brot af síðu í handriti. Á ytra borðið sker hún hins vegar gat og í það saumar hún og vefur net. í gegnum þetta „glugganet" kemur málað handrita- brotið á innra borðinu í ljós. Sýningin verður opnuð kl. 15 á morg- un og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 6. júlí. | MESSUR Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Prestamir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson messar. Sóknar- prestur. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Dómkirkjan: Messa kl. 10.30, prests- vígsla. Herra Ólafúr Skúlason, biskup íslands, vígir eftirfarandi kandidata til prestsþjónustu: Lilju Kristínu Þor- steinsdóttur, sem skipuð hefur verið sóknarprestur í Raufarhafnarpresta- kalli í Þingeyjarprófastsdæmi, og Hans Markús Hafsteinsson sem skipaður hef- ur verið sóknarprestur í Garðapresta- kalli í Kjalamesprófastsdæmi. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson þjónar. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Allir velkomnir. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Fjalar Siguijónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrr- verandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartar- I son. Organisti Lenka Mátéová. Prest- amir. Gaulverjabæjarkirkja: Messa sunnu- dag kl. 14. Aðalfundur safnaðarins að lokinni messu. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti Hrönn Helgadóttir. Prestamir. j Grensáskirkja: Messa kl. 11. Altaris- !! ganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Félag- ar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjóm Harðar Áskelsson- ar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson prófast- ur kveður söfnuðinn en hann lætur af embætti innan skamms. Sóknamefhd- Háteigskirkja: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Vegna framkvæmda í Hjallakirkju og sumarleyfa starfsfólks kirkjunnar er fólki bent á helgihald og þjónustu í Breiðholtskirkju eða kirkjum í Kópavogi. Prestamir. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Öm Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi ■ Skúlason. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Laugameskirkja: Vegna sumarleyfa er minnt á guðsþjónustu í Áskirkju. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. : Kirkjudagur Karlakórsins Stefhis. Jón & Þorsteinsson. : Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Org- anisti Reynir Jónasson. Sr. Halldór Reynisson. Seljakirkja: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Söng- hópurinn Smávinir flytur tónlist í guðs- þjónustunni. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. Seltjamaraeskirkja: Messa kl. 11. ; Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- | dóttir. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Kynning á aðferðum Sun Sun Yip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.