Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
39
1 •* '
Afmælisár á Kráknum
Á vesturströnd Skagafjarðar lúrir
bærinn Sauðárkrókur í skjóli hins
fræga Tindastóls en fjallið er talið
hafa yfirnáttúrulegan kraft. í upp-
hafi byggðist bærinn dönskum og is-
lenskum kaupmönnum og skagfirsk-
um iðnaðarmönnum, sjómönnum og
verslunarmönnum. Hann byggðist
síðan mest af Skagfirðingum, sem
settu svip sinn á hann, og síðan af
fólki sem flutti frá nágrannabyggð-
um og úr öðrum landshlutum. Sauð-
árkrókur hefur á stundum vaxið
hratt en yfirleitt hefur vöxturinn
verið jafn og stöðugur.
Útivistarsvæði
Á Borgarsandi er vinsælt svæði
allt árið til gönguferða og útiveru. Á
allri strandlengjunni, frá höfninni
niður á Borgarsand, er sjóbirtings-
veiði mikið stunduð á sumrin og er
hún öllum heimil og ókeypis. Á
meðan sólargangur er lengstur sæk-
ir fólk niður á Sand til þess að sjá
sólina fljóta rauðglóandi fyrir fjarð-
armynnið og brenna eyjarnar stutta
stund. Laxveiði er nokkur í Héraðs-
vötnum, innan við ósinn. Selir eru
líka við ósinn og hafa eflaust áhrif á
stangaveiðina.
Inn af Borgarsandi er hesthúsa-
svæði og félagssvæði Hestamannafé-
lagsins Léttfeta. Þar er félagsheimili
hestamanna, Tjarnarbær, hagi,
skeiðvöllur og áhorfendabrekkur.
íþróttasvæði fyrir boltaíþróttir og
frjálsar íþróttir er undir Nöfunum,
innan við Flæðar. Þar er líka sund-
laug Sauðárkróks. í Skógarhlíð, upp
af Móunum, er skógræktarsvæði og
ágætis berjaland. Þar er fagurt út-
sýni yfir Skagafjörð. Yst við hlíðar-
fótinn er Hlíðarendi þar sem Golf-
klúbbur Sauðárkróks á félagssvæði.
Þar er félagsheimili golfklúbbsins
og skemmtilegur níu hola völlur.
Tímamótaár
Árin 1996 og 1997 eru merk tíma-
mót í sögu Sauðárkróks. Árið 1996
voru 125 ár frá því að byggð reis á
Króknum og árið 1997 eru liðin 140
ár frá því að Sauðárkrókur varð
verslunarstaður, 90 ár frá því hann
varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár
frá því hann varð kaupstaður. Hald-
ið er upp á þessi merku tímamót
með ýmsum hætti á afmælisári sem
stendur frá 20. júlí 1996 til 20. júlí
1997. Hefur afmælisnefnd Sauðár-
króks staðið í ströngu á afmælisár-
inu við að skipuleggja uppákomur
og kynna bæinn með ýmsu móti.
í dag mun afmælisnefndin, í sam-
vinnu við Félag stjórnmálafræð-
inga, halda ráðstefnu um stjórn-
málaflokka og sveitarstjórnarmál í
bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra. Sýningin Konur á
Króknum verður opnuð fimmtudag-
inn 19. júní og verður opin fram i
ágúst. Alþýðusönghátíð verður hald-
in á Sauðárkróki 27.-29. júní og
standa vonir til að slík hátíð verði
haldin á hverju sumri eftirleiðis.
Vöru- og þjónustusýning verður i
bænum dagana 9.-13. júlí. Þá verður
ráðstefna um heilsu og heilbrigða
lífshætti á Króknum helgina 12.-13.
júlí en fyrir henni stendur afmælis-
nefndin ásamt Heilsugæslustöðinni
á Sauðárkróki, Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga, Náttúrulækningafélagi íslands
og heilbrigðisráðuneyti. Fjölmargt
annað verður einnig á döfinni í
bænum i sumar. -VÁ
Sauðárkrókur.
Ferðaþjónusta í Skagafirði:
Sagan í brennidepli
Skagfirðingar hafa ákveðið að setja
sér langtímamarkmið í ferðaþjónustu
og stefna að samvinnu allra sem
vinna að ferðaþjónustu á svæðinu.
Einkum verður lögð áhersla á að
styrkja sögulega ímynd svæðisins og
tengja það allt saman í eitt sögu-
svæði. „Hér er um að ræða kirkjusög-
una á Hólum í Hjaltadal, hestasöguna
í Skagafirði, Grettissögu í Drangey,
matarsögu í Glaumbæ, Vesturfara-
sögu á Hofsósi, sildarsögu á Siglufirði
og að sjálfsögðu hina hefðbundnu
sögu, eins og Örlygsstaðabardaga,"
segir Deborah J. Robinson, ferða-
málafulltrúi Skagafjarðar.
Sýningar sem víðast
í Glaumbæ, sem er fallegur
burstabær af stærstu gerð frá 19.
öld, er nú Byggðasafn Skagfirðinga.
Safnið er sameign sveitarfélaganna
í Skagafirði og er Sauðárkrókur
Sigríður Siguröardóttir, safnvörður
Byggöasafns Skagfirðinga, á
Glaumbæjartúninu.
stærsti aðilinn að því. „Stefna safns-
ins er að reyna að koma sýningum
upp sem víðast og taka fyrir ákveð-
in efni á hverjum stað í stað þess að
halda margar sýningar sem allar
eru eins. Við erum með sýningar á
þremur stöðum núna og sú fjórða
fer upp í Hóla í Hjaltadal í sumar.
Tvær sýningar eru á Hofsósi. Önnur
er í Vesturfarasetrinu sem hýsir
margvíslegar upplýsingar um þá
sem fluttust búferlum til Vestur-
heims sökum harðinda á íslandi.
Hin er í Pakkhúsinu sem var byggt
1772 úr innfluttum viði frá Dan-
mörku á tíma dönsku einokunar-
verslunarinnar," segir Sigríður Sig-
urðardóttir, safnvörður Byggða-
safhs Skagfirðinga.
Stefnt er að því að opna nýtt safn
á Sauðárkróki 20. júlí. Það verður
sjálfstæð rekstrareining en byggða-
safnið mun sjá um að skrá og varð-
veita alla gripi sem berast því.
-VÁ
Deborah J. Robinson, ferðamálafull-
trúi Skagafjarðar, framan við ný-
byggða ferðamiðstöö Skagfirðinga
á Sauðárkróki.
ingimundur Bjarnason þótti hagur smiöur og uppfinningamaöur og fékk
einkaleyfi fyrir marga hluti. Ein af uppfinningum hans er svokölluð heyýta
sem útbreidd var í Skagafirði. Hún var notuð til aö ýta saman heyi og þótti
mun afkastameiri en hrífan. Hér sýnir Árni Guömundsson hvernig heyýtan
er notuö.
Járnsmiður á mölinni
Ingimundur Bjamason var sjálf-
menntaður járnsmiður frá Fremri-
Laxárdal, sem er mitt á milli Húna-
vatnssýslu og Skagafjarðar. Fyrstu
búskaparár sín var hann bóndi en
flutti svo í húsið Árbakka á Sauðár-
króki. Þar bjó hann ásamt konu
sinni og fjórum dætrum næstu ára-
tugina.
Þegar Ingimundur flutti á Krók-
inn þurfti hann að laga sig að að-
stæðum á mölinni. Hann setti upp
eldsmiðju á neðri hæð íbúðarhúss-
ins og í viðbyggingu austan við hús-
ið var fjós, haughús, heygeymsla og
aðstaða fyrir nokkrar kindur. Bak
við húsið var svo stór kálgarður.
Húsið Árbakki er í dag að mestu
leyti eins og þegar búið var í því.
Það þykir lýsa mjög vel íbúðar- og
atvinnuaðstæðum handverksmanna
á fyrri hluta þessarar aldar.
Eldsmiðja Ingimundar er sennilega
sú eina sinnar tegundar hérlendis
og þegar gengið er inn í hana er eins
og farið sé marga áratugi aftur í
tímann. Húsið er opið almenningi,
sem gefst kostur á skoða einstæða
eldsmiðju Ingimundar og híbýli fjöl-
skyldu hans. -VÁ
Húsið Árbakki á Sauöárkróki hýsti
sex manna fjölskyldu og eldsmíöa-
verkstæöi Ingimundar Bjarnasonar.
Þaö þykir lýsa vel híbýlis- og vinnu-
aðstæðum handverksmanna á fyrri
hiuta aldarinnar.
Þrír létlir
og liprír
BOSCH
Gsrnrivi-Coni 906/
• 135g • 55 klst. rafhlaða í biðstöðu og
í 180 mín. í stöðugu tali
• Grafískur skjár • Innbyggö klukka
• 100 númera minni með nafni í
simanum • Skyndihringing
9 númer* CLI Númerabirting
10 númer • SMS skilaboð
• 12 mismunandi hringingar
• Tölvu og faxtengingar 9600bps
• Hraðhleðslu-
Smáauglýslngar
SHARP
GsnrrTö-G70öY
• 185g • 70 klst. rafhlaða í biðstöðu
og í 170 mín. ístöðugu tali
• Innbyggt: klukka, vekjari og reiknivél
• Grafiskur skjár • Titrings hringing
• 100 númera minni í simanum
• SMS skilaboð
• Númerabirtin
10 númer
• Endur-
hringing
á 10
númer
ESm'IVI-Com 506
• 215g • 60 klst. rafhlaða íbiðstöðu
og f 180 mín. istöðugu tali
• 100 númera minni í simanum
• Skyndihringing 9 númer
• CLI númerabirting 10 númer
• SMS skilaboð • 12 mismunandi
hringingar
• Tölvu og
faxteng-
ingar
9600bps