Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 27
I>V LAUGARDAGUR 14. júní 1997 27 i. þ ► > > \ i > i i > > > > i ) > i > i I > lönd Framtíðarleiðtogi Hong Kong, miUjarðamæringurinn Tung Chee- hwa, lofaði því í vikunni að íbúcir Hong Kong myndu halda helstu réttindum sínum eftir að kínversk yfírvöld hefðu tekið við yflrráðum i Hong Kong af Bretum 1. júli næst- komandi. Sagði Tung að Hong Kong-búar myndu áfram hafa tján- ingarfrelsi og rétt til að efna til mót- mæla auk þess sem fjármagnsflæði yrði tryggt. Tung lagði hins vegar áherslu á að hann myndi ekki leyfa að Hong Kong yrði hækistöð árása á Kína. „Stór hópur fólks í Hong Kong sætt- ir sig ekki við slíkt þar sem það er ekki Hong Kong í hag að leyfa það,“ sagði Tung meðal annars. Óttast áhrifin á pólítískt frelsi Margir vestrænir stjórnmála- menn óttast áhrif valdaskiptanna á pólitískt frelsi í Hong Kong. Hafa þeir gert Kínverjum gramt í geði með þvi að hóta viðskiptaþvingunum verði dregið úr frelsi Hong Kong-búa. Tung hef- ur verið iðinn við Chris Pattens, landstjóra Breta í Hong Kong, og kínverskra yflr- valda. Þau hafa sakað hann um að gera valdaskiptin erfiðari með því að koma á lýðræðislegum umbótum án samþykkis Kína undir lok valda- tíma Breta. Lýðræðislegar kosning- ar fóru fram árið 1995. Þann 1. júlí næstkomandi tekur nýtt þing, kjör- Erlent fréttaljós á laugardegi ið af sérstakri nefnd, við af núver- andi þingi. Patten er 28. landstjóri Breta í Hong Kong frá því að þeir hertóku svæðið í fyrra ópíumstríðinu 1841. Kínverjar höfðu verið neyddir af Bandaríkjamönn- um og Bret- um til að aka v ópíum sem við að flytja Hong Kong- húum þær skoðanir kínverskra yfirvalda að svæðið eigi að vera laust við nið- urrifsstarfsemi erlendra afla. Fyrrum forsætisráðherra Singapúrs, Lee Kuan Yew, er þeirr- ar skoðunar að íbúar Hong Kong muni almennt ekki sækjast eftir meira lýðræði en þeir hafa nú. Kín- verjar séu of valdamiklir til þess að láta lýðræðiskröfur frá Hong Kong hafa áhrif á sig. „Ef þið trúið ekki að Hong Kong-búar skilji það þá skiljið þið ekki Hong-búa,“ sagði Lee við fréttamenn i London. Myndi hugsa mig tvisvar um Hann sagði að áhugamenn um stjómmál ættu að bíða með að ræða horfumar á lýðræði i Hong Kong þar til eftir kosningamar á næsta ári. „Við skulum ekki eyða tíman- um í tala um lýðræði. Það hefur í fyrsta lagi aldrei verið neitt lýðræði í Hong Kong,“ fullyrti Lee. Hann gat þess einnig að eitt ár væri mjög langur tími í Hong Kong. Þegar blóðbaðsins á Torgi hins him- neska friðar yrði minnst á næsta ári í Hong Kong væra 10 þúsund her- menn úr Alþýðuhernum í Kína á staðnum með rauða fánann sinn. „Ef ég væri Hong Kong-búi myndi ég hugsa mig um tvisvar áður en ég skipti mér af stjómmálum í Kína.“ Litlir kærleikar hafa verið milli Milljarðamæringurinn Tung Chee-hwa, væntanlegur leiðtogi Hong Kong, boðar erindi kínverskra yfirvalda. Símamynd Reuter greiðslu fyrir kínverskan vaming. Ópíumstríðið hófst þegar Bretar réðust inn í Kina til að hnekkja inn- flutningsbanni kínverskra stjórn- valda á ópíum. Kínverjar biðu ósig- ur og urðu að láta Hong Kong af hendi. Leigusamningur til 99 ára Árið 1898 gerðu kínversk og bresk yfirvöld með sér leigusamn- ing um Hong Kong til 99 ára. Árið 1984 náðu kínversk og bresk yfir- völd samkomulagi um að Hong Kong yrði 1. júlí 1997 sérstakt sjálfs- stjórnarhérað í Kínverska alþýðu- lýðveldinu. Samningaviðræðurnar tóku tvö ár og vora erfiðar. I sam- komulaginu er kveðið á um að Hong Kong fái að halda markaðshagkerfi sínu að minnsta kosti næstu 50 árin. Þegjandi samkomulag í áratugi hafði verið þegjandi samkomulag milli breskra og kín- verskra yfirvalda um að takmarka lýðræði í Hong Kong til að forðast mögulegar sjálfstæðiskröfur. Hvor- ugur aðilinn hafði áhuga á slíku. í staðinn höfðu Hong Kong-búar Brottfluttir Hong Kong-búar snúa heim þrátt fyrir valdaskiptin: Her hvítflibba ætlar íslenski fáninn á kr. 1997 m.vsk. 175 cm. x 126 cm. að láta hiólin snúast /ASKnrenaur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV o\\t mllll hlmin* $ Smáauglýsíngar 5SOSOOO auðveldir og þægilegir! Þú, sem áskrifandi DV, hringir einfaldlega til okkar í síma 550 5000 og segir hve lengi þú verður í burtu. / Nokkrum dögum síðar berast þér Áskriftar- seðlar DV í pósti og tryggja þér DV á næstu Shellstöð á meðan þú ert í fríinu. Gegn framvísun á Áskriftarseðlum DV færð þú að auki afslátt af SS pylsu og Coke fyrir alla fjölskylduna á næstu Shellstöð! ov Shellstöðvarnar SÍMI 550 5000 næstum ótakmarkað efnahagslegt frelsi. Hong Kong varð því Mekka þeirra sem voru í leit að auðæfum og voru tilbúnir að leggja hart að sér. Nýlendan varð einnig griða- staður flóttamanna frá meginlandi Kína. íbúar Hong Kong era um 6,4 milljónir. Meðaltekjur á mann á ári eru um 25 þúsund dollarar eða um 1,8 milljónir íslenskra króna. Verð- bólga er lítil og atvinnuleysi sömu- leiðis. í laugardagsblaði South China Morning Post fyrir viku voru 140 síður með atvinnuauglýsingum. Samkvæmt öllum nýlegum skoð- anakönnunum eru 90 prósent ibú- anna ánægð með lífið nú og líta björtum augum á framtíðina. Þeir sem flýðu frá nýlendunni af ótta við valdaskiptin eru farnir að snúa aft- ur. Erlend fyrirtæki halda áfram að fjárfesta í Hong Kong. Það er heill her hvítflibba á aldr- inum 20 til 45 ára í Hong Kong sem vill að hjól viðskiptalifsins í Hong Kong haldi áfram að snúast þegar rauður fáni Kína hefur verið dreg- inn að hún. „Ég er ánægð núna með valda- skiptin,“ segir Kitty Lam í viðtali við Reuterfréttastofuna. Kitty er 35 ára og skrifar tölvubæklinga. „Ég ætla hins vegar ekki að bíða til 2047 með að gera upp hug minn. Ég ætla að láta reyna á þetta i tvö ár og ef þetta gengur ekki upp ætla ég að flytja til útlanda," segir hún. Eric Ching, sem selur tölvur og heldur tölvunámskeið, telur að hag- sældin í Hong Kong haldi áfram. „Ég sé fyrir mér fullt af tækifærum í sambandi við valdaskiptin," segir hann. Bankastarfsmaður í Hong Kong, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að það verði engar róttækar breytingar. „Þetta ætti að verða allt í lagi. Viðskiptin halda áfram en undir stjórn annars framkvæmda- stjóra." Byggt á Reuter og Time ^skriftarseðlaí^ Notfærðu þér ^skriftarseðla^ þegar þú ferð í fríið! í sumar gefst áskrifendum DV kostur á að hringja og flytja áskriftina yfir á Áskriftarseðla DV sem gilda á öllum bensínstöðvum landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.