Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 27
I>V LAUGARDAGUR 14. júní 1997
27
i.
þ
►
>
>
\
i
>
i
i
>
>
>
>
i
)
>
i
>
i
I
>
lönd
Framtíðarleiðtogi Hong Kong,
miUjarðamæringurinn Tung Chee-
hwa, lofaði því í vikunni að íbúcir
Hong Kong myndu halda helstu
réttindum sínum eftir að kínversk
yfírvöld hefðu tekið við yflrráðum i
Hong Kong af Bretum 1. júli næst-
komandi. Sagði Tung að Hong
Kong-búar myndu áfram hafa tján-
ingarfrelsi og rétt til að efna til mót-
mæla auk þess sem fjármagnsflæði
yrði tryggt.
Tung lagði hins vegar áherslu á
að hann myndi ekki leyfa að Hong
Kong yrði hækistöð árása á Kína.
„Stór hópur fólks í Hong Kong sætt-
ir sig ekki við slíkt þar sem það er
ekki Hong Kong í hag að leyfa það,“
sagði Tung meðal annars.
Óttast áhrifin
á pólítískt frelsi
Margir vestrænir stjórnmála-
menn óttast áhrif valdaskiptanna á
pólitískt frelsi í Hong Kong. Hafa
þeir gert Kínverjum gramt í
geði með þvi að hóta
viðskiptaþvingunum
verði dregið úr
frelsi Hong
Kong-búa.
Tung hef-
ur verið
iðinn
við
Chris Pattens, landstjóra Breta í
Hong Kong, og kínverskra yflr-
valda. Þau hafa sakað hann um að
gera valdaskiptin erfiðari með því
að koma á lýðræðislegum umbótum
án samþykkis Kína undir lok valda-
tíma Breta. Lýðræðislegar kosning-
ar fóru fram árið 1995. Þann 1. júlí
næstkomandi tekur nýtt þing, kjör-
Erlent fréttaljós
á laugardegi
ið af sérstakri nefnd, við af núver-
andi þingi.
Patten er 28. landstjóri Breta í
Hong Kong frá því að þeir hertóku
svæðið í fyrra ópíumstríðinu 1841.
Kínverjar höfðu verið neyddir af
Bandaríkjamönn-
um og Bret-
um til að
aka v
ópíum
sem
við
að
flytja
Hong
Kong-
húum þær
skoðanir
kínverskra
yfirvalda
að svæðið eigi að vera laust við nið-
urrifsstarfsemi erlendra afla.
Fyrrum forsætisráðherra
Singapúrs, Lee Kuan Yew, er þeirr-
ar skoðunar að íbúar Hong Kong
muni almennt ekki sækjast eftir
meira lýðræði en þeir hafa nú. Kín-
verjar séu of valdamiklir til þess að
láta lýðræðiskröfur frá Hong Kong
hafa áhrif á sig. „Ef þið trúið ekki
að Hong Kong-búar skilji það þá
skiljið þið ekki Hong-búa,“ sagði
Lee við fréttamenn i London.
Myndi hugsa mig
tvisvar um
Hann sagði að áhugamenn um
stjómmál ættu að bíða með að ræða
horfumar á lýðræði i Hong Kong
þar til eftir kosningamar á næsta
ári. „Við skulum ekki eyða tíman-
um í tala um lýðræði. Það hefur í
fyrsta lagi aldrei verið neitt lýðræði
í Hong Kong,“ fullyrti Lee.
Hann gat þess einnig að eitt ár
væri mjög langur tími í Hong Kong.
Þegar blóðbaðsins á Torgi hins him-
neska friðar yrði minnst á næsta ári
í Hong Kong væra 10 þúsund her-
menn úr Alþýðuhernum í Kína á
staðnum með rauða fánann sinn.
„Ef ég væri Hong Kong-búi myndi
ég hugsa mig um tvisvar áður en ég
skipti mér af stjómmálum í Kína.“
Litlir kærleikar hafa verið milli
Milljarðamæringurinn Tung Chee-hwa, væntanlegur leiðtogi
Hong Kong, boðar erindi kínverskra yfirvalda.
Símamynd Reuter
greiðslu fyrir kínverskan vaming.
Ópíumstríðið hófst þegar Bretar
réðust inn í Kina til að hnekkja inn-
flutningsbanni kínverskra stjórn-
valda á ópíum. Kínverjar biðu ósig-
ur og urðu að láta Hong Kong af
hendi.
Leigusamningur
til 99 ára
Árið 1898 gerðu kínversk og
bresk yfirvöld með sér leigusamn-
ing um Hong Kong til 99 ára. Árið
1984 náðu kínversk og bresk yfir-
völd samkomulagi um að Hong
Kong yrði 1. júlí 1997 sérstakt sjálfs-
stjórnarhérað í Kínverska alþýðu-
lýðveldinu. Samningaviðræðurnar
tóku tvö ár og vora erfiðar. I sam-
komulaginu er kveðið á um að Hong
Kong fái að halda markaðshagkerfi
sínu að minnsta kosti næstu 50
árin.
Þegjandi
samkomulag
í áratugi hafði verið þegjandi
samkomulag milli breskra og kín-
verskra yfirvalda um að takmarka
lýðræði í Hong Kong til að forðast
mögulegar sjálfstæðiskröfur. Hvor-
ugur aðilinn hafði áhuga á slíku. í
staðinn höfðu Hong Kong-búar
Brottfluttir Hong Kong-búar snúa heim þrátt fyrir valdaskiptin:
Her hvítflibba ætlar
íslenski fáninn
á kr. 1997 m.vsk.
175 cm. x 126 cm.
að láta hiólin snúast
/ASKnrenaur
fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
o\\t mllll hlmin*
$
Smáauglýsíngar
5SOSOOO
auðveldir og þægilegir!
Þú, sem áskrifandi DV, hringir einfaldlega til
okkar í síma 550 5000 og segir hve lengi þú
verður í burtu.
/
Nokkrum dögum síðar berast þér Áskriftar-
seðlar DV í pósti og tryggja þér DV á næstu
Shellstöð á meðan þú ert í fríinu.
Gegn framvísun á Áskriftarseðlum DV færð
þú að auki afslátt af SS pylsu og Coke fyrir alla
fjölskylduna á næstu Shellstöð!
ov
Shellstöðvarnar SÍMI 550 5000
næstum ótakmarkað efnahagslegt
frelsi. Hong Kong varð því Mekka
þeirra sem voru í leit að auðæfum
og voru tilbúnir að leggja hart að
sér. Nýlendan varð einnig griða-
staður flóttamanna frá meginlandi
Kína.
íbúar Hong Kong era um 6,4
milljónir. Meðaltekjur á mann á ári
eru um 25 þúsund dollarar eða um
1,8 milljónir íslenskra króna. Verð-
bólga er lítil og atvinnuleysi sömu-
leiðis. í laugardagsblaði South
China Morning Post fyrir viku voru
140 síður með atvinnuauglýsingum.
Samkvæmt öllum nýlegum skoð-
anakönnunum eru 90 prósent ibú-
anna ánægð með lífið nú og líta
björtum augum á framtíðina. Þeir
sem flýðu frá nýlendunni af ótta við
valdaskiptin eru farnir að snúa aft-
ur. Erlend fyrirtæki halda áfram að
fjárfesta í Hong Kong.
Það er heill her hvítflibba á aldr-
inum 20 til 45 ára í Hong Kong sem
vill að hjól viðskiptalifsins í Hong
Kong haldi áfram að snúast þegar
rauður fáni Kína hefur verið dreg-
inn að hún.
„Ég er ánægð núna með valda-
skiptin,“ segir Kitty Lam í viðtali
við Reuterfréttastofuna. Kitty er 35
ára og skrifar tölvubæklinga. „Ég
ætla hins vegar ekki að bíða til 2047
með að gera upp hug minn. Ég ætla
að láta reyna á þetta i tvö ár og ef
þetta gengur ekki upp ætla ég að
flytja til útlanda," segir hún.
Eric Ching, sem selur tölvur og
heldur tölvunámskeið, telur að hag-
sældin í Hong Kong haldi áfram.
„Ég sé fyrir mér fullt af tækifærum
í sambandi við valdaskiptin," segir
hann.
Bankastarfsmaður í Hong Kong,
sem ekki vill láta nafns síns getið,
segir að það verði engar róttækar
breytingar. „Þetta ætti að verða allt
í lagi. Viðskiptin halda áfram en
undir stjórn annars framkvæmda-
stjóra."
Byggt á Reuter og Time
^skriftarseðlaí^
Notfærðu þér
^skriftarseðla^
þegar þú ferð í fríið!
í sumar gefst áskrifendum DV kostur á að
hringja og flytja áskriftina yfir á Áskriftarseðla
DV sem gilda á öllum bensínstöðvum
landinu.