Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 18
18 dagurílífi LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 I^"V Þuríður Sigurðardóttir hefur í mörg horn að líta: Leið eins og nýhreinsuðum hundi „Ég vaknaði klukkan sex en hefði þegið að sofa örlítið lengur. Ég fór seint í rúmið, hafði verið á fundi með félögum mínum í Hesta- mannafélaginu Sörla, þar sem ég er í ferðanefnd. Nefhdin var að kynna tilhögun í 8 daga hestaferð sem 50 manns hafa skráð sig í. Eftir sturtu leið mér eins og „ný- hreinsuðum hundi“. Ég skutlaði bóndanum í vinnuna og fór þaðan á umferðarvaktina í Umferðarráði. Ég átti hæði morgun- og kvöld- vaktina þennan dag. Ég bytjaði á því áö hella upp á kaffi, fletti blöð- unum, hlustaði á sjöfréttir og komst að því að engar alvarlegar fréttir bárust úr umferðinni, sem betur fór. Því næst hringdi ég á all- ar helstu lögreglustöðvar landsins, Vegagerðina og svaraði símanum á milli. Við fáum upplýsingar um ýmiss konar gatnaframkvæmdir sem við svo miðlum áfram til hlustenda. Útsendingar eru beinar og það voru 5 útvarpsstöðvar sem ég fór inn á þessa vaktina. Minnka við mig Eftir sendingar fór ég á skrifstofu Umferðarráðs en þar hef ég unnið ýmis störf undanfarin ár. Ég settist við tölvuna og kíkti á „Emil“, svar- aði tölvupósti og byrjaði svo að skrifa fundargerð frá fundi fræðslu- nefndar sem ég sit í. Fundargerðin er eitt af mörgu sem ég þarf að klára áður en ég hætti á skrifstof- unni í lok vikunnar. Ég þykist ætla að minnka við mig vinnu. Þá var komið að fundi með kvik- myndagerðarmönnum sem ætla að vinna auglýsingar fyrir Umferðar- ráð um hjálmanotkun. Bubbi Morthens ætlar að koma til liðs við okkur en hann telur að hjálmur hafi bjargað lífi sínu þegar hann var að hjóla á dögunum og lenti á bíl. Ég var skráð í nokkur ökupróf þess að fá að keyra. Ég neitaði í fyrstu að koma og sækja hann en sá mig um hönd. Maður má ekki sleppa slíku tækifæri þegar ung- lingurinn vill vera með manni. Æfingaaksturinn er einmitt kjör- inn vettvangur til þess. Við spjöll- uðum um nýju sumarvinnuna hans og fleira og hann þvoði bíl- inn, mér til mikillar ánægju. Ég keypti ferskt pasta, fljótlegt og þægilegt, eldaði og gekk frá. Bónd- inn fékk frí enda hálfslappur af einhverri pest. Eftir fráganginn fór ég og potaði nokkrum kartöflum niður í garð- holuna mína. Betra seint en frosið! I hrúgaldinu Ég fór inn um níuleytið, hafði hugsað mér að horfa á tvo þætti í sjónvarpinu, nokkuð sem er harla óvenjulegt. Guðmundur þulur brosti við mér þegar ég kveikti og ég hugsaði hlýlega til hans því í raun átti ég þessa vakt. Ég var svo heppin að hann hafði beðið mig að skipta við sig og það hentaði mér sannarlega vel, vinnudagurinn hefði orðið óþarflega langmr. Ég kom mér vel fyrir í hrúgald- inu og horfði á Póstkort frá Nas- hville en þar komu við sögu nokkr- ar hetjur úr tónlistinni. Áður en ég skipti yfir á Stöð 2 til að horfa á Perlur Austurlands smm-ði ég nesti fyrir Erling til að hafa með í vinnuna. Perlan að þessu sinni voru Lónsöræfi, því- lík fegurð - og litimir. Ég hef yndi af íslenskri náttúru og veit ekkert skemmtilegra en að ferð- ast, helst á hestbaki, með góðum félögum um landið okkar. Af því fæ ég aldrei nóg. Og nú langar mig á Lónsöræfi. Skrýtið - síðan ég hætti að fljúga fyrir nokkrum árum hefur mig aldrei langað til útlanda." Þuríður Sigurðardóttir f vinnu sinni hjá umferðarútvarpinu. en mikið er að gera við að dæma í ökuprófúm þessa dagana. Ég er kölluð til þegar yfir flýtur. Það kemur mörgum á óvart að hitta fyrir konu sem prófdómara. Flest- ir eiga von á „gömlum úrillum karli“ eins og þau segja sum (fyrir- gefið, strákar mínir). Bóndinn fákk frí Erling sonur minn, sem er 16 ára, hringdi i mig þegar ég var að ganga út úr dyrunum um sexleytið og spurði hvort ég þyrfti ekki í búð á leiðinni heim. Ég kvað já við og spurði hvort eitthvað sérstakt vantaði. Nei, hann langaði bara til DV-mynd E.ÓI. Finnur þú fimm breytingar? 415 Hér sitjum við bara sisona og ræðum gömlu, góðu dagana. Nafn: _ Heimili: Vmningshafar fyrír fjögur hundmðustu og þrettándu getraun reyndust vera: Margrét Árnadóttir, Daði Már Hervarsson, Austurbergi 32, Háholti 23, 111 Reykjavík. Akranesi. Myndimar tvær virðast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kem- ur í ijós að á myndinni til hægri hefúr fimm atriöum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. r 1 BhJ KALIMA.R Í | i 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: , Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 415 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.